Þjóðviljinn - 12.02.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 12.02.1986, Page 8
MENNING Allt í plasti! Áöldum Ijósvakans Útvarps- tónar Diddú, Laddiog Óli Gaukur með íslensku hljómsveitinni í kvöld hefst tónleikaröð íslensku hljómsveitarinnar um Suðvestur- land og fer hljómsveitin ferða sinna í líki gömlu útvarpshljóm- sveitarinnar sem spratt úr sam- starfi þeirra Þórarins Guðmunds- sonar og Emils Thoroddsens á fyrstu útvarpsárunum og taldi fjórtán þegarflest var. Engin framtíð Allt í plasti eftir Volker Ludwig og Diílev Michel Þriðji bekkur Leiklistarskólans Leikstjóri Andrés Sigurvinsson Þýðing: Hafliði Arngrímsson Þetta er önnur sýning þriðja bekkjar á þessum vetri, hin fyrri var á Þremur systrum eftir Tsék- off, dálítið þunglamaleg sýning en full af skemmtilegum tilþrif- um, þó að nemendurnir réðu ekki fyllilega við verkið sem von- legt er. Nú hafa þeir ráðist í að sýna þýskt unglingaleikrit, ættað frá hinu þekkta GRIPS-leikhúsi, sem sérhæfir sig í þjóðfélagsmeð- vituðum leikritum fyrir börn og unglinga og var fyrirmynd Pældíðí-hópsins innan Alþýðu- leikhússins um árið. Allt í plasti fjallar um þá kynslóð evrópskra unglinga sem kennd er við pönk og slagorðið NO FUTURE, kyn- slóð sem er alin upp við kreppu, atvinnuleysi, mengun, húsnæðis- vanda og kjarnorkuvá og bregst að hluta til við á þann veg að unga fólkið, sem sér fram á að samfé- lagið býður því ekki uppá neina framtíð, ákveður að taka fram- tíðina í eigin hendur. Þetta er það fólk sem sest að í auðum húsum í miðborgum, svonefndir hústak- ar. Önnur ungmenni missa hins vegar algerlega trúna á allt, ger- ast einskonar níhilistar. Báðum tegundum er lýst í þessu verki. Allt í plasti er að mörgu leyti hönduglega samið verk, mörg at- riðin bráðsnjöll og persónur skýrt dregnar. Það hefur hins vegar tvo annmarka. Annars vegar er það á köflum einum of þrungið siðferð- isboðskap, snýst upp í hreina pre- díkun og verður væmið. Hins vegar hefur það þann galla hér á íslandi að það fjallar um mörg vandamál sem íslenskum ung- mennum eru framandi og kann- ski illskiljanleg. Sem betur fer þekkja unglingar hérlendis ekki böl atvinnuleysis og meðfylgj- andi vonleysis. Sömuleiðis má gera ráð fyrir að þeim gangi erfið- lega að skilja hvers vegna er svona voðalegt að rífa gömul og úrsérgengin fjölbýlishús í mið- borgum og reisa ný. Að þessu leyti má segja að unglingaleikrit- ið Ekkó eftir Claes Andersen sem Stúdentaleikhúsið sýndi sé heppilegra verk til sýningar hér. Sá sem leikstýrði því, Andrés Sigurvinsson, er hér aftur að. verki og nýtur greinilega fenginn- ar reynslu því að verkin eru um margt mjög áþekk. Andrés hefur SVERRIR HÓLMARSSON unnið gott verk, leikurinn er yfir- leitt öruggur, einkum eru ung- lingarnir skýrt og vel dregnar per- sónur. Leikurunum ungu gengur að vonum erfiðlegar að leika þá fullorðnu. Ánægjulegt var að heyra hvað framsögn og texta- meðferð var til fyrirmyndar, ekki síst í flutningi söngtextanna. Það var ekki ætlunin að gefa leikurun- um einkunnir hér, en ég get ekki stillt mig um að nefna þrjá sem einkum vöktu athygli mína, þau Valgeir Skagfjörð, Hjálmar Hjálmarsson og Ingrid Jónsdótt- ur. Þýðing Hafliða Arngrímssonar er á ekta unglingaíslensku eins og hún er töluð núna, litrík og krass- andi. Söngtextar Magneu Matthí- asardóttur eru laglega ortir og Jón Steinþórsson hefur gert við þá tónlist við hæfi. Þessi sýning minnir mjög kröftuglega á sannleiksgildi þess sem Helga Hjörvar segir í leik- skrá að hér á landi sé tilfinnan- legur skortur á höfundum sem semja leikrit fyrir börn og ung- linga. Hér er þörf á verulegu átaki. Hljómsveitin starfaði á öldum ljósvakans á fjórða og fimmta áratug og frá þeim tíma eru dæg- urlagasyrpur og léttklassík sem fslenska hljómsveitin ætlar nú að breiða út með aðstoð Sigrúnar Hjálmtýsdóttur (Diddúar) og Þórhalls Sigurðssonar (Ladda). Sigrún leggur undir sig raddsvið- ið frá alt til sóprans en Laddi fæst við allar raddir einsog menn vita. Útvarpshljómsveitin forna var fýrsta sveit á íslandi skipuð strengjamönnum og blásurum og er um tengiliðinn Hljómsveit Reykjavíkur nokkurskonar amma Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem að sínu leyti er eldri systir íslensku hljómsveitarinn- ar, - og margt líkt með skyldum. í tónleika íslensku (út- varps-)hljómsveitarinnar er svo fléttað skemmtidagskrá í saman- tekt Ólafs Gauks, Ladda, Diddú og stjórnanda hljómsveitarinnar, Guðmundar Emilssonar. í kvöld í Safnaðarheimilinu á Akranesi, annað kvöld í Lang- holtskirkju, á laugardag í Félags- bíói Keflavíkur, sunnudag í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans á Selfossi. Píanó Halldór á Flúðum í kvöld heldur píanóleikarinn Halldór Haraldsson tónleika í Félagsheimili Hrunamanna, Flúðum, og eru á efnisskránni verk eftir Beethoven, Chopin, Liszt og Béla Bartók. Tónleikarnir hefjast kl. 2L00. ítalskt Kristinn og Jónas Kristinn Sigmundsson og Jón- as Ingimundarson halda annað kvöld tónleika í Norræna húsinu og eru ítalskir sönghöfundar á dagskrá, gamlir og nýir, m.a. Gi- ordani, Gluck, Tosti, Donaudy, Denza og Leoncavallo. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Einar í Norrœna Á Háskólatónleikum í hádeg- inu í dag leikur Einar Einarsson einleik á gítar verk eftir Dow- land, Berkeley og Rawsthorne. Tónleikarnir hefjast í Norræna húsinu kl. 12.30 og standa í um hálftíma. Efnilegir byrjendur Samsýning í Gallerí íslensk list, Vesturgötu Um þessar mundir stendur yfir sýning fjögurra nýliða í Gallerí íslensk list við Vesturgötu. Fjórmenningar þessir útskrifuð- ust úr Myndlista- og handíða- skóla íslands síðastliðið vor og heita Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Leifur Vilhjálmsson, Sara Vil- bergsdóttir og Svanborg Matthí- asdóttir. Öll sýna þau málverk, ýmist unnin með olíu- eða akrýl- litum og eru verkin 26 að tölu. Myndlista- og handíðaskólinn hefur ekki farið varhluta af þeirri bylgju málaralistar sem skollið hefur yfir hinn vestræna heim á undanförnum árum. Málaradeild skólans hefur verið þéttsetin síð- astliðin misseri og ekkert lát virð- ist vera á vinsældum málverksins meðal nemenda. Fjórmenning- arnir eru því hluti af miklu stærri hópi ungra málara, sem um þess- ar mundir stígur fram á sjónar- sviðið til að gera garðinn frægan. Sem byrjendur, eru þau Guð- björg, Leifur, Sara og Svanborg efnileg og sýna í verkunt sínum töluverð tilþrif. Heildarsvipur sýningarinnar er sannfærandi og ber vott um þroska þessara fjög- urra einstaklinga. Áð vísu eru verkin misjöfn að gæðum og krafti og eins skortir nokkuð á frumleikann, eða réttara sagt persónuna að baki myndunum. En það tekur tíma að koma sér upp eigin myndmáli og slíkt krefst reynslu sem ekki verður svo auðveldlega fengin á skóla- bekk. Guðbjörg- málar gjarnan skepnur, einkum ær, og staðsetur þær í dökkum lit á gráan eða hvít- an bakgrunn. Myndir hennar eru einfaldar, formin skýrt afmörkuð og stemmningin ber órækan svip af landinu, náttúru þess og veðr- áttu. Hún hikar ekki við að taka þjóðlega afstöðu í list sinni og m.a.s. er myndefnið í stærstu HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf mynd hennar fengið úr íslending- asögunum, nánar til tekið úr Eglu og heitir myndin „Höfuðlausn". Þetta þjóðlega yfirbragð sem ein- kennir allar myndir Guðbjargar ber e.t.v. vott um breytta afstöðu ungra listamanna til lands og þjóðar. Svanborg málar fólk í musku- legum litum og nær oft býsna per- sónulegum dráttum úr annars hversdagslegu viðfangsefni. Einkum er þetta áberandi í hin- um dökku myndum hennar af módeli sem situr á stól með háu rimlabaki. Það er eitthvað í að- ferðum hennar sem ber vott um fölskvalausa einlægni, en slíkt er auðvitað frumforsenda alls list- ræns þroska. Leifur er expressionistinn í hópnum. Hann ræður yfir sannfærandi krafti í meðferð lita og pensils og sýnir oft óvenju- mikil tilþrif í olíumálverkum sín- um. Enn sem komið er, er hann þó undir of miklum áhrifum af hinum alþjóðlega expression- isma og gerir það sumar myndir hans eilítið klisjukenndar. Eng- inn getur þó vænt hann um rolu- gang eða slæleg vinnubrögð. Sara rekur lestina með einu ab- straktmyndir þessarar sýningar. Myndir hennar eru nokkuð mis- jafnar að gæðum og e.t.v. skortir þær meiri slagkraft og átök. Þær eru þó töluvert persónulegar og búa yfir ýmsum möguleikum til formrænnar útvíkkunar. Eitt verkanna á Vesturgötu: „Hann á afmæli í dag“ eftir Leif Vilhjálmsson, olía á striga. (mynd: Sig.). Sýningin í heild lofar góðu, en þó er eins og fjórmenningana skorti ögn af þeirri dirfsku, sem manni finnst að ungir menn eigi að búa yfir þegar þeir eru að hasla sér völl. Það er ekki laust við að einhver akademískur agi svífi hér yfir vötnum. HBR 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.