Þjóðviljinn - 19.01.1986, Side 6
Líkan af skipinu, sem verður um 9 metrar á hæð og tonn á þyngd.
Skipsformið heillar
Jón Gunnar smíðar risastórt stólskip sem sett verður upp ó Hellissandi nœsta sumar
„Skipiö er mjög heillandi viö-
fangsefni, þessi mýkt og ná-
kvæmni í forminu er hluti af
náttúruöflunum eins og öld-
urnar. Hefurðu séö hvernig
velbyggöur bátur dansar á
Ákvörðunin
tók tíma
segir Hilmar Viggósson
formaðursjóðsins, sem
fjórmagnar listaverkið
„Jú, ég held að fólk hér sé
mjög spennt fyrir þessu verki.
Það tók okkur í stjórn sjóðsins
langan tíma að koma okkur
niður á hvað við vildum að
gert yrði fyrir þetta fé. En ég
held að menn séu mjög
ánægðir með þessa ákvörð-
un,“ sagði Hilmar Viggósson,
forstöðumaður Landsbank-
ans á Hellissandi, en hann er
jafnframt formaður sjóðsins,
sem ákvað að kaupa verk af
Jóni Gunnari Árnasyni, mynd-
listarmanni til að setja upp í
bænum.
Hilmar sagði að þessi sjóður
væri þannig til orðinn, að þegar
Sparisjóður Hellissands og ná-
grennis hætti árið 1976, hefði
þessi varasjóður sparisjóðsins
verið 50 þúsund krónur. Þetta fé
var síðan langt ínn í hinn nýstofn-
aða Landsbanka á staðnum á
hæstu vexti og gerð reglugerð
fyrir sjóðinn og skipuð fimm
manna stjóm.
„Það er alltaf umdeilt þegar
ákveðið er að setja fé í listaverk
en stjórnin var einróma sammála
um þessa ákvörðun. Við erum
stolt af henni og teljum að þetta
verði mikil prýði í bænum,“ sagði
Hilmar. þs
öldunum, - hvernig hafið og
báturinn verða ein heild? Vík-
ingaskipiðvartækniundur.
Þessi opnu skip og ýmsar
gerðir báta sem frumstæðar
þjóðir hafa smíðað urðu
kveikjan að mörgum verka
minna. Og síðan bæti ég
minni eigin skynjun við, því
skipin mín verða aldrei sjó-
sett. Við eigum öll okkar
draumabát, farartæki sem
okkur dreymir um að sigla á
burt inn í drauminn. I þessum
skipum mínum sameinaég
mina eigin ímyndun, ná-
kvæmni og þekkingu bátas-
miða frumstæðra þjóða gegn-
umaldirnar."
Jón Gunnar Árnason, mynd-
listarmaður, gengur um gólf á
vinnustofunni uppi á Korpúlfs-
stöðum og skýrir frá verkinu sem
hann er með í smíðum. Fyrir
framan okkur liggur risastórt
stálsegl, sem hann er að logsjóða
saman. Það minnir á kríuvængi.
Og báturinn sjálfur útí porti líkist
sjávardýri. Og þó er þetta hvorki
fugl né fiskur. Listaverkið heitir
einfaldlega „Skipið“. Það fer
vestur á Hellissand að vori þar
sem það verður boltað niður vð
ána, á móti Röst, og trónir síðan
verður gegn jöklinum um ófyrir-
sjáanlega framtíð.
„Það er mikið rok og sjógangur
vestur á Sandi og þessvegna er
Skipið allt úr ryðfríu stáli. Það
mun standa í 5000 ár,“ bætir Jón
við og setur á sig logsuðuhjálm-
inn.
Jón Gunnar er vélsmiður að
mennt og rak umfangsmikla
starfsemi áður en hann ánetjaðist
myndlistinni og fór í myndlistar-
nám. Undanfarið ár hefur hann
unnið að smíði Skipsins fyrir
Hellissand, en jafnframt hefur
annað fley hans farið víða um
Iönd. Það heitir „Draumabátur-
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
inn“. Hann var fyrst sýndur á
Kjarvalsstöðum, síðar í Norður-
Noregi og loks í Stokkhólmi.
Draumabáturinn er að þvi leyti
ólíkur Skipinu, að ekkert er segl-
ið. Jón hefur fengið mikið hrós
ytra fyrir Draumabátinn og grip-
ina sem hann hefur sýnt með hon-
um. Við spyrjum Jón hvort hann
sé kannski kominn á sína réttu
hillu; hvort hann ætli að helga sig
listaverkum af þessu tagi í fram-
tíðinni.
„Mér finnst skipsformið stór-
kostlegt og ég er ánægður með
skipin mín tvö. Ég á nóg af hug-
myndum til að vinna úr, en ég
vona að ég komist aldrei á rétta
hillu. Mínar hillur hafa alltaf ver-
ið of mjóar eða of stuttar, svo ég
hef oltið ofaná þá næstu. Það er
ekki gott fyrir listamann að finna
sína réttu hillu.
En það hefur verið ánægjulegt
fyrir margra hluta sakir að vinna
að Skipinu. Ekki bara vegna þess
að viðfangsefnið er heillandi,
heldur vegna þess að það er svo
gaman að vinna fyrir þetta fólk
þarna fyrir vestan. Að finna
þennan lifandi áhuga í 600 manna
sjávarplássi. Það gefur manni
orku og maður verður kátur og
glaður og fer að trúa á fólkið og
framtíðina. Hellissandur er ein-
stakt menningarpláss og mér er
sannur heiður að því að vinna
fyrir þetta ágæta fólk og eignast
listaverk í plássinu. Næsta sumar,
þegar ég verð búinn að setja
skipið saman hér fyrir sunnan,
tek ég það í sundur og flyt vestur.
Þar verður það svo sett endan-
lega upp þannig að ekkert geti
grandað því um ókomnar aldir.
Eg er strax farinn að hlakka til að
sjá Skipið á sínum rétta stað vest-
ur á Hellissandi.“
Jón sýnir okkur líkanið, en
skipið verður nákvæmlega eins.
Þyngdin næstum tonn og efnið
sem fyrr segir eingöngu ryðfrítt
glansandi stál. Um leið og við
kveðjum gengur Jón með okkur
um hús á Korpúlfsstöðum. „Hér
er stórkostlegt að vinna. Ró og
friður. Þegar ég var að vinna
hérna í nótt, fékk ég mér göngu-
ferð út á hjarnið í tunglskininu.
Það var stjörnubjart og stirndi á
fjöruborðið, og mörg drauma-
skip á ferð um himinhvolfið. Ég
veit ekki hvar maður ætti að
smíða skip ef ekki hér á Korpúlfs-
stöðum.“ þs
Jón Gunnar með skipið á bak við sig.