Þjóðviljinn - 08.03.1986, Qupperneq 7
DJOÐVILJINN
Umsjón:
Mörður Árnason
Flýt þér
úr þessu
sláturhúsi
Ríkarður þriðji brýsttil valda á sviði
Þjóðleikhússins
Ó stormur voða, þú sem engu
eirir!
Mitt bölvað móðurlíf! Það heijar
hreiður
hefur til lífsins klakið skugga-
baldri
sem þekkist bakvið banvænt
augnaráð...
Hertoginn af Glostri,
kroppinbakurinn Ríkarður,
hefurennáný rutt sér
blóðslóðtil kpnungdómsá
Englandi og enn á ný dynja
yfirhannægilegustu
formælingar hugsanlegar úr
móðurmunni, formaðar af
Vilhjálmi Shakespeare,
umformaðar af Helga
Hálfdanarsyni.
Pað er svið Þjóðleikhússins
sem Ríkarður þriðji löðrar nú
blóði í fyrsta sinn í líki Helga
Skúlasonar, - „fulltrúi þess
svarta sjálfs.. .púkinn og prakkar-
inn sem heillar með djöfullegri
kænsku - og gerir áhorfendur
samseka með því að höfða beint
til þeirra og stæra sig af slægð-
inni“ einsog Árni Ibsen segir í
vandaðri leikskrá.
Herdís Þorvaldsdóttir hertog-
afrú af Jórvík, - hvað knýr son
þinn til illvirkjanna?
- Ýmislegt, svarar Herdís
vandfáanleg til spjalls í örlitlu
hléi á einni af síðustu æfingum, -
en hlustaðu á það sem hertoga-
frúin móðir hans segir: þín
bernskalvar full af þrjósku og
kenjurn; og þú varst/ískóla frekur
fauti og óbilgjarnjsem ungur
maður ofsafenginn gapij
fullorðinn slœgur, grályndur og
grimmur... - eðli Ríkarðs virð-
ist koma fljótt í ljós. Hann er
gramur hlutskipti sínu, - eða
guði; skapaður einsog hann er,
ekki sá sem fæddur er til ríkis og
ekki líklegur til ásta, þetta bætir
hann sér upp með því að stefna til
valda, með hvaða ráðum sem er.
- Móðir hans hatar hann:
skuggabaldur, ófreskja, segir
hún, og er að springa úr reiði yfir
því illa sem hann vinnur, - hann
hefur drepið bróður sinn og sæk-
ist eftir lífi ungra bræðrasona -,
en hann verður alltaf drengurinn
hennar, hlýtur alltaf að verða.
Það verður þessvegna óendan-
lega sárt þegar hún formælir hon-
um, hún kemst aldrei hjá að hafa
fætt hann.
Konur hafa stór hlutverk í
þessum sjónleik um valdatafl
karla, auk Herdísar flytja þarna
magnaðan texta Kristbjörg Kjeld
(Margrét ekkjudrottning), Ragn-
heiður Steindórsdóttir (Anna
prinsessa og drottning Ríkarðs),
Margrét Guðmundsdóttir (Elsa-
bet drottning): örlagavaldar?
- Nei, segir Herdís, - ekki ör:
lagavaldar, frekar fórnarlömb. í
fyrstu senunni milli Ríkarðs og
Onnu snýr Ríkarður henni á sex
mínútum til fylgilags við sig - og
þó er Anna nýorðin ekkja, og
maður hennar fallinn fyrir hendi
Ríkarðs, og hún byrjar á að
hrækja á hann. Þær eru fórnar-
lömb valdataflsins, ef til vill að
undanskildri Margréti drottningu
sem snemma biður þeirra böl-
bæna sem verða áhrínsorð, - þær
eru þolendur, Heyrðu það sem
hertogafrúin segir: bóndi minn lét
lífsitt í valda-streitul og synir mín-
ir hófust eða hnigul til heilla og
tjóns, og mér til gleði og gráts.l En
þegar loks er kyrrt, og granna-
kryt /lokið með sigri þeirra, hefja
þeirt stríð hver gegn öðrum,
bróðirfer að bróðurj œtt berst við
sjálfa sig. Ó hvílík firrall Skal
aldrei slota, blind heift, þinni
bölvun?
Leikstjórinn í Þjóðleikhúsinu
er enskur, John Burgess, og bún-
ingar, tónlist, leikmynd og lýsing
eru líka í höndum þarlendra. Það
verður fróðlegt að sjá hversu
leikstjóra og aðstoðarmönnum
tekst upp, leikritinu var fyrst
„rennt“ í gegn í heild sinni á
fimmtudag, tveimur dögum fyrir
frumsýninguna í kvöld, og blaða-
maður á flakki að tjaldabaki varð
áheyrsi nokkurra undrunarradda
og óþols, - en sá úr leikarahópi
sem varð fyrir samræðu undraðist
helst hvað leikstjórinn, - útlend-
ingur -, lagði mikla áherslu á
textann, á framsögnina: „hann
þekkir leikinn út og inn og veit
uppá hár hvað við erum að segja
hverju sinni. Það er góður skóli
fyrir okkur leikarana að fá svona
mikið aðhald í framsögninni. Það
er frumskilyrði að texti heyrist, -
og þessi texti er afskaplega vand-
meðfarinn, það verður að leggja
nokkuð á sig að koma honum til
skila."
Ríkarður þriðji er stórverkefni
Þjóðleikhússins þennan vetur, og
allt tiltækt lið kallað út, - meira
en hálft hundrað leikara á sviði
og of langt upp að telja: Róbert,
Erlingur, Flosi, Baldvin, Rúrik...
Þrír atvinnuleikarar í fyrsta sinn á
sviði í Þjóðleikhúsinu, Evert K.
Ingólfsson, Jóhann Sigurðsson,
Þröstur Guðbjartsson, - en einn
þátttakenda í harmleiknum á 60
ára sviðsafmæli: Valur Gíslason,
- og ungir synir Játvarðs fjórða
eru tveir strákar, Hilmir Snær
Guðnason og Atli Rafn Sigurðs-
son.
Leikur frá 16. öld urn miðalda-
menn að drepa hver annan, - en
við stutt áhorf leita ekki á sagn-
fræðispurningar að hinum sæla
Palme nýföllnum og Ríkörðum
rétt flúnum (Hest! mín konungs-
krúna fyrir hest!) frá Haití og Fil-
ippseyjum. Hér er ekki á ferð
upprifjum úr sögubókum um
rauðar rósir og hvítar á Engla-
foldu, heldur, eins og Árni segir í
leikskrá, drama um synd og yfir-
bót, um stjórnmálaspillingu og
hreinleika hjartans. (Drottning
við son sinn: flýt þér úr þessu slát-
urhúsi), leikur um samtímamál
og um tímalausan mannvanda.
„Hin glaðbeitta áætlun Rík-
arðs nær fram að ganga einfald-
lega vegna þess að spillingin er
þegar allsráðandi kringum vald-
astólinn“, - en hinn sjeikspírski
Mörður Vaigarðsson er heldur
ekki allslaus við mannlegar til-
finningar, - í formælingum móð-
urinn miðjum biður Helgi um að
bumbur séu knúnar, -
Hertogafrú: Hlustað’ á mín
orð.
Ríkarður: Þau eru' of hvöss.
-m
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7