Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 13
Óbyggðar- stefna stjóm- valda Alyktun Alþýðusam- bands Vestfjarða um húsnœðismál Á undanförnum misserum hef- ur stefna stjórnvalda leitt til mikiila umskipta til hins verra í húsnæðismáium í fjórðungnum. íbúðarbyggingar hafa dregist veruiega saman og í sumum byggðarlögum nær lagst af. Fólki hefur fækkað og eftir- spurn eftir húsnæði nærfellt horf- ið. í flestum byggðarlögum hefur orðið verðhrun á íbúðum og eru dæmi þess að íbúðir seljist á allt að helmingi af matsverði. 26. þing A.S.V. lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum á þessari eignaupptöku og krefst þess að þegar verði snúið af braut óbyggðastefnu stjórnvalda og tekin upp raunhæf byggðar- stefna. Þingið bendir á að efla beri meir en nú er byggingu leiguí- búða á félagslegum grundvelli. Vaxta- og verðtryggingar- stefna stjórnvalda hefur leitt til gífurlegra erfiðleika húsbyggj- enda og kaupenda, sem lýsir sér best í auglýsingum um nauðung- aruppboð, sem birtast í nýjasta dagblaði landsmanna, Lögbirt- ingarblaðinu. 26. þing A.S.V. vísar á bug þeirri stefnu stjórnvalda að verðtryggja fjármagn en laun ekki. Engar efnahagslegar for- sendur eru fyrir því að fjármagn, afrakstur vinnu, sé verðbætt um- fram vinnuna sjálfa. Sá munur, sem er á verðtrygg- ingu fjármagns og launa er ekkert annað en vextir, okurvextir og núverandi stefna stjórnvalda gjaldþrotastefna. A.S.V. leggur á það þunga á- herslu að í komandi kjarasamn- ingum verði viðunandi lausn á húsnæðismálum ófrávíkjanlegur hluti af kröfum verkalýðshreyf- ingarinnar. Viðunandi lausn hlýtur óhjá- kvæmilega að fela í sér hækkun launa, lækkun vaxta og verð- tryggingu skv. launavísitölu. Lífeyrissjóðir Einn sjóður fyrir alla landsmenn Lífeyrissjóðir voru stofnaðir að kröfu verkalýðshreyfingarinn- ar í þeim tilgangi að tryggja sjóðsfélögum tekjur eftir að starfsævi lýkur. í því skyni leggur launafólk fram hluta af launum sínum í sjóð ásamt mótframlagi atvinnurek- enda. 26. þing A.S.V. vekur athygli á að mikil óvissa ríkir um það hvort sjóðirnir geti staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart sjóðsfé- lögum þegar fram í sækir. Til að tryggja launafólki verð- tryggðan lífeyri telur þingið að stefnt skuli að eftirfarandi mark- miðum. a. Lífeyrissjóðirnir verði sam- einaðir í einn sjóð fyrir alla lands- menn. b. í lífeyrissjóð verði greitt af öllum launum. Þessi fiskur „Bester" er kynblendingur tveggja styrjutegunda. Sjávamtvegur og fiskeldi í Sovétríkjunum eftir Míkhaíl Spítsjak, aðstoðarforstjóra Vísindadeildar sov- éska sjávarútvegsráðuneytisins ísland og Sovétríkin hafa lengi átt samstarf á sviði sjávarútvegs, þar sem þau hafa skipst á reynslu. Höfundur þessarar greinar, Mik- hail Spitsjak, hefur oftar en einu sinni komið til íslands. Hann var t.d. í fylgd með Vladimír Kam- entsev, sjávarútvegsráðherra So- vétríkjanna, er hann var á ferð- inni á Islandi ekki alls fyrir löngu. Meðfylgjandi grein fjallar um ástand og þróunarhorfur í fisk- veiðum í Sovétríkjunum. í dag gefur fiskiðnaðurinn 25% af dýrapróteini í landinu. Fiskur og sjávarafurðir í Sovétríkjunum eru nú 10,5 milljón tonn á ári, sem er næstum 13% af veiðinni í heiminum. í heild eru þetta 1200 mismunandi tegundir. Fiskneysla er komin upp í 18,2 kg á einstak- ling, en það er það magn, sem mælt er með. Fyrir nokkrum árum komu strandríkin á hjá sér 200 mílna efnahagslögsögu og innan þeirra marka voru öðrum ríkjum bann- aðar fiskveiðar eða þær takmark- aðar. Næstum 90% aflans í dag koma 8% hafsins, þ.e. frá land- grunninu. Þess vegna komast sjó- menn, þar á meðal sovéskir, ekki lengur að hefðbundnum veiði- svæðum. Nú verða togarar að sigla til veiða til fjarlægra svæða á Kyrrahafi og Atlantshafi og jafnvel til Antarktíku og veiða fisk af miklu dýpi. Þetta varð til þess að gera varð endurskipulagningu á þessu sviði. Nú er lögð áhersla á að kanna líffræðilegar auðlindir heimshafanna og leita leiða til að auka hina lífrænu framleiðslu við eigin strendur og í innhöfum og öðrum vötnum. í þessu skyni voru farnir nokkur hundruð rannsóknaleiðangrar um Míkhaíl Spítsjak. heimshöfin á tímabili 11. fimm ára áætlunarinnar (1981-1985). Á þessum nýju svæðum fá sovéskir sjómenn verulegan hluta afla síns. Það er áætlað á næstu fimm ára áætlun að fjölga rannsókna- leiðöngrum um 50% og verður verkefni sumra þeirra að kanna auðlindir á miklu dýpi. Jafnframt hefur verið mótuð tækni við hráefnisvinnsluna, þar sem ekkert fer til spillis, svo og hafa nýjar sjávarafurðir komið fram á sjónarsviðið, úrvalið hefur aukist og gæðin sömuleiðis. Nýtískufloti Það er ekki hægt að tryggja stöðuga og góða veiði þó fyrir hendi sé stærsti rannsóknaskipa- floti heimsins (yfir 100 skip) og hinar nákvæmustu upplýsingar um fiskgöngur. Það þarf nýtísk- utogara sem geta bæði athafnað sig á opnum svæðum og þar sem aflinn er á miklu dýpi. Sovétríkin eru á góðri leið með að leysa þetta vandamál. Á und- anförnum fimm árum hafa um 70 nýir togarar verið teknir í notk- un. Þar á meðal eru stór skip af gerðinni Pulkovskí Meridian og Gorizont, frystitogarar af gerð- inni Alpinist og Orljonok, fljót- andi fiskvinnslustöðvar og niður- suðuverksmiðjur. Troll og net hafa verið endurbætt. Sjómenn hafa nú um borð nýjustu tölvu- tækni og bergmálsbúnað og bún- að eins og Inmaarsat-Standard A, sem er alþjóðlegt loftskeyta- kerfi á sjó. Nú koma um 90% aflans frá fiskiflotanum, 56% af lagmeti og næstum allt fóð- urmjöl. Fiskeldi í stórum stíl Úr vötnum, fljótum, lónum og tjörnum er einnig að fá mikið af fiski. Það eru miklir möguleikar til fiskeldis í vötnum landsins, sem ná yfir 22 milljónir hektara. En núna koma þaðan aðeins 10% af heildaraflanum. Það er brýnt að framleiðsla líf- rænna afurða í vötnum sé mikil. En það verður aðeins gert með fiskeldi. Þegar eru starfandi í So- vétríkjunum um 150 fiskeldis- stöðvar og klakstöðvar. Af þessu skila sér 11.000 milljón seiða í ár og vötn árlega. Frekari þróun á sviði þessa iðn- aðar tengist vernd og endurnýjun fiskistofnanna, en Sovétríkin binda miklar vonir við þetta. Verið er að reisa fimm nýjar fisk- eldisstöðvar og unnið er að end- urnýjun allra þeirra fyrirtækja sem starfa að laxaklaki á Austur- ströndinni samkvæmt Losos- áætluninni. Premix-áætlunin verður til þess að leysa fóður- vandann, en seiðin verða að fá hitaeiningaríkt fóður. Við getum séð af eftirfarandi að þessi leið er áhrifarík: Nú hef- ur orðið mögulegt að bjarga Eystrasaltslaxinum, endurnýja síldargengd í Okhotsk-hafi og laxinn á Austurströndinni. Hin- um einstöku styrjutegundum á Volgu- og Kaspíasvæðinu var ekki aðeins bjargað, heldur hafa þær eflst. í dag eru veidd þar 22.000-25.000 tonn af verð- mætum fisktegundum árlega. Það er tiltölulega ný grein í So- vétríkjunum að vinna úr fiskúr- gangi og eru unnin úr honum matvæli, lyf, fóður og fleira. Lax- aklak og eldi á Austurströndinni, síldveiði, kræklinga- og ostrueldi við Okhotsk-haf, styrjueldi og flatfiskeldi við Azovhaf og Svart- ahaf lofar góðu. Sama má segia um eldi á Alaskalax, Eystrasalt- regnbogasilungi og silfurlaxi. Samvinna fyrir gagnkvæman ágóða Sovétríkin hafa í huga efna- hagslega hagsmuni þegar þau vinna að áætlaðri þróun fiskeldis og leggja fé í þessa grein. En heimshöfin liggja ekki aðeins milli þjóða, en tengja þær einnig á ýmsan máta. Samvinna um nýt- ingu fiskistofnanna er einn þeirra. Sovétríkin eru aðili að 15 fjölhliða samningum og sáttmál- um um veiðar og nýtingu auðæfa í heimshöfunum. Aðeins sameiginlegar aðgerðir munu verða til þess að varðveita auðlindir heimshafanna handa komandi kynslóðum. (APN) Miðvikudagur 15. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN —* SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.