Þjóðviljinn - 19.01.1986, Page 16

Þjóðviljinn - 19.01.1986, Page 16
Sómanns / Það er eitthvað heillandi við sjómennskuna - Þaö væri náttúrlega of mikiö sagt aö ég sé fæddur á sjón- um. Hinsvegar má meö nokkrum rétti segja aö ég hafi, öðrum þræöi, verið alinn þar uþþ og á sjónum hefi ég eytt mestum hluta ævi minnar, eða úrtökulítið frá því 1928 og fram á þennan dag. En fædd- ur er ég nú á þurru landi, nán- ar tiltekið í Rana í Hvammi í Dýrafirði 18. nóv. 1913. Þetta kot, Rani, er skammt frá Þing- eyri. Þar bjuggu foreldrar mín- ir þetta ár en fluttust svo ári seinna í Skúr á Þingeyri. Þannig hófst rabb okkar Valdi- mars Guðmundssonar, neta- gerðarmanns á togaranum Hjör- leifi einn skammdegismorgun kl. 9 nú fyrir nokkru. Þá var Valdim- ar búinn að bregða sér í Vestur- bæjarsundlaugina og við byrjuð- um okkar samveru með því, að fá okkur kaffisopa í eldhúsinu á Bárugötu 16. - Foreldrar mínir voru Guð- mundur Bjarni Jónsson frá Aðal- bóli í Lokinhamradal í Arnarfirði og kona hans, Helga Jóna Jóns- dóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi. Við vorum 10 systkinin svo það var nú þröng á þingi í litla skúrnum, sem ekki var nema eitt herbergi og eldhús. í herberginu voru þrjú rúm og vagga og þarna urðum við öll að sofa, 12 manns. Við vorum drifin út strax á morgnana og drösluðum úti allan daginn. Auðvitað stafaði okkur hætta af sjónum, eins og öðrum krökkum þarna, en við pössuð- um hvert annað. Forðaði okkur frá tœringunni? - Var ekki erfitt að sjá svona stóru heimili farborða? - Jú, það getur nú varla hafa farið hjá því. En kröfurnar voru nú ekki miklar. Það var látið Togarinn Surprice frá Hafnarfirði. Eigandi hans var Einar Þorgilsson. Surprice var 313 brúttólestir og vélar- aflið 600 hestöfl. Á honum hóf Vald- imar feril sinn sem togarasjómaður haustið 1940. nægja að hafa nokkurnveginn í sig og á. Við höfðum 14 eða 15 kindur. Móðir mín færði frá 5 ám að sumrinu, og lét okkur svo drekka sauðamjólkina. Við vor- um ekki há í loftinu þegar við vorum látin fara að smala ánum á kvöldin en þær voru hýstar að nóttunni. En þær rásuðu mikið, ýmist inn í Hvammshlíð eða Brekkudal. Og ef við fundum þær ekki kom mamma á vett- vang. Og svo sat móðuramma mín, Soffía Eiríksdóttir frá Hrauni, á rúminu sínu og vann á okkur fatnaðinn úr ullinni. Við höfðum dálítinn kartöflu- garð sjávarmegin við skúrinn. f honum vann mamma á nóttunni. Uppskeran var það góð að hún náði saman hjá okkur yfir árið. Hlaðin kjallarahola var undir eldhúsgólfinu og þar voru kart- öflurnar geymdar. Frostavetur- inn 1918 frusu og eyðilögðust kartöflur hjá öllum þarna nema sr. Þórði og okkur. Svona góð var þessi geymsla. Og svo var það sjórinn. Pabbi stundaði lengstaf sjóinn í tæp 30 ár, ýmist stýrimaður eða háseti. Fyrst á árabátum, svo á segl- skipum og loks á vélbátum eftir að þeir komu. Hann lagði líka hrognkelsanet alltaf þegar hægt var að koma þeim í sjó. Oft var hægt að renna færi í fjörðinn og fá fisk í soðið, hann gekk svo nærri landi á þessum árum. Og svo var það þá kræklingurinn ef ekki var annað. Ég held að þetta viður- væri hafi átt megin þáttinn í því að tæringin kom aldrei til okkar. Skinnbrókin var við vöxt Þegar við krakkarnir stækkuð- um var farið að lána okkur út í sveit. Ég fór t.d. 7 ára gamall að Lokinhömrum og var þar í 5 ár. Ömmusystir mín, Guðný Guð- mundsdóttir og maður hennar, Guðbjartur Jónsson, bjuggu þar þá ásamt fóstursyni sínum, Guðmundi Guðbrandssyni. Hann kenndi mér að vetrinum. Þarna smalaði ég kvíaánum að sumrinu. Ég fékk að fara einu sinni á ári til Þingeyrar, þegar farið var með fjárrekstur eftir seinni göngur. Lagt var af stað kl. 8 að morgni og komið til Þingeyrar um kvöld- matarleytið. Þá færði ég mömmu smalalambið, sem svo var kallað og lagði dilkinn, sem mér hafði áskotnast inn í reikning. Það mun hafa verið 1923 sem gamli maðurinn tók mig með sér á sjóinn til þess að vitja um net. Frænka átti auðvitað enga skinnbrók, sem passaði svona sjómanni og því var ég klæddur í brók af fóstursyninum. Hún var náttúrlega vel við vöxt, náði mér upp undir hendur. Er við komum úr róðrinum stökk ég fyrir borð, hef líklega ætlað að hjálpa til við að setja bátinn. En vegna þess hve mikið loft var í brókinni flaut ég upp, aftur fyrir bátinn og upp með honum hinum megin. Guðbjartur dó árið 1926. Þá brá ekkjan búi og flutti til sonar síns að Laugabóli í Arnarfirði. Gamli maðurinn hafði lagt svo fyrir, að ég færi heim til foreldra minna að honum önduðum. Er ég kom aftur til Þingeyrar fékk ég vinnu í fiski hjá Natanael Mósessyni. Væri þurrkur var byrjað að breiða fiskinn kl. 7 að morgninum og sti að til kl. 9 á kvö vegar ekki þurrt | vaskið frá kl. 7 ai að kvöldi. Þá vai að borða og svo um grásleppunel minn og fermir mundur Jónssoi mér um netin. í virkjameistari hí fjölhæfur maður. Sumai heysk Fólk lifði þ; mest af sjónum t að allar fjölskyld átt eitthvað af vegar var heysk; fyrir. Hann vai annað. Þá tókus an mánuð og sin heyskapnum þa var að fá slægjui heyið svo flutt h< því hvorki voru Auðvitað var ] nokkuð erfiður < einskonar suma: sem völ var á. Lítil kol voru unum og aldrei þ þyrfti árlega að t var eldað við m< inn upp á vorii heim á skektun íma á laugardag - Ég tók eftir að fóstursonur hamrahjóna heft það eina námið -Nei, égvare skóla á Þingeyr mörkunum að éj því mig vantaði að ég mætti það. mér þótti þetta n upi skeyti og un< Sr. Þórður skild 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.