Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
England
Reading
steinlá
Reading, spútniklið 3. deildar
ensku knattspyrnunnar, steinlá,
3-0, gegn öðru 3. deildarliði,
Bury, í 4. umferð bikarkeppninn-
ar í gærkvöldi. Liðin skildu jöfn á
laugardaginn. Bury sækir Manc-
hester City eða Watford heim í 5.
umferð.
Öðrum leikjum sem fram áttu
að fara í gærkvöldi var frestað.
Millwall-Aston Villa þar til í
kvöld en Ipswich-West Ham og
Watford-Man.City þar til í næstu
viku.
—VS/Reuter
Körfubikarinn
Tveir útaf
í Njarövík
UMFNíundanúrslit, vann KR 82-71
Knattspyrna
Daufur
Skotasigur
Skotar sigruðu Israelsmenn 1-0
í tilþrifalitlum vináttulandsleik í
knattspyrnu sem háður var í Tel
Aviv í gær. Paul McStay skoraði
eina markið á 60. mínútu. Eina
umtalsverða atvikið til viðbótar
var þegar Charlie Nicholas skaut í
slá ísraelska marksins.
—VS
íslandsmeistarar Njarðvíkinga
urðu í gærkvöldi fjórða og síðasta
liðið til að tryggja sér sæti í unda-
núrslitum bikarkeppni karla.
Þeir sigruðu KR-inga 82-71 í
Njarðvík en UMFN vann einnig
fyrri leik liðanna, 89-88.
Leikurinn var spennandi og
fjörugur lengi vel. KR hafði und-
irtökin framanaf, komst í 16-22,
en Njarðvík jafnaði og náði for-
ystu fyrir hlé. Staðan í hléi var
44-41. Síðan var jafnt að 58-55 en
þá skoruðu Njarðvíkingar 12 stig
í röð, 70-55, og þar með var mót-
spyrna KR-inga brotin á bak aft-
ur. Rétt fyrir leikslok lentu Krist-
inn Einarsson Njarðvíkingur og
Birgir Mikaelsson KR-ingur satn-
an með þeim afleiðingum að báð-
ir voru reknir af leikvelli.
Jóhannes Kristbjörnsson var
bestur Njarðvíkinga. Valur Ingi-
mundarson lék ágætlega, söntu-
leiðis Árni Lárusson sem nú lék
með á ný og Helgi Rafnsson hirti
mikið af fráköstuni. Jóhannes
skoraði 22 stig, Valur 18, Árni 10
og fsak Tómasson 10.
Birgir átti góðan leik með KR
og þeir Páll Kolbeinsson og
Guðni Guðnason stóðu sig ágæt-
lega. Birgir gerði 20 stig, Páll 16
og Guðni 16.
Njarðvík leikur í undanúr-
slitum ásamt Haukum. Val og
ÍBK og verður dregið um hvaða
lið leika þar sarnan í „Léttum
sprettum" á Rás 2 á föstudaginn.
—SÓM/Suðurnesjum
England
Fimleikar
Björk rauf
einveldi
Wallace
f liðið
Danny Wallace, blökkumaður-
inn litli frá Southampton, leikur í
dag sinn fyrsta A-landsleik í
knattspyrnu fyrir Kngland. Það
er gegn Egyptalandi í Kaíró. Alls
vantar níu leikmenn í upphaflega
landsliðshópinn vegna meiðsla og
bikarleikja í Englandi í vikunni,
þaraf fjóra úr síðasta byrjunar-
liði. Það eru þeir Paul Bracewell,
Glenn Hoddle, Kerry Dixon og
Chris Waddle. Stöður þeirra taka
Wallace, Gordon Cowans, Mark
Hateley og Trevor Steven.
—VS/Reuter
Gerplu
Linda og Davíð stigahœst
Fimleikafélagið Björk úr Hafn-
arfirði rauf margra ára einveldi
Gerplu í keppni A-liða kvenna á
bikarmótinu í fimleikum, sem
haldið var í Laugardalshöllinni á
sunnudaginn.
Björk hlaut 154,90 stig, Gerpla
154,45 og Ármann 154,35 stig í
keppni A-liða kvenna. Gerpla
sigraði hinsvegar í keppni B-
liðanna, Björk varð í öðru sæti og
Ármann í þriðja. Gerpla sigraði
einnig í keppni C-liða, Ármann
varð í öðru sæti og Stjarnan í
þriðja.
Ármann var eina félagið sem
England
Man.Utd
skiptir
Gibson — Brazil
sendi A-lið karla og vann því að
sjálfsögðu. í keppni B-liða sigr-
aði Ármann en Gerpla varð í
öðru sæti.
Linda Pétursdóttir úr Björk
varð stigahæst kvenna á mótinu,
hlaut 33,30 stig. Hanna Lóa
Friðjónsdóttir, Gerplu, varð
önnur nteð sama stigafjölda og
Vilborg Hjaltalín, Ármanni,
varð þriðja með 32,45 stig. Davíð
Ingason, Ármanni, varð stiga-
hæstur í karlaflokki. hlaut 45,70
stig. Guðmundur Guðmundsson,
Ármanni, varð annar með 45,45
stig og Guðmundur Gíslason,
Ármanni, þriðji með 43,35 stig.
—'VS
Qatar-ísland
Jafntefli í
baráttuleik
Stangarskot og mark dœmt af
„Ef mörk eru ekki skoruð vinn-
ast ekki leikir, það er einföld
staðreynd. Færin vantaði ekki en
þau nýttust ekki. Þetta var
baráttu- og hasarleikur, allt
öðruvísi en sá fyrri, og við áttum
öllu meira í honum,“ sagði Guðni
Kjartansson þjálfari 21-árs
landsliðsins í knattspyrnu í sam-
tali við Þjóðviljann í gær. Qatar
og Island höfðu þá skilið jöfn, 0-
0, í Doha, höfuðborg Qatar við
Persaflóann, en á sunnudaginn
vann Qatar fyrri leik liðanna 1-0.
Andri Marteinsson átti skot í
stöng og rnark var dæmt af Jóni
Grétari Jónssyni. í eitt skiptið
komust þrír íslenskir leikmenn
innfyrir vörn Oataren markvörð-
urinn forðaði ntarki með því að
storma útfyrir vítateiginn og
grípa boltann þar. Oatarbúar
fengu sín færi en Friðrik Friðriks-
son varði af öryggi það sem á
markið kom.
„Við tókum vissa áhættu með
því að pressa þá stíft. Þegar það
skilaði sér ekki í mörkum fór það
að fara í skapið á mönnum og
rninna varð úr spili. Leikurinn
sýndi að baráttan er fyrir hendi
hjá strákunum en margar veilur
þarf að lagfæra ef árangur á að
nást," sagði Guðni.
Einsog áður hefur komið fram
á Qatar mjög sterkum yngri
landsliðunt á að skipa og hefur
náð frábærunt árangri þar á
heimsmeistaramótum. Lið þeirra
æfir nú stíft undir Asíumót en ís-
lenska liði er æfingalaust. Þá
vantaði þrjá sterka leikntenn í ís-
lenska liðið, Sigurð Jónsson,
Guðna Bergsson og Pétur Arn-
þórsson.
—VS
Flugleiðamótið
Bogdan krefst
þriggja sigra
Mótið hefst á föstudagskvöldið
„Ég vcrð ckki ánægður mcð
neitt ncma þrjá sigra í lcikjunum
Skíði
Danny litli Wallace hefur ástæðu
til að fagna, hann leikur sinn fyrsta
A-landsleik í kvöld.
Italskur
sigur
Italinn Richard Pramatton sig-
raði í stórsvigi karla í hcimsbik-
arnum sem fram fór í Adelboden í
Sviss í gær. Landi hans Marco
Tonazzi varð annar, Hubert
Strolz frá Austurríki þriðji, Rok
Pctrovic frá Júgóslavíu fjórði og
Marc Girardelli frá Luxemburg
fimmti.
—VS/Reutcr
þremur og þar nteð el'sta sætið á
mótinu," hefur Bogdan Kow-
alczyck landsliðsþjálfari í hand-
knattlcik tilkynnt leikmönnunt
sínunt.
Það er greinilegt á orðum Bog-
dans að stutt er í sjálfa A-
keppnina, hingað til hefur hann
verið ntildari í ummælum. Flug-
leiðamótið hefst á föstudags-
kvöldið en í því taka þátt landslið
íslands, Póllands, Bandaríkj-
anna og Frakklands. Mótinu lýk-
ur á sunnudag.
Flugleiðir bjóða landsbyggð-
arfólki ódýrar ferðir á mótið.
Ferð með öllu, gistingu og mið-
unt á leiki, kostar svipað og
venjulegt fargjald annars og gefa
umboðsmenn Flugleiða nánari
upplýsingar.
—VS
Kvennaknattspyrna
Óvenju mikið um
Afmœli
KKÍ 25
ára í dag
félagaskipti
Mest hreyfing í kringum Breiðablik og Val
Manchester United keypti í gær
hinn marksækna leikmann frá
Coventry, Terry Gibson. Man.
Utd lét í staðinn annan kunnan
framherja, Alan Brazil, ganga
uppí kaupin. Gibson er mjög
marksækinn leikmaður og hefur
sl. tvö ár skorað að meðaltali
mark í öðrum hverjum leik með
Coventry þrátt fyrir sífellda fall-
baráttu liðsins í 1. deild ensku
knattspyrnunnar. Brazil hefur
sjaldan náð að sýna snilli sína hjá
Man.Utd, frekar en hjá Totten-
ham þar á undan en hæfileikarnir
eru fyrir hendi, það hafði hann
sannað mcðan hann lék með
Ipswich.
—VS/Reuter
Óvenju mikið hefur verið um
félagaskipti knattspyrnukvenna
það sem af er vetri og sér ekki
fyrir endann á þeim. Mest er
hreyfingin í kringum Val og
Breiðablik.
Valsstúlkurnar misstu Guð-
rúnu Sæmundsdóttur til Ítalíu sl.
haust og Helga Eiríksdóttir er nú
gengin til liðs við ÍBK. í staðinn
hafa komið þær Hera Ármanns-
dóttir úr Þór Akureyri, Arney
Magnúsdóttir úr Hetti og Brynja
Guðjónsdóttir og Magnea Magn-
úsdóttir frá Öxaback í Svíþjóð.
Nú er frágengið að Róbert Jóns-
son mun þjálfa lið Vals næsta
sumar.
Breiðablik hefur misst þrjár
stúlkur. Edda Herbertsdóttir og
Sigrún Sævarsdóttir eru gengnar
til liðs við Þór á Akureyri og Arn-
heiður Bergsteinsdóttir er á leið í
Víking. Þá leggur Sigríður
Tryggvadóttir, einn traustasti
leikmaður Breiðabliks undanfar-
in ár, að öllum líkindum skóna á
hilluna.
ÍA hefur misst Laufeyju Sig-
urðardóttur til Vestur-
Þýskalands og Vanda Sigur-
geirsdóttir mætir seint til leiks þar
sem hún er í námi í Noregi. Þá
leikur landsliðskonan Ragna Lóa
Stefánsdóttir ekki með liðinu
næsta sumar. —MHM
í dag eru liðin 25 ár frá því
Körfuknattleikssamband íslands
var stofnað. Stofndagur er 29.
janúar 1961 en þá voru níu ár
liðin frá því fyrsta íslandsmótið í
körfuknattleik fór fram.
Fyrsti formaður KKÍ var Bogi
Þorsteinsson og gegndi hann
embættinu fyrstu 8 árin. Núver-
andi formaður, Björn M. Björg-
vinsson, er sá ellefti í röðinni.
f tilefni af afmælinu hefur
stjórn KKÍ ákveðið að efna til
sérstaks afmælishófs í lok ís-
landsmótsins og bikarkeppninn-
ar í mars. í hófinu verður boðið
uppá veitingar og veitt verða
verðlaun þeim mönnum sem
skarað hafa framúr undanfarin
ár.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15