Þjóðviljinn - 12.02.1986, Side 15
ÍÞRÓTTIR
Kvennakarfa
KR-stúlkur
meistarar
KR-stúIkurnar urðu ís-
landsmeistarar í körfuknattleik
kvenna á sunnudagskvöldið er
þser sigruðu ÍR í tvíframlengdum
leik í Hagaskóla, 52-51. Einsog
tölurnar gefa til kynna var leikur-
inn jafn og aesispennandi. Það má
segja að þetta hafi verið hreinn
úrslitaleikur um íslandsmeistar-
atitilinn því ÍR var eina liðið sem
gat hugsanlega veitt KR einhverja
keppni.
Stigahæst hjá KR var Linda
Jónsdóttir með 26 stig en hjá ÍR
Þóra Gunnarsdóttir með 12 stig.
Einn annar leikur var í kvenna-
deildinni um helgina. IS vann
Hauka 43-34 í sveiflukenndum
leik. Staðan í deildinni er nú
svona:
KR................10 9 1 472-352 18
IBK...............10 6 4 453-407 12
(S................10 6 4 371-325 12
IR................ 9 5 4 344-342 10
Haukar............11 5 6 450-424 10
UMFN..............10 4 6 340-347 8
lA................10 0 10 115-348 0
—HÁ
Ísland-Noregur
Óttar líklega með
Sigurður jafnvel líka. Meirihluti norska liðsins
úr íslendingaliðunum. Helgi ífararstjórn
Nú eru allar líkur á að Þorgils
Ottar Mathiesen, línumaðurinn
snjalli, geti leikið með íslenska
landsliðinu gegn Norðmönnum
hér á landi um næstu helgi.
Krossband í hné Óttars er slitið
en með því að nota sérstaka
spelku hefur hann getað byrjað
að æfa á ný og reynst vonum
framar.
Sigurður Gunnarsson meiddist
í æfingaleiknum í Keflavík á
sunnudagskvöldið en í gær voru
taldar nokkrar líkur á að hann
gæti leikið um helgina.
Leiknir verða tveir leikir gegn
Norðmönnum. Sá fyrri fer fram í
Laugardalshöllinni á föstudags-
kvöldið kl. 20 en sá síðari í Selja-
skóla ki. 18 á laugardaginn.
Það vekur nokkra athygli að 8
leikmenn af 14 sem koma hingað
með norska landsliðinu leika
með „íslendingaliðunum" Sta-
vanger og Fredensborg/Ski.
Fimm frá Stavanger og þrír frá
Fredensborg. Þjálfurum liðanna,
Helga Ragnarssyni og Gunnari
Einarssyni, var sérstaklega boðið
hingað af norska handknatt-
Ieikssambandinu. Gunnar gat
ekki þekkst boðið en Helgi verð-
ur í fararstjórn norska liðsins.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir
störf þeirra í Noregi. —VS
3. deild
England
Þriðja
þrenna
Linekers
Gary Lineker, enski landsliðs-
miðherjinn, skoraði sína þriðju
þrennu í ensku knattspyrnunni í
vetur þegar Everton malaði
Manchester City 4-0 á Goodison
Park í gærkvöldi.
Everton hafði mikla yfirburði í
leiknum og náði þriggja stiga for-
ystu í 1. deild með sigrinum. Gra-
eme Sharp skoraði fjórða mark
meistaranna sem nú eru taldir
líklegasta liðið til sigurs í 1.
deildinni.
IBK og IA unnu
nágrannaslagina
Keflvíkingar náðu Týrurum að
stigum á toppi 3. deildarinnar í
handknattleik i gærkvöldi með
því að sigra nágrannana, UMFN,
örugglega, 30-20, í Njarðvík.
Annar nágrannaslagur fór
fram í Borgarnesi. Skagamenn,
ÍA, komu í heimsókn og sigruðu
Skallagrím auðveldlega, 27-14.
Loks mættust Ögri og Fylkir í
Seljaskólanum í Reykjavík og
þann leik vann Fylkir 31-17.
Staðan í 3. deild:
Týr...........18 15 0 3 470-344 30
IBK...........18 15 0 3 490-344 30
lA............18 12 3 3 459-368 27
ReynirS.......17 11 3 3 415-360 25
ÞórA..........17 11 2 4 398-336 24
Fylkir........18 10 1 7 402-361 21
Selfoss....... 17 8 3 6 373-359 19
Völsungur.....17 6 1 10 411-417 13
Hveragerði....18 6 1 11 425-495 13
UMFN..........19 5 3 11 458-469 13
lH............17 5 0 12 393-463 10
Skallagrímur.... 18 3 1 14 356-465 7
Ögri..........20 0 0 20 288-567 0
í kvöld kl. 20 mætast Selfoss og
Reynir á Selfossi. —VS
Handbolti
Steinar Birgisson — sterkasti landsliðsmaðurinn.
Handbolti
Steinar sterkastur!
■■■■■■ ■ \
Fjolmorg boo
Grœnlandsför í maí, þrjú í athugun
—VS/Reuter
Staöan
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. í blað-
inu í gær vantaði einn leik inni.
UMFN......18 15 3 1558-1420 30
Haukar....18 14 4 1534-1418 28
Valur.....18 8 10 1422-1432 16
IBK.......18 8 10 1381-1446 16
KR........18 6 12 1413-1508 12
IR....... 18 3 15 1445-1529 6
Stigahæstir:
Valur Ingimundarson, UMFN..........455
Pálmar Sigurðsson, Haukum..........422
Birgir Mikaelsson, KR..............352
RagnarTorfason, (R.................320
Jón Kr. Gislason, IBK..............299
Steinar Birgisson er í bestu
þjálfuninni af öllum landsliðs-
mönnunum í handknattleik, sam-
kvæmt alhliða þrekmælingu sem
Gunnar Þór Jónsson læknir
landsliðsins stóð fyrir. Steinar er
þrekskrokkur mikill, enda í vík-
ingasveit lögreglunnar, og enginn
félaga hans í landsliðinu stóðst
honum snúning. Markverðirnir
Kristján Sigmundsson og Ellert
Vigfússon komu einnig vel út úr
mælingunni en í ljós kom að
landsliðsmennirnir þyrftu að
bæta sig á þessu sviði ef vel á að
vera. —VS
Sund
Boð um þátttöku í alþjóðlegum
mótum streyma nú inná skrif-
stofu Handknattleikssambands
Islands. Einu hefur þegar verið
tekið — móti sem fram fer á
Grænlandi í maí. Þar leika lands-
lið Bretlands, Grænlands og Fær-
eyja ásamt ungiingalandsliði Is-
lands.
A-landsliðinu hefur verið boð-
ið til Hong Kong í apríl. Þar
munu auk landsliðs heimamanna
lið Japans og Kína taka þátt. Lið-
inu hefur einnig verið boðið til
Moskvu í júlí til þátttöku í „Góð-
viljaleikunum“. Kvennalandslið-
inu hefur verið boðið til Kanada í
mars en þar verða þátttakendur
landslið Kanada, Frakklands og
Ítalíu. Stjórn HSÍ á eftir að taka
ákvörðun um hvort þessi þrjú
boð verði þegin. —VS
2.deild
HSK í vandræðum
HSK lenti í óvæntum erfið
leikum með Esju í B-riðli 2.
deildar karla í körfuknattleik um
helgina. Leikið var í Reykjavík
og HSK vann 73-71 og er á ný í
efsta sæti riðilsins.
UÍA fór létt með Árvakur á
Egilsstöðum og sigraði 94-49.
Um fyrri helgi vann Snæfell Esju í
Reykjavík 79-46.
Staðan í B-riðli:
HSK.................7 6 1 520-386 12
Snæfell.............8 6 2 565-465 12
UlA.................7 5 2 500-430 10
Léttir..............8 5 3 535-510 10
Esja................8 1 7 437-555 2
Árvakur.............8 0 8 427-638 0
Tvö efstu lið riðilsins fara í úr-
slitakeppnina um 1. deildarsætið.
—HÁ/VS
Körfubolti
Fjögur met
í Bonn
Á alþjóðlegu móti í Bonn um síð-
ustu helgi voru sett fjögur met í 25 m
laug. Vegna smæðar laugarinnar eru
þau ekki skráð sem heimsmet. Tvö
þeirra setti austur-þýska stúlkan Silke
Hörner. Hún synti 100 m bringusund-
iðá 1 mín, 7,05 sek. og 200 m bringu-
sund á 2:25,71. Sovétmaðurinn Igor
Polanski synti 200 m baksund á
1:56,73 og síðast en ekki síst setti
vestur-þýska sveitin mct í 4x200 m
skriðsundi, 7:05,17 mín. Sveitina
skipa þeir Rainer Henkel, A 'exander
Schowtka, Dirk Korthals og Michael
Gross. —HÁ/Reuter
Frjálsar
Sex heimsmet
Sex heimsmet í frjálsum íþrótt-
um innanhúss voru sett um síð-
ustu helgi, þar af tvö í stangar-
stökki. Sergei Bubka stökk 5,92
m í Moskvu á laugardaginn en
þetta nýja met stóð ekki lengi því
strax daginn eftir stökk Banda-
ríkjamaðurinn Billy Olson 5,93 m
á móti í New Jersey.
í landskeppni milli Bretlands
og Ungverjalands í Cosford bætti
Zola Budd frá Bretlandi metið í
3000 m hlaupi kvenna. Hún hljóp
á 8:39,79 mín. Fleiri metvoru sett
í hlaupum. Thomas Schönlebe,
A.Þýskalandi, hljóp 400 m karla
á 45,41 sek. í Austur-Berlín og á
sama móti hljóp landi hans Corn-
elia Oschkenat 50 m grindahlaup
kvenna á 6,71 sek. Þá hljóp Mar-
icica Puica, Rúmeníu, 1500
metraá 4:14,17 mín. ámótiíött-
awa.
—HÁ/Reuter
Hörð fallbarátta
Fallbaráttan í 1. deild karla í
körfuknattleik harðnaði til muna
um helgina. Reynir úr Sandgerði
vann Breiðablik 59-48 í Kópavogi
á föstudagskvöldið og þar með er
Kópavogsliðið komið í nokkra
fallhættu. Þór tapaði 62-53 í
Grindavík á laugardaginn í leik
sterkra varna en malaði síðan ÍS í
Reykjavík á sunnudaginn, 93-63.
Fjögur af sex liðum deildarinnar
eru því í fallbaráttu en staðan er
þessi.
Fram..........16 16 0 1355-977 32
Grindavík.....18 11 7 1269-1278 22
Breiðablik....17 7 10 1111-1231 14
ÞÓrA..........16 6 10 1089-1088 12
ReynirS....... 16 5 11 951-1109 10
Is............15 4 11 954-1046 8
Næsti leikur er Grindavík—
Breiðablik á fimmtudagskvöldið.
—HÁ/VS
Miðvikudagur 12. febrúar 1986
Kuwait
Vísað úr FIFA!
Körfubolti
UMFN-Valur
Kuwait var í gær vísað úr Alþjóða Knattspyrnusambandinu,
FIFA. Undanfarna mánuði hafa málefni knattspyrnusambands
Kuwait verið í miklum ólcstri, stjórnunarlega og fjárhagslega.
Kuwaitbúum var gefinn 15 daga frestur til að gera hreint fyrir
sínurn dyrum og kjósa nýja stjórn. FIFA setti Kuwait í lands-
leikjabann fyrir mánuði síðan. Þá hafa dómarar verið í verkfalli
í landinu og þurft hefur að ráða erlenda kollega þeirra til að
halda knattspyrnunni gangandi.
—VS/Reuter
Undanúrslitin í bikarkeppni
karla í körfuknattleik hefjast í
kvöld. UMFN og Valur leika fyrri
leik sinn, hann fer fram i Njarð-
vík og hefst kl. 20. Haukar og ÍBK
leika annað kvöld í Hafnarfirði en
seinni leikir liðanna fara fram í
næstu viku.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15