Þjóðviljinn - 08.03.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 08.03.1986, Qupperneq 1
HEIMURINN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Bretland 8 mars 1986 laugar- dagur 56. tölublað 51. árgangur DJOÐVIUINN Aldraðir Neyðarástand Aðeins 3 af 1100 manna biðlista í söluíbúðir. 300 í sárri neyð Söluíbúðir stytta ekki biðlista aldraðra hjá borginni. Komið hefur fram að af þeim 1100 sem nú eru á biðlista eru 500 sem ekki eiga eigin íbúð, 300 eru í sárri neyð og þyrftu að fá úrlausn þeg- ar í stað. Hægagangur meirihlut- ans í íbúðabyggingum hefur vald- ið uppsafnaðri ncyð aldraðs fólks, sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi m.a. á borgar- stjórnarfundi á fimmtudags- kvöldið. Það kom fram í svari Páls Gíslasonar Sjálfstæðisflokki við Hœkkanir Kartöflur hækka um 5,25% Landbúnaðarráðuneytið heimilaði þessa hœkkun 1. mars sl. Verð á kartöflum hækkaði um 5,25% 1. mars sl. Að sögn Gests Einarssonar forstjóra Ágætis var það landbúnaðarráðherra sem heimilaði þessa verðhækkun og voru kartöflur látnar fylgja þeim hluta landbúnaðarvara sem hækkuðu í verði 1. mars sl. -S.dór ASÍ Eftirlits- nefhd skipuð Verðlagseftirlit Alþýðu- sambandsins er að fara í gang. Birt verða nöfn þeirra verslana sem eru með hagstœðasta vöru- verðið Alþýðusambandið hefur skipað nefnd til að annast eftirlit með vöruverði í landinu í kjölfar kjarasamninganna. I nefndina voru skipuð Guðríður Elíasdótt- ir, Karl Steinar, Jón Agnar Egg- ertsson, Hólmgeir Jónsson og Lára Júlíusdóttir lögfræðingur ASÍ. Hlutverk nefndarinnar verður að fylgjast með verðlagi í landinu og að það loforð sem gefið var um verðlækkun sem forsenda kjara- samninga verði haldið. Til stend- ur að ráða fólk til starfa við verð- lagseftirlit. Þá er og fyrirhugað að senda út reglulegar upplýsingar til birtingar í fjölmiðlum um hvar vöruverð í verslunum er lægst. -S.dór fyrirspurn Guðrúnar að aðeins 3 einstaklingar af þeim 1100 sem eru á biðlista hjá Félagsmála- stofnun hafa séð sér fært að kaupa íbúð í VR blokkinni svo- kölluðu í Kringlunni og hjá Sam- tökum aldraðra í Bólstaðahlíð, 45 hafa flutt þar inn, en aðeins 3 hafa verið á biðlista, þar sem neyðin er sárust. Vitað er að aðeins fjársterkir aðilar sem eiga stórar eignir geta keypt þær söluíbúðir sem í boði eru, hjá VR og Samtökum aldr- aðra, en sem kunnugt er hefur íhaldsmeirihlutinn í borgarstjórn lagt söluíbúðirnar upp sem möguleika til þess að leysa úr húsnæðisvanda gamla fólksins, og hefur lagt stórfé í byggingu þjónustukjarna í sambandi við þessar byggingar. Hins vegar hefur borgin á síð- astliðnum fjórum árum ekki byggt neina íbúð sem leigð hefur verið út til aldraðra, en losað sig við Hafnarbúðir og svelt B-álmu Borgarspítalans. Ibúðirnar við Seljahlíð þar sem eru 80 rými verða ekki tilbúnar fyrr en í vor, um það bil sem kosningar munu fara fram. 20-30 íbúðir á horni Garðastrætis og Vesturgötu eru enn á teikniborðinu, en það kom fram hjá Páli á borgarstjórnar- fundinum, að ekki hefur verið ákveðið hvort þær verða seldar eða leigðar. í bókun borgarfulltrúa Abl. um þetta mál segir, að í ljósi þessa megi vera ljóst, að meirih- lutinn hefur brugðist gjörsamlega þeirri skyldu sinni að beina at- hyglinni sérstaklega að úrlausn á vanda þeirra sem verst eru settir. -gg Rottan sem dó London - ítalskur vörubílstjóri sem tók rottuna sína með sér til Englands í bílferð var fyrir stuttu sektaður um 1000 pund af ensk- um dómstólum. Lögreglaní Englandi stöðvaði Roberto Bersini, 31 árs, þegar þeir sáu rottu hlaupandi um bíl- inn. Rottan var hins vegar gælu- dýr Robertos og heitir Velano. Roberto var auðvitað afskaplega sár þegar Velano var aflífuð en vera hennar í Englandi braut í bága við lög gegn hundaæði. „Ég á hana,“ sagði hann við dóma- rann, „ég fékk hana á rannsókna- stofu og hélt að hundaæðislögin ættu aðeins við hunda og ketti.“ 1 Anna, Berglind, iris, Erla og Magnea á dagheimilinu Austurborg eru meðal þeirra lægst launuðu hjá borginni. I dag er hins vegar alþjóðlegur baráttudagur þeirra og annarra kvenna og verður gengið fylktu liði frá Hljómskálanum kl. 13.30 niður að Hlaðvarpa, þar sem mikill baráttufundur hefst kl. 14.00. Áfram stelpur! Mynd Sig. Reykjavíkurborg Karlar einoka toppana Engin kona í sex efstu launaflokkunum. Konur mest áberandi í lœgstu launaflokkum Ekki er að flnna eina einustu konu meðal þeirra sem skipa sér ■ sex efstu launaflokkana hjá Reykjavíkurborg. I tíu efstu launaflokkunum eru 104 karlar, en aðeins 9 konur. Þá er ótaiinn Davíð Oddsson borgarstjóri, en hans laun koma ekki til umræðu við gerð kjarasamninga, enda þiggur hann ráðherralaun, og mikill reginmunur á honum og næsta manni fyrir ncðan hann í launum. Þetta kemur fram í talningu sem Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar hefur gert að beiðni borgarstjórnar. í nóvember síð- astliðnum lögðu borgarfulltrúar Abl. fram tillögu þess efnis, með það í huga, að niðurstöðurnar yrðu síðan lagðar til grundvallar við gerð næstu sérkjarasamninga Starfsmannafélagsins, sem nú standa fyrir dyrum. Þær stöður hjá borginni sem gefa hæstar tekjur eru m.a. skrif- stofustjóri borgarstjórnar, borg- arverkfræðingur, borgarlæknir, rafmagnsstjóri, félagsmálastjóri, forstjóri SVR, forstöðumaður skólaskrifstofu og fjármálastjóri rafmagnsveitunnar, svo dæmi séu tekin úr sex efstu flokkunum. Föst laun þessara embættis- manna eru allt að rúmlega 60 þús- und krónur á mánuði. í lægstu flokkunum eru konur hins vegar mest áberandi. í lægsta launaflokki þar sem laun eru frá 18.500 krónum er 161 kona, en 72 karlar. Næsta lægsti launaflokkur hefur 71 konu og 30 karla innanborðs. Fjölmennustu starfsheiti hjá borginni eru fóstr- ur, sjúkraliðar og vagnstjórar SVR. Vagnstjórar eru 154, þar af 7 konur og taka þeir laun frá 20.181 krónu. Aðeins tveir karlar eru meðal 172 sjúkraliða, sem fá laun frá 21.410. Fóstrur eru sam- kvæmt þessari talningu eingöngu konur, alls 134, með laun frá 24.097 krónum. -gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.