Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 2
Okur
FRÉTTIR
Okrið til Þórðar
Rannsóknarlögreglan skilaði okurmálinu til
ríkissaksóknara síðdegis ígœr
011 skjöl varðandi okurmálið
svokallaða voru síðdegis í gær
send embætti ríkissaksóknara til
umfjöllunar, en að sögn Þórðar
Björnssonar ríkissaksóknara
gæti orðið talsverð bið á að gefn-
ar verði út ákærur á hendur þeim
sem viðriðnir eru málið.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur haft málið til rannsóknar í
nær fjóra mánuði og hafa fjórir
starfsmenn unnið að
rannsókninni allan þann tíma.
Geysilegt magn skjala hefur safn-
ast upp vegna okurmálsins og úr-
vinnsla hjá saksóknara getur sem
fyrr segir tekið all langan tíma.
Ekki hefur verið gefið upp
hverjir það eru sem tengjast
þessu máli en á annað hundrað
manns hafa verið yfirheyrðir
vegna gruns um að þeir hafi lagt
Hermanni Björgvinssyni okur-
lánara fé til ávöxtunar. Um er að
ræða hundruðir miljóna í krón-
um, erlendum gjaldmiðli og ávís-
unum, sem hafa gengið manna á
milli með okurvöxtum. - gg.
„Ég er ekki viss um að þessi framleiðsla þín standist ströngustu kröfur, Albert ofan í við Albert Guðmundsson, iðnaðarróðherra, á kynningu Iðntæknistofnun-
minn.“ Valgeir Guðjónsson, stjórnandi skólaþáttar Framleiöniátaksins setur ar í gær. Mynd: Sig.
Iðntœknistofnun
Nemendur kynna sér framleiðni
Framleiðniátak lðntœknistofnunar kynnt9. bekkjarnemendum um alltland
Ifcbrúarmánuði fer af stað
kynning í öllum grunnskólum
landsins á mikilvægi framlciðni
fyrir atvinnulífið. Tilgangurinn
er að vekja vitund unglinga um
gildi vinnunnar og fræða um upp-
byggingu atvinnulífs á Islandi.
Þetta skólaverkefni er hluti af
svonefndu „Framleiðniátaki í
iðnaði“ sem stendur yfir um
tveggja ára skeið. Kynningin er
skipulögð í tengslum við starfs-
fræðslu skólanna og mun ná til
1809. bekkjardeildaumalltland.
Stjórnandi þessa skólaþáttar
framleiðniátaksins er Valgeir
Guðjónsson og hefur hann undir-
búið og reynslukennt námsefnið.
„Kynningin fer þannig fram“,
sagði Valgeir, „að kennt verður í
þrjár kennslustundir í hverjum
skóla og þeir sem leiðbeina eru
starfsmenn Iðntæknistofnunar og
síðan iðnráðgjafar hvers lands-
hluta fyrir sig. Á Norðurlandi
eystra verða það einnig starfs-
menn Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar. Það verða notaðar
myndskyggnur til þess að sýna
þróun atvinnulífsins á Islandi.
Nemendur verða einnig látnir
spreyta sig á framleiðslu. Þau
munu stofna fyrirtæki og reikna
kostnað og arðsemi, hugleiða
markað og vöruþróun, laun og
aðbúnað starfsfólks og önnur atr-
iði sem snerta atvinnurekstur.
Ég er búinn að prófa þetta í
tímum hjá krökkum í 9. bekk og
það hefur gengið alveg glimrandi
vel. Krakkarnir hafa verið mjög
áhugasamir um þetta", sagði
Valgeir. _ ih.
Hekla Akureyri
Starfsmannafélagið hunsað
Starfsfólki tilkynnt á föstudaginn að fataverksmiðjan Hekla verði lögð niður í vor.
Bjarni Jónsson formaður starfsmannafélagsins: Ekki nóg verið gert til að rétta
fyrirtœkið við
Astæðan sem gcfín er fyrir lok-
un Hcklu er sú að rekstrar-
grundvöllurinn sé brostinn, en
okkur fínnst að ekki hafí nóg ver-
ið gert til að rétta fyrirtækið við.
Fólk er alls ekki búið að sætta sig
við þessa ákvörðun, málið er í at-
hugun, sagði Bjarni Jónsson for-
maður Starfsmannafélags Sam-
bandsverksmiðjanna í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Starfsfólki Fataverksmiðjunn-
ar Heklu á Akureyri sem er í eigu
SÍS var tilkynnt á föstudaginn að
rekstri verksmiðjunnar yrði hætt
frá og með 1. maí nk. og öllu
starfsfólki yrði sagt upp 64 að
tölu. Þar af eru 40 saumakonur
og hluti þeirra kominn á efri ár.
Þessari ákvörðun var mótmælt á
fundinum, enda kom þetta fólki á
óvart og ekkert samráð hafði ver-
ið haft við starfsmannafélagið.
Hekla laut þar til fyrir einu og
hálfu ári síðan yfirstjórn iðnaðar-
deildar Sambandsins, en þá tók
verslunardeildin við og ákvörðun
um að loka verksmiðjunni er
tekin þar. Yfirmaður verslunar-
deildar er Hjalti Pálsson.
Bjarni sagði í gær að mikil eftir-
spurn hafi ávallt verið eftir vörum
frá Heklu og naumast hafi hafst
undan. En jafnframt því sem
Hekla framleiðir ýmsar flíkur
eins og Puffys úlpur, sem áður
kölluðust Hekluúlpur, flytur
verslunardeild SÍS inn sambæri-
legar vörur, t.d. frá Taiwan.
Hekluúlpur hafa notið mikilla
vinsælda en framleiðslu þeirra
verður sem sé hætt í vor. - gg.
Það er ekki að undra þótt ein-
hverjir þjófstarti eftir alla
þessa bið.
Samningar
Þjóf-
start
Benedikt Davíðsson:
Ekki búið að gangafrá
neinu samkomulagi.
Bíðum eftir svörum frá
VSÍ
„Þessi frétt er algert þjófstart.
Það hefur ekki verið gengið frá
einu né neinu samkomulagi um
lífeyrismálin, hvorki um hækkun
iðgjalda né um afgreiðslu frum-
varpsins um starfsemi lífeyris-
sjóða“, sagði Benedikt Davíðsson
stjórnarformaður Sambands al-
mennra lífeyrissjóða og formaður
starfshóps ASÍ í viðræðum við
VSÍ um lífeyrismál. Tilefnið var
frétt Þjóðviljans í gær um að línur
væru að skýrast í samningum
varðandi lífeyrismál.
Benedikt sagði að vinnuhópur-
inn um lífeyrismál hefði aðeins
komið einu sinni saman og engin
formleg svör hefðu ennþá borist
frá fulltrúum VSÍ við hinum
ýmsu kröfum ASÍ. Þá væri hvorki
farið áð ræða um frumvarpið
um starfsemi lífeyrissjóða, enda
væri nefnd sú sem unnið hefur að
þeim málum á undanförnum
árum enn að störfum. - Ig.
Grikklandsvinir
Fundur
á morgun
Grikklandsvinafélagið Hcllas
efnir til fundar, annað kvöld,
fímmtudaginn 30. janúar kl.
20.30 á Hótel Esju (2. hæð).
Fundurinn hefst á því að „ís-
lenska búsúkí-tríóið“ leikur vin-
sæl grísk lög. í tríóinu eru þeir
Haraldur Arngrímsson, Hilmar
J. Hauksson og Matthías Kristi-
ansen. Siðan verður kynning á
grískum nútímabókmenntum.
Þorsteinn Þorsteinsson
menntaskólakennari flytur erindi
um efnið, en hann er manna
kunnugastur grískum nútíma-
skáldskap. í tengslum við efnið
flytja ieikararnir Kristín Anna
Þórarinsdóttir, Erlingur Gíslason
og Helga Bachmann Ijóð eftir
þrjú af kunnustu skáldum
Grikkja á þessari öld, Konstant-
ínos Kavafís, Gíorgos Seferis og
Jannis Ritsos, í þýðingum Þor-
steins Þorsteinssonar, Geirs
Kristjánssonar og Sigurðar A.
Magnússonar.
Að lokinni bók-
menntakynningunni verður rætt
nánar um fyrirhugaða „menning-
arferð“ til Grikklands í júní
næstkomandi, sem heita má af-
ráðin, þar eð 30 manns hafa þeg-
ar skráð sig í hana.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN