Þjóðviljinn - 15.01.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Page 9
Danmörk Neitunarvaldi beitt Kaupmannahöfn — Allt bendir nú til þess að danir beiti neitunarvaldi gegn tillögum um breytingar á stofnskrá Efnahagsbandalags Evrópu sem utanríkisráðherrar að- ildarríkjanna urðu sammála um að gera þyrfti. Ríkisstjórn Poul Schluters hef- ur lagt áherslu á aö þessar breytingar verði samþykktar en til þess þarf hún stuðning jafnað- armanna á danska þinginu. Þing- flokkur jafnaðarmanna fjallaði um málið í gær og komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki fall- ist á breytingarnar. Það sem jafnaðarmenn geta ekki fallist á er einkum tvennt. Tillögur um aukin völd Evrópu- þingsins í Strasbourg sem þeir segja að muni skerða fullveldi Danmerkur og tillögur um aukið frelsi í viðskiptum EBE-ríkjanna sem þeir segja að grafi undan að- gerðum dana í umhverfisvernd- armálum. Schluter forsætisráðherra hef- ur sagt að hann telji ekki rétt að efna til kosninga í Danmörku þótt stjórnin lendi í minnihluta í þessu máli. Hins vegar heldur hann því fram að danir ættu á hættu að glata nokkru af þeirri viðskiptavild sem þeir hafi notið innan EBE, svo sem varðandi fiskveiðikvóta, útflutning land- búnaðarafurða og stálfram- leiðslu. HEIMURINN Suður-Jemen Harðir bardagar í Aden Tveir armar stjórnarflokksins berjast um völdin og afstöðuna til Sovétríkjanna og hins arabíska heims Bahrain — Vopnuð átök bloss- uðu upp í Aden, höfuðborg Suður-Jemen, í fyrradag eftir að stjórnvöld höfðu greint frá því að fjórir háttsettir forystu- menn stjórnarflokksins hefðu verið líflátnir eftir misheppn- aða morðtilraun gegn forseta landsins. Að sögn breska utanríkisráðu- neytisins berast þær fregnir frá breska sendiráðinu í Aden að haðrir bardagar geysi við flug- völlinn og í öðrum borgarhlutum. Aðrar heimildir herma að loft- árásir hafi verið gerðar á flugvöll- inn, forsetahöllina og skip í höfn- inni. Sjómenn á japönsku skipi sem liggur í höfninni segja að fall- byssubátar skiptist á skotum við skriðdreka meðfram ströndinni. Þeir segja einnig að skip þeirra hafi orðið fyrir skothríð. Bardagarnir blossuðu upp í fyrradag, lágu niðri í fyrrinótt en hófust aftur af endurnýjuðum krafti í gærmorgun. Útvarpið í Aden hætti útsendingum óvenju- snemma í fyrradag og ekkert heyrðist í því í gær. Er talið hugs- Götumynd frá Aden. Þar er nú barist af mikilli hörku. anlegt að stöðin hafi orðið fyrir sprengjum. Erlendir sendimenn töldu alls ekki útilokað að fjór- menningarnir sem sagt var að hefðu verið líflátnir í fyrradag væru enn á lífi og stjórnuðu að- förinni að forsetanum og fylgis- mönnum hans. Deilur um Sovét Að baki þessum átökum í Guatemala Kjörinn forseti leysir herforingja af hólmi Guatemalaborg — I gær tók nýr forseti við völdum í Guatemala í Mið-Ameríku. Vinicio Cerezo er fyrsti löglega kjörni forset- inn en þar hafa herforingjast- jórnir setið að völdum í rúma þrjá áratugi síðan bandaríska leyniþjónustan CIA steypti þjóðkjörnum forseta landsins árið 1954. Á blaðamannafundi sem Cer- ezo hélt í gær var hann spurður hvort hann myndi láta undan þrýstingi frá Bandaríkjunum til að taka upp fjandsamlega stefnu í garð stjórnarinnar í Nicaragua. Hann neitaði því og sagðist and- vígur því að einangra Nicaragua. „Einangrun kallar á árekstra og við viljum frið, samstarf og sam- einingu," sagði forsetinn ný- kjörni. í fyrrinótt, tæpum sólarhring áður en Cerezo tók við völdum, gaf fráfarandi stjórn út tilskipun um almenna sakaruppgjöf vegna allra afbrota sem framin hafa ver- ið á sl. fjórum árum. Sakarupp- gjöfin gildir frá þeim degi sem fráfarandi herforingjar tóku völdin. Talsmenn herforingjanna segja að sakaruppgjöfin nái til allra, jafnt vinstrisinnaðra skæru- liða sem hermanna. Þessi tilskipun mæltist illa fyrir hjá mannréttindasamtökum í landinu sem hafa lýst eftir tæp- lega 800 manns sem horfið hafa sporlaust á sl. fjórum árum. Segja samtökin að sakaruppgjöf- in hafi þann eina tilgang að koma í veg fyrir að hermenn verði fundnir sekir um að hafa myrt þetta fólk. Því hefur verið haldið fram að herforingjarnir hafi sam- ið um þessa sakaruppgjöf við Cerezo forseta en hann hefur neitað því. Talsmaður fráfarandi stjórnar sagði fréttamönnum hins vegar að tilskipunin væri tilkomin eftir munnlegt samkomulag við Cerezo. Mannréttindabrot hafa verið mjög tíð í Guatémala á unda- nförnum áratugum og er talið að hátt í 100 þúsund manns hafi fall- ið fyrir hendi hermanna. Cerezo forseti segist ætla að hefja við- ræður við vinstrisinnaða skæru- liða sem berjast gegn stjórnvöldum þegar lýðræðið hefur fest sig í sessi í landinu. Herinn yrði áfram á þeim svæð- um sem skæruliðar hafa haft sig í frammi. Suður-Jemen liggja hugmynda- fræðilegar og pólitískar deilur sem lengi hafa sett svip sinn á starf Sósíalistaflokks Jemen. Suður-Jemen var bresk nýlenda fram til ársins 1967. Tveimur árum síðar tók skæruliðaleiðtog- inn Salem Rubaye Ali völdin í landinu og hélt þeim fram til 1978 þegar honum var steypt af stóli og hann tekinn af lífi. Að Ali föllnum tók Abdul- Fatah Ismail við embætti forseta en hann er einn þeirra sem sagður er hafa látið lífið í fyrradag. Isma- il er mjög hallur undir Sovétríkin og í hans stjórnartíð var undirrit- aður vináttusamningur til 20 ára við Sovétríkin auk þess sem tengsl landanna voru efld á alla lund. Ismail lét af völdum árið 1980 og bar við heilsufarsástæð- um. Dvaldi hann í sjálfskipaðri útlegð í Moskvu þangað til í fyrra. Við forsetaembættinu tók Ali Nasser Mohammed og gegnir hann því enn, hlaut endurkjör til fimm ára í fyrra. Mohammed tók upp nýja stefnu í utanríkismál- um. Reyndi hann að bæta sam- skiptin við arabaríkin sem um- lykja landið á alla vegu. Hann samdi frið við súltaninn í Óman en mikil spenna hafði ríkt í sam- skiptum ríkjanna frá því bretar fóru heim. Mohammed hóf einn- ig viðræður við nágrannaríkið Norður-Jemen um hugsanlega sameiningu ríkjanna. Segja má að leiðarljósið í utanríkisstefnu Mohammeds hafi verið að skjóta fleiri fótum undir efnahag lands- ins sem er mjög háður Sovétríkj- unum. Sættir tókust ekki Suður-Jemen er eitt af fátæk- ustu ríkjum hins arabíska heims. Meðan bretar höfðu þar herstöð og Súez-skurðurinn var opinn voru tekjur af þessu tvennu helstu auðlindir landsins. Þegar bretar fóru og Súez-skurðurinn lokaðist vegna deilna ísraels og egypta hrundu þjóðartekjurnar. Ráð stjórnvalda var að leita á náðir Sovétríkjanna sem hafa veitt landinu mikla aðstoð. Ismail og fylgismenn hans í stjórnarflokknum vildu halda áfram að efla tengslin við Sovét- ríkin og er sagt að næstum hafi slegið í brýnu milli armanna tveggja en að sovétmenn og pal- estínuarabar hafi gengið á milli. Mohammed reyndi að sættast við Ismail og hans menn með því að kjósa Ismail í miðstjórn flokksins þegar hann sneri heim í fyrra- haust en það hefur greinilega ekki dugað. ERLENDAR FRÉTTIR haraIdsson/REUIER Og þetta líka... ...Víndrykkjumenn í bænum Bas- auri í baskahéruðum Spánar hafa með samtakamættinum neytt eigendur ölstofa til að hætta við að leggja söluskatt á vínið sem þeir hafa á boðstólum. Söluskatturinn kom til við inngöngu Spánar í EBE og hækkaði glas af víni um 50% vlð það, úr 3 kr. glasið í 4,50. Drykkjumennirnir mættu einfald- lega ekki á barina, þar hefur verið alger ládeyða frá áramótum... ...Bandaríski tölvurisinn IBM mun síðar í þessum mánuði setja á markað nýja smátöivu sem kemst fyrir í skjalatösku. Ferðatölva þessi er framleidd ettir beiðni frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum sem viija tölvuvæða skattheimtu- menn sína. Tölvan verður með 512.000 stafa minni, tvöföldu diskadrifi og hægt verður að teng- ja hana móðurtölvu í gegnum síma... Bretland Afsagnar Brittans krafist London — Stjórnarandstaðan í Bretlandi krafðist þess í fyrra- kvöld að viðskiptaráðherrann, Leon Brittan, segði af sér þar sem hann hefði leynt þingið upplýsingum um Westland þyrlufyrirtækið. Brittan viður- kennir að hafa leynt einu bréfi en Thatcher forsætisráðherra vísar á bug kröfunni um af- sögn hans. Bréfið sem Brittan leyndi fyrir þinginu var frá fyrirtækinu Brit- ish Aerospace sem er breskt eins og nafnið bendir til og aðili að tilboði evrópsku fyrirtækjanna sem stjórn Westland vill ekki líta við. Brittan hefur áður viður- kennt að hafa varað forráðamenn British Aerospace við afleiðing- um þess að taka þátt í tilboðinu, svo sem þær að þá myndu banda- rísk stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir sölu á annarri fram- leiðslu fyrirtækisins vestra. Veg- ur þar þyngst flugvélin Airbus sem hefur selst mjög vel að und- anförnu í Bandaríkjunum. Krafa stjórnarandstöðunnar hlaut í gær stuðning blaða, jafnt í stjórnarandstöðu sem þeirra sem aðhyllast stjórnarstefnuna. Jafn- framt er orðið ljóst að Thatcher hefur sett verulega ofan í augum breskra kjósenda vegna afstöðu sinnar í Westland-málinu. f tveimur skoðanakönnunum sem birtar eru á jafnmörgum dögum kemur fram að hún nýtur töluvert minna fylgis en Verkamannafl- okkurinn en til skamms tíma hef- ur hún haft vinninginn. Hluthafar í Westland mættu til fundar í London í gær þar sem taka átti afstöðu til tilboðs Sikorsky/Fíat en þeirri atkvæða- greiðslu var frestað fram á föstu- dag. 75% atkvæða þarf til að hægt sé að taka tilboðinu. Stjórn fyrirtækisins neitar staðfastlega að leggja tilboð evrópsku fyrir- tækjanna fyrir hluthafafundinn. Græningjum Karlsruhe — Stjórnarskrár- dómstóll Vestur-Þýskalands vísaði í gær frá kvörtun Græn- ingja vegna þess að þing- mönnum þeirra er haldið utan við þingnefnd sem ákveður fjárveitingar til leyniþjónustu landsins. Græningjum hefur verið hald- ið utan við nefnd þessa frá því ...Bandarískur vísindamaður sagði á ráðstefnu hermálasér- fræðinga í Barcelona í gær að áætlanir Reagans um Stjörnustríð væri sýnikennsla í fáránleika. Sagði hann að geimvarnarkerfið myndi gleypa alla orku sem fram- leidd er í Bandaríkjunum og að kostnaður við uppsetningu þess myndi nema sömu upphæð og verg þjóðarframleiðsia Bandaríkj- Vestur-Pýskaland haldið utan þeir fengu 26 manns kjörna á sambandsþingið í Bonn fyrir þremur árum. Dómstóllinn, hæsta dómstig í Vestur- Þýskalandi, sagði í niðurstöðum sínum að í þessari nefnd væri meiri þörf fyrir leynd en í öllum öðrum. Hann bætti því við að stjórnarskrá landsins tryggði ekki rétt einstakra þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslum á ...Faðir unglings í Los Angeies í Kaliforniu hefur höfðað skaða- bótamál á hendur breska þunga- rokksöngvaranum Ozzy Osborne vegna sjálfsmorðs unglingsins. Faðirinn segir að sonur hans hafi ráðið sjálfum sér bana eftir að hafa hlustað á plötur Osbornes þar sem er að finna texta sem hefja sjálfs- morðið til vegs og hafi tónlistin átt verulegan þátt í að auka á þung- lyndi drengsins... þingnefndar öllum stigum afgreiðslu fjárlag- afrumvarpsins. Otto Schily lögfræðingur og þingmaður Græningja sagði að niðurstaða dómsins skaðaði hið þingbundna lýðræði og væri sér- deilis vafasöm í ljósi þeirra hneykslismála sem gengið hafa yfir leyniþjónustu landsins unda- nfarið. anna... Miðvikudagur 15. janúar 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.