Þjóðviljinn - 14.01.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Page 9
VIÐHORF Tryggjum sókn vinstri afla ítilefniforvals ABR eftir Skúla Framundan er forval Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga. Til- gangur forvals er að gefa flokks- og stuðningsmönnum ABR tæki- færi til að hafa áhrif á skipan framboðslistans og einnig að gefa öllum sem uppfylla viss skilyrði, kost á að bjóða sig fram til starfa á þessum vettvangi. Sem sagt: Að- ferð til að auka lýðræðið í flokkn- um. Nú hefur það gerst að allstór hópur fólks sem ekki á nú sæti í borgarstjórn, þar á meðal sá sem skrifar þessa grein, hefur gefið kost á sér í þessu forvali og jafnvel hafa sumir dirfst að segja að þeir sæktust eftir einhverju af fimm efstu sætum listans. Viðbrögð núverandi borgarfulltrúa við nýjum frambjóðendum Þessi dirfska hefur greinilega farið eitthvað fyrir brjóstið á tveimur núverandi borgarfulltrú- um ABR., þeim Guðrúnu Ág- ústsdóttur og Sigurjóni Pét- urssyni, ef marka má ummæli þeirra í Morgunblaðinu í síðustu viku. Tala þau þar m.a. um að „reynsla borgarfulltrúa“ sé að engu metin, „samstaða" kvenna hafi verið rofin og að „annar listi“ sé kominn fram. Ætla má að hinir mætu borg- arfulltrúar hafi ekki alveg gert sér grein fyrir ofannefndum tilgangi forvals, né þeirri staðreynd að tveir af núverandi aðal- og vara- borgarfulltrúum okkar gefa ekki lengur kost á sér og því nauðsyn- legt að einhverjir bætist í hópinn. Væri því eðlilegra að borgarfullt- rúarnir fögnuðu því að nýtt fólk vill nú leggja þessum málum lið. Kynning frambjóðenda Af einhverjum ástæðum hefur umræða um þetta forval og fram- bjóðendur nær eingöngu farið fram í öðrum blöðum en Þjóðvilj- anum. Er það miður og er þessi grein viðleitni til að bæta þar úr. Þegar félagar í ABR. velja fólk á framboðslista er þeim nauðsyn- legt að geta gert sér einhverja grein fyrir því, hvers konar hug- myndum og vinnubrögðum fram- bjóðendur telja sig standa fyrir. Þeir sem starfað hafa í borgar- stjórn, jafnvel til fjölda ára, eru væntanlega þekktari stærðir að þessu leyti. Núverandi borgarf- ulltrúar voru þannig þeir sem báru hitann og þungann af vinstri meirhlutanum sáluga 1978-’82 og fengu mat kjósenda í kosningun- um 1982. Eðlilegt væri að Þjóðviljinn kynnti frambjóðendur, einkum þá hina nýju, t.d. með viðtölum á þeim vikum sem eftir eru fram að forvali eða með öðrum hætti. Af hverju gef ég kost á mér til starfa í borgarstjórn Þar sem ég tel nauðsynlegt fyrir félaga ABR og aðra stuðn- ingsmenn flokksins, að vita eitthvað um það á hvaða forsend- um nýir frambjóðendur í forvali gefa kost á sér, vil ég reyna að svar því fyrir mitt leyti. í nýútkominni bók Jóns Orms Halldórssonar, —„löglegt, en siðlaust,“- segir hann m.a. þar sem hann fjallar um kosninga- sigur vinstri flokkanna 1978: „Fjöldi Sjálfstæðismanna var þeirrar skoðunar og er enn að meirihluti flokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur skipti meira máli en nokkur þingsæti til eða frá á landsvísu. Má þetta heita nokkuð viðtekin kennisetning í flokknum.“ Ekki er að efa að þetta mat Sjálfstæðismanna á pólitísku mikilvægi þess að fara með meiri- hlutavald í borgarstjórn Reykja- víkur er rétt, enda mega þeir gerst vita sem ráðið hafa þar öllu í meira en hálfa öld, að frátöldu einu kjörtímabili. Minnihlutaflokkarnir í borgar- stjórn eru margir. Þeir eru smáir og innbyrðis sundurþykkir þrátt fyrir að þeir eigi að mestu mál- efnalega samleið. Eigi að hnekkja til langframa ofurveldi fhaldsins í Reykjavík er brýnt að vinna að aukinni samvinnu og samstöðu þessara flokka, því varla náum við ein meirihluta. Einungis þannig verða þeir trú- verðugur valkostur í hugum kjós- enda, einungis þannig fæst nýr vinstri meirihluti sem ber gæfu til að vinna farsællega saman. Ég tel að þarna sé mikið verk óunnið og mun leggja sérstaka áherslu á það mál. Ein af skyldum borgarfulltrúa er líka samráð og samvinna við félaga í flokknum. Þeir félagar sem áhuga hafa á borgarmálum og vilja hafa áhrif á þau eiga sinn rétt á því ekki síður en borgarf- ulltrúarnir sjálfir. Þeim veitir heldur ekki af jarðsambandi og aðhaldi frá félögum sínum. Því legg ég mikið upp úr samstarfi borgarfulltrúa við almenna fé- laga. En pólitskt vald er ekki bara hjá flokkum. Því er mikilvægt fyrir Ab í borgarstjórn sem ann- ars staðar að hafa náið samstarf og samband við launafólk í borg- inni og samtök þess. Við skulum heldur ekki gleyma aðalatriðinu, borgarbúum sjálfum. Nauðsyn- legt er að tengjast þeim hræring- um og hreyfingum sem eru meðal borgarbúa og við eigum samleið með. Flokkurinn og fulltrúar hans mega ekki einangrast. Það nægir ekki að borgarfulltrúar auglýsi allt í einu viðtalstíma þeg- ar líða fer að kosningum og fara þá loks á vinnustaðafundi. Nú- tímastjórnmálamenn verða að horfa í augu við breyttar kröfur að þessu leyti. Þeir verða að koma hugmyndum sínum eða at- hugasemdum reglulega á fram- færi við borgarbúa. Þegar eitthvað sérstakt er um að vera eins og nú þegar verið er að svína á starfsmömmum Granda h/f þá eiga okkar borgarfulltrúar að vera á staðnum, setja sig inn í málið og leggja á ráðin með starfsmönnum og stéttarfélögum þeirra um hvað sé hægt að gera. Það er ekki nóg að mæta bara þegar boðið er í kokteil. Fólkið í borginni þarf að geta litið á okkur sem raunverulega fulltrúa sína. Þau einstöku mál sem mér er annt um eru t.d. húsnæðismálin í borginni, en því óefni sem þau mál eru komin í hef ég kynnst í starfi mínu í Húsaleigunefnd Reykjavíkur. Flest svið félags- legrar þjónustu og -aðstoðar eru í ólestri og gleymum því ekki að borgin er einn stærsti atvinnu- rekandi í landinu. Efla þarf starf FRÁ LESENDUM Án markvissrar gagnrýni á hugmynd- ir og stjórnarhœtti íhaldsins og án þess að bjóða upp á trúverðugan valkost vinnum við borgina aldrei til langframa. Við gætum e. t. v. dottið óundirbúið inn í meirihlutasamstarf á 50 árafresti eins og 1978, en við hljótum að setja markið hærra. Ar æsku og aldinna Eigum við að líta á verkefni, sem hæfir öllum að fást við hvað sem aldri líður. Samstaðan er þó alltaf meira virði en einangrun. Sundurgreining er varasöm, einkum þegar á að draga fólk í dilka. Dæmi: Aðskilnaðarstefna eftir litarhætti. Ótrúlegur fjöldi fólks, flest á síðasta æviskeiði sínu, bíður eftir vistun á heimili, sem veita umönnun, aðhlynningu og skjól fyrir óþægilegu ölduróti um- heimsins. Þrátt fyrir það sem gert hefur verið af samfélagsins hálfu og samtökum fólksins, vantar enn tilfinnanlega rými á öllum stigum umönnunar aldinna þegna þjóðfélagsins. Sárastur virðist skorturinn á sjúkrarými fyrir þá sem enn geta þó að meira eða minna leyti bjargað sér. Þau samtök, sem bundust tengslum um að mynda skjól skjól fyrir dá- lítinn hóp af þessum öldnu meö - bræðrum,veita einmitt tækifæri til samvinnu allra þegna þjóðfélags- ins. Samvinnu, sem myndast af því hugarfari, af þeirri kennd sem stjórnaði forðum viðbrögðum „miskunnsama Samverjans." Það er búið að bjóða út fyrstu verktökin aðþví musterimisk- unnseminnar, sem rísa skal á lóðinni nr. 64 við Kleppsveg. Verktökin við að hreinsa grunn- inn, sem byggingin hvílir á í fram- tíðinni. Það eru margar steinvölurnar, margar einingar byggingarefnis, sem borga þarf, áður en unnt er að koma fyrir hvílurúmum og hjúkrunarg- ögnum. Ertu ekki reiðubúinn að ieggja fram þinn skerf, lítinn eða stóran eftir efnum og ástæðum. Peningaframlög má leggja inn á hlaupareikning nr. 14626 við Landsbanka íslands. Guðjón B. Baldvinsson Thoroddsen atvinnumálanefndar og huga að því með hverjum hætti borgin geti skapað nýjum fyrirtækjum hagstæð skilyrði og jafnvel átt hlut í þeim sjálf. Allt þetta snertir verulega hag launafólks í borginni, en málefni þess tel ég mig þekkja vel eftir rúmlega tveggja ára störf hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún. Til nýsköpunar í atvinnurekstri þekki ég einnig talsvert eftir að hafa starfað sem framkvæmda- stjóri fyrir eitt slíkt fyrirtæki s.l. ár. Baráttumálum okkar náum við ekki fram í minnihluta og því miður þarf mikið að breytast til að íhaldið missi meirihlutann í þessari lotu. Bæði er það að nú- verandi meirihluti íhaldsins hefur yfirleitt verið samhentur, svo hitt að stjórnarandstaða minnihluta flokkanna á kjörtímabilinu hefur að margra mati verið slök. Kem ég þar að öðru atriði sem ég legg áherslu á, en það er þýðing kraftmikillar og hvassrar stjórn- arandstöðu, sem f senn gagnrýnir og heldur á lofti valkostum. Slík andstaða má ekki takmarka sig við fundarsali borgarstjórnar, heldur fara fram meðal fólksins. Án markvissrar gagnrýni á hugmyndir og stjórnarhætti íhaldsins og án þess að bjóða upp á trúverðugan valkost vinnum við borgina aldrei til langframa. Við gætum e.t.v. dottið óundirbúið inn í meirihlutasamstarf á 50 ára fresti eins og 1978, en við hljótum að setja markið hærra. Við hljó- tum að setja okkur það markmið að hnekkja ofurvaldi Sjálfstæðis- flokksins í íslenskum stjórnmálum til frambúðar - og af hverju ekki að byrja á Reykja- víkurborg? Að endingu vil ég hvetja sem flesta stuðningsmenn flokksins og félaga til að taka þátt í forva- linu 1. og 2. febrúar. Miðið ræðst af úrslitum þess forvals um sókn- armöguleika vinstri aflanna gegn því afturhaldi sem nú um skeið hefur úr ríkisstjórn og borgar- stjórn vegið að hagsmunum ís- lensks launafólks. Eg óttast hins vegar að þeir sóknarmöguleikar verði aldrei nýttir ef engu má breyta varðandi frambjóðendur, stefnumál eða starfshætti. Reykjavík 12. janúar 1986 Skúli Thóroddsen er lögfræðingur en starfar nú sem framkvæmdastjóri á Sjúkrastöðinni Von. RAUÐHÓLA ete. Höfundur: ClatréLuckham. ídur: Páll Baldvin Baldvinsson og Magrfús Þór Jónsson. Glímuþjálfun: Clifford Twemlow og Brian ’ Dansar: Sóley Jóhannsdóttir. Búningar: Dóra Einarsdóttir. Förðun og hár: Ragna Fossberg. Tónlistarútsetningar: Jakob Magnússon. Leikendur: Edda Heiðrún Bachman — Guðjón Pedersen — Edda Björgvinsdóttir — Leifur Hauksson — Kristín Kristjáns- dóttir — Andri örn Clausen. Leikstjórn og yfirumsjón: Páll Baldvin Baldvinsson. Frumsýning föstudag 17. jan. kl. 21. Uppselt. 2. sýning sunnudag 19. jan. kl. 20.30. Uppselt. 3. sýning fimmtudag 23. jan. kl. 20.30. 4. sýning föstudag 24. jan. kl. 20.30. Miöasala í Gamla Bíói kl. 15—19. Sími 11475. Minnum á símsöluna meö Visa. Þriðjudagur 14. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.