Þjóðviljinn - 08.03.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1986, Síða 5
Konur og kjörin 8. mars Á fundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur um samningana á dögunum greiddu 12 manns at- kvæði gegn samþykki þeirra, þar- af 10 konur. Kona sem var á fundinum, sagði eftir á, að at- kvæðagreiðslan hafi endurspegl- að stöðu kvenna á vinnumarkað- inum. Karlarnir samþykktu samningana af því að þeir fengju hvort er ekki laun eftir þeim, - en konurnar væru margar hverjar dæmdar til að fá laun eftir samn- ingsbundnum töxtum, sem eng- inn gæti lifað af. Þessi þróun á síðustu árum hef- ur skapað gífurlega mismunun og óréttlæti, sem ekkert virðist eiga að gera neitt við. Það er hins veg- ar athyglisvert, að innan BSRB hefur þessa óréttlætis ekki gætt í neinum viðlíka mæli og á al- mennum „frjálsum“ markaði. Launaskriðið hófst með leiftursókn ríkisstjórnarinnar 1983, sem síðan hefur staðið yfir, - og lýsir sér í stuttu máli þannig, að eftir að verðtrygging launa var afnumin með lögum, hrapaði kaupmáttur taxtakaups um tæp- lega 30%, - og situr þar við enn. Þar með var opnað fyrir launa- skrið á almennum vinnumarkaði í ríkari mæli en áður þekktist. Á þessu ári er gert ráð fyrir 3-4% launaskriði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar, þó aukning taxta- kaupmáttur verði 0 miðað við síðasta ár. 20 sinnum minna launaskrið f samanburði sem gerður var fyrir Þjóðviljann á launum karla og kvenna innan ASÍ á þriðja ársfjórðungi áranna 1984 og 1985 kom í ljós, að launaskriðið var 0.2% hjá konum en 4% hjá körlum eða 20 sinnum minna hjá konum. í rauninni er sama hvert litið, reglan er sú, að konur hafi farið verr út úr laununum en karlarnir. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um taxtana almennt. Kvenna- störf svokölluð eru mun verr borguð en karlastörfin á al- mennum vinnumarkaði. Vinnuþrælkun Kjaraskerðingunni 1983 mætti launafólk með því að leggja á sig meiri vinnu. Vinnutíminn á ís- landi er með því lengsta sem þekkist í heiminum og hvergi í svokölluðum siðvæddum löndum þekkist önnur eins vinnuþrælk- un. Verkakonur unnu nær því 46 stundir á viku á þriðja ársfjórð- ungi síðasta árs og hjá öðrum hópum kemur í ljós að þeir hópar sem lent hafa illa útúr launaskrið- inu mæta því glögglega með aukinni yfirvinnu. Konur við af- greiðslustörf skorti ríflega 3% upp á að ná áætlaðri taxtahækkun á þessum áðurnefnda ársfjórð- ungi, en á síðasta ári unnu þær að meðaltali 2 klukkustundum lengur en á árinu 1984. En svona tölfræði segir hvergi alla sögu. Fjöldi fólks af báðum kynjum mætir kaupmáttarrýrn- uninni með því að fá sér svarta vinnu aukalega, vinnu sem hvergi kemur fram. Og þannig nást stundum endar saman. Þessi aukavinna er ekki viðurkennd fremur en vinna á heimilinum, sem í okkar karlrembuþjóðfélagi er mestan part á herðum kvenna. Sjálfsvörnin Það er athyglisvert að í ályktun og málflutningi þeirra hópa sem bundist hafa samtökum um rétt- indamál sín, svosem samtök kvenna á vinnumarkaði og hús- næðishreyfingin, er sérstök áhersla á afnám vinnuþralkunar. En að öðru leyti er áhersla á að uppræta þetta þjóðfélagsmein ekki áberandi, til dæmis á al- þingi. Það er athyglivert, að eftir að verðbætur voru teknar af launun- um 1983 og launaskriðið hófst, fyrir alvöru, þá var afturför í launamálum kvenna. Þær misstu af launaskriðinu í þeim mæli sem karlar fengu það. í umræðum meðal kvenna gæt- ir nokkurs vonsleysis vegna þessa, - og nýgerðir samningar voru ekki til að draga úr því. Þær spyrja sem svo: ef ekki er hægt að ná leiðréttingum í gegnum verka- lýðshreyfingu við samningaborð- ið og á alþingi - hvað er þá hægt að gera? Samtök kvenna á vinnumark- aði voruu stofnuð 1984 beinlínis vegna þessarar þróunar. Þessi samtök telja eitthvað á 6. hundr- að kvenna og hafa haldið uppi merkilegu upplýsinga- og fræðslustarfi síðustu tvö árin. Þessi samtök hafa haldið nám- skeið í félagsmálastörfum, þau hafa haldið fundi og gefið út ályktanir. Þann 11. janúar var til dæmis haldinn um 200 manna fundur á Hótel Borg um launa- málin, þarsem sérstaklega var fjallað um atvinnumálin hjá kon- um sem vinna hjá Granda. Það er full ástæða til að hlusta á viðhorf samtaka kvenna, þeirra kvenna sem nota hverja frístund til starfa í launabaráttunni. Konur segja mér, að þrásinnis hafi sú staða komið upp að und- anförnu að þær ræddu sín á milli um möguleika til að komast útúr kynjakúguninni í launamálum með róttækum aðgerðum. Þar hefur til dæmis verið rætt um að verkalýsðfélög skipuð konum og aðrar konur í blönduðum verka- lýðsfélögum drægi sig útúr heild- arsamtökunum og stofnuðu ný. Þær segja að líta megi á þetta sem eina ástæðuna fyrir því, að kenn- arar gengju útúr BSRB. Von- leysi. Kannski best að við stofn- uðum nýja verkalýðshreyfingu, sagði einn viðmælenda minna. Prívatmál Allir eru sammála um að laun séu allof lág í landinu, nema ein- hverjir kverúlantar. Eftir þriggja ára fórnartíð launafólks, árásir á launin, samstöðuna og velferðina er það einfaldlega orðið algengt ef ekki regla á almennum vinn- umarkaði að um launin er samið „prívat". Taxtarnir eru til mála- mynda til að geta m.a. haldið ódýru vinnuafli ennþá ódýrara, haídið því niðri og þá verða kon- urnar einkanlega illa úti. En þær verða auðvitað líka að taka þátt í sérgæskuþjóðfélaginu, og gera einkasamninga um kaup og kjör. Hvaða máli skiptir það fyrir karla sem hvort eð er semjaprívat um laun sín, hvort samningar eru góðir eða slæmir? Mér er sögð sú saga af ungri stúlku austan af landi, sem hafði unnið við verslun í þrjú ár, að hún hefði farið í atvinnuleit. Erlendis hefði stúlkan farið til verkalýðs- félagsins til að kanna laun sín og réttindi, en hér er ekki eftir neinum slíkum taxta að fara. Það fer nánast enginn eftir þeim, enda eru þeir svo ótrúlega lágir. Stúlkan fór í nokkrar stórverslan- ir. Hún fékk til dæmis tilboð um tæplega 30 þúsund krónur á mán- uði við verslunarstörf gegn því að laununum yrði haldið sem „al- geru trúnaðarmáli“ innan fyrir- tækisins. Stelpan vildi hins vegar kynn- ast meira skrifstofustörfum en hvíla sig á afgreiðslustörfum og leitaði lengur. Henni var sagt á öllum ráðgjafarþjónustum, að það sem máli skipti væri reynslan. Hennar væri best að afla sér hjá ríkinu, og vinna þar í dálítinn tíma, - og fara svo á hinn frjálsa markað. Þannig þjálfaði ríkið vinnuafl fyrir markaðinn. Stelpan gerði þetta, þótt launin fyrir dagvinnuna væru afskaplega léleg, ber taxti, - en það væri hægt að vinna upp með 90 yfir- vinnutímum á rnánuði og komast uppí sæmilegt mánaðarkaup, sagði hinn nýi yfirmaður hennar. Barbarí. 8. mars Það eru launamálin sem eru í brennideplinum 8. mars í dag, baráttudegi kvenna. Nokkur samtök: kvennafylking Alþýðu- bandalagsins, Samtök kvenna á vinnumarkaði, MFÍK og Kvennaframboðið hafa efnt til göngu klukkan hálf tvö niðrivið Hljómskála og skálma þaðan í Hlaðvarpann á fund klukkan tvö. Á veggspjaldi frá samtökum kvenna á vinnumarkaði er minnt á að í desember næstkomandi hafi ófaglærð verkakona 19.383 krónur í mánaðarlaun, - en má eiga von á „fátækrabótum" sem svara til 600 króna á mánuði til viðbótar. Og fóstra verður með í desember 27.155 krónur Haun á mánuði. Hún á von á 400 krónum á mánuði í „fátækrabætur“. Myndir þú lesandi góður treysta þér til að framfleyta fjölskyldu á slíkum launum? Óskar Guðmundsson Laugardagur 8. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.