Þjóðviljinn - 29.01.1986, Blaðsíða 14
HEIMURINN
Skípbrot
Framhald af bls. 13
hers byggir á einföldum kenning-
um. í fyrsta lagi gerir hún ráð
fyrir að efnahagskreppa
auðvaldsríkjanna, aukin verð-
bólga samfara auknu atvinnu-
leysi, stafi af þenslu hins opin-
bera sem fjármagnað er með of
mikilli og sveiflukenndri pen-
ingaprentun. Til að koma í veg
fyrir að verðbólguvæntingar fyr-
irtækja og hreyfingar launafólks
leiði til hækkana á verðlagi og
kaupi og verðbólgu verða ríkis-
stjórnir að setja sér yfirlýst mark-
mið um það hversu mikið pen-
ingamagnið skuli aukið á hverju
fjárlagaári og hvika hvergi frá
því, hvað svo sem á dynur. Ef
þetta er gert geti allir aðilar spáð
fyrir um það með nokkurri vissu
hve mikil verðbólgan verður.
í öðru lagi og til að auka sparn-
að í hagkerfinu verður að lækka
skatta, einkum hinna ríku, því
aukinn sparnaður á samkvæmt
dulrænum lögmálum markaðar-
ins að skila sér í skynsamlegum
fjárfestingum sem auka fram-
leiðni og velferð í framtíðinni.
Um leið og skattar eru lækkaðir
verður að skera niður opinbera
þjónustu, að öðrum kosti verður
ríkisstjórnin að taka Ián en slík
stefna myndi aðeins leiða til
aukins peningamagns í umferð og
þá um leið aukinnar verðbólgu.
Standa verður við niðurskurð
hins opinbera jafnvel þótt
atvinnuleysi aukist gífurlega og
valdi ómældu félagslegu öng-
þveiti.
í þriðja lagi verður að brjóta á
bak aftur vörn verkalýðshreyf-
ingarinnar því hún heldur
laununum hærri en „jafnvægi"
framboðs og eftirspurnar myndi
gera og hún kemur einnig í veg
fyrir að vinnuafl geti flutt sig hratt
milli markaða. Þar koma til
dreifbýlissjónarmið og önnur fé-
lagsleg sjónarmið sem eru eitur í
beinum markaðshyggjunnar.
í fjórða lagi verður að selja op-
inber fyrirtæki og er það í sam-
ræmi við þá kreddu frjálshyggj-
unnar að einungis sé hægt að
treysta einkaframtakinu fyrir
rekstri fyrirtækja.
Allt í hnút
Þessi efnahagsstefna hefur
gjörsamlega mistekist. Það sést
best á því að iðnframleiðsla breta
Það er sótt aðThatcher úr báðum áttum. Flokksbræður hennar snúa baki við öfgafullri frjálshyggjustefnu hennar, þ.á.m.
menn eins og Michael Heseltine (t.v.) fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Verkamannaflokkurinn undir forystu Neil
Kinnock (t.h.) sækir á í skoðanakönnunum.
er enn undir því marki sem hún
var árið 1979 þegar Thatcher
komst til valda. Hún er enn svo
lítil þótt Norðursjávarolían sé
meðtalin en hún gefur af sér 12
miljarða sterlingspunda á ári.
Síðan 1979 hefur hagvöxtur að-
eins verið 1% á ári að meðaltali
og er þetta minnsti hagvöxtur á
einu ríkisstjórnartímabili frá því
síðari heimstyrjöldinni lauk. Og
enn verður að hafa í huga að
helmingur þessa eina prósents er
Norðursjávarolíunni að þakka.
Hvað varðar peningamagns-
stefnuna þá hefur framkvæmd
hennar einnig mistekist. Stefna
stjórnarinnar hefur verið sú að
peningamagnið skuli aðeins
aukast um 10% á ári en á síðasta
ári jókst það um 18%. Atvinnu-
leysið er nú 13,6% samkvæmt op-
inberum tölum og hefur atvinnu-
leysingjum fjölgað um 2 miljónir
á stjórnartímanum. í stað þess að
veita olíutekjunum úr Norðursjó
í atvinnuskapandi nýsköpun iðn-
fyrirtækja hefur þessum tekjum
verið varið í atvinnuleysisbætur.
En olíuframleiðslan er aðeins tal-
in verða arðbær í sjö ár til við-
bótar. Samhliða auknu atvinnu-
leysi hefur Thatcher komið á
gífurlegu félagslegu misrétti sem
birtist ekki aðeins í auknum mun
á milli ríkra og fátækra heldur
einnig milli atvinnulausra og
þeirra sem hafa atvinnu, þeirra
sem búa á stórhöfuðborgarsvæð-
inu í suðri og þeirra sem búa utan
þess.
Niðurskurðarstefna Thatchers
hefur skapað algert öngþveiti í
Vió aukum öryggi í umferðinni meö
því að nota ökuljósin allan
sólarhringinn, rétt stillt og í góðu lagi.
Ljósaperur geta aflagast á skömmum tíma,
og Ijósaperur dofna smám saman við notkun.
Þannig getur Ijósmagn þeirra rýrnaö um
allt að því helming.
| UMFERÐAR
húsnæðismálum. Talið er að
1.200 þúsund manns séu í hús-
næðishraki og yfir 200 þúsund al-
gerlega á götunni. Húnsæðis-
ástandið og atvinnuleysið sem
harðast bitnar á konum og lituð-
um er nú talið vera meginástæða
tíðra uppþota í fátækrahverfum
en óeirðir eins og áttu sér stað í
október sl. geta hvenær sem er
brotist út.
Vinstri valkostur?
Eftir nær sjö ára stjórnarsetu
er Thatcher á góðri leið með að
leggja breskt efnahagslíf í rúst.
Meðaltekjur á Bretlandi eru nú
orðnar lægri en á Ítalíu en ítalir
hafa ávallt verið ein fátækasta
þjóð Vestur-Evrópu. Það verður
því erfitt verkefni fyrir næstu rík-
isstjórn að endurreisa efnahagslíf
landsins. Ef miðað er við skoð-
anakönnun Marplan frá þessum
mánuði vantar Verkamanna-
flokkinn aðeins sex þingsæti til að
ná meirihluta á þingi. Það er því
ekki ólíklegt að Neil Kinnock for-
maður Verkamannaflokksins
verði næsti forsætisráðherra.
Hans og stjórnar hans bíður það
verkefni að endurreisa breska
auðvaldskerfið. Ef marka má ár-
ásir Kinnocks á baráttufúsari
hluta verkalýðshreyfingarinnar,
svo sem samtök kolanámu-
manna, og árásir á baráttuglaða
trotskíista í Verkamannaflokkn-
um, og ef marka má stefnuyfir-
lýsingar flokksþingsins í október
sl. virðist nokkuð ljóst hverjir
megindrættir stjórnarstefnu
Kinnocks verða.
í fyrsta lagi mun stjórn hans
beita sér fyrir því að róttækari
hluti verkalýðshreyfingarinnar
verði lamaður með það fyrir
augum að ná samkomulagi við
hægfara öfl um „rauð strik“ sem
halda launahækkunum innan
skilgreinds ramma. Með slíku
fyrirkomulagi er miðstjórnar-
valdi verkalýðshreyfingarinnar
beitt til að koma í veg fyrir að
laun hækki almennt yfir Iínuna og
að misgengisverðbólga fari af
stað, þ.e. að launamenn krefjist
hærri launa í öllum atvinnugrein-
um ef laun hækka í einni eða
fáum.
í öðru lagi mun stjórnin beita
sér fyrir stórauknum umsvifum
hins opinbera, hvort tveggja í
senn til að skapa atvinnu og til að
auka framleiðni. Jafnframt mun
niðurskurður Thatchers í velferð-
arkerfinu verða bættur, ekki síst
til að jafna tekjudreifingu í
landinu og koma í veg fyiir mis-
gengisverðbólgu.
í þriðja lagi mun það verða eitt
af fyrstu verkum stjórnarinnar að
fella gengið og bæta þannig stöðu
útflutningsatvinnuvega og draga
úr innflutningi. Ef marka má um-
mæli forystumanna Verka-
mannaflokksins er vel hugsanlegt
að verndartollar verði að nýju
settir á en það gæti leitt til úrsagn-
ar úr Efnahagsbandalaginu.
Skattar á efnameira fólk og fyrir-
tæki verða að nýju hækkaðir og
vextir lækkaðir.
í fjórða lagi lítur út fyrir að virk
framleiðslu- • og nýsköpunar-
stefna verði ofan á. Með slíkri
stefnu hefur ríkisvaldið mun
beinni afskipti af fjárfestingum í
atvinnulífinu en áður. Fyrri
stjórnir Verkamannaflokksins
hafa að mestu látið sér nægja að
auka lántökur og fjárfestingar
með lágvaxtastefnu. Þessi nýja
virka framleiðslustefna er í sam-
ræmi við kenningar um kreppu
auðvaldsríkjanna sem leita ekki
skýringa í sveiflum peninga-
magnsins heldur í því hvernig
grundvallartækninýjungar sem
hvort tveggja í senn leiða til
skyldra nýrra tækninýjunga og
sköpunar nýrra atvinnugreina og
þjónustugreina tengdra þeim, or-
saka þenslu og hnignun í efna-
hagslífi auðvaldsríkjanna þegar
til lengri tíma er litið. Hin nýja
stefna kallar því á samhæfða
fjárfestinga- og tækniþróunar-
stefnu sem krefst umfangsmeiri
ríkisafskipta en fram til þessa var
talið nauðsynlegt.
Eins og staðan er virðist það
verða hlutverk Verkamanna-
flokksins enn á ný að endurreisa
auðvaldskerfið. Almenningur
hefur enn ekki fengið nóg, þrátt
fyrir Thatcher.
Höfundur leggur stund á dokt-
orsnám í hagstjórn og tækni-
þróun við Sussex-háskóla.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Þorrablot 1. februar
Laugardaginn 1. febrúar (um næstu helgi), efnir Alþýðubandalagið í Reykjavík til hins árlega og
geysivinsæla þorrablóts í risinu að Hverfisgötu 105. Húsið opnar kl. 20 en fagnaðurinn hefst kl.
20.30.
• Ávarp Svavars Geslssonar formanns Alþýðu-
bandalagsins.
• Þorrakynning Árna Björnssonar þjóðháttafræð-
ings.
• JóhannaV. Þórhallsdóttirog Einar Kristján Ein-
arsson flytja enska lútusöngva.
• Wilma Young og Matthías Kristiansen flytja írsk
og skosk þjóðlög.
• Kvartettsöngur. Sigurjón Pétursson, Kristín Á.
Ólafsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Össur
DAGSKRA:
Skarphéðinsson syngja söngva um samstöðu
og bræðralag.
• Margrét Pála Ólafsdóttir flytur eigið frumsamið
efni um skökku hliðina á flokknum.
• Tölur úr forvali ABR verða birtar upp úr mið-
nætti.
• Blótstjóri verður Sigurdór Sigurdórsson blaða-
maður.
Sigurjón
Guðrún
Kristín
össur
Svavar
Árni
Margrét
Einar
Jóhanna
Sigurdór
Wilma
Matthías
Miðapantanir í síma 17500 og kostar vildu síðast og því öruggara að panta
miðinn 900 kr. Færri komust að en miða strax.- Skemmtinefndin.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. janúar 1986