Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 8
MANNLÍF virkari nú en áður í starfinu. Þær eru margar hverjar trúnaðar- menn á stórum vinnustöðum og það var fyrst og fremst leitað eftir því að þær yrðu með í stjórn og trúnaðarmannaráði því að við vitum að þetta er fólk sem Iðjufé- lagar hafa treyst til forystu hvert á sínum vinnustað. Pað er einnig áberandi hversu sterk eining er meðal kvenna í Iðju um að stokka upp starfsemina og skipta út í forystu félagsins. Konurnar hafa því skilað sér af fullum krafti í starfinu og lagt áherslu á að þær hafi ítök og áhrif í forystu félags- ins. Þarf að gera félagið sterkara Hefur þú trú á því að það reynist auðvelt verk að rífa Iðju upp úrþeim öldudal sem þið viljið meina að félagið sé komið í? - í*að er ekki auðvelt verk og eitt er víst að allt verður þetta þrotlaus vinna. En með því að vinna vel og skipuleggja starfið, auka vinnustaðafundi og einnig einstakra hópa og auka við útgáf- ustarfið og fræðslu innan félags- ins. Það er hægt að gera ýmislegt og það er hægt að virkja hinn al- menna félaga en það þarf að gefa sér tíma til að sinna þeirri vinnu og halda þessu starfi áfram en Rætt við starfsfólk í Plastprenti um kosningarnar og starfið hjá Iðju. Guðmundur Þ. Jónsson: Verðum að tryggja öflugra starf og auka tengslin við félagsmenn. Mynd - öig. Þegar þú kemur með bílinn í smurningu til okkar, færðu að sjálfsögðu fyrsta flokks alhliða smurningu. En það eru tvö atriði sem viðskiptavinum okkar hafa líkað sérstaklega vel og við viljum vekja athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum við án sérstaks aukaqjalds á öllum bílum, sem við smyrjum. í fyrsta lagi smyrjum við allar hurðalamir og læsingar á bílnum. Þetta tryggir að allar hurðir og læsingar verða liðugar og auð- opriaðar, jafnvel í mestu frostum. í öðru lagi tjöruhreinsum við framrúðuna, framljósin og þurrku- blöðin. Þetta lengir endingu þurrkublaðanna og eykur útsýni og öryggi í vetrarumferðinni. Tryggðu þér fyrsta flokks smurningu með því að panta tíma í síma 21246 eða renna við á smurstöð Heklu hf. Laugavegi 172. hætta ekki þegar menn eru rétt farnirafstað. Iþessusambandier ég ekki aðeins að tala um starfið í kringum kjarabaráttuna hverju sinni og samningamálin, heldur hið almenna starf sem þarf að vera meira lifandi einmitt til að gera félagið sterkara. Hvar telur þú mikilvœgast að byrja efþiðfáið umboð til að taka við stjórn félagsins? - Eg tel mikilvægast að byrja á því að samstilla hina ýmsu hópa innan félagsins. Iðja er mjög fjöl- breytilegt félag og það eru mjög margir starfshópar innan félags- ins og þar er margt gjörólíkt. í grundvallaratriðum sitja flestir þó við sama borð en það eru ýmis sérmál sem þarf að vinna betur í og ná fram leiðréttingum og lag- færingum varðandi kaup og kjör. Pað eru einmitt þessi atriði sem ég vildi gjarnan fara betur inná í starfi félagsins þannig að starfs- hóparnir séu mun virkari varð- andi sín sérmál án þess þó að leiða starfsemina út í klára deildaskiptingu sem ég tel ekki vera hið rétta, heldur að tengja vinnustaðina meira saman inn- byrðis. Verður að auka starfsfræðslu og starfsmenntun Iðja telst til svokallaðra lág- launafélaga. Sérð þú einhverja breytingu í þeim efnum? - Það er alveg klárt að Iðja sem önnur félög ófaglærðs fólks á alltaf undir högg að sækja. Launaskriðið á sér ekki stað í verksmiðjunum. Taxtakaupið er það sama og hjá öðrum en tekjur Iðjufélaga eru oftast lægri en hjá öðrum þar sem hvorki yfirvinnu né launaskriði er til að dreifa. Ég er alls ekki að segja að lausnin sé yfirvinna, síður en svo. Ég held að það þurfi í staðinn að auka alla starfsfræðslu og starfsmenntun og gefa Iðjufélögum á þann hátt kost á að auka bæði menntun sína og tekjur. Það er villandi að vera sífellt að tala um ófaglært fólk. Hver segir að það þurfi ekki kunnáttu til að framleiða 1. flokks vörur úr skinnum og ull? Þarf ekki fagkunnáttu til að vinna við saumaskap og þannig mætti lengi telja. Við búum yfir ákveð- inni þekkingu sem á að meta að verðleikum og launa sem hverja aðra fagvinnu. Ég þykist viss um að fólk er reiðubúið að leggja töluvert á sig í þessum efnum en því miður þá hefur ekkert verið unnið að því að koma þessum málum áfram. Þarna þarf að verða breyting á. Því var haldiðfram í blaðagrein í Morgunblaðinu af einum mót- frambjóðanda ykkar, að Iðja hefði framselt samningsrétt sinn til Landssambandsins og það vœri því þú öðrum fremur sem bœrir ábyrgð á því að kjör Iðju- fólks vœru ekki hœrri en raun ber vitni, en stjórn Iðju hefði nánast ekkert um þau mál að segja. Hvað segir þú um þetta? - Hér er fyrst og fremst um vanþekkingu að ræða. Hvorki Iðja né önnur stéttafélög hafa afsalað sér samningsréttinum. Sá réttur liggur ætíð hjá hverju fé- lagi. Hins vegar höfum við verið í samstarfi við aðra, bæði innan Alþýðusambandsins og Lands- sambandsins og erum aðilar að þeim kröfum sem ASÍ leggur fram. Eitt félag sem ekki sér um verðtryggingu launa. Annað hvort eru laun verðtryggð í landinu eða ekki. Varðandi sérmál iðnverkafólks þá hefur niðurstaðan verið sú að rétt væri að bera kröfur í þeim efnum fram í nafni Landssambandsins. Þótt Iðja sé stærsta félagið þá gilda samningar Iðju oftast nær fyrir allt annað iðnverkafólk í landinu og því talið eðlilegt að menn berj- ist saman fyrir þessum sérmálum. í stjórn landssambandsins sitja fyrst og fremst formenn aðildar- félaganna þar á meðal Bjarni Jakobsson. Tillögur um að slíta þessu samstarfi hafa ekki komið upp á neinu stigi undanfarin ár en ég útiloka alls ekki að það geti ekki komið upp sú staða að mönnum þyki eðlilegt að félögin taki sérmálin í sínar hendur. Mikill áhugi meðal félagsmanna Það erufáir dagar til kosninga. Hvert er hljóðið í Iðjufélögum, eruð þið bjartsýn á árangur í kosningunni? - Mér finnst vera verulegur áhugi hjá fólki og meiri áhugi heldur en maður kannski bjóst við í fyrstu og það er gleðiefni. Ég er vongóður, en hins vegar skyldi enginn liggja á liði sínu. Það er barátta í þessum kosningum þó sem betur fer sé engin illska með í ferðum, en þetta er barátta og ég vona að sem flestir Iðjufélagar veiti okkur A-lista fólki brautar- gengi, sagði Guðmundur Þ. Jóns- son. -•g 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.