Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 8
Silfur- tunglið Silfurtunglið Leikfélag Akureyrar Silfurtunglið eftir Halldór Laxness Lag við barnagaelu: Jón Nordal Leikstjórn, búningar: Haukur J. Gunnarsson Leikmynd: Örn Ingi Lýsing: Ingvar Björnsson Hljómsveitarstjórn og útsetning: Edvard Friðriksson. Undarleg þessi árátta mann- anna að drepa yndi sitt, og enn undarlegra að selja sjálfan sig, landið og þjóðina. Ekki að á- stæðulausu að íslenskum lista- mönnum er efnið hugleikið. Nó- belsskáldinu hefur til að mynda þótt ástæða til að áminna okkur. Og ef marka má fjölda upp- færslna á verkum hans í leikhús- um landsins virðast þau okkur kær þótt undirlægjuhættinum ætli seint að linna. Við viljum styðja þá ríku einsog Laugi gamli í Silf- urtunglinu og viljum flottheit í þjóðfélaginu. Það er því ánægjulegt að L.A. skuli bjóða okkur Silfurtunglið. Silfurtunglið, harmleikinn gamni ODDA MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR blandinn um norðankonuna sak- lausu sem býr með manni sínum við lygnan fjörð og syngur syni sínum barnagælu. Heldur samt að það hljóti að vera yndislegt að syngja fyrir heiminn. í því birtist okkur ein af konum Kiljans. Sennilega hefur leikstjórinn, Haukur J. Gunnarsson, valið mjög góða leið til uppfærslu. f stað þess að beita háðinu, skerpa andstæðurnar, eða draga upp glitveröld, sýnir hann okkur natúralisma, trúr höfundinum, sem hefur sagt að menn eigi ekki að leita annars í verkum sínum en þess sem stendur í textanum eða er að gerast á sviðinu. Því til stuðnings leitast Haukur við að laða fram andrúmsloft ársins 1954, meðal annars með réttum og góðum búningum, leikmynd sem hvorki lyftir né styður þrátt fyrir rétt tímabil og sólid efni, hlutlausri lýsingu, tónlist sem bregst í breytingum, og síðast en ekki síst leikurum sem ekki eru með á nótunum. Sýningin silast áfram, en sprengjan springur í lokin. Vilborg Halldórsdóttir var þó svo sannarlega í takt frá fyrstu innkomu og sýndi okkur Lóu á sannverðugan hátt. Og í lokaat- riðinu þegar niðurlæging hennar er alger rís leikur Vilborgar hæst. Megi hún gleðja norðanfólk sem lengst. Lítið hlutverk náttvarðar varð stórt hjá Barða Guðmundssyni, - meiri áherslu hefði mátt leggja á Nóra Þráins Karlssonar, - aflraunamaður Péturs Eggerz vakti í senn bros og með- aumkvun. í hlutverki Feilans var Theódór Júlíusson, sem líklega hefði náð sér betur á strik í háði og skopi, en var of daufur í dálk- inn. Og þegar upp var staðið virtist samt sem áður einsýnt að leikur- inn bar eðlilega hugmynd leikstjórans ofurliði. Vilborg og Ellert Inigmundarson í Silfurtunglinu hjá LA. Allir eru listamenn Nokkur orð um Joseph Beuys Joseph Beuys er látinn á 65. aldursári. Með honum er hniginn í valinn einn margslungnasti og áhrifamesti listamaður eftir- stríðsáranna. Allt frá því hann var tilnefndur prófessor við Listaakademíuna í Dússeldorf árið 1961, hafa verk hans og kenningar verið leiðandi afl í hin- um alþjóðlega listheimi. Þótt Be- uys hafi verið titlaður mynd- höggvari, ná verk hans langt út fyrir venjulega skilgreiningu þess sviðs og hugmyndir hans hafa ekki síður haft áhrif á málara en myndhöggvara. Beuys var fæddur í borginni Krefeld í Rínarhéruðunum, ná- lægt landamærum Hollands, árið 1921. Hann var kominn af mið- stéttarfólki og ólst upp í smáþorpi nálægt borginni Kleve. Hugur hans stóð til vísinda og ætlaði hann sér að gerast barnalæknir þegar stríðið braust út. Tvítugur varð hann orrustu- flugmaður og ári síðar var hann sendur á austurvígstöðvarnar. Þar var flugvél hans skotin niður árið 1943, yfir Krímskaga. Hópur tatara fann hann nær helfrosinn, og var honum hjúkrað í búðum þeirra þar til þýskur leitarflokkur hafði upp á honum. Þessi reynsla hafði djúp áhrif á Beuys og varð til þess að hann fékk ævilangan áhuga á hirðingjaþjóðum, eink- um þeim sem byggja suðurhéruð Sovétríkjanna. Ofá verk hans og gjörningar byggjast á kynnum hans af þessu asíatíska fólki. Eftir stríðið ákvað Beuys að læra höggmyndalist. Hann bjó þá yfir staðgóðri þekkingu á ýmsum sviðum vísinda og hafði einnig sökkt sér niður í heimspeki og bókmenntir. Hann varð m.a. fyrir miklum áhrifum af kenning- um Rudolfs Steiners. Þýskar bókmenntir gleypti hann í sig; Goethe, Schiller og Novalis, en fyrst og fremst voru það ritsmíðar James Joyce sem fönguðu huga hans og gáfu list hans mikinn innblástur. Þá sökkti hann sér niður í marxisma, enda er furðu margt í kenningum hans um list- ina samhljóma hugmyndum Her- berts Marcuses. Öllum áhugamálum sínum og yfirgripsmikilli þekkingu reynd- ist Beuys auðvelt að veita inn í list sína. Ein kenninga hans var sú að allir séu listamenn í sjálfu sér, því maðurinn sé skapandi vera og einungis með sköpunarmættin- um öðlaðist líf hans tilgang. Beu- ys tókst að tengja list sína félags- legum og pólitískum hræringum samtíðarinnar og kostaði lýðræð- isleg afstaða hans til skólamála hann stöðuna við Listaakademí- una í Dússeldorf á árunum 1972- 78-, Árið 1971 tókst honum ásamt nemendum sínum að bjarga Greifenbergerskóginum utan við Dússeldorf, en þar átti að ryðja burt trjám til að búa til tennisvelli fyrir borgarbúa. Markaði það upphaf hans sem Græningja. 1973 stofnaði hann svo „Frjálsa háskólann“ ásamt Heinrich Böll og var markmið þeirra að undir- búa breytingu á þjóðfélaginu; skapa frjálsan grundvöll fyrir frjálst þjóðfélag, þar sem menn gætu notið sín sem skapandi, andans manneskjur. Jósef með nemendum við gjörning til verndunar skógum. Nú þegar hann er allur er hætt við að menn einblíni um of á ein- stök verk Josephs Beuys og slíti þau úr öllu marktæku samhengi. Til að hægt sé að skilja manninn og hin ótrúlegu afköst hans á hin- um ýmsum sviðum nýlista, verð- ur að skoða verk hans og kenn- ingar saman. Að öðrum kosti missa menn marks og botna lítið í því sem þeir sjá. En hvað sem má um manninn segja, þá er víst að Joseph Beuys gaf þýskum lista- mönnum nýjan grundvöll til að standa á eftir að sá gamli hafði verið lagður í rúst á dögum þriðja ríkisins. Kristín Þorkelsdóttir opnar á morgun fimmtudag sýningu í Gallerí Borg og nefnir hana Víddir. Kristín hefur starfað viðauglýsingagerð frá 1960 og rekur nú eigin stofu, AUK. Hún lauk námi frá MHÍ 1954 og hefur kennt við skólann í auglýsingadeild á kvöldnámskeiðum. Á sýningunni eru á fjórða tug vatnslita- mynda flestar gerðar á sl. ári. Þetta er önnur einkasýning hennar, en hún hefur tekið þátt í sjö samsýningum. Sýningin opnar á morgun kl. 17.00 og stendur til 2. febrúar. Myndin sýnir „Hafnarfjall í morgunbirtu". HBR 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. janúar 1986 Héma sama og þar Bókaormurinn, tímarit um bækur og samtímamálefni, og málgagn Páls Skúlasonar lög- fræðings og bókamanns, er nú komið út í sextánda sinn og flytur sem fyrr fræðslu ýmsa og skemmtan. Þarna er endurprentuð grein Sigurðar Nordals um Benedikt S. Þórarinsson og bókasafn hans sem nú er einn bitastæðasti kjarni Háskólabókasafnsins; í Ormi er líka grein um tölvunotkun rithöf- unda, þar fjallar Eiríkur Jónsson um tilurð smásögu Halldórs Lax- ness, Temúdjín snýr heim, birt er brot úr kvikmyndahandriti eftir Eyvind Erlendsson, þýðing Er- lings E. Halldórssonar á Panta- grúl eftir Frakkann Rabelais, og þýðing Steingríms Gauta Krist- jánssonar á kvæði eftir Kínverj- ann Ó Sjang Sjú, ennfremur ljóð eftir Jón Hjartarson og eftir Her- mann Pálsson. Sá sem síðast var nefndur hefur þann formála að ljóði sínu að honum teljist svo til að meiri skáldskapur búi í góðri málfræði en sjálfan Hrein Benediktsson ís- lenskuprófessor hafi órað fyrir, og Þjóðviljinn tekur sér það bessaleyfi að birta úr Bókaormi Hermannsljóð með haus og sporði: ATVIKSORÐ í PÁTÍÐ Mig dreymdi að ég vœri varla til og vissi ekki hót um sjálfan mig. En svo fór ég að hugsa helst um þig og hœtti við að leita neitt að mér. Pá varð mér spurn: Ó hvar er okkar hvar? Ó hvenœr verður annars staðar hér? Því allt sem kemur einhvern veginn fer, á endanum er hérna sama og þar. Söngvakeppnin Yfir 250 lög Fyrsta skrefið að þátttöku íslenska sjónvarpsins í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva hefur þegar verið stigið, og það nokkuð snöfur- mannlega. Þegar frestur rann út um helgina höfðu borist meira en 250 lög til umsjónarmanna, og verður þraut- in væntanlega nokkuð þung að velja þau tíu sem valin verða til úrslita. Egill Eðvarðsson sem hefur verið umsjónarmaður þess arna fyrir sjón- varpið sagði þátttöku í samkeppnina hafa farið frammúr öllum vænting- um. Egill sagði Þjóðviljanum að hann væri nú ásamt félögum sínum búinn að skila kostnaðaráætlun um keppn- ina til Hrafns Gunnlaugssonar stjóra í sjónvarpi. Tölur fást ekki uppgefnar fyrr en að loknum vangaveltum í sjónvarpssölum, en Agli sýndist dæmið líta ljómandi vel út; þetta væri alltént ekki óviðráðanlegt: „það eina sem við höfum ekki efni á er að missa þetta tækifæri". Á blaðamannafundi fyrir helgi sagði Hrafn að vonir stæðu til að auglýsingafé fengist uppí mik- inn hluta kostnaðar. Næst mála á þessari dagskrá er að dómnefnd velji úr bunkanum lögin tíu. Síðan er að útsetja, velja fimm flytjendur og sýna í sjónvarpi, hvert lag fyrir sig, og öll saman 15. mars. Þá verður valið úr þátttökulagið sjálft og byrjar þá undirbúnings- og kynning- arballið fyrir alvöru. Björgvinjarhá- tíðin er 3. maí. - m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.