Þjóðviljinn - 25.01.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Qupperneq 5
Nú vilja þeir vopnaðan frið á íslandi Mörgum íslendingum sem hafa komið til landsins á síðustu vikum frá út- löndum hefur brugðið í brún á Keflavíkurflugvelli, þar sem landar þeirra í lög- reglubúningum standa á verði við alvæpni, ógnvæn- legir á að líta. Opinberir að- iljar gáfu út myrkar yfirlýs- ingar um hugsanleg hryðju- verk og bæði í Keflavík og á ýmsum stöðum í Reykjavík var um tíma vopnaður vörð- ur, íslenskur. Ný víkingasveit í ljós hefur komið að hin vopn- aða víkingasveit í Reykjavík hef- ur fengið félagskap í vissum skiln- ingi, því mynduð hefur verið ný víkingasveit á Keflavíkurflug- velli. Þessi sveit er vopnuð vél- byssum og skammbyssum. Áður en kom til hinnar vopn- uðu gæslu farþega á Keflavíkur- flugvelli á dögunum hafði ekkert heyrst opinberlega um tilvist þessarar nýju sveitar. Hver tók ákvörðunina um að vopna lög- reglumenn í Keflavík? Einsog kunnugt er hefur utan- ríkisráðuneytið íslenska sérstaka „varnarmálaskrifstofu“, sem sér um ýmis mál er varða bandaríska herinn í Keflavík fyrir íslensk stjórnvöld. Forstöðumaður þess- arar skrifstofu, sem er farin að starfa einsog hermálaráðuneyti í landinu, meirogminna óháð því sem annars staðar gerist í stjórnkerfinu, er Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Hann segir í við- tali við Þjóðviljann á dögunum, að tillaga um þessa vopnuðu sveit hafi komið frá hans skrifstofu. Tillagan hafi síðan verið lögð fyrir Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra sem þegar hafi ljáð sam- þykki sitt. Hér er náttúrlega verið að stíga stórt skref. Það hefur löngum verið aðal íslenskrar þjóðar að vera vopnlaus og það hefur verið forsenda gagnkvæms trausts sam- borgaranna og lögreglumanna að löggæslan væri ekki hervædd. í ljósi þess, sem og mikilvægi þess- arar ákvörðunar fyrir þjóðarí- myndina, hefði verið rétt og skylt að hugmynd varnarmálaráðun- eytisins hefði verið rædd og reifuð í utanríkismálanefnd al- þingis og á alþingi sjálfu. Herstöðin skotmark í sjónvarpi og fleiri fjölmiðlum hefur verið dreginn fjöldi manns m.a. úr kerfinu og bandaríska hernum til að rökstyðja vopna- burðinn og viðbúnaðinn sem ver- ið hefur í Keflavík og víðar. Margir þessara hafa viðurkennt að möguleg hryðjuverk komi fyrst og fremst til með að beinast að bandaríska hernum á íslandi. Hér er komin viðurkenning á því sem herstöðvaandstæðingar hafa alla tíð haldið fram, að bandaríska herstöðin væri ógnun við öryggi þjóðarinnar. Banda- ríska herstöðin gerir þannig ekki einungis landið að hugsanlegu skotmarki í stórveldaátökum, heldur er hún einnig ógnun við öryggi landsins á svokölluðum friðartímum. Til að verja herinn Hvað eru vopnaðar sveitir lög- reglumanna annað en hersveitir? Samkvæmt orðabókarskýr- greiningu er her ekki annað en vopnað lið. Þann veg er kominn upp sú kaldhæðnislega staða að íslend- ingar hafa sett á laggirnar her til að verja herinn! fslenskur her að verja bandarískan her. Hervæðing lögreglumanna í víkingasveitunum hefur gengið tiltölulega hljóðalaust fyrir sig. Strákar sem hafa gengið á Nató- skóla í Noregi eru fengnir til að láta íslenska lögreglumenn hlaupa, lyfta, skokka og þrekbú- ast - og skjóta, varpa sprengjum og vígbúast. Gegn hverjum? Hugsanlegir óvinir Um viðbúnaðinn allan hefur verið fjallað nokkuð í fjölmiðlun- um, aðallegaíhasarstílnum. Has- arinn náði þegar á fyrstu dögum útfyrir herstöðina í Keflavík og til Reykjavíkur, þar sem lögreglu- menn við alvæpni stóðu á nokkr- um stöðum. Og engu var líkara en „hystería“ hefði gripið um sig. - því alls konar stofnanir fóru að tala um nauðsyn meiri varna gegn „hugsanlegum hryðjuverkum“. Flugmálastjórinn vill varnargirð- ingu um Reykjavíkurflugvöll, slökkviliðsstjórar eru í vígaham, - rætt er í fúlustu alvöru hvort þörf sé á vopnuðum verði við flugvelli á landsbyggðinni og svona mætti áfram telja. í hinni takmarkalausu leit að fullkomnu öryggi lenda menn að sjálfsögðu út í þeim ógöngum að koma öllum stofnunum fyrir neðan- jarðar með þessu áframhaldi. í einu dagblaðanna á hinum vopnuðu vikum íslandssögunnar í janúar 1986, sögðust lögreglu- menn vera vopnaðir „óeirðabyss- um“. Þessi orðanotkun leiðir hugann að því sem verkalýðs- hreyfing og önnur samtök fólks- ins hafa ævinlega varað mjög við, bæði hér á landi og erlendis, - að vopnuð löggæsla leiði til ofbeldis, sé ögrun og þjóðfélaginu hættu- leg. Á fjöldafundum þar sem lög- regla beitir ekki vopnum verður ekki mannfall, í verkfallsátökum sömuleiðis. En hins vegar er reynslan sú, að hætta er á meiðslum og mannfalli þegar harðvítug lögregla eða her beitir valdi. Og því er réttlætanlegt að spyrja hvort hin nýja hervæðing íslenskra lögreglumanna beinist gegn íslenskum almenningi; launafólki í stéttaátökum, friðar- sinnum á útifundum, mótmæla- aðgerðum námsmanna? Og þá væru hinir hugsanlegu óvinir ekki arabiskir hryðjuverkamenn, heldur íslenskir bræður og systur þeirra sem eiga að beita vopna- valdinu. Eins og í öllum málum sem varða hersvæði Bandaríkjanna í Keflavík gætir lagalegrar rugl- andi í þessu máli. Þannig heyrir* víkingasveitin á flugvellinum í Keflavík, sem þar er til að verja herinn, ekki undir dómsmálaráð- herra, heldur utanríkisráðherra landsins. Hervæddir bakviö skrifborð Víkingasveitin í Reykjavík heyrir á hinn bóginn undir lög- reglustjóraembættið í Reykjavík og dómsmálaráðherra. Akvörð- un um vopnvæðingu þessara sveita hefur ekki verið tekin á löggjafarsamkomu þjóðarinnar heldur af viðkomandi ráðherr- um. Það hlýtur að vera umhugs- unarefni, þegar um jafn veiga- miklar breytingar er að ræða á löggæslu í landinu, að ekki skuli hafa verið fjallað um málið ítar- lega á vettvangi þingsins. Örfáir einstaklingar, stjórnmálamenn á bakvið skrifborð, hafa tekið ákvörðun um hervæðinguna. Oþolandi ögrun Ríkisvaldið hefur ákveðið þetta vopnaskak án þess að rétt- arfarslega hafi verið farið ofan í saumana á málinu. Og eins og reyndar áður, hafa samtök lög- reglumanna reynt að koma vitinu fyrir stjórnvöld í þessu máli. Landssamband lögreglumanna hefur komið því áliti sínu á fram- færi við ráðherra, að það telji óverjandi að lögreglumenn beri vélbyssur meðal almennra borg- ara. Telja þeir að ákvörðunin um vopnvæðingu kalli á endur- skoðun á réttarstöðu lögreglu- manna. „Við höfum vakið athygli yfírvalda á þeirri spurningu hver sé ábyrgur fyrir ef til skotbardaga kemur og óbreyttir borgara slas- ast eða týna lífí. Lögreglumenn eru mannlegir og gera mistök eins og aðrir“, sagði Tómas Jónsson formaður landssambands lög- reglumanna í viðtali við Morgun- blaðið á þriðjudaginn. Það verð- ur ekki séð að ráðamenn hafi. skilið alvöruþungann í þessum orðum. Tómas bendir einnig á, að lög- reglumenn séu óánægðir með að vopnaðir menn í einkennisbún- ingi lögreglumanna gangi um meðal almennra borgara - ímynd lögreglumannsins sé þannig breytt. Þetta kann í fljótu bragði að þykja léttvægt atriði, en þegar nánar er að gætt, kann þetta að breyta viðhorfi hins almenna borgara gagnvart vörðum laga og réttar, auka trotryggni, og fjand- skap gagnvart lögreglunni. Einar Bjarnason formaður Lögreglu- mannafélags Reykjavíkur benti fyrir nokkrum mánuðum á það í Þjóðviljaviðtali, að lögreglu- menn vildu sjálfir verða til að verja frekar rétt þeirra sem eiga undir högg að sækja í þjóðfé- laginu. Hann benti einmitt á að lagalega þyrfti að tryggja lögregl- unni slíka stöðu. Hin válegu tíð- indi af vopnvæðingu lögreglunn- ar verða ekki til að auka mögu- leika lögreglunnar til að verða fólksins menn. í leiðara Morgunblaðsins sl. föstudag segir að „hér á landi einsog annars staðar verður ekki hjá því komist, að grípa til skot- vopna til að halda uppi lögum og rétti“. Þessi ummæli finnst mér vera rökrétt framhald af hasarn- um síðustu vikur. Það er sumsé þannig korhið að lögum verður - ekki haldið uppi í landinu, nema vopnaburður komi til! Hvernig hafa reykvískir lögreglumenn farið að við löggæslu síðustu ára- tugina, sprengjuvörpulausir? Nei, það er ekkert sem mælir með vopnaskaki lögreglumanna, hvarvetna er reynslan sú, að vopnaðar sveitir auka líkur á slys- um og mannvígum. Við ættum að láta þá reynslu okkur að kenn- ingu verða - og reyna að halda áfram að vera vopnlaus þjóð, - til fyrirmyndar að því leyti. Óskar Guðmundsson Laugardagur 25. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.