Þjóðviljinn - 25.01.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 25.01.1986, Qupperneq 9
MENNING Á sunnudagskvöldiö var þátt- um um menningarmál á dagskrá útvarpsins, undir heitinu „Betur sjá augu en auga“. Þar var rætt við þau Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra, Sigurð A. Magnússon, rithöfund, og Hrafn Gunnlaugs- son, kvikmyndagerðarmann. Gallinn við svona umræður um menningarmál er sá að maður býst við of nriklu og verður svo fyrir vonbrigðum þegar viðmæl- endum tekst ekki að benda á neina raunhæfa lausn á umræddu vandamáli. íslensk menning er nefnilega orðin hið versta vandamál; hornreka eins og olnbogabarn og þyrnir í augum þorra lands- manna, sem telja hana óarðbær- an bagga á þjóðfélaginu. Það er meira að segja horft í þá hungur- lús sem til hennar fellur á fjár- lögum, eins og um nriljarða væri að ræða. Hið ágæta blað Þjóðviljinn hefur ekki farið varhluta af þess- um menningarfjandskap, því ég hef það fyrir víst að sumum les- endum blaðsins sé farið að óa það hve mikið pláss menningin fær á síðum þess. Meðal annars er þeim rökum beitt að menningar- umræða blaðsins sé bundin við höfuðborgarsvæðið og því hafi landsbyggðarmenn lítil not fyrir hana, fjarri góðu gamni. Lítið eitt um menninguna Ef til vill er þetta hin ágætasta röksemd, en hefur sanrt þá ann- marka að hún stenst ekki sé henni beitt á aðra þætti þjóðmála. Hvað segðu lesendur Þjóðviljans t.d., ef málefnum Reykjavíkur- borgar væri gefið lágmarkspláss í blaðinu af einskærri tillitsemi við landsbyggðina? Því miður er það svo að Ríkis- útvarpið, Þjóðleikhúsið, Lista- safn íslands og Sinfóníuhljóm- sveit íslands eru stofnanir stað- settar í Reykjavík og hefur sú til- högun óhjákvæmilega áhrif á alla menningarumræðu í landinu. Hinu má hinsvegar ekki gleyma að menningarstarfsemi er rækt úti um allt land, en einhverra hluta vegna berast litlar fregnir af þeirri starfsemi. Leikfélag Akur- eyrar er e.t.v. eina undantekn- ingin frá reglunni, enda hefur unrfjöllun um þá ágætu stofnun borið hróður hennar langt út fyrir bæjarmörk hins norðlenska höf- uðstaðar. Ekkert gerist án upplýsinga. síst af öllu í þjóðfélagi sem gegnsýrt er fjölmiðlun af öllu tagi. Menningin í landinu á undir högg að sækja. Af henni berast litlar fregnir og umfjöllun um hana er af skornum skammti. Þótt Þjóðviljinn eyði í hana fá- einum innsíðum tvisvar í viku, er það ekki ýkja mikið þegar haft er í huga að þar eiga að rúmast allar listir að bókmenntum meðtöld- um. Hvað mundu áhuganrenn urn íþróttir segja ef þeim væri skammtað það litla pláss sem menningin fær? Ætli það mundi ekki hvína svolítið í þeim og þó eru engin rök sem sanna að íþróttir eigi skilið meiri umfjöllun en menningarstarfsemi. Áður en menn fara að bölsótasta yfir menningarskrifum Þjóðviljans, ættu þeir að hugleiða það hvar landið stæði ef engin menningar- starfsemi færi þar fram og engin umfjöllun um hana ætti sér þar stað. Þegar þess er gætt hve lítinn meðbyr íslensk menningarstarf- semi fær, má telja það krafta- verki næst að hún skuli þrífast sem raun ber vitni. En hverjar eru framtíðarhorfur ef hún held- ur áfrarn að mæta sífelldu and- streymi? HBR Listakonur í Gerðubergi í Gerðubergi, félagsmiðstöð Breiðhyltinga, hefur verið sett upp sýning sem nefnist „Lista- konur - verk í eigu Reykjavíkur- borgar“. Þetta er annar hluti sýn- ingarinnar og tekur til lifandi kvenna sem fæddar eru fyrir árið 1945. Á fyrri hluta sýningarinnar mátti sjá verk eftir látnar lista- konur. Sýningin hefur nú að geyma 26 íistaverk eftir 17 konur og eru það málverk, vefnaður, samlímingar og lágmyndir. Sýning þessi og sú hin fyrri eru ávöxtur nýstofnaðs sambands Kjarvalsstaða og Gerðubergs um sýningahald í Breiðholti á verk- um í eigu Reykjavíkurborgar. Ekkert er nema gott um slíkt samband að segja og vonandi verður það til að efla myndlistar- áhuga þeirra Reykvíkinga sem búsettir eru austan Elliðaár. Hitt er öllu verra að húsnæðið að Gerðubergi er ekki vel fallið til sýninga og vilja listaverkin ein- hvernveginn týnast í sölum þess. Þetta setur því miður mark sitt á þessa annars geðþekku sýn- ingu. Gestir verða að leita uppi verkin og þræða sig eftir krókum og kimum miðstöðvarinnar til að finna myndirnar sem þar hanga. Er hætt við að þeir fari á mis við ýmislegt sem lætur lítið yfir sér, eða sjáist yfir eitt og annað og missi þar af leiðandi af hluta sýn- ingarinnar. Einnig er loku fyrir það skotið að gestir geti fengið heildarmynd af sýningunni, eða meðtekið heildaráhrif verkanna. En ekki verður á allt kosið og alltént er það til bóta að Breiðhyltingum skuli gefið tæki- færi til að virða fyrir sér listaverk borgarinnar, um leið og þeir fá sér kaffisopa og taka slag við spilaborðið að loknum vinnu- degi. En svo vikið sé að sýningunni, þá er hér um nokkuð tætingslegt úrtak að ræða, enda eru aðferðir misjafnar og markmiðin sömu- leiðis. Flestar eru þessar konur ágætir listamenn, en það er eins og verk þeirra koðni niður þegar þau eru sýnd saman. Heildar- stemmningin verður því lítil og áhrifin máttlaus. Það vantar ein- hver meiri tilþrif; einhvern slag- kraft til að lyfta heildinni á hærra plan. Það er ef til vill spurning um úrtakið; hvort stærri og veiga- meiri verk hefðu gefið betri mynd af þessum konum. Eina virkilega stóra verkið á sýningunni er „Sí- fella“ Kristínar Jónsdóttur. Fleiri slík verk, og þá reyndar færri myndir í allt, hefðu eflaust skapað sterkari heild og sannfærandi þunga. En það er önnur spurning, hvort borgin á mörg verk af þeirri stærðargráðu eftir núlifandi konur. Þá eru nokkur verk á sýning- unni, sem erfitt er að skilja hvernig lent gátu í safni Reykja- víkurborgar. í þeim flokki eru t.a.m. verk Karólínu Lárusdótt- ur. Ég hef séð mun betri verk eftir þá listakonu, a.m.k. skárri en þær þrjár sem hanga í Gerðu- bergi. Þá er erfitt að botna í portrettinu af Bjarna heitnum Benediktssyni, eftir Svölu Þóris- dóttur. Varla hefur listræn við- miðun ráðið kaupum borgarinn- ar í það skiptið. Rekaviður Sól- veigar Eggerz er mun meira sann- færandi í allri sinni kitsch-legu dýrð. Nú bíða menn spenntir eftir þriðju sýnunginni, þ.e. listakon- um fæddum eftir 1945. „Áfram með smjörið, upp með fjörið.. ekki mun af veita ef íslenskar listakonur eiga að njóta sann- mælis. -HBR Bókavarðastaða í Norræna húsinu í Reykjavík Staöa bókavaröar (yfirbókavarðar) í Nor- ræna húsinu í Reykjavík er laus til umsóknar og verður hún veitt frá 15. júní 1986. Auk faglegra bókavaröarstarfa ber bókavörður ábyrgð á störfum annarra starfsmanna bóka- safns Norræna hússins. Staðan felur auk þess í sér að aðstoða for- stjóra við skipulagningu á dagskrám og starf- semi hússins. Bókasafn Norræna hússins er norrænt bóka- safn og hefur auk bóka og tímarita tónlistar- og grafíkdeild. Bókasafnið veitir ýmis konar aðstoð og upplýsingar í sambandi við kenns- lu og félagsstörf. Óskað er eftir vel menntuðum bókasafns- fræðingi sem einnig hefur reynslu af ábyrgð- arstörfum. Viðkomandi þarf að hafa á valdi sínu a.m.k. eitt norrænt tungumál auk ís- lensku. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og áhuga á norrænni samvinnu. Laun yfirbókavarðar greiðast samkvæmt ís- lenskum opinberum launataxta. Umsókn berist forstjóra Norræna hússins fyrir 15. febrúar 1986. ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA - SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS FIMMTUDAGSTÓNLEIKAR - SÍÐARA MISSERI 6. feb. 6. mars Stj. JEAN-PIERRE JACQUILLAT: Einl. NANCY WEEMS, píanó Efnisskrá: ATLI H. SVEINSSON: MOZART: KODÁLY 20. feb. Stj. KLAUSPETER SEIBEL: KÓR (SL. ÓPERUNNAR: Eins.: CARL ORFF: CARMINA BURANA Stj. JUKKA PEKKA SARASTE : Einl. JANOS STARKER, SELLÓ Efnisskrá: JÓN LEIFS : PROKOFIEF : BRAHMS 20. mars Stj. THOMAS SANDERUNG : Einl. SZYMON KURAN, fiðla Efnisskrá: BETHOVEN : SZYMANOWSKI: WAGNER 3. apríl Stj. FRANK SHIPWAY: Einl. MARTIN BERKOFSKY, píanó Efnisskrá: RACHMANINOV: SJOSTAKOVITS 17. apríl Stj. PÁLL P. PÁLSSON: Eins.: ELLEN LANG, sópran Efnisskrá: PÁLL P. PÁLSSON : SIBELIUS 15. maí Stj. DAVID ROBERTSON : Einl. MANUELA WIESLER,flauta Efnisskrá: ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON : SANDSTRÖM : PROKOFIEF 22. maí Stj. JEAN-PIERRE JACQUILLAT Efnisskrá: RAVEL: BERLIOS ENDURNÝIÐ ÁSKRIFTARKORTIN FYRIR 31. JANÚAR í HÁSKÓLABÍÓIALLA VIRKA DAGAKL. 14.00-18.00 NÝIRÁSKRIFENDUR VELKOMNIR-GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA T JB.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.