Þjóðviljinn - 19.01.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 19.01.1986, Page 7
Bók um verstu gagnrýnina Ný hugmynd beint frá Ameríku í fyrsta sinn í Evrópu. ,VETBAR UTSALA STENDUR í 4 ÐAfiA r'IMMTUDAG - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG Þú klippir út frímidann hér á síðunni kemur ^ Sprengisand kaupir einn hamborgara og / færð annan fritt. / VEITENGAHUSIÐ SPRENGISANDUR BÚSTAÐAVEG 153 s. 688088 VERID VELKOMIN, VERÐI YKKUR AÐ GÓDU - TOMMI 1 / * /ý # * / //?*' ? #/ * * / ''o* & Gagnrýnendur undir smásjánni - eftir að Sunday People varð að borga 2 milljónir vegna ummœla um leikara SEXTIU OG SEX NOPÐUR SlGILDUR létturog hlýr „KK" KAPP-kuldajakkinn (poplin/polyester) FÆSTUMALLTLAND Sjóklæðagerðin hf. Skúlagata 51, sími 11520. Viö sögðum frá því á dögunum aö gagnrýnandi Sunday People heföi veriö dæmdur fyrir meiöyrði á Old Bailey og varö kostnaður blaösins vegna þessa máls um tvær milljónir íslenskra króna. Það er ef til vill ekki nýtt að menn fái stórar fúlgur út úr meiðyrð- armálaferlum en hins vegar alls- endis óþekkt - til þessa - aö leikari fái peningabætur vegna þess sem leikgagnrýnandi segir um hann. Oft hefur leikurum svið- iö sárt undan óvæginni gagnrýni, einkum þegar veist er að útliti þeirra og persónuleika sem óneitanlega getur haft talsvert með starfsmöguleika viðkom- andiaðgera. Og jafnvel þótt ýmsir aðrir listamenn séu oft sárreiðir vegna gagnrýni, er þó nánast óhugs- andi, að sagt sé um fiðluleikara eða listmálara að hann sé „með of stóran rass“ og að „sviðsfram- koma viðkomandi gæti stíflað holræsakerfi heillar borgar" eins og sagt var um leikkonuna Char- lotte Cornwell, sem fékk þessar ríflegu skaðabætur út úr mála- ferlunum. Miklar umræður hafa orðið um þetta mál í enskum blöðum og sýnist sitt hverjum. Almennt hafa breskir leikgagnrýnendur haft nokkuð frjálsar hendur á ritvél- um sínum þegar leikarar eru ann- ars vegar og hafa nokkur fræg gullkorn úr skrifum þeirra nú ver- ið gefnin út á bók. Telja margir að sú athygli sem bókin vakti hafi stuðlað að réttlátum dómi í um- ræddu meiðyrðamáli, því hún hefur orðið tilefni umræðna um stöðu listamanna í samfélaginu og þá fordóma og vanþekkingu sem yfirborðsleg og rætin gagnrýni ber vitni um. Það var virt leikkona Diana Rigg sem ákvað að skrifa öllum þekktustu meðlimum breska Ieikarafélagsins og biðja þá að senda sér verstu gagnrýni sem þeir hefðu fengið. Bókin kom út fyrir skömmu og ber nafnið „No turn unstoned" („Grjótkast við hvert fótmál“). Henni til nokk- urrar furðu virtust langflestir hafa geymt einhver sérstök „gullkorn" og hún fékk einnig allmörg frá Bandaríkjunum. Þá safnaði hún ummælum um leikrit frá því fyrr á árum og reyndar er elsta gagnrýnin í bók hennar frá sautjándu öld. Það sem fyrst og fremst ein- kennir þau dæmi sem tekin eru í bókinni er að reynt er að vera fyndinn á kostnað viðkomandi og jafnframt koma með einhverja nógu andstyggilega samlíkingu. Raunar segir Diana í formála sín- um, að oft takist gagnrýnendum að vera verulega fyndnir og þá sé þeim ýmislegt fyrirgefið, en oftar sýni gagnrýnin að leikarar séu í raun hirðfífl í augum gagnrýendanna, til að grýta eða kjassa eftir geðþótta. „Það þarf ódrepandi hugrekki til að þora að koma fram fyrir áhorfendur. Hver venjuleg manneskja veit það, en hún gleymir að leikarinn er aðeins venjulegur maður, sem hefur orðið að yfirvinna hræðslu sína,“ segir Diana. Sá kjarkur sem leikaranum er nauðsynlegur til að ná sambandi við verkefni Þegar Brúðuheimilið var frum- sýnt í Bretlandi árið 1889 skrifaði Clement nokkur Scott í Sporting and Dramatic News: Það er rétt eins og einhver hafí tekið sig til og skrifað leikrit um matseldina á sunnudagssteik- inni... Og þegar Brúðuheimið var leikið 1930, stóð í Sunday Times: Brúðuheimilið hefur enga nú- tímaskírskotun því nútíma Nóra myndi einfaldlega segja Helmer að hætta að haga sér eins og kjáni.. Meira að segja leikhúsbygging- ar hafa fengið sinn skerf. Þjóð- leikhús Breta, sem að flestra dómi er mjög glæsileg bygging, fékk þessa umsögn í Observer 1982, er húsið var opnað: ...besta útsýnið yfir London er frá Þjóðleikhúsinu því þaðan sérðu ekki Þjóðleikhúsið... Þegar Richard Burton lék Hamlet 1954, stóð í Daily Ex- press: Við lúðrablástur og bumbus- látt stormar Burton inn á sviðið sem Hamlet. En hann líkist aðeins kvikmyndastjörnu í fýlu... Hann lék Dr Faustus í verki Cristophers Marlows árið 1966, Elísabet Taylor lék lítið hlutverk, Helenu frá Tróju, en gagnrýn- endur eyddu miklu bleki í frammistöðu hennar. Sunday Telegraph: Taylor, fáránlega falleg í kvik- myndanáttkjól, vaðandi í reyk- skýi er vissulega draumurinn um kvikmyndastjörnu. Og þessi var beint frá Hollywood, aðeins lítil auglýsingamynd af Helenu frá Tróju að selja undirföt... Irene Worth lék frú Makbeð 1962 á Stratford. Um svefngönguatriðið segir: Ungfrú Worth er hugguleg dama með mjúkar og ávalar línur í stað stálodda... (Stytt og snarað: ÞS) sitt og jafnframt við áhorfendur, bíður iðulega hnekki og slokknar jafnvel alveg við mjög ósann- gjarna og rætna gagnrýni. Margir leikarar hafa aldrei stigið á svið eftir slíka útreið. Að gagnrýna er á einhvern hátt eðlis- lægt athæfi, segir Diana í bók sinni. Maður sem fer í fyrsta sinn í leikhús, segir kannski ekki meira á eftir en hvort það var gaman eða leiðinlegt. En strax í annað sinn segir hann meira: Það var gaman, af því að... o.s.frv. Gagnrýni á leiksýningar kom fram strax og byrjað var að leika í Grikklandi hinu forna löngu fyrir Kristsburð og á dögum Shakesp- eares var gagnrýnin ekki síður óvægin en í dag. Um Jónsmessu- næturdraum sagði einn gagnrýnandinn árið 1662: „And- lausasta og hlægilegasta leikrit sem ég hef nokkurn tíma séð“. Þar hafa menn það. Og hér eru nokkur fleiri dæmi úr bókinni: Ian McKellen lék Hamlet í Cambridge árið 1971. Um hann sagði Harold Hobson m.a. í út- varpi: Það besta við Hamlet Ian’s McKellen var framkallið. Laurence Olivier lék Othello á Þjóðleikhúsi Breta árið 1964. Um frammistöðu hans sagði Alan Brien í Sunday Telegraph: Það er til þesskonar skelfílcgur leikur scm aðeins meiriháttar leikarar eru færir um að sýna. Mér fínnst Laurence Olivier sem Othello eitthvert mikilfenglegasta dæmi um slíkt á öldinni.... Paul Scofield lék Sir Thomas More í „A man for all seasons“ á Globe leikhúsinu árið 1960, löngu áður en verkið var kvik- myndað. í Daily Express skrifaði Bernhard Levin m.a.: Því miður, frammistað herra Scofield megnið af kvöldinu er svo ömurleg að hún þurrkar út kosti leikritsins. Efe að ge DJOÐVIIJINN -V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.