Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími:81663. Alþingi Kröfum kennara svarað? Miðvikudagur 29. janúar 1986 23. tölublað 51. árgangur Raforkuverðið Landsvirkjun tapar 200 miljónum króna Rafmagnssamningurinn við ísal skilar200 miljónum minna enforvígismenn hans fullyrtu 1984 Fjármála- og menntamálaráðherra krafðir svara á alþingi. Kennarar hafa boðað baráttufund í dag kl. 15.30 jörleifur Guttormsson hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi til ijármálaráðherra og mennta- málaráðherra um afstöðu þeirra til jöfnunar á launum kennara, samnings- og verkfallsrétt Kenn- arasambands Islands og lög- verndun á starfsheiti kennara. Hjörleifur spyr hvernig stjórnvöld ætla að koma til móts við kröfur KÍ um jöfnun á launum kennara án tillits til þess í hvaða stéttarfélagi þeir eru, um fullan samnings- og verkfallsrétt til handa KÍ og um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara. í dag kl. 15.30 hafa kennarar boðað til baráttufundar á Hótel Sögu og boðið ráðherrum og þingmönnum til hans. -ÁI Seðlabankinn Alþingi kjósi bankastjóra Svavar Gestsson: Ohjá- kvœmilegt annað en líta á það ífullri alvöru nú þeg- ar kommisarakerfið hef- ur veriðflutt úr Fram- kvœmdastofnun íSeðla- bankann Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra, tók undir það sjónarmið Svavars Gestssonar í umræðum á alþingi í gær að skipt yrði um alla bankastjóra Seðla- bankans um leið og stjórnarskipti færu fram. Svavar sagði nauðsynlegt að miðbanki eins og Seðlabankinn nyti almenns og víðtæks trausts. Akvörðun stjórnarflokkanna um að flytja kommisarakerfið úr Framkvæmdastofnun í Seðla- bankann væri ekki til þess fallin að auka slíkt traust. í Fram- kvæmdastofnun hefðu setið Sverrir Hermannsson og Tómas Árnason en nú sætu í Seðlabank- anum Geir Hallgrímsson og Tómas Árnason. Seðlabankinn væri orðin pólitísk stofnun og framvegis væri því ekki ástæða til að taka meira tillit til ákvörðunar og afstöðu bankans en hverrar annarrar samþykktar Sjálfstæðis- flokksins. Ljóst væri þegar hápól- itískir forystumenn eins og þeir Geir og Tómas væru komnir þar á bankastjórastóla, að þeir gætu ekki verið ráðgjafar annarrar ríkisstjórnar en þeirrar sem nú sæti. Eðlilegast væri því að skipta um alla bankastjórana þegar stjórnarskipti yrðu. Steingrímur Hermannsson sagði undarlegt ef Geir Hall- grímsson væri talinn óhæfur til að gegna þessu embætti. Hins vegar væri það víða reglan að banka- stjórar seðlabanka væru endur- skipaðir við ríkisstjórnaskipti. Að sínu mati kæmi slíkt fyrir- komulag vel til greina hér á landi. -ÁI. Isal borgar um 200 miljónum króna lægri fjárhæð fyrir raf- orkuna 1985 og 1986 en forvígis- menn rafmagnssainningsins frá 1984 fullyrtu að hann myndi skila Landsvirkjun. Þetta jafngildir hálfu Hafskipi! Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum í gær hefur Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra stað- fest í skýrslu til alþingis að ísal Maður er að vona að þessir bátar skapi aukna atvinnu- möguleika hér á staðnum, auki fjölbreytnina, sagði Bæring Aðal- steinsson, eigandi eins af þremur litlum bátum sem bættust í báta- flotann á Grundarfirði nú fyrir helgina. „Báturinn sem ég er með nefn- ist Víðir og er 12 tonn, og var áður gerður út frá Keflavík", sagði Bæring. „Það er búið að gera hann upp að nokkru leyti og ég geri ráð fyrir að fara á línu bráðlega. Annars er þetta nokk- uð áhættusöm útgerð, fer mikið eftir veðri.“ Hinir bátarnir eru Kristján SH 23 sem er 35 tonn, íeigu Kristjáns Runólfssonar og Örninn SH 66, 12 tonna frambyggður plastbátur í eigu Bergs Garðarssonar. Ragnar Elbergsson, oddviti í Grundarfirði, sagði í samtali við Þjóðviljann að það hefði kannski verið hálf einhæf útgerð á Grund- arfirði undanfarið þannig að aukin smábátaútgerð væri auðvitað gleðiefni og skapaði hiklaust aukna vinnu. Þetta væri bara sjálfsögð sjálfsskaparvið- borgaði ekki nema 12,5 mills að jafnaði allt árið í fyrra, en það er lágmarksverð samkvæmt samn- ingnum. Spá Landsvirkjunar fyrir árið 1986 hljóðar upp á 12,55 mills en þegar samningur- inn var lagður fyrir alþingi í nóv- ember 1984 fullyrtu forvígismenn hans, þ.á.m. Gunnar G. Schram og Sverrir Hermannsson að verð- ið myndi ekki verða undir 15 mills á samningstímanum og leitni hjá þessum mönnum. „Það er hins vegar ekki hægt að segja neitt sérstaklega gleðilegt um togaramálin hér á staðnum. Það var verið að opna tilboð í togarann Sigurfara hjá Fisk- veiðasjóði en hann fór á uppboð í haust. Það voru tvö tilboð héðan frá Grundarfirði en þau voru fyrir myndi komast upp í 18,5. Niðurstöður Álberts staðfesta ótvírætt þá gagnrýni sem við í stjórnarandstöðunni höfðum uppi þegar samningurinn var til umræðu á alþingi", sagði Hjör- leifur Guttormsson í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við vöruðum við óhóflegri bjartsýni í spádóm- um um þróun álverðs og gagnrýndum jafnframt harðlega að lágmarksverðið og reyndar neðan hæstu tilboð. Við ætlum okkur ekki að sitja þegjandi undir þessari andbyggðastefnu sem frjálshyggjustjórnin fylgir þessa dagana. Það er Ijóst að ef Sigurfari kemur ekki hingað aftur verður að fá annan togara. Það eru hér nýtísku fiskvinnslufyrir- tæki sem geta afkastað afla hámarksverðið líka eru óverð- tryggð í samningnum. Þær for- sendur sem talsmenn samnings- ins gáfu sér hafa hrunið og staðhæfingar þeirra um 15 mills sem grundvallarverð hafa reynst blekkingarnar einar. Þessi samn- ingur á að gilda í 20 ár og 10 árum betur og ákvæðið um endurskoð- un á 5 ára fresti er afar haldlítið". -ÁI þriggja togara. Það er furðulegt ef á að láta þá fjárfestingu drabb- ast niður. Nú svo bitnar þetta auðvitað hart á sveitarfélaginu vegna þess að gjöldin minnka sem renna til sveitarfélagsins. Þetta er allt sam- hangandi", sagði Ragnar El- bergsson að lokum. - IH. Reykjavík Skaðabætur vegna Skúlagötu Lögfræði- og stjórnsýsludcild Reykjavíkurborgar hefur komist að þeirri niðurstöðu að borgin megi eiga von á einhverj- um skaðabótakröfum vegna Skúlagötuskipulagsins, en leggst þó ekki gegn því að því verði hald- ið til streitu. Þetta nýja skipulag hefur verið mjög umdeilt og á fundi borgar- ráðs í gær voru lagðar fram nokk- ur hundruð blaðsíður af athuga- semdum við skipulagið frá íbúum við götuna og í nærliggjandi göt- um auk athugasemda frá fyrir- tækjum og öðrum sem láta sig málið varða. Auk þess var lögð fram umsögn frá borgarskipu- lagi, og kemst lögfræði- og stjórn- sýsludeild að áðurnefndri niður- stöðu í ljósi þessara athuga- semda. -gg Skautahlaup er mjög tíökað á Fróni þessa dagana enda Vetur konungur í fullum skrúöa víðast hvar á landinu. Þessi mynd var tekin á Tjörninni i gær. Grundarfjörður Þrir nýir bátar í flotann Ragnar Elbergsson: EfSigurfari kemur ekki aftur verður að fá annan togara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.