Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Blaðsíða 6
Framtíbin MANNLÍF Fjölmenni á kaffihúsi Æskulýðsfylkingarinnar á Rein á Akranesi. SvavarogJón Baldvin spá íframtíðina Enginn getur komið fram breytingum nema eiga sér draum, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og vitnaði þar í stjórnleysingjann Bakúnín í upphafí máls síns á pólitísku kaff- ihúsi Æskulýðsfylkingurinnar á Akranesi í Rein á sunnudaginn var, þar sem hann og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýð- uflokksins voru saman komnir til að spá í stjórnmálaþróunina á ís- landi næstu áratugina. Eitt var það sem kaffigestir gátu verið fyllilega sammála um, semsé að breytinga er þörf. En hvernig, og á hvaða forsendum? Jón Baldvin spurði sem svo: Verður lýðveldið til árið 2000? Eða verða erlendir lánardrottnar þá búnir að taka það upp í skuld? „Ef draumurinn um varanlegt velferðarríki hins vinnandi manns á að rætast, verður ís- lenska stjórnkerfið að gjör- breytast. Ef við höldum áfram á sömu braut og nú er vonlaust að við höldum í við aðrar þjóðir í lífskjörum“. Og um hvað eiga breytingarnar að snúast? „Það verða engar breytingar á gjör- spilltu þjóðfélagi okkar nema al- Magný Þórarinsdóttir og Kristín Edda Gísladóttir hvor með sitt áhugasvið, sú litla er hrifnari af Árna Ijósmyndara en fyrirlestri um pólitík. Frá menntamálaráðuneytinu: Tölvur og grunnskóli. Menntamálaráðuneytið mun í samráði við Endur- menntun KHÍ og Námsgagnastofnun efnatil ráð- stefnu um Tölvur og grunnskóla í Borgartúni 6 dagana 13.-15. febrúar nk. Ráðstefnan skiptist í fjóra flokka sem hér segir: Fimmtudagur 13. febrúar. Kl. 13.30-17.30: 1. Ávarp menntamálaráð- herra. 2. Yfirlit yfir það sem gert hef- ur verið. 3. Niðurstöður nefndar sem fjallaði um útboð vegna tölvu- væðingar grunnskóla. 4. Væntanleg úttekt á stöðu tölvumála í skólum. Föstudagur 14. febrúar. Kl. 9.00-12.00: Erlent samstarf. Pallborðsumræður. Kl. 13.15-17.00: Erindi um ýmsa þætti tölvu- væðingar, tæknilegs, laga- legs, þjóðfélagslegs og kennslufræðilegs eðlis. Laugardagur 15. febrúar. Kl. 9.00-12.00: Hvert ber að stefna og hvað skal leggja áherslu á í næstu framtíð. Pallborðsumræður. Ráðstefnan er opin áhugafólki. Menntamálaráðuneytið. menningur á Islandi sameinist um nýtt apparat, öflugan sósíal- demókratískan verkalýðsflokk, sem mun hafa frumkvæði um breytingar. Ef við eigum að eiga raunsæjar vonir um bjartari framtíð verður þetta að gerast,“ sagði Jón. „Grundvallarforsenda fyrir því að okkur takist að halda hér uppi sjálfstæðu þjóðfélagi er sú að dregið verði úr misskiptingu lífsgæðanna. Almenningiir í þessu Iandi verður að hætta að styðja afturhaldsöflin til valda, þess í stað verðum við að fylkja okkur um hreyfingu sem á í fullu tré við íhaldið. Hér hefur verið ríkjandi efnahagsleg aðskilnað- arstefna og því verðum við að breyta," sagði Svavar m.a. Báðir voru formennirnir sammála um að A-flokkarnir þyrftu að eiga mun meira samstarf, bæði á stjórnmálasviðinu og innan verkalýðshreyfingarinnar. En á- greiningsmálin eru líka ófá. Að lokum sameinuðust þeir þó um að fara með Akraborginni aftur til Reykjavíkur. Þetta var fyrsta tilraun Æsku- lýðsfylkingarinnar til að halda uppi kaffihúsi í Rein og það er elcki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til. Akurnesingar, og reyndar Vestlendingar og Reykvíkingar að auki, fjöl- menntu í Rein til að skeggræða um pólitík og formennirnir voru krafðir um viðhorf til hinna ýmsu þátta þjóðlífsins. Það er engin ástæða til annars en að ætla að kaffihús í Rein verði fastur liður í bæjarlífinu í framtíðinni. -«g Lýðveldið tekið upp í skuld? Mynd Á.Á. Það er engin ástæða til að örvænta um framtíð íslendinga, þótt nú ríki hér efnahagslegt apartheid. Mynd Á.Á. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.