Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 6
VIÐHORF St. Jósefsspítali, Landakoti Fóstra óskast á dagheimilið Brekkukot (börn á aldr- inum 3-6 ára). Upplýsingar í síma 19600-250 milli kl. 9-16. Reykjavík, 28/1. 1986. Blaðberar óskast Skerjafjörð Tjarnargötu Meistarvelli Efstasund - Skipasund Hamraborg Álfhólsveg DJÚÐVIIJINN Sími: 681333 i m getrouna- VINNINGAR! 22. LEIKVIKA - 25. JANÚAR VINNINGSRÖÐ: 1X2 - 121 - XX1 - XXX 1. VINNINGUR: 12 réttir, kr. 276.680.- 42337(4/11) 53771(4/11) 65890(4/11) 99909(6/11) 2. VINNINGUR: 11 réttir, kr. 4.839.- 8275 12163 19675+ 20388 29589+ 40475 42336 42338 45138 46414 48443+ 50316 51689 + 51813 56561 56562 59677 62010 65701 + 65889 65891 69184 71662+ 74297 74298 74706 76913 78989 + 80442’+ 81537 96398 96506+ 96850+ 97578+ 100730 100910 + 101517 104030 104655+ 104975+ 105180 + 106021 109539+ 110498 111075 111119+ 111490+ 125044 125618 125848’ 126578 126869 127112 127885+ 127984’ 128532 128597 128688’ 128732 129217 129364 136214+ 131697* 131903+ Úr 21. v.: 131904 15296+ 132070+ 15386 + 133329+ 15689+ 133427 110938 134714+ 134778 *= 2/11 136195 + Kærufrestur er til mánudagsins 17. febr. 1986, kl. 12:00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnumog á skrifstofunni í Reykjavík Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til (slenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. tslenskar Getraunir, íþróttamiðstödinni v/Sigtún, Rcykjavík leslu aöeins stíómarUoðm? DJÚÐVIIJINN Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91) 681333 Afstaða mín eftir Konráð Klemens Björgólfsson Markmiö: að fella Davíð og koma borgarstjórn í hendur Alþýðubandalagsins. Kjörmálefni: Sálarheill fyrst og fremst. Atkvæði aukaatriði. Hafnað að vera í forvali þrýstihóps (hin barða hönd er ekki þrýstihópur). Afstaða: Málefni borgar- stjórnar hafa bæði orsakir og afleiðingar. Mun ég beita mér fyrir eftirfarandi málefnum: 1. Ríkið verði gert ábyrgt ef einhverjum þjóðfélagsþegn verður skömmtuð það lág framfærsla að sálarheill hans sé i' hættu. 2. Stóraukið verði framlag til áfengis- og eiturlyfjavarnarmála. 3. Lægst launuðu hópar þjóðfélagsins verði skattlausir og laun þeirra hækkuð í samræmi við afkomu heimila þeirra. Samræmd verði skuldastaða launþega og atvinnufyrirtækja í bönkum og afborganir t.d. í verslunum verði í samráði við bankana. Ef launþegi er sannarlega beittur misrétti, eigi hann rétt á margföldum skaðabótum. 4. Að starfsmenn félagsgeirans verði virkari á vinnustöðum og í betri tengslum við heimili og skóla. 5. Uppstokkun verði á starfsreglum verkalýðsfélaga. Þau verði í betra sambandi við launafólk og bjóði þeim upp á niðurgreidda lögfræðiaðstoð og hjálp í öðrum málum. Launaþrep verði aðallega miðað við aldur. 6. Eftir skattafríðindi og kaupauka hinna lægst launuðu geri ríkið hverjum sem vill tilboð um 15 ára sparnað en þeim verði á móti úthlutað uppgreiddar íbúðir af stærð í samræmi við fjölskyldu. 7. Að rekstrarkostnaður fyrirtækja verði takmarkaður við hundraðshlutfall vergra tekna. Ef til gjaldþrots kemur verði eigendum gert skylt að borga af eignum sínum til uppgjörsins í hlutfalli við gróða ágóðaáranna annars vegar og gjaldþrotastöðu hins vegar. 8. Gefinn verði möguleiki á undanþáguprófi til ýmissa iðngreina og annarra greina. 9. Dagvistun eða skólatími á dag verði ekki lengri en 6 klukkustundir. 10. Innflutningur verði takmarkaður. íslenskt framtak verði sett ofar öllu öðru við atvinnuuppbygginguna. Hugað verði að dreifingu byggðar við þá uppbyggingu. Lífsreynsla Par sem þér hafið nú lesið það helsta sem mér tinnst athugavert við íslenska þjóðfélagið langar mig í framhaldi til að kynna mig og nokkra lífsreynslu fólks sem unnið hefur með mér, til frekari glöggvunar á því hvers vegna ég tel ofanritað þýðingarmikið. Það er ekki sérstæður viðburð- ur að frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins til forvals séu launþegar og að einhver hluti þeirra hafi jafnvel þrætt stigu þeirra lægst launuðu og starfs- heiti eins og verkamaður, sjó- maður, algengt í þeim röðum. Ég hef þó fengið að heyra: Hvað vill sjómaður eða verkamaður gera í borgarstjórn? Þeirri spurn- ingu er auðsvarað. Ef frambjóð- endur úr hópi þeirra lægst launuðu hafa ekkert að gera í borgarstjórn þá hlýtur þeim og málefnum sem snúa að sálarheill einstaklinganna að vera vel stjórnað og því ástæðulaust að hrófla við því. Eg sem er launþegi þessa lands þarf ekki lengi að Égsem launþegi þessa lands þarfekki lengi að hugsa málin til að komast aðþeirri niðurstöðu að Davíðsborg eigi sem allra fyrst að teljast til fortíðarinnar hugsa málin til að fá þá niður- stöðu að Davíðsborg eigi sem al- fyrst að teljast til fortíðarinnar og völd auðmagnsins burtu tekin og færð til þeirra sem meiri næmni eru búnir og skilningi til þjóðfé- lágsþegnanna, til frambjóðenda Alþýðubandalagsins. Þú mátt gera þér þess grein að allt þetta fólk sem hefur gefið kost á sér sem frambjóðendur til forvals G- listans við borgarstjórnarkosn- ingar, er mjög hæft til starfa, ekki hvað síst þegar til þess er litið að aldrei er hægt að setja svo lög eða reglur, að þær nái að hálfkvisti til skilnings og næmni af lífsreynslu þess einstaklings sem þú þarft að leita ásjár hjá. Ég á ekki von á öðru en að þetta fólk sé því að fullu og öllu meðvitað að þegar það tekur við borgarstjórnarsæti að öryggi þess gagnvart starfi sé ekki til staðar og-eina ieið þess til að fá öryggið er að framkvæma betrumbætur og verða bágstöddu hjálparþurf- andi fólki, til gagnkvæmrar leiðbeiningar. Ég vil að allt þetta fólk ásamt öllum þeim fjölda sem styðja það búi til breiðfylkingu þar sem hver félagi ABR setji sig í ábyrgð til að útbreiða réttlætis- kenndir til allra skyldra sem óskyldra og nái að vinna svo þétt saman að konfektmolagjafir auðvaldsins til að sporna við upp- færsluáhrifum Alþýðubandalags- ins til að fella Davíð og auðvaldið og taka við stjórn borgarmálefna, hafi ekki áhrif heldur þétti hóp- inn enn frekar. Um sjálfan mig er það helst að segja að ég er sjómaður en þó aðallega farand-beitingarmað- ur þ.e.a.s. beiti bæði í landi og á útilegum. Þar sem beitningin er vertíðarbundin fyrir utan útilegur hefur mér tekist að vinna á milli úthalda hin ólíklegustu störf þar á meðal sem verkamaður, iðn- verkamaður, verslunarmaður og svo framvegis. Ég hef öðlast mjög breiða þekkingu á aðstöðu á vinnustöðum, hugmyndum stéttarbræðra til þjóðfélagsins, og kynnst kúgun og magnleysi gagnvart misjöfnum atvinnurek- endum og í nokkrum tilfellum hef ég upplifað vanvirðingar og sið- leysi atvinnurekenda til starfs- manna sinna. Væri þeim aðilum svo sannarlega þörf á aðhaldi. Eg tel mig hafa gefið einhverja hugmynd að framtíðarsýn minni til fslands og ég vona að þetta veki einhvern til umhugsunar því tilbúinn er ég til að ræða þessi mál allítarlega ef þess verður óskað sérstaklega af frambjóðendum eða ABR-félögum. Konráð K. Björgólfsson starfar nú tímabundið sem beitingamaður í Grindavík. VIÐSKIPTI Langbrækur á lífi! Vegna fréttar um niðurlagningu Langbrókar á Torfu í síðustu viku, vilja Textíl-Langbrækur á horni Bókhlöðustígs og Laufásvegar minna á að þær eru sprelllifandi og opið hjá þeim milli kl. 12 og 18 alla virka daga. Þar eru textílverk af öllum stærðum og gerðum, myndvefnaður, módelfatnaður, skartgripir, púðar og smámyndir. Einnig reka þær sýningarsalinn Hallgerði á sama stað. Þeir sem hafa áhuga á að nýta hann er bent á upplýsingar í síma 622050. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 29. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.