Þjóðviljinn - 08.03.1986, Qupperneq 2
Albert Guðmundsson segir engar viðrœður við Alusuisse standa yfir.
Steingrímur og Matthías segjast vera í álviðrœðum í Sviss. Er ástœðan
dagpeningagreiðslur?
Þeir Steingrímur Hermannsson
og Matthías Á. Mathiesen
brugðu sér til Sviss að horfa á tvo
landsleiki íslenska liðsins þar. Sá
áhugi sem þeir sýna íþróttinni er
lofsverður. Aftur á móti segjast
þeir fara þessa ferð til að eiga við-
ræðu við Alusuisse-menn og efna-
hagsmálaráðherra Sviss.
Eg kannast ekki við neinar við-
ræður við Alusuisse og mér er
ekki kunnugt um að þeir Matthí-
as og Steingrímur séu í neinum
viðræðum við Alusuisse, segir
Albert Guðmundsson í blaðavið-
tali í gær.
Því vaknar sú spurning hvort
hér er verið að fara á bak við
iðnaðarráðherra. Með því að
segjast fara í opinberum erind-
agjörðum fá ráðherrarnir fullar
dagpeningagreiðslur og fargjöld
Reykjavíkurborg
íbúð tekin
úr umferð
Húsnœðisfulltrúi tekur
eina íbúð úr umferð.
Lofar bœttum aðstœðum
Guðný Aradóttir: Lof-
orð engin trygging
Fundurinn fór ágætlega fram
og loforðin voru prýðileg, en svo
er auðvitað að vita hvort þau
komi til framkvæmda, sagði
Guðný Aradóttir um húsfund í
fyrrakvöld sem Félagsmálastofn-
un hélt með íbúunum að Vatns-
stíg framleigðu húsnæði borgar-
innar, sem reynist óíbúðarhæft.
Eins og Þjóðviljinn greindi frá
fyrir skömmu var leigan í þessu
húsnæði hækkuð um 67% en í
framhaldi af þeirri frétt og hörð-
um mótmælum íbúanna var mál-
ið tekið upp á Félagsmálaráðs-
fundi og þar samþykkt að fella
hækkunina niður í 40%.
„Húsnæðisfulltrúinn kom
sjálfur á fundinn og skoðaði það í
húsinu sem við höfðum yfir að
kvarta. Niðurstaðan var sú að
konan sem býr í íbúðinni sem er í
hvað verstu ástandi fær nýja íbúð
en það er mikill ávinningur fyrir
hana. Annað hafa þeir lofað að
lagfæra með vorinu. Ég mun
neita að greiða 40% hækkun á
leigunni fyrr en eitthvað hefur
verið gert og ég veit að ég verð
ekki ein um það,“ sagðí Guðný.
-K.Ol.
Egg-leikhúsið
„Ella niðurlægð“
Leikritið „Ella“ frumsýnt íHlaðvarpanum á
sunnudag
Steinsteypa
Lækkar ekki á næstunni
Víglundur Þorsteinsson hjá BM Vallá: Lofa ekki lœkkun ensteypa
mun ekki hœkka meira á árinu
Nýlega hækkaði verð á
steinsteypu hjá steypustöðv-
unum um 14%. Þjóðviljinn innti
Víglund Þorsteinsson hjá BM
Vallá eftir því hvort hann ætlaði
að verða við tilmælum iðrnrek-
enda og lækka verðið i takt við
samningaloforð.
„Það er alveg ljóst að verðið
lækkar ekki í vetur. Á veturna
eru steypustöðvarnar reknar með
tapi.
Við erum aftur á móti að
endurskoða þetta allt hjá okkur
og ég veit ekki hvað verður þegar
háannatíminn, vor og sumar,
kemur. Ég þori ekki að lofa lækk-
un, en ég get lofað því að steypa
mun ekki hækka það sem eftir er
ársins.
Annars ræður verð á sem-
enti miklu hér um, þar sem sem-
entsverð ræður 35%-40%
steypuverðsins. Ég veit ekki hvað
rílcísstjórnin gerir varðandi sem-
entsverðið," sagði Víglundur.
Það virðist því ætla að verða
þungt fyrir fæti víða að fá fram
verðlækkanir, eins og ríkisstjórn-
in lofaði við samningsgerðina á
dögunum.
-S.dór
greidd frá rfkinu. Menn spyrja
hvort það sé ástæðan fyrir því að
ferðin er sögð opinber, án þess að
iðnaðarráðherra sé látinn vita.
Magnús Torfi blaðafulltrúi
ríkisstjórnarinnar sagði að
ástæða þess að þeir fóru til Sviss
sé sú, að efnahagsmálaráðherra
Sviss hafi beðið þá að koma til
viðræðna. Um tilefnið sagðist
Magnús ekkert vita.
Alla síðustu viku hafa nær allir
ráðherrarnir verið á ferðalögum
erlendis. Um tíma mun Jón
Helgason hafa gegnt nær öllum
ráðherraembættunum í fjarveru
vinnufélaga sinna. Eins og menn
vita hafa ferðaskrifstofur stofnað
allskonar klúbba sem kallaðir eru
FRÍ-klúbbar og FRÍ þetta eða
hitt. Því vaknar sú spurning hvort
ekki beri að breyta „ráðherra“
yfir í FRÍ-herra hér á landi.
-S.dór
Borguðum við undir óheilla-
krákurnar í stúkunni í Sviss?
Þórarinsdóttir í hlutverki Ellu.
„Þetta eru mjög krefjandi hlut-
verk,“ sagði Viðar „bæði hvað
varðar texta og viðbrögð, en við
erum stanslaust á sviðinu í tvær
klukkustundir."
Leikstjóri verksins er frinn
Michael Scott en hann starfar
sem leikhússtjóri og leikstjóri á
írlandi. „Michael hefur reynst
mjög vel. Hann hefur miðlað til
okkar reynslu og þekkingu sem
er dýrmæt,“ sagði Viðar sem
„uppgötvaði“ Michael eftir að
hafa séð eina af sýningum hans á
írlandi.
Aðstoðarleikstjóri verksins er
Margrét Guttormsdóttir, leik-
mynd gerði Guðjón Ketilsson og
búninga Guðrún Erla Geirsdótt-
ir.
Sýningarnar verða í kjallara
Hlaðvarpans að Vesturgötu 3.
-K.Ól.
Ella er meðal niðurlægðustu
kvenpersóna leikbókmennt-
anna sagði Viðar Eggertsson um
aðalpersónuna í leikritinu „Ella“
sem Eggleikhúsið frumsýnir á
sunnudagskvöldið.
„Ella“ er eftir þýska kvik-
myndagerðarmanninn og leikrit-
ahöfundinn Herbert Achterbush
en Þorgeir Þorgeirsson þýddi
verkið. I leikritinu segir frá full-
orðinni konu sem hefur hafnað í
hænsnakró systur sinnar í kjall-
ara. Sonur hennar lífs eða liðinn,
raunverulegur eða óraunveru-
legur, fer í gervi hennar og rekur
líf hennar. „Saga hans er misk-
unnarlaus, hann nær að orða það
sem Ella hefur ekki einu sinni
þorað að hugsa um,“ sagði Viðar
um frásögn sonarins.
Leikararnir í verkinu eru að-
eins tveir, Viðar Eggertsson sem
leikur soninn og Kristín Anna
Viðar Eggertsson í hlutverki sonarins/Ellu. Ljósm. Atli.
FRETTIR
Ráðherraferðir
Fóru á bak við Albert
TORGIÐi
Norðurlandaráð
Tillaga Guðnínar samþykkt
Samkomulag umþjóðskrár á Norðurlöndum endurskoðað ogþœr samræmdar
Norðurlandaráðsþing sam-
þykkti í gær á lokadegi þing-
sins tillögu Guðrúnar Helgadótt-
ur og 7 annara þingmanna frá ís-
landi og Noregi um að samningur
um þjóðskráningu á Norður-
löndum verði endurskoðaður og
þjóðskrárnar verði samræmdar.
„Það er vissulega gaman að fá
þetta brýna mál afgreitt svona
fljótt. Ég flutti þessa tillögu í okt-
óber og hún fékk alls staðar góð-
ar viðtökur bæði í nefndum og
svo hér á þinginu. Megninatriðið
er að tryggja jafnan rétt allra
Norðurlandabúa gagnvart þjóð-
skrám síns heimalands burtséð
frá því hvar þeir hafa aðsetur
hverju sinni á Norðurlöndum,
t.d. að námsmenn sem fara frá
íslandi, til náms á öðrum Norður-
löndum verði ekki þurrkaðir burt
af kjörskrám hér heima,“ sagði
Guðrún í samtali við Þjóðviljann
í gær.
Á þinginu lagði Guðrún ásamt
fleiri þingmönnum fram tillögu
um að Norðurlandaráð veiti sér-
stakan styrk til jarðskjálftamæl-
inga og rannsókna á íslandi
vegna væntanlegs Suðurlands-
skjálfta. „Þetta er hið þarfasta
mál og íslenska vísindamenn hef-
ur skort fé til frekari rannsókna
og ég er vongóð um að þetta er-
indi fái góðar undirtektir hjá
Norðurlandaráði," sagði Guð-
rún.
-Ig
Löndunarskýrslur
Enn í rannsókn
Það er maður frá okkur fyrir
norðan núna að kanna málið,
sagSi Jón B. Jónasson skrifstofu-
stjóri sjávarútvegsráðuneytisins
um rannsókn ráðuneytisins á föls-
unum á löndunarskýrslum.
Eins og Þjóðviljinn hefur
greint frá liggja nokkrir undir
grun um að hafa falsað löndunar-
skýrslur sem sendar eru opinber-
um aðilum þannig að þorskafli er
skráður minni en hann í raun er.
„Ef þessi grunur á við rök að styj-
ast þá verður málið að sjálfsögðu
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
kært til yfirvalda,“ sagði Jón B.
Jónasson.
Dalbraut
Hrönn sótti um
Þau mistök urðu í frétt blaðsins
í gær af umsóknum um stöðu for-
stöðumanns dvalarheimilis aldr-
aðra við Dalbraut, að nafn eins
umsækjandans féll niður. Sá er
Hrönn Jónsdóttir hjúkrunar-
kennari. Hrönn og aðrir lensend-
ur blaðsins eru beðnir velvirðing-
____ ~gg-