Þjóðviljinn - 12.02.1986, Síða 13
HEIMURINN
Filippseyjar
Aquino boðið ráðgjafastarf
Reagan vill Marcos ogAquino ístjórn en Aquino segir að nú komi íIjós hverjir séu vinir Filippseyinga
Manila - Þó engar öruggar
tölur séu enn komnar um úrslit
forsetakosninganna á Fil-
ipsseyjum eru línur nú teknar
að skýrast varðandi það,
hvernig þróun mála verður á
næstunni.
ríkisstjórn. Þegar þessar fréttir
bárust til Filippseyja var Marcos
forseti snöggur til og boðaði til
blaðamannafundar í gær þar sem
hann bauð Aquino að gerast einn
af meðlimum í ráðgjafanefnd
ríkisins. Hann útskýrði ekki nák-
boðað til blaðamannafundar þar
sem hún neitaði að svara spurn-
ingum fréttamanna en las þess í
stað upp yfirlýsingu. í henni
hvatti hún „vini erlendis" til að
viðurkenna og fagna opinberlega
sigri hennar í forsetakosningun-
um. Hún vildi ekkert segja um
yfirlýsingar bandarískra yfirvalda
en talið er að orð hennar um að „á
þessum óvissutímum munum við
komast að því hverjir eru vinir
okkar", lýstu hennar viðhorfum
nú, hvað Bandaríkin varðar.
Það hefur sætt nokkurri undr-
un í Bandaríkjunum að Reagan
skuli koma með yfirlýsingar um
að heppilegast væri að Aquino og
Marcos mynduðu stjórn í samein-
ingu, þegar bandarískir eftirlits-
menn nteð kosningunum hafa
látið í ljós það álit sitt, að stór-
felld kosningasvik hafi verið
framin af stuðningsmönnum
Marcosar. í ritstjórnargrein dag-
blaðsins New York Times segir
að Bandaríkjamenn eigi hiklaust
að styðja Corazon Aquino og
hennar flokk. Hvetur blaðið
Bandaríkjastjórn til þess að lýsa
yfir fullum stuðningi við Aquino.
Þingið á Filippseyjum á nú að
skera úr um það hver sé sigurveg-
ariijn en á meðan berast stöðugt
tölur úr talningu Comelec og
Namfrel, kosninganefndar ríkis-
ins og hinnar óháðu sjálfboða-
liðshreyfingar um frjálsar kosn-
ingar. Comelec segir að þegar
búið sé að telja 53% atkvæða sé
Marcos með 5.899.873 atkvæði
en Aquino með 5.384.368 at-
kvæði. Namfrel segir hins vegar
að þegar búið sé að telja 63%
atkvæða sé Marcos með
6.281.510 atkvæði en.Aquino sé
hins vegar með 6.933.389 at-
kvæði.
Reagan Bandaríkjaforseti hef-
ur lýst því yfir að hann vilji helst
sjá styrka stjórn á Filippseyjum
og hefur í því sambandi nefnt
þann möguleika að hinar and-
stæðu fylkingar Aquinos og
Marcosar myndi sameiginlega
væmlega þessa hugmynd sína en
orðaði það svo að þetta ráð yrði
„æðsta ráðgjafavald ríkisins" og í
þessu ráði yrðu öll stjórnmála-
samtök, fyrrverandi ráðherrar og
forsetaframbjóðendur.
Áður en Marcos bar fram þess-
ar hugmyndir sínar hafði Aquino
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR /n r ii 1 C D
HJORLEIFSSON R fc U I fc K
Lech Walesa
Akærur felldar niður
Réttarhöldin yfir Lech Walesa urðu stutt
Gdansk - Allar ákærur á hend-
ur Lech Walesa, foringja
verkalýðssamtakanna Sam-
stöðu í Póllandi voru felldar
niður í gær. Waiesa mætti fyrir
rétti í gær, sakaður um óh-
róður þegar hann dró í efa þær
tölur sem gefnar voru um úrslit
þingkosninga þar í landi á síð-
asta ári. Þetta gerðist þegar
Walesa sagði dómaranum að
hann hefði ekki ætlað sér að
niðra þá opinberu starfsmenn
sem höfðu umsjón með kosn-
ingunum.
Því hafði reyndar verið spáð í
fyrradag að Walesa yrði aldrei
kærður og jafnvel að málið yrði
látið niður falla. Þetta eru fyrstu
réttarhöldin sem Walesa hefur
mætt í síðan Samstaða var þving-
uð undir herlög ári 1981.
Þegar Walesa kom út úr réttar-
salnum í gær sagði hann við
fréttamenn að skynsemin hefði
unnið. „Þetta er fyrsta skrefið í
átt að málamiðlun síðan í des-
Lech Walesa. Sagði skynsemina
hafa sigrað þegar hann kom út úr
réttarsalnum.
ember 1981“, var haft eftir hon-
um. í þessum stuttu réttarhöld-
um voru engar sannanir lagðar
fram fyrir sekt hans af þeim 15
kosningastjórum sem Walesa átti
að hafa vanvirt. Þess í stað sagði
saksóknarinn í málinu að kosn-
ingastjórarnir myndu draga
ákærurnar til baka ef Walesa
myndi gefa yfirlýsingu sem þeir
gætu verið ánægðir með. Walesa
reis þá samstundis upp og sagði:
„Það var aldrei ætlun mín að bera
róg á nokkurn mann. Það var
aldrei ætlun mín að niðurlægja
nokkurn mann“.
Þessi yfirlýsing nægði og eftir
stutt réttarhlé var tilkynnt að
Walesa væri laus undan ákærum.
Síðustu dagana fyrir réttar-
höldin mátti sjá þess greinileg
merki að stjórnin liti á réttarhöld-
in sem pólitíska klípu og þau
vildu komast hjá því að Walesa
yrði dæmdur, sérstaklega þar
sem hann er nú orðinn handhafi
friðarverðlauna Nóbels. Einn
helsti ráðgjafi Jaruzelskís sagði
þannig í síðustu viku að, hvorki
flokkurinn né stjórnin hefði
nokkurn áhuga á því að stofna til
pólitískra réttarhalda yfir Wa-
lesa.
Duvalier
Enginn vill „Baby Doc“
Genf- Frönsk og bandarísk yfirvöld leita nú allt hvað þau geta að
einhverju landi þar sem Charles „Baby Doc“ Duvalier má setjast
að með ættingjum sínum.
Dyrum er hins vegar alls staðar lokað á þennan landflótta fyrrver-
andi „lífstíðar forseta". Duvalier hefur dvalist ásamt 22 manna fylgdar-
liði í franska alpaþorpinu Talloires undanfarna daga. Nú ntun hins
vegar hlaupinn flótti í liðið því í gærmorgun sást til nokkurra meðlima í
fjölskyldu hans þar sem þau fóru um borð í flugvél í Genf og flugu
áleiðis til Parísar. Fólkið komst á flugvöllinn í Genf án þess að fara inná
svissneskt landsvæði þar sem stuttur vegur tengir Cointrin flugvöllinn í
Genf við franska grund.
Offsetljósmyndarar Óskum eftir aö ráöa offsetljósmyndara. Vaktavinna. Blaðaprent hf. Síðumúla 14.
Njósnaraskiptin
Sjaranskí laus úr haldi
Kona hans kom til Vestur-Þýskalands til að taka á móti honum.
Skiptin gengu samkvœmt áœtlun
Vestur-Berlín - í gærmorgun kl.
10.00 var Anatolí Sjaranskí,
sovéska andófsmanninum, af-
hentur fulltrúum bandaríska
utanríkisráðuneytisins í
njósnaraskiptum þeim sem
fram fóru í gærmorgun. Frá
Berlín var flogið með hann til
Frankfurt þar sem kona hans,
Avítal Sjaranskí tók á móti
honum en hún kom í gær frá
ísrael til að taka á móti honum.
Þau hjónin hafa ekki sést síðan
daginn eftir brúðkaup þeirra í
Moskvu. Þann dag flaug Avítal tii
ísraels þar sem hún hafði fengið
leyfi til að setjast að þar í landi.
Avítal fór til ísraels í þeirri trú að
maður hennar fengi fljótlega
svipað leyfi. Ekki varð úr því og
árið 1977 var hann handtekinn og
dæmdur árið eftir í 13 ára fangelsi
fyrir njósnir. Sjaranskí var einn
helsti leiðtogi sovéskra andófs-
manna á 8. áratugnum.
Þó að mesta athyglin hafi
beinst að Sjaranskí voru átta
manns til viðbótar í þessum
njósnaraskiptum. Sjaranskí var
leiddur yfir brúna á undan átt-
menningunum og er haft eftir
nærstöddum fréttamönnum að
svo hafi virst sem Sjaranskí væri
við góða líkamlega heilsu.
Haft var eftir bandarísku full-
trúunum við skiptin, að allt hafi
gengið samkvæmt áætlun.
Suður-Afríka
Enn rætt urn lausn Mandela
Suður-Afríkustjórn neitarþví að láta eigi Mandela lausan ítengslum
Jóhannesarborg - í gærdag
kom upp sterkur orðrómur um
að blökkumannaleiðtoginn
Nelson Mandela sem nú er í
fangelsi í Höfðaborg, yrði
látinn laus nú á næstu dögum,
það yrði jafnvel í dag.
Þessi orðrómur kom upp í
tengslum við njósnaraskiptin sem
við njósnaraskiptin
fóru fram í gær. Suður-Afrísk
yfirvöld neituðu þessum orðrómi
og sögðu að lausn Anatólís Sjar-
anskís úr haldi væri ekki nóg til
þess að Mandela yrði látinn laus.
Það var ísraelska útvarpið sem
kom þessum orðrómi af stað og
tengdi Mandela við lausn Sjaran-
skís. Mandela hefur verið í fang-
elsi síðan 1962 og kona hans.
Winnie Mandela, sagði fyrir síð-
ustu helgi að það væri ekki spurn-
ing um það hvort, heldur hvenær
Mandela yrði látinn laus.
Forsætisráðherra Suður-
Afríku P.W.Botha sagði í gær að
auk Sjaranskís hefði einnig þurft
að leyfa Sakharof að fara úr landi
til þess að grundvöllur yrði fyrir
því að Mandela yrði látinn laus.
Miðvikudagur 12. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINfl — SÍÐA 13
i
m
getrauna-
VINNINGAR!
24. leikvika - 8. febrúar 1986
VINNINGSRÖÐ: X21-X12-2XX-X12
1. Vinningur:
11 RÉTTIR
kr. 178.265
18818
41851(2/11,6/10)
107408(6/10)
44523(4/10)
125891(6/10)
2. Vinningur:
10 RÉTTIR,
kr. 4.982
5647
6865
6907
8139
8398
8943
9436
9689
11260
12744
14317
24188
27531
27540
28735
40162
2/10
41833* 62577+
51078 62816
51172 62910+
52547 63037+
55376 64212*
56531 65010*
60589 + 69858*
60947 70250
4/10
77669
78629+
78691+
79648+
96407
98302
99861
99886
109310+
109582
125889
125892
126040*+
126997
127686*
128541
128727 135087X
130232*+ 504509
131091
132360
132796
133208
133272
134350
Ur 21. v.
24519
Ur 23. v.
59683
Kærufrestur er til mánudagsins 3. mars 1986
kl. 12.00 á hádegi.
jslenskar (ictraunir, Íþróttamiöstödinni \ Sigtún, Rcykjavik
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni
Reykjavik. Vinnmgsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+1 verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplvsina
ar om nafn og heimilisfang til (slenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.
I