Þjóðviljinn - 19.01.1986, Síða 14
LEIÐARASÍÐA
fljótt
hækkunum. „Ef ríkið sjálft getur
ekki haft neinn hemil á sér og
gengur á undan með allar hækk-
anir, þá geta þessir menn ekki
ætlast til þess að fólk taki því
þegjandi. Launamenn eru sann-
arlega búnir að fá nóg.“
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ segir að alla
skattahækkanir hljóti að gera
samningamálin erfiðari. „Þetta
er ekki aðeins byrði á launþega
heldur líka á fyrirtækin. Við höf-
um ekki farið í neinar grafgötur
með það að einn þátturinn í því
ógnarójafnvægi sem ríkt hefur
hér í efnahagsmálum á síðustu
árum og jafnframt sá allra stærsti
og veigamesti er ójafnvægið í
ríkisfjármálum.“
Ásmundur Stefánsson segir
einnig að það skipti ekki minnstu
máli varðandi þessa samninga-
gerð hvernig stjórnvöld ætla að
taka á því sem að þeim snýr. „Það
ræðst af stefnu stjórnvalda al-
mennt hver verðbólgan verður og
við teljum óhjákvæmilegt að þau
beiti mjög stífu aðhaldi í verð-
lagsmálum á öllum stigum. En
það dugir ekki að menn gefi ein-
hverjar yfirlýsingar heldur verð-
um við að tryggja það með frek-
ari þrýstingi að tryggja að við þær
verði staðið.
„Verðum að
hraða þessu"
En hvað reikna menn með að
þessi samningalota verði löng?
„Þessi mál þola enga bið, það
þarf að fá úrlausn án tafar,“ segir
Ásmundur. Kristján Thorlacius
formaður BSRB sem mætir á
fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara
á mánudag segist óttast að þetta
verði erfiðir samningar, „en það
verður að leggja áherslu á að
hraða þeim.“ Magnús Gunnars-
son segir það sjónarmið uppi hjá
VSÍ að lausnin liggi sem fyrst
fyrir. „Við munum reyna að
komast hjá átökum."
Aðalheiður segir að það verði
að setja stíf tímamörk á þessar
viðræður og nefnir þá n.k. mán-
aðamót. Mér finnst það mjög trú-
legt að dragist þetta eitthvað á
langinn þá hleypi það mikilli
hörku í málin. Það er hugur í fólki
og ég vona að menn séu tilbúnir í
slaginn ef með þarf.“
-lg-
Atök ef ekki semst
Það er einkum þrennt sem vekur
athygli varðandi kröfugerð ASÍ
sem kynnt var atvinnurekendum í
vikunni. ífyrsta lagi þá er mikill
sóknarhugur í verkalýðshreyfing-
unni. Gerð er krafa um 8%
kaupmáttaraukningu og að sá
kaupmáttur verði tryggður á
samningstímanum. I öðru lagi er
lögð mikil áhersla á að samning-
aviðræðum Ijúki sem fyrst. Drag-
ist þær á langinn, er viðbúið að til
harðra átaka komi á vinnumark-
aði. I þriðjalagi vekurþaðgóðar
vonir um árangursríka baráttu að
mikil samstaða og einhugur ríkir
um kröfugerðina.
„Það er alger samstaða um
þessar útfærslur á meginkröf-
unni. Stóra jafnréttismálið er að
koma á samræmi á milli þess
kaups sem greitt er og þeirra
taxta sem við erum að semja um.
Draga þá upp sem hafa orðið
undir í yfirborgunarkapphlaup-
inu“, segir Ásmundur Stefánsson
forseti ASÍ.
„Getum ekki
beðið endalaust“
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
formaður Sóknar tekur undir
með Ásmundi og segir að sjaldan
eða aldrei hafi verið eins mikill
einhugur innan félagsins um
kröfugerðina. „Það er mikill hug-
ur í fólki og mín skoðun er sú, að
það sé ekki hægt að draga samn-
inga von úr viti. Fólk er búið að
missa það mikið, verðbólgan
æðir áfram, nauðsynjavörur stór-
hækka í verði og fólk getur ekki
beðið endalaust eftir að fá kjör
sín leiðrétt.“
Ennþá hefur Vinnuveitenda-
sambandið ekki svarað kröfu-
gerð ASÍ formlega, en Magnús
Gunnarsson segir í samtali við
blaðamann að með þessum kröf-
um sé verið að ýta undir aukna
verðbólgu. Staða útflutningsat-
vinnuveganna sé slík að þeir þoli
engan veginn að taka á sig slíkar
launahækkanir sem verði fyrir þá
lægstlaunuðu allt að 40-50% á ár-
inu. „Þegar ég sé þessar tölur þá
hef ég vissar áhyggjur af því að
þetta geti orðið erfitt,“ segir
Magnús.
Guðmundur Þ. Jónsson for-
maður Landssambands
iðnverkafólks segist vera orðinn
vanur þessum svörum atvinnu-
rekenda. „Þetta er sami barlóm-
urinn og venjulega. Málin standa
bara einfaldlega þannig að það
verður ekki lengur undan því
komist að launafólk fái leiðrétt-
ingu á kjörum sínum. Ásmundur
Stefánsson er sama sinnis. „Við
höfum ekki fengið nein svör utan
þennan hefðbundna grátkór um
að afkoma atvinnuveganna þoli
ekki eitt né neitt. Við hljótum að
verða að treysta því, að skyn-
semin fái að ráða þegar málið er
betur skoðað."
Porsteinn ton/eldar
samninga
Tillögur Alþýðusambandsins
gera ráð fyrir að verðbólgan á
þessu ári verði um 30%. I des-
ember sl. var árshraði verðbólg-
unnar hins vegar um 42% en þá
hækkaði framfærsluvísitalan um
heil 3%. Þriðjungur þeirrar
verða einhvert vit í efnahagslífi
þjóðarinnar yfirleitt. Við skulum
vona að honum sé að verða það
ljóst segir Ásmundur Stefánsson,
aðspurður um áhrif þessara
skattahækkana á framvindu
samningamála. BSRB hefur þeg-
ar mótmælt þessum hækkunum
kröftuglega og lýst undrun á því,
að hið opinbera skuli ganga á
undan með skattahækkanir sem
muni síst liðka fyrir samningum.
„Þessar skattahækkanir tor-
velda að sjálfsögðu alla samn-
ingagerðina. Við verðum að
vinna upp þessar nýju og auknu
álögur og eins og kjörin eru orðin
í dag hjá hinum almenna
launþega þá er ekki á skattaá-
lögur bætandi. Með þessu er Þor-
steinn beinlínis að torvelda
samningagerðina,“ segir Guð-
mundur Þ. Jónsson. Og Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir er ekki
síður reið yfir þessum skatta-
aðamót verði kaupmáttur launa
búinn að hrapa um 5% miðað við
meðaltalskaupmátt á sl. ári.
„Það er ljóst að fjármálaráð-
herra verður að breyta um stefnu
í grundvallaratriðum ef það á að
hækkunar var kominn til vegna
ákvörðunar Þorsteins Pálssonar
fjármálaráðherra um hækkun á
ýmissri opinberri þjónustu. í
þessum mánuði hafa enn frekari
skattahækkanir fjármálaráð-
herra dunið yfir og forseti Alþýð-
usambandsins telur að verði ekki
búið að semja fyrir næstu mán-
LÚÐVÍK
GEIRSSON
LEIÐARI
Gefum hvergi eftir
Hálfum mánuði eftir að heildarsamningar ASf
og BSRB urðu lausir, nú um sl. áramót, eru
samningamálin að komast á fullan skrið. Ai-
þýðusambandið hefur þegar lagt fram
fullmótaða kröfugerð og væntir fyrstu svara frá
atvinnurekendum síðar í vikunni. Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja hefur lagt upp með
sömu meginkröfu og ASÍ, 8% kaupmáttar-
aukningu og kaupmáttartryggingu, og heldur
sinn fyrsta fund með viðsemjenda hjá ríkissátt-
asemjara á mánudag.
Allir samningsaðilar eru sammála um að tím-
inn sé orðinn naumur. Þessa samninga þurfi að
keyra hratt í gegn. Sumir vilja miða við n.k.
mánaðamót. Verði ekki neinn árangur kominn
af viðræðum þá sé ekki um annað að ræða en
blása til baráttu. Þjóðviljinn ítrekar þau ummæli
forseta Alþýðusambandsins að dragist samn-
ingar fram í febrúar verði kaupmáttur orðinn 5%
minni en að meðaltali á sl. ári.
Annað eru samningsaðilar einnig sammála
um. Skattgleði Þorsteins Pálssonar fjármála-
ráðherra síðustu vikurnar hefur aukið enn frekar
á kjaraskerðingu almennings, ýtt undir aukna
verðbólgu og mun að öllum líkindum torvelda
að niðurstaðan fáist sem fyrst úr samningavið-
ræðum. „Fjármálaráðherra verður að breyta
um stefnu í grundvallaratriðum ef það á að
verða eitthvert vit í efnahagslífi þjóðarinnar",
segir forseti Alþýðusambandsins í samtali við
Þjóðviljann og framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins segir að þessar skatta-
hækkanir fjármálaráðherra hljóti að gera samn-
ingamálin erfiðari.
Það er umhugsunarvert að fyrir rúmum mán-
uði lýsti Þorsteinn Pálsson því yfir eftir mánað-
arsetu í ráðherrastóli, að hann væri hættur við
áður boðaðar skattaálögur. Þetta væri gert til að
liðkafyrir komandi samningaviðræðum. Nokkr-
um vikum síðar, beint ofan í samningaviðræð-
urnar, snýr síðan fjármálaráðherrann skattagl-
aði, á ný við blaðinu, og dembir út nýjum og
stórauknum álögum á almenning. Þannig hefur
afrekaskrá fjármálaráðherrans frá því hann
komst í stólinn margþráða, einkennst af því að
snúa sér fyrst í heilhring og síðan aftur í hálf-
hring. Sumir verða ringlaðir af minna tilefni.
Það er líka umhugsunarvert, að þessi sami
skattaglaði fjármálaráðherra sem bauðst til að
liðka fyrir samningaviðræðum með því að sitja á
sér í desember en varð síðan mál í janúar með
þeim afleiðingum að hleypa samningamálum í
enn frekari hnút, er nú sjálfur annar helsti við-
semjandi verkalýðshreyfingarinnar með samn-
ingareynslu sem fyrrverandi forystumaður at-
vinnurekenda.
Hringlandaháttur fjármálaráðherra má ekki
verða til að draga samningaviðræður á langinn.
Fólk getur ekki beðið endalaust eftir að fá
leiðréttingu á kjörum sínum, eins og Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir bendir réttilega á í Þjóðviljanum
í dag.
Verkalýðshreyfingin gengur sameinaðri til
þessara samningaviðræðna en oftast áður.
Það er baráttuhugur í launafólki og einhugur í
hreyfingunni. Því ríður á að keyra nú á fullum
krafti og gefa hvergi eftir.
-ig
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. janúar 1986