Þjóðviljinn - 19.01.1986, Side 3
Þetta bréf birtist í Vesturlandsblaðinu sem kom út í s.l. viku
Bréf frá Steinólfi
í Fagradal
Bréf það sem hér fer á eftir
sendi Steinólfur Lárusson í
Fagradal Pétri Þorsteinssyni
sýslumanni Dalasýslu til að vekja
athygli á möguleikum til trjónu-
krabbaveiða. Og hvort sem það
er vegna þessa bréfs eða einhvers
annars, þá er Steinólfur nú að
hefja undirbúning veiða trjónu-
krabba og hyggst selja til Akra-
ness. Vesturlandsblaðið hefur
fengið leyfi Steinólfs til að birta
þetta einstaka bréf og er stafsetn-
ing hans og annað látið halda sér:
„Afskrifað tveim dögum firir
Mikjálsntessu 1984. Herra Pétur
Þorsteinsson sýslumaður.
Alúðar heilsan óskir bestu. Þar
sem ég hef sannspurt að þú sért
áhugamaður um sjávargagn og
aðra aðskiljanlega náttúru, á, og
hér framundan þessum veraldar-
innar útnára sem Dalasýsla teljast
má vil ég vekja athygli þína á
eftirfarandi.
Hér framundan láðinu bír ein
sérkennileg sjókind bæði djúpt og
grunnt, og virðist vera af stjarn-
fræðilegri stofnstærð
en meðal stærð þessa kvikindis
sem einstaklings er svipuð og eitt
handsápustikki, sava de París, en
þó fram mjókkandi og endar í
trjónu búkurinn. augu á stilkum
svo sem Marsbúar hafa og getur
dírið horft aftur firir sig og fram,
og haft ifirsín fyrir báða sína enda
jafntímis leikur frammsóknar-
mönnum mjög öfund til þessa
hæfileika dírsins
tvær tennur hefur dírið sína í
hvoru munnviki og bítur saman
tönnum frá hlið, tennur þessar
eru ekki umluktar vörum heldur
nokkurskonar fálmurum og bros-
Steinólfur Lárusson í Fagradal.
ir dírið þar af leiðandi sífelldlega,
og þó heldur kalt
til að bcra sig um, hefur
skepnan 10 fætur og ber kné mjög
hærra en kviðinn, það er mjög
krikagleitt líkt og hestamenn sem
lengi hafa riðið feitu
Æfinlega gengur dírið útá hlið
ímist til hægri eða vinstri og virð-
ist vera mjög pólitískt, einnig má
það teljast mjög siðferðislega
þróað skapnaðarlega þar sem
spjald vex fírir bligðun þess mjög
sléttfellilega einna líkast skírlifs-
beltum
ekki verður dírið kingreint af
þessum sökum nema með ofbeldi,
ef menn vilja hafa einhverjar
nitjar af díri þessu er afskaplefga
örðugt að aflífa það snirtilega,
þar sem það sökum síns skapnað-
arlags fæst hvorki heingt né
skorið skotið eða rotað, því
bringa hörð umlikur skepnuna
gjörsamlega og er lífseigla þessa
dírs með ólíkindum, sé það geimt
í haldi á þurru landi mun sultur
einn ganga frá því dauðu að því er
virðist.
bíður það þá örlaga sinna mjög
stillilega en þegar því fer að
eimast biðin, gefur það frá sér
sladdandi hljóð samskonar sladd-
andi hljóð mátti heira í baðstof-
um hér áður fírr einkum fírripart
nætur, þegar griðkonur feitar
voru gnúðar sem ákafast til frigð-
ar
Bfldrikkur sá er bensín kallast
hefur mér reinst einna bestur til-
að aflífa þessa skepnu óskemmda
í þeim tilgangi að þurka hana
innvirðulega og gefa konum í
Reykjavík ágætum og æruprídd-
um, sem ég hef kunningsskap við
utanklæða,
þær stilla þessari skepnu upp
við hliðina á Hallgrími Péturssyni
ellegar mind af forsetanum og svo
innanum plattana
tæplega mun vera vænlegt að
veiða skepnu þessa í þeim til-
gangi. en ef takast mætti að veiða
hana í stórum stíl og upphugsa
þokkalega aðferð tilað aflífa
hana, vaknar sú spurning hvort
ekki mætti verka þessa skepnu í
dægilega krás tilað selja þjóðum
er mér fortalið að Job danskir
kaupi og eti ólíklegustu kvikindi
og borgi þeim mun meira firir
sem skepnan er svipljótari, sam-
kvæmt okkar smekk. í þessu skini
mætti eftil vill biðja dírðarmenn
fírir sunnan um rannsókn á þessu
díri og fá plögg, með línuritum og
prósentum, svo sem í eina stress-
tösku til að birja með
Vertu blessaður
Steinólfur Lárusson
eða
þannig
Fjarstýrð heimilistæki ryðja sér
mjög til rúms í Bandaríkjunum.
Nú er hægt að stjórna Ijósum,
rennandi vatni, og meira að segja
kaffivélinni meðfjarstýringu. Með
litlum kassa í svefnherberginu
getur þú sett kaffivélina í gang og
látið renna í baðið, um leið og þú
kveikir á Ijósunum í forstofunni,
án þess að standa upp úr rúminu.
Og að sjálfsögðu kveikir þú á
morgunútvarpinu um leið.
Og það er skammt í að fjarstýr-
ingin taki við beinum boðum, án
þess að snerta þurfi takka. Þú
hvíslar aðeins vingjarnlega
„Slökktu á Ijósinu" og apparatið
svarar til baka „með ánægju".
„Butler in a box“ (þjónn í
kassa) er líka spennandi nýjung.
Hann var upphaflega búinn til
fyrir fatlaöa, en þjónar öllum jafnt,
sem vilja borga fyrir gripinn, en
ennþá er hann rándýr. Hann get-
ur séð um ýmis minniháttar viðvik
og stjórnað vélum og tökkum
heimilisins. Gert er ráð fyrir að
meö tímanum verði hægt að fá
slíka heimilisaðstoð fyrir nokkra
dollara.
Þá hafa smásjónvörp eða -
smávörp - rutt sér mjög til rúms
undanfarið og nú hægt að fá ör-
lítið sjónvarp sem rúmast í
meðallófa (5 sm). T alið er að árið
1990 verði t.d. hægt að fá
leikföng með sjónvarpi fyrir sama
verð og leikföngin ein í dag...
■ Sígaunar hafa með sér
samtök, sem að mestu leyti eru
þó pappírslaus og fremur illa
skipulögð. Nýlega hafa sígaunar
í Finnlandi hafið mikla baráttu
fyrir auknum mannréttindum og
einkum krefjast þeir aukinnar
menntunar í greiðari inngöngu í
ýmsar menntastofnanir. Listahá-
skólinn í Helsinki hélt nýlega
sérstakt námskeið í listhönnun
fyrir sígauna. Mikið pappírsflóð
var í kringum námskeið, fólk
þurfti að sækja um á sérstökum
eyðublöðum og sígaunarnir
kunnu illa við allt skrifræðið. Nú
hafa þeir krafist framhalds á
þessum námskeiðum, enda
segja þeir að kunnátta þeirra í
ýmsu handverki, taki fram ýmsu
því sem kennt er í handmennt á
Listaháskólanum. Þeir vilja fá að
stjórna sjálfir því sem kennt er á
þessum námskeiðum, en ennþá
hafa yfirvöld ekki tekið afstöðu...
■ Hin fræga ópera Rossinis
„Moses“ hefur ekki verið sungin
á sviði í meira en öld, þar til í s.l.
viku að breska óperan frumsýndi
verkið í nýrri gerð. Gagnrýnendur
eru lítið upprifnir yfir breytingun-
um. Nú er hin fornegypska um-
gerð verksins orðin nútímalegt
lögregluríki og Faraó búinn að fá
sér grá silkiföt og sólgleraugu.
Yfirleitt eru gagnrýnendur mjög
harðorðir, segja að ekkert heyrist
í söngvurunum fyrir skrauti og
glimmeri. Og áhorfendur baul-
uðu hátt þegar gífurlegt Ijósa-
show upphófst í miðri sýning-
unni. Eða eins og einn gagnrýn-
andinn sagði:
„Eyðilegging á annars merku
verki, sem verðskuldar allt aðra
meðferð." ...
Hæð ofaná
Framsókn?
Framsókn á í miklum fjár-
hagserfiðleikum eftir NT-
ævintýrið. Ýmsir kraftaverka-
menn gamlir og nýir hafa ver-
ið til kallaðir, meðal annars
þeir Alfreð Þorsteinsson og
Kristinn Finnbogason.
Þrautaráðið mun eiga að
verða það, að byggja hæð of-
aná Hótel Hof og selja síðan
Hof allt. Þegar hefur borist fyr-
irspurn frá flokknum til bygg-
inganefndar Reykjavíkur um
möguleika á leyfi til slíks ...■
Og báruárnshús
við Bergþórugötu
Athygli manna hefur á undan-
förnum dögum beinst mjög að
síðasta bárujárnshúsinu við
Bergþórugötu. Borgarstjóri
rómaði það mjög í Ijóði sínu
sem sungið var á plötu fyrir
jólin en hefur nú óskað eftir að
það verði rifið. Kunnáttumenn
telja húsið í ágætis lagi og það
merkilega er að engu hefur
verið breytt í innréttingum frá
því það var reist 1920. Margir
vilja því fara sér hægt í niður-
rifinu og skoða eintakið betur
ekki síst vegna þess að húsið
má telja e.k. forfööur verka-
mannabústaðanna í Reykja-
vík. Það, ásamt tveimur öðr-
um nákvæmlega eins sem nú
eru horfin, var nefnilega fyrsta
félagslega byggingin sem
verkalýðshreyfingin reisti í
Reykjavík. ■
Sunnudagur 19. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
járniðnaðarmanna
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnað-
armannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir
næsta starfsár.
Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs skal skilatil kjörstjórnarfélagsins
á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4.
hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 81 fullgildra
félagsmanna.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn
félagsins og auk þess um 14 menn til við-
bótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn
þeirra.
Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar
og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00
þriðjudaginn 28. janúar n.k.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
St. Jósefsspítali, Landakoti
Aðstaða sérfræðings í geislagreiningu við
Röntgendeild St. Jósefsspítala, Landakoti, er
laustil umsóknar. Umsóknarfresturertil 28. febr-
úar n.k.
Viðkomandi þarf að hafa starfsreynslu við „Nuc-
lear Medicine“.
Umsóknir með upplýsingar um námsferil og fyrri
störf skal senda til yfirlæknis spítalans.
ðt. Jósefsspítali, Landakoti
St. Jósefsspítali, Landakoti
Ársstaða aðstoðarlæknis við barnadeild,
St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til um-
sóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1986.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og
fyrri störf skal senda til yfirlæknis barna-
deildar.
St. Jósefsspítali, Landakoti
A
Ritari óskast
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að
ráða ritara í fullt starf. Megin verksvið er fólg-
ið í ritvinnslu og má búast við að starfsmaður
hljóti þjálfun á tölvu í því skyni. Umsóknar-
frestur er til 1. febrúar n.k. og liggja umsókn-
areyðublöð frammi á Félagsmáiastofnun,
Digranesvegi 12.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
41570.
Félagsmálastjóri
Blaðberar óskast
Bólstaðahlíð
Hagamel
Hamraborg
Álfhólsveg
DJÓÐVILJINN Síðumúla b