Þjóðviljinn - 19.01.1986, Qupperneq 5
Parkinsonsveikin
Ný vísbending
um orsakirnar
komin fram
Lœknar í Bandaríkjunum telja líklegt að utaðank'omandi
eiturefni séu völd að Parkinsonsveiki
Allt f rá því breski læknirinn
James Parkinson lýsti sjúk-
dómi þeim sem viö hann er
kenndurfyrirtæpum 170
árum hafa menn verið litlu
nær um hvað veldur Parkin-
sonsveiki. Nú er komin fram
ný tilgáta byggð á niðurstöð-
um rannsókna á vesturströnd
Bandaríkjanna um að hún
stafi af e.k. eitrun, þ.e. að
utanaðkomandi efni séu völd
að sjúkdómnum. 3-400 ís-
lendingar þjást af Parkinsons-
veiki.
Parkinsonsveiki er ólæknandi
sjúkdómur sem leggst einkum á
fólk sem komiö er yfir fimmtugt
og lýsir sér þannig að fólk verður
stirt og skjálfandi og hefur litla
stjórn á hreyfingum sínum. Lengi
hefur verið vitað að þessi ein-
kenni stafa af dópamínskorti, en
dópamín er e.k. boðberi sem
myndast í sortukjarna heilans og
flytur skipanir hans um hreyfing-
ar til vöðvanna. Það er því vel
þekkt staðreynd að hrörnun
heilafruma í sortukjarnanum er
ástæðan fyrir dópamínskorti en
hins vegar ekki hvað veldur þess-
ari hrörnun. Margar tilgátur hafa
verið settar fram m.a. um erfðir
og veirusýkingar en þær hafa ekki
reynst trúverðugar við frekari
rannsóknir. Nú hafa afleiðingar
eiturlyfjaneyslu leitt vísinda-
menn inn á nýjar brautir til skiln-
ings á sjúkdómnum.
Utanaðkomandi
efni
Sem fyrr segir er það einkum
fólk yfir fimmtugt sem veikist af
Parkinson. Pað vakti því athygli
lækna á vesturströnd Bandaríkj-
anna þegar sömu einkenna varð
vart hjá hópi miklu yngra fólks
allt niður í 25-30 ára. Það sem
þessir sjúklingar áttu sameigin-
legt var að hafa neytt heróíns,
sem ekki hafði verið hreinsað. í
því var efni sem myndast við
framleiðslu heróíns, eiturefnið
MPTP og hafa rannsóknir sýnt að
það efni kallar fram Parkinsons-
einkenni hjá öpum. Það er þessi
staðreynd sem vakið hefur nýja
tilgátu um orsakir Parkinsons-
veiki: Að utanaðkomandi eitur-
efni valdi hrörnun í sortukjarna
heilans, ekki erfðir eða veirur.
MAO
Rannsóknir hafa líka sýnt að
það er ekki MTPT efnið sjálft
heldur afgangur þess, MPP+,
sem eyðileggur heilafrumurnar.
Það myndast við niðurbrot
MPTP og til þess þarf að koma til
ensím eða efnakljúfi sem ber víð-
frægt nafn: MAO. Ef öpunum
eru gefin efni sem hindra virkni
ensímsins, veldur MPTP engum
skaða. Þessi niðurstaða vekur
vonir um að finna megi lyf sem
geri ensímið óstarfhæft en slík
lyf, þar á meðal Deprilyl, hafa
einmitt verið notuð lengi í Evr-
ópu til að draga úr Parkinsons-
einkennum, án þess þó að vitað
væri hvernig það virkaði í raun.
Deprilyl hefur hins vegar ekki
verið notað í Bandaríkjunum fyrr
en í kjölfar þessara nýju
rannsókna en samkvæmt upplýs-
ingum Gunnars Guðmundssonar
prófessors á taugalækningadeild
Landspítalans er það einkum
notað gegn þunglyndi og hefur
einnig verið gripið til þess til að
slá á Parkinsonseinkenni, eink-
um þegar önnur lyf kalla fram
aukaverkanir hjá sjúklingum.
Inn á nýjar
brautir
Ljóst er að þó að eiturlyfja-
heimurinn hafi leitt vísindamenn
inn á braut nýrrar sóknar til skiln-
ings á Parkinsonveikinni þá er
mengað heróín ekki ástæðan fyrir
því að 150 mannns af hverjum
100 þúsund veikj ast af sjúkdómn-
um. Hins vegar er MTPT í efna-
fræðilegu tilliti náskylt ýmsum
tegundum af skordýra- og illgres-
iseitri og leita menn nú tengsla
milli eiturúðunar á unga aldri og
Parkinsonseinkenna síðar meir.
Þess eru dæmi í Kanada að Park-
insonsveiki er útbreiddari en
annars staðar þar sem mikil eitur-
úðun viðgengst, t.d. í Quebec.
William Langston, læknir í San
Jose á vesturströnd Bandaríkj-
anna sem stjórnar þessum rann-
sóknum vestra telur að eyðilegg-
ing heilafrumanna í sortukjarn-
anum geti hafist með eitrun á
<£1> SaanGdfrfela9i
Vinningar í happdrættinu féllu á eftirtalin númer.
Ferðavinningar eftir vali: Húsbúnaður eftir vali:
Kr. 60.000,- Nr. 16808 Kr. 20.000 Nr. 1703
Kr. 40.000.- Nr. 23728 Kr. ” Nr. 3177
Kr. 25.000.- Nr. 1069 Kr. ” Nr. 10141
Kr. ” Nr. 4550 Kr. ” Nr. 12749
Kr. ” Nr. 5507 Kr. ” Nr. 21691
Kr. ” Nr. 5508 Kr. ” Nr. 22926
Kr. ” Nr. 11923 Kr. " Nr. 23342
Kr. ” Nr. 16256 Kr. ” Nr. 27032
Kr. ” Nr. 22310
Kr. ”. Nr. 25306
Kr. ” Nr. 26934
Kr. " Nr. 27096
Þökkum félagsmönnum og öðrum landsmönnum
stuðning við Gigtlækningastöðina.
unga aldri sem sé einkennalaus
árum og áratugum saman. Eðli-
leg eliihrörnun heilans geri síðan
útslagið og því komi sjúkdómur-
inn ekki fram fyrr en eftir
fimmtugt. „Ef við getum fundið
leið til að finna „væntanlega"
Parkinsonssjúklinga, áður en
einkennin koma fram erum við
komnir með leið til að koma í veg
fyrir þau,“ segir Langston. I því
skyni fylgist hann nú með stórum
hópi manna sem neytt hefur
MPTP með heróíni og vonast til
að finna forstigsbreytingar sem
leita megi að hjá öðrum hópum
manna.
-ÁI
Byggt á Newsweek og samtali við
Gunnar Guðmundsson, prófessor.
Óvenjuleg sjón sem ekki féll inní mynstrið: Þrítug kona með Park-
inssonseinkenni og bandaríski læknirinn Langston.
GREIÐENDUR
Á bakhlið launamiðans eru prentaðar
leiðbeiningar um útfyllingu einstakra
reita launamiðans. Þar kemur m.a.
fram að í reit 02 á launamiða skuli telja
fram allar tegundir launa eða þóknana
sem launþegi fær, ásamt starfstengdum
greiðslum svo sem:
1. verkfærapeninga eða verkfæra-
gjald,
2. fatapeninga,
3. flutningspeninga og greiðslu far-
gjalda milli heimilis og vinnu-
staðar.
Greidda fæðispeninga skal telja fram í
reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu-
dagafjölda viðkomandi launþega.
Frestur til að skila launamiðum rennur
út þann 20. janúar. Það eru tilmæli
að þér ritið allar upplýsingar rétt
og greinilega á miðana og vandið
frágang þeirra.
RÍKISSKATTSTJÓRI
19.24