Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 4
LEHÐARI Draumurinn sem rættist Homsteinn var lagður að Borgarleikhúsinu sl. laugardag. Þarmeð hefur stór og langþráður draumur Leikfélags Reykjavíkur og unnenda menningar og lista í höfuðborginni ræst. Einsog fram kom í ræðu Stefáns Baldurs- sonar leikhússtjóra er orðið langt síðan Leikfé- lagið ákvað að stefna á byggingu nýs leikhúss eða þegar Ijóst var að bæði áhugi og þörf var fyrir starfsemi Leikfélags Reykjavíkur eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa. Það hefur því verið stór stund í lífi unnenda leiklistar í landinu þegar hornsteinninn að Borg- arleikhúsinu var lagður. Meðal viðstaddra var forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi leikhússtjóri og Sveinn Einarsson en þau voru meðal helstu forvígismanna nýja leikhúss- ins. Það kom svo í hlut Davíðs Oddssonar borg- arstjóra í Reykjavík að leggja hornsteininn, en hann hefur sýnt byggingu leikhússins mikinn áhuga. Fjölmargir einstaklingar og hópar hafa gjörva lagt hönd á plóg til að Borgarleikhúsið mætti verða að veruleika. Borgaryfirvöld hafa frá 1975 lagt sérstaka áherslu á að hraða þessari bygg- ingu og það er ástæða til að óska þeim, Leikfé- lagi Reykjavíkur, Reykvíkingum og lands- mönnum öllum til hamingju með Borgarleikhús- ið. Þegar nú er í augsýn lausn á húsnæðisvanda LR verður enn auðsærra að leysa þarf húsnæð- ismál annarra leikfélaga á höfuðborgarsvæð- I inu. Nú ættu borgaryfirvöld og ríkisvald að ganga í að útvega Alþýðuleikhúsinu og öðrum leikfélögum sem orðin eru ómissandi þáttur í I menningarlífi okkar, húsnæði. Leikhúsið er ekki ejnungis menningarmusteri, það er sá spegill þjóðlífsins, tungunnar og listarinnar sem aldrei má vanta. Miðjumenn átta sig ? Þau tíöindi hafa nú orðið meðal stúdenta við Háskóla íslands, að hægra samstarfi Vöku og Umbótasinna hefur verið slitið. Hinir ungu íhaldsmenn hafa farið með valdið í stúdenta- pólitíkinni um nokkurra ára skeið með aðstoð miðjumanna, lista Umbótasinna. Miðjumennirnir í Háskóla íslands eins og annars staðar í þjóðfélaginu hafa verið mjög tvístígandi í afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem kenndar hafa verið við frjáishyggju og hafa frjóan jarðveg meðal íhaldsmanna í háskólan- um. Vaka hefur verið eins konar uppeldisstöð fyrir framagosa í Sjálfstæðisflokknum stendur nú á eyðiskeri frjálshyggjunnar, eftir að gagnrýnir Umbótasinnar náðu yfirhöndinni á fundi í fyrra- kvöld og gátu sannfært þá sem vildu halda áfram hægra samstarfinu um að braut sam- stöðu miðjumanna með frjálshyggjuöflunum væri á enda gengin í Háskóla íslands. Til þessara tíðinda dró í kjölfar aðfarar hægri manna að Lánasjóði íslenskra stúdenta, - og framkvæmdastjóra hans. Afleiðingarnar verða máske ekki merkjanlegar á landsvísu, - en meðal þess sem gerist er, að það verður ekki jafn auðvelt fyrir menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, að valsa með meirihluta stjórn- ar LÍN eins og verið hefur síðustu vikur. En um leið hafa Umbótasinnar í háskólanum gefið miðjumönnum sem enn hanga öllum til óþurftar í samstarfi við hægri öfgaöfl göfugt fordæmi. Nú ætti Páli Péturssyni og öðrum kristilegum Framsóknarmönnum á alþingi að aukast þor og kjarkur til að ganga gegn ríkis- stjórninni. Umbótasinnar hafa gefið tóninn. -óg Hundar og kylfur lögreglusveita er daglegt brauð suðurafrískra svertingja. VSÍ styður kúgunarstjórnina með þvf að berjast gegn uppskipunarbanni Dagsbrún- ar. Kálfseistað Sú var tíð fyrrum að í Sjálfstæð- isflokki litu menn til Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, sem hins glæsta foringja framtíð- arinnar. Með því að gera hann að fjármálaráðherra átti að gefa hrumri ríkisstjórn æskuna á ný, rétt einsog þegar menn forðum gerðu gamla menn blóðheita á ný með því að græða í þá kálfseistu. En Þorsteinn Pálsonar reyndist ríkisstjórninni ekki það kálfseista sem upphaflega var til ætlast. Þvert á móti hefur hann gert hana enn getuminni en áður, með endurteknum mistökum. Hann hefur á örskömmum tíma þurft að éta oní sig yfirlýs- ingar fyrri tíðar um skattalækk- anir sem hann ætlaði að koma í kring, og hefur meira að segja beitt sér fyrir skattahœkkunum. Gráu bætti hann svo ofan á svart með því að búa ákvæðin um skattahækkanirnar sem settar voru á sætabrauðið svo illa úr garði að þær voru ekki fram- kvæmanlegar. Nú er búið að tví- fresta gildistöku sætabrauðs- hækkananna vegna þessa, og enn er Steini blessaður ekki búinn að koma málinu í framkvæmanlegt horf. Áfellisdómur DV Vegna þessa ræða menn nú í hálfum hljóðum í skúmaskotum Sjálfstæðisflokksins um að Þor- steinn Pálsson sé farinn að baka flokknum meiri vandræði en sjálfur Albert gerði á sinni tíð. Sumir segja jafnvel að sæta- brauðsklúðrið bendi til þess að embættishæfni fjármálaráðherr- ans sé nú allmiklu minni, en þeg- ar Albert fór með embættið. Þessu til sönnunar er ennfremur bent á hinn fræga rugling Þor- KUPPTOG steins úr áramótagreininni í Mogganum, sem hagfræðingar eru enn að hlæja að, þar sem sjálfur fjármálaráðherrann rugl- aðist á tveimur grundvallarstærð- um þjóðarbúsins. Allt um það. Ekki hefurstjórn- inni blessast lánið betur eftir að Þorsteinn kom í hana. Um þetta segir DV í ritstjórnargrein á dög- unum, og er ekki að skafa utan af hlutunum: „Menn nefna, að óklókt hafi verið hjá Þorsteini og ríkisstjórn- inni að hœkka skatta í upphafi kjarasamninga. Svo virtist fyrir aðeins nokkrum vikum, að þetta œtlaði ríkisstjórnin að forðast. Ekkert hefur verið gert að undan- förnu sem dregur úr verðbólgu eða eflir atvinnulíf. Fólk hefur þyrpst á Reykjavíkursvœðið. Hætt er við að ýmsir munifara úr landi, til dœmis iðnaðarmenn, nú þegar dregur úr byggingariðnaði. Allt gæti þetta orðið stjórnarlið- um erfitt..." Og víst er, að sjálfir stuðnings- menn stjórnarinnar eru nú í vafa um hvort hún hafi í rauninni dug til þess að takast á við þann vanda sem við blasir. Þannig er þjóðin smám saman að komast að því, að þó tilætlaðir líffæraflutningar hafi ekki tekist þannig að stjórnin er enn án kálfseistans góða, þá skortir hana að vísu ekki kálfshjarta. Skömm VSÍ Verkamannafélagið Dagsbrún verður 80 ára síðar í þessum mán- uöi. Það hefur um áratugi verið eitt beittasta spjótið í vopnabúri verkalýðs á íslandi, og í átökum hefur það oftar en ekki borið hita og þunga dagsins. Vera kann að svo verði líka í átökum vetrarins, en það er enn of snemmt að spá um það. Hitt er sönnu nær, að Verka- mannafélagið Dagsbrún heyr um þessar mundir hljóðláta baráttu sem menn hafa ef til vill ekki gef- ið gaum sem skyldi. Sú barátta fer ekki aðeins fram á hafnar- bökkum og í vöruskemmum, heldur líka í rykföllnum dóm- sölum réttarkerfisins. Og hún snýst ekki um kaup og kjör Dagsbrúnarverkamanna, heldur um stuðning við kvalda stéttar- bræður í löndum órafjarri. Dags- brún á nefnilega í málsvörn gegn Vinnuveitendasambandi íslands, sem hefur kært verkamannafé- lagið fyrir að setja uppskipunar- bann á vörur frá Suður-Afríku. Þannig hafa forkólfar VSÍ gengið fram fyrir skjöldu til að berja nið- ur þann drenglynda stuðning sem íslenskir verkamenn vildu sýna svörtum meðbræðrum sem búa við áþján og linnulausa kúgun hvíts minnihluta. og lamið“ Það þarf ekki að fara mörgum orðum um aðbúnað svertingj- anna í Suður-Afríku. En til að gefa litla mynd af hlutskipti þeirra er rétt að birta hér bit úr SKORIÐ samtali sem DV átti við ís- lending, búsettan í Suður-Afríku og heitir Héðinn Elentíusson. Samtalið birtist um helgina síð- ustu: „Það hefurýmislegt breyst á þeim tíma er ég hef verið hér, til hagsbóta fyrir svertingja. Þegar ég kom þá gat maður sparkað íþá og lamið í djobbinu efþeir voru ekki einsog menn“. Það var og. Vera kann að lúa- legar barsmíðar og líkamlegt of- beldi gagnvart suður-afrískum svertingjum séu ekki eins út- breiddar og áður. En svar Héðins sýnir viðhorf hvíta fólksins gagnvart þeim, og víst er, að enn búa þeir við margvíslegt harð- ræði. Enn þann dag í dag eiga svartir heimilisfeður ekki kost á því að búa reglulega hjá fjölskyldum sínum heldur eru nauðbeygðir til að þræla í námum og við aðra erfiða vinnu fjarri heimahögum og ástvinum. Þeir fá ekki sama kaup og hvítu mennirnir. Þeir fá ekki að ganga í sömu skóla. Þeir eru einfaldlega meðhöndlaðir sem annars og þriðja flokks þegn- ar, og eru þó hluti af sama sköp- unarverki og við. En það er ekki von að þeir hjá VSÍ skilji þetta. Þeir eru væntan- lega svo önnum kafnir við að reikna út hvernig best sé að haga næstu kjaraskerðingu, að þeim gefst ekki tóm til annars. Þeir höfðu þó tíma á dögunum til að stefna íslenskum verkamönnum fyrir að vilja styðja bræður sína í Afríku og hugsa sér það líklega sem afmælisgjöf íslenskra at- vinnurekenda á 80 ára afmæli Dagsbrúnar. VSÍ forkólfarnir eru vafalaust hreyknir af tiltæki sínu. En kann- ski það renni upp fyrir þeim um síðir að með því hafa þeir fellt á sig smánarblett, sem ekki verður auðveldlega af þveginn. - ÖS. DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöö: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.