Þjóðviljinn - 19.01.1986, Qupperneq 19
Sjómennskan
Framhald af bls. 17
- Ja, við sluppum a.m.k. ágæt-
lega miðað við það, sem hefði
getað orðið. En fyrir kom náttúr-
lega að hurð skall nærri hælum.
Það var t.d. í apríl 1942 að við
vorum á heimleið frá Fleetwood
og áttum eftir svona 100 mflur til
Vestmannaeyja. Við sigldum í
norð-norð-vestlæga stefnu. Það
var skylda að tvö skip fylgdust
alltaf að á siglingu og við vorum
þarna með Júní frá Hafnarfirði,
sem var nokkuð á eftir okkur.
Þetta var að morgni til og ég var á
vakt í brúnni. Sólin var komin
upp og við sigldum undan sól.
Allt í einu heyri ég gríðarlegan
gný. í sömu andrá flýgur flugvél
fram yfir skipið og sleppir
tveimur sprengjum. Pær lenda
rétt framan við stefnið, sitt hvoru
megin við það og þegar skipið fór
þar yfir sem sprengjurnar voru
undir var eins og það hoppaði á
timburbraki og sótið hristist fram
úr kötlunum í vélinni. Flugvélin
var með 6 sprengjur og hún
sleppti þeim, sem ystar voru
hvoru megin. Ef til vill hefur það
gert gæfumuninn fyrir okkur. Við
bjuggumst náttúrlega við því að
vélin kæmi til baka og gerði aðra
tilraun og skipstjórinn, Þorsteinn
Einarsson, gerði strax ráðstafanir
til þess að hafa vélbyssurnar til-
búnar, en þær voru tvær um borð.
Vélin flaug áfram um stund, sneri
síðan í vinkil til vinstri og töldum
við þá að hún væri að koma til
baka. Svo var þó ekki, hún flaug
áfram og hvarf. Hún hefur efa-
laust verið að leita að skipalest og
ekki talið ástæðu til að eyða
meira púðri á ekki stærri bráð.
Þetta atvik er mér nú einna efst í
huga frá þessum siglingum.
Árekstur
Annars fannst mér það reyna
einna mest á mann að sigla skip-
unum ljóslaust yfir hafið. Af því
leiddi auðvitað mjög mikla hættu
á árekstrum eins og við máttum
eitt sinn reyna. Það stóð þannig á
að Surprice var í nokkuð tíma-
frekri viðgerð. Ég var orðinn
leiður á að hanga í landi og samdi
við Ásgeir Stefánsson um að
komast á annað skip. Kl. 2 að
nóttu er svo hringt og ég látinn
vita að búið sé að ráða mig á
Haukanesið sem annan stýri-
mann.
Seinnipart dags erum við
staddir í írska kanalnum. Rétt
eftir að aldimmt er orðið verður
árekstur. Tundurspillir kemur
utan úr myrkrinu og það skiptir
engum togum að hann lendir aft-
ast á hvalbakshorninu bakborðs-
megin. Myndast þarna mann-
geng glufa niður að skammdekki.
Þá voru siglingaljósin kveikt, við
vildum ógjarnan fá aðra svona
heimsókn. Þegar til Fleetwood
kom fór skipið í slipp. Kom þá í
ljós, að ganeringin fremst í lest-
inni, úr tveggja tommu þykkri
eik, var sprungin niður að botn-
steypu. Viðgerðin tók rúma viku.
Éftir að skipin voru svo aftur
farin að sigla með ljósum á fjöl-
förnum siglingaleiðum voru Ijós-
in höfð það dauf, að þau sáust
ekki í meira en mílufjarlægð og
toppljósin í mesta lagi í 3ja mílna
fjarlægð í góðu skyggni. Það Var
því lítið svigrúm til þess að mæta
kannski herskipi á 30 mflna hraða
eða heilli skipalest. Ég ráðfærði
mig við báða skipstjórana,
siglingaskipstjórann og fiski-
skipstjórann um hvað til bragðs
skyldi taka ef árekstur sýndist
skyndilega yfirvofandi. Þeir álitu
að öruggast væri að hreyfa stýrið,
sem var gufudrifið. Hringingar
niður í vél væru of seinvirkar.
Þessar ráðleggingar reyndust mér
það vel að ég hreyfði aldrei vél-
síma. Komst fyllilega að raun um
að ef ekki yrði bjargað með stýr-
inu þá yrði það heldur ekki gert
með öðru móti. Eftir að stríðinu
lauk tók það mig þrjú ár að átta
mig á fjarlægð milli skipa með
ljósum.
Er ég kom heim var Surprice
farinn út en enginn hafði verið
tekinn í minn stað og ég komst
aftur á mitt skip eftir 3 daga.
Loftskeytastöðin var alltaf
innsigluð af hernaðarástæðum
þegar siglt var út og þar til komið
var heim á ný. Því gat enginn um
borð látið neitt um sig vita allan
siglingatímann. Þetta sýnir hvaða
óvissu og öryggisleysi sjómenn og
þeirra fólk mátti búa við á þess-
um árum. Ég fór alls 140 sinnum
yfir hafið á stríðsárunum eða 70
ferðir fram og til baka.
- Það hefur trúlega tekið á
taugarnar að geta ekkert augna-
blik verið óhultur fyrir árás eða
árekstrum?
- Maður skyldi ætla það, já. En
hvað mig snerti þá var ég alltaf
óttalaus. Til þess lágu atvik, sem
ég ætla að eiga fyrir mig.
Fjölskyldan
á Bárugötu 16
- Við höfum ekkert vikið að
fjölskyldu þinni, Valdimar, ekki
gengur það.
- Nei, og mér fyndist nú mikið
vanta í þetta spjall okkar ef ekk-
ert væri minnst á hana. Kona mín
var Jóhanna Eyjólfsdóttir, fædd í
Vestmannaeyjum 3. okt. 1915.
Viðgiftum okkur8. okt. 1946. Ég
missti hana eftir 38 ára hjóna-
band 9. des. 1984. Börn okkar
eru 3: Valdimar, stundar bílavið-
gerðir og bflasprutun. Kona hans
er Þorgerður Einarsdóttir og eiga
þau 3 börn. Eyjólfur, verkfræð-
ingur hjá Sjónvarpinu, kvæntur
Hönnu Unnsteinsdóttur og eru
börn þeirra 2. Helga Guðmunda,
stúdent. Hennar maður er Óskar
Alfreðsson, heildsali og eiga þau
tvö börn.
- Mér finnst fara vel á því að
sjómaður búi við Bárugötu. Hef-
uðu búið lengi í þessu húsi?
- Já, alla mína búskapartíð að
heita má. Það vildi svo til að þeg-
ar ég kynntist konu minni þá
hafði ég herbergi hérna á Báru-
götu 19 hjá Kirstinu Briem, dótt-
ur sr. Þorsteins, og Helga Þórar-
inssyni manni hennar. Á efri
hæðinni bjó tengdamóðir Kir-
stinar, Kristín Ölafsdóttir frá
Sumarliðabæ, systir Boga Ólafs-
sonar menntaskólakennara og
þeirra systkina og kona mín leigði
hjá henni en stundaði annars
sauma.
Eftir að ég gifti mig hafði ég í
hyggju að byggja. Var, til bráða-
birgða, búinn að taka á leigu
stofu og aðgang að eldhúsi hjá
kunningja mínum uppi í Hlíðum.
Við skruppum svo upp á Akranes
að heimsækja fólkið mitt og vor-
um þar í vikutíma. Þegar við
komum til baka segir Kristín frá
Sumarliðabæ við mig: Það er gott
að þú ert kominn. Ég ætlaði að
fara að hringja í þig. - Það er búið
að auglýsa hérna hús til sölu, og
bendir mér á það út um eldhús-
gluggann. Ég þurfti ekki annað
en setjast upp á eldhúsborðið og
virða húsið fyrir mér.
Það varð úr að ég keypti þetta
hús, Bárugötu 16, og við fluttum
héryfir götuna 1. okt. 1946. Hús-
ið er byggt 1926 og ég keypti það
af Bjarna Sighvatssyni þegar
hann flutti til Vestmannaeyja
sem bankastjóri. Síðan hef ég
búið hér. Kona mín skapaði mér
hér yndislegt heimili og veitti mér
ávallt ómetanlegan styrk í starfi
mínu, sem háð var miklum fjar-
vistum öll árin. Ég verð þeirri
mætu konu, Kristínu, ævinlega
þakklátur fyrir þessa ábendingu
hennar.
breyttist allt til batnaðar með
skuttogurunum. Nú er allur fisk-
ur unninn á færiböndum undir
þiljum, áður á opnu dekki.
Öllum tækjabúnaði hefur stór-
fleygt fram. Og þegar hætt er
veiðum og búist til heimferðar
eða þegar mæta þarf veðrum þá
er fljótlegt að gera allt sjóklárt.
En skuttogararnir velta mikið.
Það er ekki lítil orkueyðsla og
veiðarfæratjón sem fylgir því, að
sóknin hefur færst dýpra og
dýpra, frá 300 í 500 faðma dýpi,
sem engum síðutogara var fært að
toga á. Á þetta álag á skip og
áhöfn er aldrei minnst þegar tal-
að er um kostnaðinn. Ýmiss kon-
ar slys koma auðvitað ennþá fyrir
og reynslan hefur sýnt að aðgæsla
og sjómannshæfileikar eru ekki
síður mikilsverðir þættir nú en
áður. Ég er svo lánsamur að hafa
Auglýsið í
i
Þegar þú kemur meö bílinn í smurningu til okkar,
færðu að sjálfsögðu fyrsta flokks alhliða smurningu.
En það eru tvö atriði sem viðskiptavinum okkar
hafa líkað sérstaklega vel og við viljum vekja
athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum við
án sérstaks aukaaialds á öllum bílum, sem við smyrjum.
í fyrsta lagi smyrjum við allar
hurðalamir og læsingar á bílnum.
Þetta tryggir að allar hurðir
og læsingar verða liðugar og auð-
opnaðar, jafnvel í mestu frostum.
alltaf venð með afbragðs sjó-
mönnum og verið hjá fyrirtækj-
um, sem hafa verið örugg með
greiðslur. Fyrir það er ég þakk-
látur.
Jú, ég er ennþá á sjónum og
verð það á meðan þeir vilja hafa
mig. Þetta er mér ekki bara starf
til þess að hafa ofan af fyrir mér,
það er eitthvað heillandi við
sjómennskuna, eitthvað, sem ég
treysti mér ekki til að koma orð-
um að svo aðrir skilji en þeir, sem
sjálfir hafa reynt. Nei, ég hef eng-
ar áætlanir hvorki til né frá, þær
vilja hvort sem er oftast fara út
um þúfur.
-mhg
Laugarneshverfi
Eftirfarandi námsflokkar eru í boði í Laugalækjarskóla á
vorönn 1986.
Vélritun 1.fl. mánud. kl. 1925-2050
Bókfærsla 2.fl. mánud. kl. 1925-2050
Bókfærsla 1.fl. mánud. kl. 2100-2220
Enska 3,fl. mánud. kl. 2100-2220
Enska 1.fl. miðv.d. kl. 1840-2005
Þýska 1.fl. þriðjud. kl. 2100-2220
Þýska 2,fl. þriðjud. kl. 1925-2050
Sænska 1.fl. þriðjud. kl. 1925-2050
Sænska 2,fl. þriðjud. kl. 2100-2220
Sænska 3.fl. mánud. kl. 1925-2050
Kennsla hefst mánud. 20, jan.
Námsflokkar Reykjavíkur
símar 12992 - 14106
Miðbæjarskólanum
í öðru lagi tjöruhreinsum við
framrúðuna, framljósin og þurrku-
blöðin. Þetta lengir endingu
þurrkublaðanna og eykur útsýni
og öryggi í vetrarumferðinni.
Engar áœtlanir
- Jæja, Valdimar. Þú byrjaðir
sjómennskuna á gamla Surprice
1940 og nú ert þú á einum afnýrri
togurunum Hjörleifi. Hefur ekki
geysimikil breyting orðið á þess-
um skipum og vinnuaðstaða og
aðbúnaður með allt öðrum og
betri hœtti en áður?
- Já, það má kannski segja að
ég sé búinn að fara í gegnum alla
þessa þróunarsögu. Þetta
Tryggðu þér fyrsta flokks smurningu með því að
panta tíma í síma 21246 eða renna við á smurstöð
Heklu hf. Laugavegi 172.
Sunnudagur 19. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19