Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 5
DJOÐVIUINN Umsjón: Sigurður Á. Friðþjófsson Hildur Kjartans- dóttir varafor- mannsefni stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Iðju: Höfum verið óánœgð með starfsleysifor- mannsins. Mikill áhugifyrir því að drífa uppfélags- starfið og við treystum Guð- mundi Þ. Jónssyni fyrir formannssæt- inu. Hildur Kjartansdóttir saumakona og frambjóðandi til varaformanns Iðju: Erum fullviss um að það takist að efla félagið til dáða undir forystu Guðmundar Þ. Jónssonar. Stjórnarkjör í Iðju á föstudag og laugardag Iðjufólk vill breytingar - Ég hef fullan vilja og löngun til að starfa að þessum málum og hef reyndar gert það að nokkru sl. þrjú ár. Eftir þá reynslu er ég ekki í nokkrum vafa um að það þarf að setja meiri kraft í starf félagsins og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum í þeim efnum,“ segir Hildur Kjartansdóttir saumakona sem er í framboði til varaformanns Iðju á lista stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs félags- ins. Kosning um stjórn og trúnað- armannaráð fer fram á föstudag og laugardag. Bjarni Jakobsson formaður Iðju hefur boðið fram sérstakan lista gegn lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Tillaga uppstillingarnefndar um að stilla Bjarna ekki aftur upp til endurkjörs vegna mikillar óá- nægju meðal félagsmanna með störf hans var samþykkt sam- hljóða í stjórn og trúnaðarmann- aráði. Hildur var spurð í hverju þessi óánægja fælist aðallega. Viljum stokka upp stjórnina - Við höfum verið óánægð með starfsleysi formannsins sem aftur hefur haft mjög lamandi áhrif á starf stjórnarinnar því það hefur vantað allaforystu ífélaginu. Það er ekki hægt að taka á neinum málum nema formaður félagsins fylgi þeim eftir en slíkt hefur al- gerlega skort. Þann tíma sem ég hef starfað í tengslum við stjórn félagsins hef ég ekki orðið vör við neitt sjálfstætt framtak for- mannsins til að halda starfsemi félagsins virkri og hefur hvorki sýnt vilja né getu til að stýra þessu félagi. Þetta er einfaldlega ástæð- an fyrir því að við viljurn stokka upp stjórnina. Það er mikil óá- nægja meðal félagsmanna með hvernig á málurn hefur verið haldið og það hefur verið mjög þrýst á okkur stjórnarfólk að skipta um formann. - Þú telur að það sé hægt að ná fram virkari starfí í félaginu með því að skipta um formann? - Já það teljum við sem stönd- um að þessu framboði, og það er rétt að það komi fram að það er mjög breiður hópur sem stendur að framboði stjórnar og trúnað- armannaráðs. Við sem höfum starfað með formanni og varaformanni fé- lagsins undanfarin ár og jafnvel árabil vitum að Guðmundur Þ. Jónsson er duglegur og hefur hæfileika og vilja til að vinna að okkar málum. Þess vegna óskuðum við sérstaklega eftir því að hann gæfi kost á sér í for- mannsembættið og við erum fullviss um að það takist að efla félagið til dáða undir hans for- ystu. Bjarni ekki borið við neinum veikindum Stuðningsmenn Bjarna og hann sjálfur hafa lýst því yfir í blaðaviðtölum að hann hafi ekki getað sinnt sínu starf' vcgna veikinda, og það sé verið að veitast að honum með þessu framboði stjórnar og trúnaðar- mannaráðs. Hvað segir þú um það? - Við höfum ekki heyrt á það minnst né orðið vör við að hann bæri við veikindum vegna fjar- vista eða óvirkni í starfi. Það er alveg nýtt fyrir okkur sem höfum komið nálægt stjórn félagsins, utan hvað hann tók sér tveggja mánaða veikindafrí sl. sumar og Guðmundur Þ. Jónsson varafor- maður bað hann þá sjálfur um að fá umboð til að taka við stjórn- inni á meðan. Það er ástæða til að það komi fram, því Bjarni óskaði ekki eftir því að fyrra bragði að Guðmundur tæki þá við af sér. Því hefur verið haldið fram í Morgunblaðinu af stuðnings- manni Bjarna að ykkar framboð sé mótframboð gegn Bjarna Jak- obssyni. - Það er alrangt. Við erum á lista stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs. Sá listi var samþykktur sam- hljóða eftir tillögu uppstillingar- nefndar félagsins. Það er auðvit- að Bjarni sem er með mótfram- boð en ekki við. Ef þessi óánægja hefur ríkt með störf Bjarna undanfarin ár, var þá aldrei óskað eftir því að hann léti af embætti? - Jú það var fært í tal og honum skýrt frá vilja félagsmanna í þeim efnum fyrir rúmu ári síðan. Við ákváðum þá að gefa honum tæki- færi til að starfa áfram út þetta kjörtímabil og gera sínar ráðstaf- anir eða sýna meira framtak og virkni í starfi fyrir félagið. Hann hefur ekki notað tímann til þess og sl. haust voru þessi mál rædd við hann aftur. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi halda áfram en honum var alla tíð ljós vilji rneiri- hluta stjórnar og trúnaðarmann- aráðs og það var á engan hátt ver- ið að koma aftan að honum, síður en svo. Það vekur athygli að í grein eftir einn af stuðningsmönnum Bjarna lýsir sá því yfir í Morgun- blaðinu í gær, þriðjudag, að þrátt fyrir framboð Bjarna nú þá ætli hann að fara að taka sér frí frá þessu „félagsmálastússi“, eins og það er orðað. Hvert er þitt álit á þessari yfirlýsingu? - Þetta er mjög undarlegt og ég hreinlega skil ekki þessa yfirlýs- ingu. Honurn var gefið tækifæri fyrir ári síðan til að endurskoða sín mál og ég get ekki séð neinn tilgang í því að kjósa hann til for- ystu aftur eingöngu til þess að hann geti hætt. Ég get ekki séð hvernig það geti orðið til að efla félagið. 21 kona í stjórn og trúnaðarmannaráði Á lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs eru konur helmingur stjórnarmanna og konur skipa 16 sæti trúnaðarmannaráðs af 20. Hver er ástæðan fyrir því hve konur láta nú til sína taka í fé- laginu? - Konur eru sem betur fer að verða, og þegar orðnar miklu virkari í félagsmálum en áður var. Konur í Iðju eru láglauna- konur og þær hafa ntikinn áhuga og vilja til að starfa að félagsmál- um til að knýja fram kjarabætur sér til handa. Það hefur verið áberandi fyrir þessar kosningar hvað konur hafa látið til sín taka og verið áhugasamar um að efla og styrkja félagið. Það er rétt að minna á að 60% félagsmanna í Iðju eru konur og konur gera sér betur grein fyrir því en áður en það dugir ekki að sitja hjá og vera aðgerðarlaus. Við verðum að láta til okkar taka til að hafa áhrif á okkar eigin hagsmunamál og okkur finnst ekki annað en sjálfsagt og tími til kominn að kona skipi annað af formannsembættunum. Stærsti hlutinn af þeim sem eru í fram- boði á lista stjórnar og trúnað- armannaráðs eru trúnaðarmenn á sínum vinnustað og vitum að þetta fólk hefur fullt traust sinna starfsfélaga. Stórefla þarf tengsl forystu við félagsmenn Hvert er að þínu mati brýnasta verkefnið við að endurreisa starf félagsins? - Meginverkefnin að sjálf- sögðu eru kjaramálin og samn- ingar. Það hlýtur alltaf að vera númer eitt. Það sent er þó ekki síður mikilvægt að mínum dómi er að stórefla tengsl á milli for- ystumanna félagsins og félags- manna almennt. Ég legg mjög mikla áherslu á þetta atriði. Það þarf að koma á skipulögðum vinnustaðafundum, starfsgreina- fundurn og allt fræðslustarf og starfsmenntun þarf að taka föst- um tökum. Hér eru engar áróð- ursklisjur á ferðinni heldur er þetta svo sannarlega mitt hjart- ans mál. Ertu bjartsýn fyrir þessar kosningar? - Já ég er frekar bjartsýn. Ég veit hins vegar að þetta verður hörð barátta og það er enginn sigur unninn fyrr en búið er að telja upp úr kjörkössunum. Ég finn það hins vegar á þeim fjöl- mörgu vinnustöðum þar sem við Guðmundur höfum komið á síð- ustu daga að Iðjufólk vill breytingar, sagði Hildur Kjart- ansdóttir. -Ig- Miðvikudagur 12. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.