Þjóðviljinn - 25.01.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Page 4
LEIÐARI Dagsbmn vakir og berst Á nöprum haustdögum ársins 1905 ornuðu íslenskir erfiðismenn sér við hugmyndir um að stofna með sér félag, sem gæti orðið að öflugu tæki í baráttunni fyrir bættum kjörum fjölmargra sársnauðra verkamannafjölskyldna. 36 manna harðsnúið lið kom saman til fundar í pakkhúsi Jóns Magnússonar frá Skuld og samþykkti að leita hófanna hjá öðrum verkamönnum um stofnun félagsins. Þann 26. janúar 1906 var svo haldinn stofnfundur Dagsbrúnar, þess félags sem síðan hefur lengstum runnið í fararbroddi fyrir íslenskri verkalýðshreyfingu. Þann dag höfðu 384 reykvískir daglaunamenn ritað nöfn sín undir svohljóðandi stofnskrá: „Vjer, sem ritum nöfn vor hjer undir, ákveðum hjer með að stofna fjelag með oss, er vjer nefn- um „Verkamannafjelagið Dagsbrún". Mark og mið þessa fjelags vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu fjelags- manna. 2. Að koma á betra skipulagi, að því er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgi- dögum. 4. Að auka menningu og bróðurlegan samhug innan fjelagsins. 5. Að styrkja þá fjelagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum." Hér birtast þau meginatriði sem síðan hafa runnið einsog rauður þráður gegnum allt starf og sögu Dagsbrúnar: viljinn til að verja félaga sína sem lenda í kröggum, viljinn til að berjast af einurð fyrir bættum kjörum, og síðast en ekki síst sú menningarlega reisn sem hefur fylgt Dagsbrún gegnum tímann. í dag áfélagið þann- ig stórmerkt bókasafn, og úr röðum Dagsbrúnar hafa jafnframt komið menn sem hafa ritað bók- menntaperlur einsog stílsnillingurinn Tryggvi Emilsson. Frá 1906 hefur Dagsbrún óslitið verið í frem- stu víglínu verkalýðsbaráttu á íslandi. í sögu hennar hefur einatt reynt á þolrif hins íslenska erfiðismanns, og það er síst ofmælt að glæst- ustu sigrar hreyfingarinnar hafa unnist með at- fylgi Dagsbrúnar. Það er hægt að nefna fjölmörg atriði sem Dagsbrún hefur náð fram, ýmist fyrir eigin at- orku eða í samstilltu átaki með öðrum hlutum verkalýðshreyfingarinnar: almennar slysa- tryggingar og ellitryggingar náðust fram 1925, lög um verkamannabústaði voru sett 1929, al- mannatryggingar fengust í gegn 1929-1930, al- þýðutryggingar 1932-1935, Vinnulöggjöfin 1938, Orlofslögin 1942-1943, atvinnuleysis- tryggingar 1956 og fleira mætti telja. Varnarsigrar verkalýðshreyfingarinnar eru sömuleiðis margir og mikilvægir. Dagsbrún barðist til dæmis gegn hugmyndum um varalög- reglu 1925, og ríkislögreglu 1933, sem greini- lega átti að beita gegn verkafólki í átökum. Verkalýðshreyfingin öll tók einnig hart á móti hugmyndunum um íslenskan her sem komu upp að loknu ströngu verkfalli 1952. I sögu sinni hefur Dagsbrún háð mörg, erfið og oftlega sigursæl verkföll. Fyrir verkalýð og verkalýðsforystu líðandi stundar er hollt að minnast fórnarlundarinnar, samstöðunnar en þó ekki síst kjarksins sem birtist svo Ijóslega í sögu félagsins. Fyrsta verkfallið háði félagið 1913 og vann frækinn sigur að lokinni sex vikna Ó-ÁUT baráttu. Það má minna á skæruverkföllin 1942, og þá baráttuaðferð ættu verkalýðsforingjar nú- tímans að gaumgæfa, ekki síst með tilliti til kom- andi kjarasamninga. Eitt harðvítugasta verkfall aldarinnar var jólaverkfallið 1952, og árið 1955 lagði Dagsbrún enn í gífurlega erfitt verkfall, sem stóð í sex vikur. í þeirri orrahríð var Revkja- vík á barmi borgarastyrjaldar, Dagsbrúnar- menn lokuðu aðflutningsleiðum að borginni og beittu afli sínu af dirfsku og einurð. Hefð og saga skipta gífurlegu máli. Baráttu- hefðin sem ríkir í verkamannafélaginu Dags- brún er einn dýrmætasti arfur verkalýshreyfing- arinnar í dag. Hann verður að nota rétt. Það þarf að brýna baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar, og foringjarnir verða að vera reiðubúnir að nota þann óbilandi kraft sem býr í samstilltu átaki hennar. Saga Dagsbrúnar er einmitt lýsandi dæmi um að skörp forysta og traustar raðir félaganna lyfta í sameiningu grettistökum í bar- áttunni. Það er hárrétt sem formaður Dagsbrún- ar Guðmundur J. Guðmundsson segir í sér- stöku Dagsbrúnarblaði Þjóðviljans í dag, að Dagsbrúnarmenn hafa breytt þessu þjóðfélagi. Dagsbrún hefur enn þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Einsog sagnfræðingur Dagsbrúnar, Þorleifur Friðriksson, segir í merkri grein í Þjóð- viljanum í dag: „í þjóðfélagi hins frjálsa framtaks þar sem stormsveitir frjálshyggjunnar æða fram tíðkast það að fyrir hverja krónu sem stritandi alþýða vinnur sér inn, taka þeir sem njóta hins óhefta frelsis tvær í staðinn. Á meðan verður Dags- brún að vaka og berjast". Þjóðviljinn óskar samherjum sínum í Dags- brún til hamingju með afmælið. -ÖS SONURÍNN MÍNN ÆLDl 'ffÍR t>tóÁR SÆTAR/VWR jDÓrriR MÍN KVeÍKn ELD 1 DAGBLADi 06 HVERNÍ6 VÆRt Aí> IMKA HURDlNNi'? diodviuinn Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurösson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.