Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN Egilsá í Noröurárdal í Skagafirði. Heimili skáldbóndans, Guðmundar L. Friðfinnssonar. Bækur Örlög og ævintýri úr norðlenskum dalabyggðum Mikil er sú mergð af bókum, sem berst til blaðanna síðustu dagana fyrir jólin hverju sinni. Engin leið er að geta þeirra allra svo neinu nemi, áður en jólahá- tíðin gengur í garð. Og sannast sagna sýnist það stundum nokk- uð tilviljanakennt hvað utangarðs verður. Útgefendum þykir það auðvitað ekki gott þegar svo fer um bækur, sem ætla má að selj- ist mest um jólin og þá m.a. af því, aö þær finna náð fyrir augum gagnrýnenda. En ekki eru nú allar bækur „jólabækur" og gildir einu. Þær þurfa síður en svo að vera lakari fyrir það. Ein slík barst undirrit- uðum í hendur, Örlög og ævin- týri, seinni bindi, eftir Guðmund L. Friðfinnsson á Egilsá í Skaga- firði. Fyrra bindið kom út fyrir ári síðan og hlaut góðar viðtökur. Er ekki annars að vænta en svo verði einnig um þetta. Þarna er að finna æviþætti, munnmæli, minn- ingabrot, ættartölur o.fl. og er raunar einskonar framhald af því, sem áður var komið. Bókin er að megin hluta til frásagnir af ættmennum höfundar og öðru fólki, sem á einn eða annan hátt tengjast sögu þess og er hún rakin allt frá Móðuharðindunum og til uppvaxtarára Guðmundar heima á Egilsá. Hefst sú saga í Hörgár- dalnum en lýkur á Egilsá. Þessu næst víkur Guðmundur nokkuð af leið og segir frá afkomendum Stefáns Tómassonar læknis á Eg- ilsá, en um hann var þáttur í fyrra bindi Örlaga og ævintýra. Greinagóðar ættartölur er þarna að finna og hafa þeir lagt þar nokkuð af mörkum fræði- mennirnir Stefán á Höskulds- stöðum og Eiður á Þúfnavöllum. Loks er svo örnefnaskrá fyrir Eg- ilsárland. Bókinni lýkur með nafna- og heimildaskrá, sem sýnir, að víða hefur verið leitað fanga. Við lestur nafnaskrárinnar verður manni það fyrst ljóst hvíl- íkur aragrúi fólks kemur að meira eða minna leyti við sögu í þessum bókum Guðmundar. Guðmundir á Egilsá er létt um að skrifa, frásögnin öll greinagóð þótt stikla verði á stóru, yljuð notalegri gamansemi án þess að of nærri sé gengið. Guðmundur er glöggur á fólk, á auðvelt með að setja sig inn í aðstæður þess, þykir vænt um það og ekki síður þá, sem átt hafa misbrestasama ævi. Enginn vafi er á því, að öllum þeim mörgu, sem unna þjóðlegum fróðleik, eru þessar „Örlaga- og ævintýrabækur Guð- mundar kærkomnar. Guðmundur á Egilsá er nú átt- ræður orðinn. Ætla mætti að hann væri farinn að rifa seglin við ritstörfin. Svo er þó hreint ekki, heldur virðist hann færast í auk- ana með aldrinum. Frá honum kom nefnilega önnur bók nú fyrir jólin og er ærið frábrugðin þeirri, sem hér hefur verið fjallað um. Það er fj ölskylduleikritið Sumar- jól, ævintýra- og álfaleikur, (leiðir hugann að Nýársnótt Ind- riða Einarssonar), og hefur Árni ísleifsson samið tónlist við text- ann. Skemmtilegt verk og næsta nýstárlegt. Vonandi endist Guðmundi á Egilsá aldur og heilsa til ritstarfa enn um sinn. Þeir eru býsna margir, sem bíða með, óþreyju eftir hverri nýrri bók frá honum. -mhg Stórólfsvallabúið Dregið úr grasköggla- framleiðslu en kornrækt aukin í fyrra vetur var sala á gras- kögglum með dræmara móti og birgðir því venju fremur miklar í vor. Kemur ýmislegt til: Aukið framboð á kögglum, verð var lágt á fiskimjöli og sykri, bændur voru almennt birgir af heyjum og loks var svo bein bústofnsfækkun víða. í fréttum frá Stórólfsvallabú- inu segir að ræktunin í sumar hafi verið skipulögð með það í huga að graskögglaframleiðslan yrði aðeins um 1500 tonn en bygg- ræktin hinsvegar aukin. Korni var sáð í 140 ha., aðallega Marí- byggi en Pol-höfrum og sexraða- byggi í 15 ha., sem gaf af sér gott korn. Þegar upp var staðið varð graskögglaframleiðslan 1840 tonn. Af eigin ökrum fengust 170 tonn af korni, sem svarar til 12 tunna af ha. Auk þess keypti búið 58 tonn korns af Landeyingum, 167 tonn af Þykkbæingum og 15 tonn frá Sámsstöðum, eða alls 240 tonn. í fyrra keypti búið 169 tonn af korni svo hér er um að ræða talsverða aukningu. Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu Grænu blöndunnar svonefndu frá því í fyrra, þannig að sykur og fiskimjöl hefur verið aukið. Er samsetningin nú þessi: 35% íslenskt bygg, 35% gras- kögglar, 20% fiskimjöl, 5% syk- ur og svo þangmjöl og steinefni. - F.G.- kögglarnir eða græna fiski- mjölsblandan inniheldur 50% af fiskimjöli, 43% af graskögglum, 6% af þangmjöli og 1% af salti. Verð á vörum heimkomnum er hið sama og við verksmiðjudyr eða sem hér segir, og er þá miðað við sekkjað tonn: Graskögglar frá 1984 12 þús. kr. Graskögglar frá því í sumar 14 þús. kr. FG- kögglar 14.320 kr. Græna blandan 16.940 kr. en ósekkjuð 16.400 kr. Graskögglarnir fást einnig ósekkjaðir og eru þá 540 kr. ódýrari. Sé keypt tvö og hálft tonn af Grænu blöndunni lausri þá er veittur 2% afsláttur og 45 daga vaxtalaus gjaldfrestur en séu keypt 5 tonn eða meira í einu er afslátturinn 3% og vaxtalaus gjaldfrestur í 60 daga. -mhg Dalatangi Fyrsti vitavörðurinn Hrossabændur Heimiluð verði 1 % gjaldtaka af afurðum Renni til markaðsöflunar fyrir viðkomandi búgreinafélög Seint í nóvember sl. hélt Félag hrossabænda aðalfund sinn. Var hann að þessu sinni í Borgarnesi. Félagið hefur nú starfað í 10 ár og var þess eðlilega minnst með af- mælisfagnaði. Deildir í félaginu hafa nú verið stofnaðar á svæðinu frá Rangár- vallasýslu og áfram vestur og norður um land allt til Skaga- fjarðar. Hér verður þó að undan- skilja Gullbringu- og Kjósarsýslu og Vestfirðina. Þar hafa deildir ekki verið stofnaðar. Tilgangur Félags hrossabænda er að sjálfsögðu einkum sá að hlynna að og auka markaðs- möguleika fyrir hross og afurðir af þeim. Líklegt er talið að mark- aður sé innanlands fyrir um 1500 hross á ári. Um 300 hross voru flutt út á árinu eða álíka mörg og undanfarin ár. Ríka áherslu þarf að leggja á að halda flutnings- kostnaðinum sem lægstum. Hár flutningskostnaður verkar að sjálfsögðu sem hemill á útflutn- inginn. Flutningur með skipi voru boðnir út í samvinnu við Bú- vörudeild SÍS. Ekki lánaðist það nógu vel en nú er að því stefnt að fá flutningaskip um miðjan mars n.k. Tillaga var samþykkt um að ráða mann til að vinna að hrossa- sölu í samvinnu við Búvörudeild SÍS. Samþykkt var og tillaga um að fá lögum um Búnaðarmála- sjóð breytt á þann veg, að heimil- uð verði allt að 1% gjaldtaka af afurðum og renni gjaldið til markaðsöflunar fyrir viðkom- andi búgreinafélög. Skipuð var 3ja manna nefnd til þess að gera úttekt á stöðu út- flutningsmálanna og tillögur um nýjungar á þeim vettvangi. Bætt var tveimur mönnum í Markaðs- nefndina og eru þeir nú 5. Stjórn- in var endurkjörin og er formað- ur hennar Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. janúar 1986 Nokkru fyrir síðustu jól birtist hér í blaðinu viðtal við Halldór Sigurðsson í Miðhúsum á Hér- aði, um endurbyggingu gamla vitans á Dalatanga, sem Otte Wathne lét byggja árið 1895. Okkur hafa nú borist upplýsingar um að fyrsti vitavörðurinn þar hafi verið Ásmundur Jónsson, og þar með fyrsti vitavörðurinn á Austur- landi. Ásmundur var fæddur í Korssanesi í Helgustaðahreppi 14. júní 1860. Hann fluttist frá Reyðarfirði með hjónunum, Birni Jónssyni og Svanhildi Jóns- dóttur að Þinghóli í Mjóafirði, til Þorsteins Halldórssonar, prests. Ári síðar fer hann með þeim hjónum, Birni og Svanhildi, að Grund og kvænist dóttur þeirra hinn 22. maí 1896. Er þá sagður húsmaður á Grund. Árið eftir eru þau búandi á Dalaborg. Dauða Ásmundar bar að með þeim hætti, að hann hrapaði í fjallinu ofan við Grund og dó af afleiðingum þess 18. nóv. 1897. ev/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.