Þjóðviljinn - 15.01.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Eldvarnir Lokum ekki sjúkrahúsi Gunnar Ólafsson íeldvarnaeftirlitinu: Eldvörnum og viðvörunarútbúnaði víða ábótavant en skilningur á nauðsyn þessafer vaxandi „Eldviðvörunarkerfum er víða ábótavant í sjúkrahúsum, eink- um í eldra húsnæði þeirra og við getum lítið meira gert en að benda á þetta og fara fram á úr- bætur. Við lokum ekki sjúkra- húsum og sendum sjúklinga heim, til þess höfum við ekki vald“, sagði Gunnar Olafsson hjá eldvarnaeftirlitinu í samtali við Þjóðviljann í gær. Miklar umræður eiga sér nú stað um þessi mál vegna slyssins á Kópavogshælinu í fyrradag. Varðandi það sagði Gunnar að margsinnis hefði verið búið að kvarta vegna þess að þar var ekki eldviðvörunarkerfi, en því hefði ekki verið sinnt og ástæðan, skortur á peningum. Annars sagði Gunnar varðandi eldvarnir yfirleitt, þá væri vax- andi skilningur hér á landi í fyrir- tækjum og á heimilum á nauðsyn þess að hafa þessa hluti í lagi. Það hefði hvatt menn til að kippa þessum málum í lag, að trygg- ingafélögin veittu þeim afslátt á iðgjöldum sem væru með eld- varnir í fullkomnu lagi. Aftur á móti sagðist hann telja að sá af- sláttur mætti vera meiri til að hvetja menn til úrbóta í eldvörn- um yfirleitt. Loks sagði Gunnar að hvers- konar stofnanir, einsog sjúkra- hús, elliheimili og dagvistunar- stofnanir og allt það húsnæði sem byggt hefur verið eftir 1979 væri með fullkomnum eldvarnarbún- aði, enda ekki leyft að byggja húsnæði án þeirra eftir 1979. - S.dór. Hjúkrunarfrœðingar Úrbóta krafist í brunavörnum Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur beint þeirri áskorun til stjórnvalda og yfirmanna stofnana að þegar verði gert átak í brunavörnum. Segir í ályktun hjúkrunarfræð- inganna að vegna þeirra válegu atburða sem urðu á Kópavogs- hæli hinn 13. janúar vilji stjórn félagsins krefjast þess að öryggi sjúklinga og starfsmanna varð- andi brunavarnir á heilbrigðis- stofnunum í landinu verði betur gætt. Skora hjúkrunarfræðing- arnir á stjórnvöld að veita fullnægjandi fjármagni í þessu skyni þar sem þess er þörf. Eldviðvörunarkerfum er víða ábótavant á sjúkrahúsum, segir fulltrúi Eldvarna eftirlitsins. Viðvörunarkerfi var ekki til staðar á Kópavogshæli þegar eldsvoðinn varð í fyrrinótt og einn vistmaður lét lífið. Ljósm.: E.Ol. Framtíðarspá 300 manns burt á ári Mannfjöldaspánefnd segir aðfrjósemi minnki á nœstu árum en að auki flytjistmunfleirifrá landinuen til. Islendingum fer aðfœkka upp úr2020 Fjölgun íslendinga hefur dreg- ist mjög mikið saman á und- anförnum þrem árum. 1983 fjölg- aði landanum um 1,16% en árið 1985 var fjölgunin komin niður í 0,68%. Aðeins þrisvar sinnum hefur fjölgunin verið minni síðan 1918. 1941, en þá var einsog les- endur vita mjög ófriðvænlegt í heimi, nasistar f sókn á flestum vígstöðvum og svo árin 1969 og 1970, þegar mikill fólksflótti var frá landinu í lok viðreisnarstjórn- arinnar. I framtíðarspá er gert ráð fyrir að 300 flytjist frá landinu árlega umfram aðflutta. Það er einkum tvennt sem hef- ur haft áhrif á þennan mikla sam- drátt fjölgunarinnar undanfarin ár, að sögn Bjarka Bragasonar, sem var ritari svokallaðrar mannfjöldaspárnefndar, en hún vann að framtíðarspá um fólks- fjölgun fram til ársins 2020. Það er í fyrsta lagi að um 500 fleiri fluttust burt frá landinu en til þess í fyrra og árið þar áður 300. Á árunum 1981-1983 fluttust hins- vegar um 1000 fleiri til landsins en frá því. Hinn þátturinn í minnkuninni er að frjósemin hefur stöðugt far- ið lækkandi og lenda íslendingar þar í sama ferli og nágranna- löndin, bara tíu árum seinna. Árið 1960 þegar frjósemin var í hámarki, eignaðist hver kona um 4 börn en sú tala er komin niður fyrir tvö börn núna. Ástæðan fyrir því að við höldum þó í horf- inu, er sú að mjög fjölmennir ár- gangar eru nú að komast á barn- eignaaldurinn. Bjarki sagði, að samkvæmt spánni væri gert ráð fyrir að frjó- semin lækki niður í 1,7% á konu á allra næstu árum. Samkvæmt því nær fjöldi íslendinga hámarki um 2015, eða um 275.000 manns og er gert ráð fyrir að sá fjöldi standi í stað fram til ársins 2020, en þá fer okkur aftur að fækka. í þeim forsendum sem gefnar eru fyrir þessa spá, er gert ráð fyrir að um 300 fleiri flytji árlega frá landinu en til þess. Bjarki var spurður að því hvort ekki væri gert ráð fyrir því að svipuð þróun ætti sér stað á fs- landi og í nágrannalöndum okk- ar, að straumur flóttamanna myndi sækja hingað, einkum í ljósi þess að nágrannalöndin hafa nú sett mjög strangar reglur um innflytjendur. Hann sagði svo ekki vera, enda taldi hann litlar líkur á því að innflytjendur streymdu til landsins. Ástæðan fyrir því er sú að hér gilda strang- ar reglur um innflytjendur. - Sáf. LIN Konur fordæma niðirskurðinn Samtök kvenna á vinnumarkaði: Aðför Sverris aðsjóðnum er ógnun við jafnrétti tilnáms Samtök kvenna á vinnumark- aði hafa sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra varðandi Lánasjóð náms- manna eru fordæmd og talið að aðför ráðherrans að sjóðnum sé ógnun við jafnrétti til náms. Konurnar funduðu á Hótel Borg um síðustu helgi og álykt- uðu þar m.a. um LÍN og upp- sagnirnar hjá Granda hf. fálykt- un þeirra um lánasjóðinn segir: „Það skal ekki við námsmenn sakast þótt lán til þeirra hafi á síðastliðnu ári náð 100% fram- færslukostnaði. Heldur ber að víta ríkisvald, verkalýðsforystu og atvinnurekendur sem láta það viðgangast að samið hefur verið um laun sem eru langt undir viðurkenndum framfærslu- kostnaði. Og er þá ekki verið að tala um neinn lúxus. Loddaraskapur menntamála- ráðherra felst ekki eingöngu í því að reka framkvæmdastjóra Lána- sjóðsins fyrirvaralaust og með skömm, heldur og í því að breyta reglugerð sjóðsins á þann veg að námslán verða skorin niður um allt að 33%. Fundurinn bendir á að stór hætta er á því að skerðing náms- lána verði einnig til að í þeim til- vikum sem bæði hjóna stunda nám muni það verða konan sem hættir námi til þess að sjá fyrir karli sínum og börnum þeirra.“ -gg- Grandi hf. Stjóm ABR mót- mælir Á fundi stjórnar Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík í gær var sam- þykkt cftirfarandi ályktun um deilur starfsmanna og forráða- manna Granda hf.: Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík fordæmir harðlega framkomu ráðamanna Granda hf. gagnvart starfsfólki fyrirtæk- isins. Óll loforð um samráð við starfsfólk vegna hugsanlegra breytinga á störfum hafa hingað til verið að engu höfð. Greinilegt er að samruni Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins hefur ekki tryggt at- vinnuöryggi starfsfólks. Þvert á móti hefur meirihluti borgar- stjórnar tekið hagsmuni eigenda ísbjarnarins fram yfir hagsmuni verkafólks. Þannig hafa yfirlýs- ingar borgarstjóra um að verka- fólk haldi vinnu sinni ekki heldur staðist. Þessir atburðir sanna enn hversu brýnt það er að tryggja atvinnuöryggi verkafólks með lagasetningu, eins og hefur ítrek- að verið lagt til á Alþingi. Miðvikudagur 15. janúar 1986 ÞJ(!tf)VILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.