Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVILJINN
Umsjón: _
Mörður Árnason
Tímarit
Hvað sem líður
afstöðu til
timburhúsa
Rœtt við Pjetur Hafstein Lárusson um
Ljóðorm, tímarit helgað ortum texta
í haust leiö kom út rit dálítið
sem ekki hlotnaðist mikil fjöl-
miðlanáð innanum uppákomur í
pólitík og vörur tengdar jólum, -
en gæti þó dregið eftir sér meiri
slóða en ýmsir aðrir viðburðir
haustsins: Ljóðormur2, þarsem
birtastortirtextarátján höfunda,
listi um Ijóðabækur og umsagnir
umþær. Einnforvígismannaer
Pjetur Hafstein Lárusson, og fær
hérmeðorðið.
- Fyrsta ritið með þessu nafni,
Ljóðormur, kom út síðasta vor,
þar birtust ljóð fimm höfunda og
fékk hver ákveðinn síðufjölda.
Ég fékk hugmynd að slíkri bók í
bjartsýniskasti vestur á Stykkis-
hólmi og bað höfundana senda
mér efnið þangað, datt í hug að
halda úti slíkum bókum svona
tvisvar á ári með því móti að hver
maður legði fram sinn fjárhlut.
Sem var fullmikil bjartsýni.
- Þegar þetta rit var selt Heimi
Pálssyni kom í ljós að hann hafði
gengið með svipaða hugmynd í
2
ormur
Höfundar sem eiga efni í Ljóð-
ormi 2: Þorsteinn frá Hamri,
Bergþóra Ingólfsdóttir, Gyrðir
Elíasson, Sonja B. Jónsdóttir,
Ásgeir Lárusson, Óskar Arni
Óskarsson, Berglind Gunnars-
dóttir, Sveinbjörn Þorkelsson,
Jón úr Vör, Pjetur Hafstein Lár-
usson, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kjartan Pierre Emilsson, Hrólfur
Brynjar Ágústsson, Ólafur Har-
aldsson, Elísabet Þorgeirsdóttir,
Jacques Prévert (þýðing Sigurðar
Pálssonar), e.e. cummings (þýð-
ing Egils Helgasonar), Murat
Alpar (þýðing Heimis Páls-
sonar). Að auki umsagnir um
bœkur eftir Geirlaug Magnússon,
Jón Friðrik Arason og Sjón.
Ncesti Ormur er vœntanlegur með
vorinu.
Pjetur Hafstein Lárusson við heimilisstörf. Mynd: E.ÓI.
kollinum, um einskonar ljóða-
tímarit, og tókst þá samstarf með
okkur, Þórði Helgasyni og
Eysteini Þorvaldssyni um að fara
þá leið og hrinda af stað tímariti
sem birti ljóð og efni um ljóð,
umsagnir, kynningu á ljóðum og
jafnvel einstökum höfundum ef
ástæða þætti til.
- Við leggjum mesta áherslu á
að kynna unga höfunda, ekki síst
konur, sem oft eru tregar til að
birta, og ekki síður til að flytja
eftir sig, - það liggur við að það
þurfi að beita ofbeldi til að fá
sumar konur til að standa upp og
lesa eftir sig opinberlega. Við
höfum líka hugsað okkur að hafa
í hverju hefti efni eftir höfund af
eldra og virðulegra tæi, - í þetta
sinn er það Jón úr Vör - og þá
gjarna þau ljóð þeirra sem birst
hafa áður en okkur þykja hafa
fallið í skuggann. Annað efni er
áður óbirt. Við viljum fá ljóð til
birtingar, en höfum þó í frammi
ákveðnar gæðakröfur, bæði
gagnvart óþekktum höfundum
og þekktari skáldum. Og við
sækjumst sérstaklega eftir þýð-
ingum, einkum eftir skáld þeirra
þjóða sem lítið er til frá á ís-
lensku.
- Ljóðið á heldur undir högg að
sækja í útgáfu og í fjölmiðlum.
Það er kannski eins gott miðað
við umfjöllun fjölmiðla um önnur
bókmenntaverk: höfundaviðtöl
sem ganga útá hvað mönnum
finnst um timburhúsin sem þeir
búa í og hvaða álit þeir hafa á
veðurfarinu. En þetta rit, Ljóð-
ormur, er tilraun til að vega
þarna á móti, birta ljóð og fjalla
um ljóð, - hvað sem líður afstöðu
ljóðskáldsins til timburhúsa.
- Ég fann það út á Landsbóka-
safninu fyrir nokkrum árum að af
þeim ljóðabókum sem út komu á
síðasta áratug og eru á skrá hjá
safninu höfðu milli 70 og 80 prós-
ent verið gefin út af höfundum
sjálfum. Talan er örugglega erm
hærri, því að stór hluti þessara
bóka kemst aldrei á skrá á safn-
inu. Það er hinsvegar alger und-
antekning að bók sem gefin er út
af höfundi sé kynnt eða um hana
fjallað í dagblöðunum. Almenn-
ingi er þessvegna nær vonlaust að
fá yfirlit um samtímaljóðagerð á
landinu, - og úr þessu gæti útgáfa
á borð við Ljóðorm eftilvill bætt.
- Það má vel koma fram, bætir
Pétur við, að við höfum staðið
fyrir nokkrum ljóðakvöldum á
Mensunni í vetur, og þau halda
áfram mánaðarlega á Gauk á
Stöng, það næsta fyrsta þriðjudag
í febrúar, fjórða, á loftinu. A
þessum kvöldum lesa þrjú ljóð-
skáld úr verkum sínum, og stund-
um fleiri; síðast stóð upp Jón
Kristófer kadett og flutti ljóð
eftir sjálfan sig ... - m.
Myndlist
Um lifendurog dauða
Kjarval og Tryggvi ó skjónum,
Aldrei fór það svo að sjónvarp-
ið tæki ekki myndlistina upp á
sína arma svona rétt fyrir áramót.
Hleypt var af stokkunum nýrri
framleiðslu um Kjarval, svo langri
að sýna varö í tveimur hlutum.
Það voru þau Hrafnhildur
Schram og Þrándur Thoroddsen
sem stóðu að baki framtakinu. Þá
bætti miðill allra miðla um betur
og sýndi kvikmynd Baldurs
Hrafnkels Jónssonar um
Tryggva Ólafsson skömmu eftir
áramót.
Svo langt var síðan myndlist
hafði sést á skerminum að
mönnum fannst næstum ofrausn
að fá myndirnar tvær með svo
stuttu millibili. Og nú spyrja
menn sig þeirrar spurningar,
hvaða tvo myndlistarmenn sjón-
varpið ætli að heiðra um næstu
jól. Annar verður að sjálfsögðu
að vera látinn og helst aldargam-
all, en hinn má vera í fullu fjöri.
Þannig rækir sjónvarpið skyldu
sína við lifendur og dauða þegar
myndlist er annars vegar og þar
með skulu allir vera ánægðir.
En málið er ekki svona einfalt,
því eins og Sigurður A. benti
réttilega á í áramótauppgjöri sínu
um stöðu bókmennta, þá er
furðulegt hvað sjónvarpið er
sinnulaust gagnvart menningar-
legu hlutverki sínu. Þótt Sigurður
hafi átt við bókmenntir gildir hið
sama um aðrar listir. Og nú skal
Glugganum fargað, eina þættin-
um sem tæpt hefur á listum í sjón-
varpi á undanförnum árum. Það
mun því lítið fyrir menningunni á
skjánum á því herrans ári sem nú
fer í hönd, ef að líkum lætur.
En víkjum að þeim tveimur
myndum sem sýndar voru um
þessi jól. Um mjög ólík verkefni
var að ræða og efnistök sömu-
leiðis. Það er engan veginn
auðvelt að gera Kjarval skil svo
úr verði heilsteypt lýsing á ævi og
starfi málarans. Segja má að fyrri
hluti myndarinnar hafi verið betri
en sá seinni. Kemur það til af því
að þróun Kjarvals var reglulegri
og auðskiljanlegri á fyrri árum
hans en þeim síðari. Fyrri hlutinn
var því nokkuð rökvíst upp
byggður og lofaði góðu um fram-
haldið. Æviatriðin voru rakin í
nokkuð beinni línu og staldrað
við á ýmsum stöðum þar sem
Kjarval hafði haft viðkomu, svo
sem Kaupmannahöfn, þar sem
hann stundaði nám og stofnaði til
kynna við verðandi konuefni sitt.
Seinni hluti myndarinnar varð
því miður allur sundurlausari og
einhvern veginn fékk áhorfand-
inn það á tilfinninguna að stjórn-
andinn næði ekki fyllilega utan
um efnið, heldur drukknaði í ein-
hverjum sparðatíningi. Myndin
fór m.ö.o. dálítið úr böndum,
enda er ekki heiglum hent að ná
utan um Kjarval á hátindi ferils
málarans. Þá voru efnistök of
mikið á persónulega planinu og
ekki hirt um að setja verk lista-
mannsins og hann sjálfan í sögu-
legt samhengi. Stundum hvarfl-
aði að manni að höfundur mynd-
arinnar hefði meiri áhuga á
einkahögum Kjarvals en list
og hvað svo?
hans. Hvað um það, myndin var
þrátt fyrir allt fróðleg og á köflum
ágætlega gerð.
Myndin um Tryggva hefur
samt vinninginn. Baldri
Hrafnkatli tókst að gera bæði
gott og stórskemmtilegt verk þar
sem hvert atriði var hugsað í
þaula. Sérstaklega var eftirtekt-
arvert hve klipping var góð.
Myndin rann áreynslulaust á
skjánum án þeirra hnökra sem
svo oft draga úr gæðum innlendra
heimildamynda. Nú vilja menn fá
fleiri slíkar myndir um íslenska
myndlistarmenn, helst lifandi og í
fullufjöri. Afnógu er að taka.því
hingað til hafa nær engar sjón-
varpsmyndir verið gerðar um
starfandi listamenn.
Myndin um Tryggva ætti að
vera mönnum hvatning til frekari
átaka á þessu sviði. íslensk
menning hefur hingað til verið
hornreka í sjónvarpinu og nú er
tími til að snúa blaðinu við áður
en fleiri kynslóðir listamanna, á
hvaða sviði sem þeir starfa, eru
komnir undir græna torfu.
HBR.