Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Neskaupstaður Sjómenn vilja hærri hlut Oánægja hjá sjómönnum Síldarvinnslunnar vegna uppgjörs á afla semfluttur er á erlendan markað með Berki. Jóhann K. Sigurðsson framkvstj.: Teljum okkur vera ífullum rétti Sjómenn á togurum Sildar- vinnslunnar í Neskaupstað eru mjög ósáttir við að fá greitt fyrir afla sinn miðað við löndun hér heima, þegar aflanum er síð- an umskipað yfir í önnur skip Sfldarvinnslunnar og siglt með hann á markað erlendis. Undanfarin ár hefur Síldar- vinnslan notað nótaskipið Björk sem eins konar flutningaskip á milli íslands og Englands. Nær allur afli trillubáta sem vinnslan kaupir og nokkur hluti af afla tog- aranna þriggja, Barða, Bjarts og Birtings er fluttur yfir um borð í Börk sem siglir síðan á England og selur hann þar. Sjómenn tog- aranna hafa gert kröfu um að fá gert upp miðað við söluvirði er- lendis en ekki fengið því fram- gengt. Jóhann K. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sagði í samtali við Þjóðviljann, að ekki væri hægt að líkja þessum flutningum við gámafiutninga. í slíkum tilfellum gengju skipshafnir sjálfar frá fisk- inum til útflutnings en í hinu til- fellinu væri ráðin sérstök áhöfn á Börk sem sæi um að umskipa fi- skinum og sigla með hann til sölu erlendis. „Ég skil vel sjónarmið sjómanna og við höfum rætt þessi mál við skipshafnirnar. Þetta var sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að grípa til þessara flutninga og við fengum hingað heim olíu á togarana á lægra verði. Þannig hefur okkur tekist að halda hér uppi fullri atvinnu. Við teljum okkur vera í fullum rétti í þessu máli meðan ekki hefur verið sam- ið um annað", sagði Jóhann.-lg Reykjavík Stefán foer Borgarráð ákvað í gær að næsti forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur verði Stefán G. Kjartansson. Stefán fékk atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en Sigurjón Pétursson greiddi Hauki Ottesen atkvæði sitt. Atkvæðagreiðsla í íþróttaráði fór hins vegar á annan veg, því þar fékk Haukur þrjú atkvæði, en Stefán aðeins 1. Þetta er því í annað sinn á skömmum tíma sem borgarráð hefur vilja meirihluta íþróttaráðs að engu í sambandi við ráðningu forstöðumanna íþróttamannvirkja í borginni.-gg Jafnrétti Þjóðviljiiin kom vel út Könnun jafnréttisráðs: Hlutfallslega mestfjallað um íþróttir kvenna í Pjóðviljanum ogDV. Samkvæmt könnun jafnréttis- ráðs er hlutfallslega mest fjallað um íþróttir kvenna í Þjóðviljan- um og DV. í þessum tveimur blöðum er hlutfallið 4,9% af íþróttaefni, hjá Morgunblaðinu 3,2% og hjá Tímanum/NT 2,7% I niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að Þjóðviljinn stend- ur fremstur blaðanna fjögurra að mörgu leyti. Hjá Þjóðviljanum eru 10% íþróttamynda af konum en 6,0% hjá DV og minna hjá öðrum. Ef litið er á hlutfall mynda og texta í dálksentimetr- um er það hæst í Þjóðviljanum, 4,7%, en 3,8% hjá DV og minna hjá hinum. Þjóðviljinn er einnig í fararbroddi hvað varðar hlutfall myndflatar, 8,3% myndflatar íþróttamynda blaðsins tilheyrir konum, 6,2% hjá DV, 2,9% hjá Tímanum/NT og2,4% hjá Morg- unblaðinu. Þá kemur fram að í Þjóðviljan- um er íþróttaefni hærra hlutfall af heildarefni blaðsins en hjá hinum blöðunum þremur, eða 7,8%. Tíminn er með 7,7%, DV 6,6% og íþróttaefni er 4,5% af heilda- refni Morgunblaðsins. í könnun sem gerð var árið 1982 var Þjóð- viljinn í þriðja sæti. - Ég er ánægður með útkomu okkar miðað við önnur blöð, en ég vek athygli á því að könnunin er gerð á röngu tímabili, - tíma- bili sem er mjög óhagstætt kon- um og sýnir ekki þeirra rétta hlut í íþróttaumfjöllun blaðanna, sagði Víðir Sigurðsson íþrótta- fréttamaður þegar hann var spurður um þessar niðurstöður. -óg Vertíð Vænn þorskur Þorskveiðar með línu hafa far- ið vel af stað hér á miðum við suðvcstur og vcsturlandið og atli verið ágætur þegar hægt hefur verið að athafna sig við veiðar, en vegna storma og mikilla um- hlcypinga hefur sjósókn vcrið erf- ið hingað til. Þá hafa þau gleðitíðindi gerst að stærri þorskur hefur sést koma upp úr togurum hér í Reykjavík- urhöfn heldur en á löngu tímabili áður. Þessi þorskur er svo stór að vegna lengdar rúmaðist hann illa í fiskikössum. Það skyldi þó aldrei vera að hér sé að korna í leitirnar eitthvað af þeim þorski sem tapaðist úr árgöngum á með- an of mikið var af íshafssjó á mið- unum. -J. Kúld Stúdentar Svart kaffi og brosað til Ijósmyndarans áður en alvara samningafundarins hefst. Hansína Stefánsdóttir Selfossi t.v. Linda Ósk Sigurðardóttir formaður Iðnnemasambandsins og Pálmar Halldórsson starfsmaður Iðnnemasambandsins í Garðastrætinu í gær. Mynd Sig. Samningar Svjgrúm eykst til muna Fariðyfir stöðusjávarútvegs áfundi ASÍogVSÍígœr. Nýrfundurá fimmtudag Samninganefndir ASÍ og VSÍ munu koma saman til fundar síðdegis á morgun, en á fundi samninganefndanna í gær var farið yfir álit vinnunefnda og einkum fjallað um breytta stöðu sjávarútvegs og væntanlega þró- un gengis- og efnahagsmála. Ákveðið var að setja nefnd í að skoða húsnæðismál. Ljóst er að olíulækkunin og hækkun fiskafurða á erlendum mörkuðum, bæði í Bandaríkjun- um, Evrópu og í Japan, hefur breytt stöðu fiskiðnaðar og út- gerðar rnjög til hins betra. Um áramótin var fiskvinnslan að mati Þjóðhagsstofnunar rekin á núll- inu en hinar breyttu aðstæður hafa bætt stöðuna til muna. „Staðan hefur rýmkast töluvert frá því um áramót, og það hlýtur að auðvelda bæði fiskverðs- ákvörðun og létta undir með öll- um kjaraákvörðunum“, ságði Bolli Þ. Bollason aðstoðarfor- stjóri Þjóðhagsstofnunar í sam- tali við Þjóðviljann í gær. -lg- SetuOlafs mótmælt Söfnun undirskrifta í Háskóla íslands til að mótmæla setu Ólafs Arnarsonar í stjórn Lánasjóðs námsmanna gengur að sögn mjög vel og hefur verið ákveðið að list- ar verði látnir liggja frammi fram á miðjan dag í dag. Stúdentar hafa tekið vel undir mótmæli gegn setu Ólafs, sem Stúdentaráð telur að sitji í stjórn- inni sem fulltrúi ríkisvaldsins en ekki stúdcnta. Listarnir liggja frammi á skrifstofu SHÍ og víða um skólann. -gg Kaffibaunir Kaaber í rannsókn Saksóknari telur ástœðu til að rannsaka kaffiinnflutning O. Johnson og Kaaber 1980 og 1981. Rannsókn hefst innan skamms. Olafur O. Johnsonforstjóri: Vil ekkert um málið segja. Ríkissaksóknari hefur mælst til þess við okkur að fram fari opinber rannsókn á kaffiinnflutn- ingi O. Johnson og Kaaber á ár- unum 1980 til 1981. Það hafa komið fram ýmis gögn sem hafa gefíð ástæðu til að fram fari rann- sókn á þcssum innflutningi, cn ég get ekki tjáð mig neitt nánar um rannsóknina, sagði Hallvaröur Ein varðsson rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins í samtali við Þjóð- viljann í gær. Þórður Björnsson ríkissak- sóknari fór fram á þessa rann- sókn í síðustu viku en hún er að sögn Hallvarðs enn ekki hafin, hann sagði í gær að verið væri að leggja á ráðin um hvernig henni yrði hagað. „Ég vissi ekki um þetta fyrr en í morgun, og vil ekkert um málið segja fyrr en rannsókn hefur farið fram. Það er alveg rétt að við fluttum inn kaffibaunir frá Brasil- íu á þessum árum og fengum af- slátt af þeim“, sagði Ólafur Ó. Johnson forstjóri Kaaber í gær. Heildsala O. Johnson og Kaa- ber fékk á sömu forsendum og SÍS afslátt af kaffibaunum frá Brasilíu og það varð tilefni þess að Verðlagsyfirvöld tóku málið til athugunar 1984. Að sögn Ge- orgs Olafssonar verðlagsstjóra fengust þær upplýsingar hjá fyrir- tækinu að afslættinum hafi verið varið á tvennan hátt. Hluti hans hafi verið nýttur til þess að hækka umboðslaun heildsölu O. John- son og Kaaber, en stærstur hluti rann til kaffibrennslu sama fyrir- tækis,ogvarð þaðm.a. til þessað kaffiverð liélst óbreytt í nær tvö ár. Að þessum upplýsingum fengnum þótti ekki ástæða til frekari aðgerða. Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri sagði í samtali við blaðið í gær að málefni þessa fyrirtækis hefðu ekki komið til þeirra kasta. Þórður Björnsson ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um málið í gær. Hann var ekki reiðubúinn að staðfesta að hann hafi farið fram á opinbera rann- sókn. -€g ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.