Þjóðviljinn - 25.01.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Side 1
25 20. tölublað 51. örgangur janúar 1986 laugar- dagur DJOÐVIUINN PAGSBRUN SUNNUDAGS- BLAÐ Kaffibaunir Fimm toppar ákærðir Saksóknari ákœrir Erlend Einarssonforstjóra ogfjóra aðraforstjóra SÍSfyrir að hafa „náð undir SÍS með refsiverðum hœtti“ um 200 milljónum með kaffibaunakaupum. Ennfremur ákœrðirfyrir skjalafals og gjaldeyrisbrot Þórður Björnsson ríkissak- sóknari gaf í gær út kæru á hendur fimm háttsettum starfs- mönnum Sambands íslenskra samvinnufélaga, þar á meðal Er- lendi Einarssyni forstjóra vegna kaffibaunamálsins svokallaða. Þeim fimmmenningum er gefið að sök að hafa „náð undir Sam- bandið með refsiverðum hætti“ rúmlega 200 miljónum króna af innflutningsverði kaffibauna frá Brasilíu á árunum 1980-81. Nafna fimmmenninganna er ekki getið í fréttatilkynningu ríkissaksóknara og vildi hann ekki segja hverjir það væru. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans eru þeir auk Erlendar Einars- sonar, Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri Innkaupadeildar, Sigurður Á. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Sambandsins í London og tveir fyrrverandi starfsmenn þeir Gísli Theódórs- son og Arnór Valgeirsson. Mál þetta vakti mikla athygli þegar uppvíst varð um misferli hjá Sambandinu á sínum tíma, en hefur verið til rannsóknar þangað til ákæra var gefin út í gær. Kaffi- brennsla Akureyrar flutti inn kaffibaunir á árunum 1980-1981 fyrir milligöngu Sambandsins, sem fékk umtalsverðan afslátt hjá söluaðilum úti í Brasilíu. Af- Afmœli Dagsbrun 80 ara Aukablað með Pjóðviljanum Samsæti á Iiótel Sögu á morgun r Itilefni af 80 ára afmæli Dags - brúnar á morgun, sunnudag, gefur Þjóðviljinn út sérstakt Dagsbrúnarblað sem fylgir blað- inu í dag, Þegar við litum við á skrifstofu Dagsbrúnar í gær voru menn í óða önn að undirbúa afmælishá- tíðina sem verður á Hótel Sögu á morgun. „Við bjóðum Dags- brúnarmönnum og gestum þeirra uppá kaffi og með því frá klukkan 14 til 17 á sunnudaginn," sagði framkvæmdatjórinn, Þröstur Ol- afsson. Sagnfræðingur félagsins, Þorleifur Friðriksson, kvað gagn- merka leikara, þá Arnar Jónsson og Þorstein Ö. Stephensen hafa umsjón með unninni dagskrá sem flutt verður. „Við sæmum líka fjóra Dagsbrúnarmenn gullmerki félagsins,“ sagði Þröstur „fyrir geysilega gott framlag á liðnum árum í þágu félagsins." Innan úr skrifstofu drundi við tóbaksblástur og grunur lék á að formaður Dagsbrúnar sæti þar við að semja hátíðarræðuna. - ÖS/lg. slátturinn skilaði sér hins vegar hafa runnið beint í sjóði þeirra ákærðir fyrir skjalafals og brot á Þjóðviljinn birtir í blaðinu yfir- hvorki til neytenda né til Kaffi- Sambandsmanna. lögum um skipan gjaldeyris- og lýsingu sem Erlendur Einarsson brennslu Akureyrar, en virðist Fimmmenningarnir eru einnig viðskiptamála. sendi frá sér í gær. - gg/-v. Steypa varð gangstéttar á brúnni uppá nýtt og einnig brúarkanta á köflum eins og sjá má á myndinni. Ljósm. EÓI. S teyp uskemmdir Höfðabakkabrúin meingölluð Borgin leggur fram reikning upp á 840 þúsund á Steypustöðina Borgaryfirvöld hafa gert kröfu á hendur Steypustöðinni fyrir greiðslu á 840 þúsund króna reikningi vegna steypugalla í Höfðabakkabrúnni. Fyrr í vetur kom í Ijós að víða var farið að molna úr brúnni og var sent sýni af steypunni til athugunar hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Úrskurður rann- sóknastofnunarinnar var sá að hluti steypunnar væri gallaður þar sem vantaði loftblendi í hana. „Við buðum Steypustöðinni h.f. uppá að sjá um viðgerðina. Þeir höfnuðu því en buðu fram nýja steypu í viðgerðirnar. Við féllumst ekki á það og létum bjóða viðgerðarvinnuna út, og hún kostaði rúmlega 800 þúsund krónur. Við ætlum að rukka þann reikning hjá Steypustöðinni og höfum þegar haldið með þeim einn fund og erum að undirbúa framhaldsaðgerðir í samráði við borgarlögmann,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri borgarinnar í samtali við Þjóð- viljann. Steypuskemmdirnar á brúnni voru verulegar eins og viðgerðar- kostnaðurinn ber með sér, en brjóta varð upp og steypa að nýju gangstéttir og brúarkanta á köflum. - lg. Hagsmunapot Þróunarfálagið klofnar Davíð og Hörður farnir. Segja Steingrím vanta hugsjón Flest þykir nú benda til þess að draumurinn um Þróunarfélag Islands sé að engu orðinn eftir að stjórnarformaður þess og einn stjórnarmanna sögðu af sér störf- um í þágu félagsins í gær. Tilefnið var að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þrýsti svo á framsóknarmenn í stjórn félasins að þeir ákváðu að ráða Gunnlaug M. Sigmundsson forstjóra þess, en hann gegndi áður störfum framkvæmdastjóra Fram- kvæmdastofnunar. Þrír stjórnarmenn af fimm greiddu atkvæði með Gunnlaugi en tveir á móti. í bókun Davíðs Sch. Thorsteinssonar fyrrum stjórnarformanns félagsins segir að hann álíti að höfuðskilyrði þess að Þróunarfélag íslands nái tilgangi sínum sé að það verði laust undan áhrifum og af- skiptum stjórnmálamanna. Nú hafi það hins vegar gerst að for- sætisráðherra hafi beitt áhrifum innan stjórnar félagsins til að hafa áhrif á val framkvæmda- stjóra. „Ég tel að þarmeð sé brost- inn hinn hugsjónalegi grund- völlur, sem ég áleit að lægi að baki Þróunarfélags íslands h.f. og því hef ég ákveðið að segja af mér stjórnarformennsku og stjórnarsetu í Þróunarfélagi ís- lands h.f. frá og með þessari stundu," segir í lok bókunar. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands lýsti því um leið yfir að hann segði sig einnig úr stjórn félagsins. Meirihluti stjórnar, þeir Guð- mundur G. Þórarinsson verk- fræðingur og ritari Framsóknar- flokksins, Jón Ingvarsson fyrrum forstjóri ísbjarnarins og Þor- steinn Ólafsson starfsmaður hjá Sambandinu segir hins vegar í bókun sinni að niðurstaða stjórn- arinnar um ráðningu Gunnlaugs M. Sigmundssonar í starf fram- kvæmdastjóra félagsins sé byggð á hlutlægu mati á hæfni hans í starfið. - v

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.