Þjóðviljinn - 12.02.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Page 1
35. tölublað 51. örgangur MENNING FRETTIR HEIMURINN Rafmagnsveita Reykjavíkur Miljónir í gælufyrirtæki 19fyrirtœki hafa skuldað Rafmagnsveitu Reykjavíkur tœpar 40 miljónir íhálft ár eða lengur. Hafskip skuldar 9.2 miljónir. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Fyrirtœkin njóta meiri velvildar en almenningur. Heildarskuld á annað hundrað miljónir? Það er greinilegt af þessum upplýsingum að það er ekki nógu hart gengið fram við að inn- heimta skuldir hjá þessum fyrir- tækjum, sem njóta augsýnilega meiri velvildar en almenningur hjá Rafmagnsveitunni. Það er að vísu varasamt að loka hjá fyrir- tækjum t.d. í fískvinnslu, en það væri a.m.k. eðlilegt að borgaryf- irvöldum yrði oftar gerð grein fyrir þessari stöðu, sagði Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. í svari við fyrirspurn Sigurjóns í borgarráði um skuldir einstakra aðila við Rafmagnsveitu Reykja- víkur kemur fram að 19 fyrirtæki í Reykjavík skulda Rafmagns- veitunni alls tæpar 40 miljónir króna. Spurt var um skuldir sem nema 500 þúsundum eða meira og hafa staðið í hálft ár eða lengur. Fyrirtæki sem lýst var gjaldþrota ekki alls fyrir löngu skuldar um fjórðung upphæðar- innar eða 9.2 miljónir, og ganga menn vart að því gruflandi að þar er um að ræða Hafskip hf. 9 fyrir- tæki skulda yfir eina miljón, þar af eru þrjú gjaldþrota. Búið er að semja við tvö sem skulda yfir miljón, þ.á.m. ísbjörninn sáluga, en Grandi hf. yfirtekur skuldir hans. Lokunarhótun vofir yfir fyrirtæki sem skuldar um 4 milj- ónir. 10 fyrirtækjanna 19 skulda hálfa til eina miljón í raforku og þar af eru tvö gjaldþrota. Auk þess skulduðu fjögur fiskvinnslu- fyrirtæki 1,2-6 miljónir í desemb- er sl., en þeim tókst að fá skuld- inni breytt í skuldabréf. Sigurjón sagði í gær að ekki væri venja hjá Rafmagnsveitunni að gefa upp nöfn skuldara og því vildi hann ekki rekja nöfn þeirra fyrirtækja sem hann fékk uppgef- in hjá Rafmagnsveitunni. „Það Þjófnaður Breiðist dansæði útá Spáni? Madrid — Úr dýragarði í Madrid á Spáni hefur verið stolið sex kyrkislöngum, tveimur krókó- dílum og einni könguló af gerðinni tarantúla. Stjórn dýragarðsins hefur líf- fræðistúdenta grunaða um verkn- aðinn því það þurfi vana menn til að handfjatla þessar skaðræðis- skepnur. Sérstök ástæða er til að vara við köngulónni því samkvæmt ensk- íslenskri orðabók hefur bit tar- antúlunnar löngum verið talið valda dansæði. Ekki víst að það sé vinsælt á diskótekum sólar- stranda. —ÞH/reuter kæmi mér ekki á óvart miðað við þessar upplýsingar að heildar- skuldin við Rafmagnsveitu Reykjavíkur væri á annað hundr- að miljónir. Þess ber að gæta að þarna er um stærstu og erfiðustu skuldarana að ræða, en á listann vantar hins vegar fyrirtæki sem skulda hærri upphæðir sem staðið hafa skemur og einnig fyrirtæki sem skulda minna en lengur“, sagði Sigurjón í gær. - gg. Kennarar koma úr þinginu reiðir og hneykslaðir vegna fjarveru fjármálaráðherra. Mynd: E.ÓI. Kennarar Ríkisstjórnin Lofar 9% verðbólgu GuðmundurJ. formaður VMSÍ: Spor í rétta átt en ákveðnar tryggingar vantar Ríkisstjórnin birti í gær svar við fyrirspurnum aðila vinnu- markaðarins um horfur í efna- hagsmálum og hvað ríkisstjórnin er tilbúin til að gera til að liðka fyrir kjarasamningum. 1 svari ríkisstjórnarinnar segir að unnt sé að draga svo úr verðbólgu að verðhækkanir frá janúar í ár til 1. janúar næsta ár verði aðeins 9%! Forsendur þess eru sagðar vera að viðskiptakjör eða aðrar ytri aðstæður versni ekki frá því sem nú horfir. „Þessar tillögur ríkisstjórnar- innar eru spor í rétta átt, en þó skammt gengið. Auk þess vil ég benda á að enn á alveg eftir að semja um kauphækkanir og hvernig tryggja á þann kaupmátt, sem með þeim fæst“, sagði Guð- mundur J. Guðnrundsson for- maður Verkamannasambandsins aðspurður álits á tillögunum í gær. I svari ríkisstjórnarinnar kem- ur fram að hún muni stuðla að lækkun á taxta Landsvirkjunar, Rafmagnsveitna Reykjavíkur og ríkissins um 10%, lækkun á taxta Hitaveitu Reykjavíkur um 7%. (Ekki öðrum hitaveitum). Tekjuskattur einstaklinga lækki um 150 milj. kr. árið 1986 og útsvör sveitarfélaga lækki samtals um 300 milj. kr. Fyrir- framgreiðsla skatta lækki um 8%. Lækkun nafnvaxta úr 32% af skuldabréfum í 20% 1. mars, 18% 1. júní og í 12-141% 1. sept- ember. Þá er boðuð lækkun á olíu 1. mars ekki nánar tiltekið og að bensín lækki um 10% á næstu tveimur mánuðum. Þá lofar ríkis- stjórnin að stuðla að því að hækk- un búvöruverðs verði stillt í hóf á næstunni. - S.dór. Þorsteinn lét ekki sjá sig Fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um hagsmunamál kennara íengu svarað Það voru okkur geysileg von- brigði að fjármáíaráðherra skuli ekki hafa niætt í þingið þeg- ar fjalla átti um launakjör kenn- ara. Það cr með endemum að ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki hafa áhyggjur af því að skólahald er í upplausn, sagði Sigrún Ágústsdóttir formaður Kennara- félags Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann í gær, þegar Ijóst var að Þorstcinn I'álsson myndi ekki mæta til að svara fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um mál- efni kennara. Fyrirspurn Hjörleifs um ýmis hagsmunamál kennara hafa legið fyrir í þinginu í 2-3 vikur, en ekki hefur fengist svar við henni vegna fjarveru ráðherra. Fyrirspurnin var á dagskrá þingsins í gær og ekki annað vitað en Þorsteinn ætlaði að mæta og því fjölmenntu kennarar á þingpalla. Þorsteinn lét hins vegar ekki sjá sig. Þetta olli mikilli reiði kennara, sem búist höfðu við því að kjör þeirra yrðu rædd eins og krafist hafði verið. Svar við spurningum Hjörleifs verður hins vegar að bíða þar til fjármálaráðherra hef- ur fundið sér tíma til að fjalla um þessi mál. Kennsla féll niður í grunn- skólum Reykjavíkur og á Vest- fjörðum í gær, utan á ísafirði, en þar hafa kennarar sagt upp störf- um vegna óánægju með laun sín. _8g' Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.