Þjóðviljinn - 08.03.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 08.03.1986, Side 8
MENNING Rómantískur strengur Sýning Gísla Sigurðssonar að Kjarvalsstöðum Ýmsir hafa kvartað undan því að lítið sé orðið um stórar einka- sýningar í seinni tíð. Flestir lista- menn láti sér nægja að sýna fáein verk í einu og haldi þ.a.l. sýning- ar miklu örar. Eflaust er þetta rétt að sumu leyti, en þar hefur einnig ráðið sú staðreynd að sýn- ingarsalir hafa minnkað frá því Bjarni t>órarinsson heldur um þessar mundir einkasýningu í Ný- listasafninu við Vatnsstíg. Hann sýnir þar 23 málverk unnin á síð- astliðnum þremur árum. Margar þessara mynda hefur Bjarni sýnt áður, bæði á sýningu sinni í Gall- eríi Borg og einnig á gangi skrif- stofuhúsnæðis nokkurs við Ármúlann, sem kallast Gallerí Einiberjarunn. Einnig hefur Bjarni sýnt stærstu mynd sýningarinnar oftar en eínu sinni, en það er verkið „Teikn“, frábær mynd sem dreg- ur saman flest það sem einkennir stfl og inntak mynda hans. „Teikn“ gefur mönnum aðgang að hugarheimi Bjarna þar sem blandast goðsagnir og voveiflegir spádómar um aðsteðjandi ógn. Völvurnar eru þrjár og spár þeirra eru eldglæringar sem stíga til himsins. Við stöndum and- spænis ragnarökkri, teygð milli kjarnorkurisanna eins og smæl- ingjar í tröllahöndum. Málverk Bjarna minna sum hver á miðaldalýsingar. Þau feta einhvern milliveg milli penna- teikninga og málverks. Þar sem litanotkun hans er óvenjuleg; sem áður var. Vera má að þar ráði áhrif frá erlendum sýningar- sölum, en gallerí úti í heimi eru gjarnan litlar kompur þar sem fá verk komast fyrir. Þó er varla hægt að kvarta á meðan salir á borð við Kjarvals- staði og Listasafn ASÍ eru í full- um gangi og ekki má heldur áferðar- og blæbrigðalaus, en spennt upp í eitraðar samsetning- ar, virkar hún gjarnan á áhorf- andann sem blek. Þetta eru þess vegna miklu fremur stórar teikningar á striga en málverk. Formgerðin er grafísk en ekki malerísk. Þá er áberandi hvernig hann skiptir fletinum í litla reiti eða tígla og eykur það enn á skyldleikann við grafískar listir. Það er kraftbirtingarhljómur í bestu verkum Bjarna, sem erfitt er að skilgreina, en minnir sum- part á spænska trúarlist, jafnvel myndir E1 Grecos, ellegar síðustu verk hins ítalska læriföður hans Tintorettos. Manni finnst stund- um sem himnarnir gætu klofnað og teikn birst í lofti. Þessi mystíski tónn er ríkjandi í persónulegustu myndum Bjarna og gera hann að einhvers konar nútímalegum trúarmálara. Að vísu kennir fleiri grasa í verkum hans, t.d. þegarhanntengirþessa sýn sína kjarnorkuvánni, s.s. í „Homo nucleus I og II“. Hins vegar hverfur þessi sérstæði tónn þegar Bjarni reynir að herma hann upp á hversdagsleg tilvistar- vandamál. Þá er eins og hann af- gleyma Norræna húsinu, en kjall- ari þess mundi teljast til stórra sýningarsala ef lagðir væru er- lendir mælikvarðar á hann. Núert.d. ígangi stóreinkasýn- ing að Kjarvalsstöðum. Þar sýnir Gísli Sigurðsson, listmálari og rit- stjóri, hvorki meira né minna en 70 málverk og eru mörg þeirra vegaleiði sinn innri mann og glutri niður kjarnanum í bestu verkunum. Ef til vill má segja að það sé nokkuð djarft af Bjarna að sýna svo margar myndir sem þegar hafa komið fyrir augu manna. En þegar öllu er á botninn hvolft, virðast þessar myndir þola mæta- vel endurteknar sýningar. Það virkar líkt og ítrekun, enda dylst engum að þegar andinn kemur yfir Bjarna þá er honum mikið niðri fyrir. Hann er líkur hróp- andanum í eyðimörkinni sem stór í sniðum. Þetta er 8. einka- sýning Gísla og mun hún standa til miðs mánaðar í vestursal húss- ins. Það kennir margra grasa á sýn- ingu Gísla, enda sækir hann yrk- isefni sín til ólíkra átta. Áberandi eru aðföng úr þjóðsögum og bók- menntum af ýmiss konar atburð- um, svo og stemmningar, lands- lag og mannamyndir. Við gerð þessara ólíku myndefna notar Gísli ýmis stílbrigði og beitir þeim af kunnáttu og töluverðu innsæi. Málverk Gísla ráðast mikið af teikningunni, jafnvel meira en af litnum og þar hefur hann tekið stórstígum framförum frá fyrri sýningum. Teikningin er bæði lipur og leikandi og ræður miklu um fjörlegt yfirbragð mynda hans, einkum hópmynd- anna, þar sem frjálslega málaðar fígúrur fljóta um sviðið, gjarnan í dansi. Segja má að Gísli hafi fundið sína persónulegu leið til að túlka sögur og atburði, án þess að fórna nútímalegu yfirbragði, eða sjálf- sprottnum aðferðum. í því sam- bandi hefur hann gengið í smiðju til enska málarans Francis Bac- on, eins og svo margir á undan honum og dregið af ýmsa lær- dóma. Það mætti kalla Bacon föður nútíma fígúrasjónar, því enginn nútímamálari hefur haft eins mikil áhrif á það hvernig mannskepnan er túlkuð í mynd- list í seinni tíð. Líkt og Bacon staðsetur Gísli persónur sínar í afmörkuðu rými. Þær eru óræðar og abstraktar; svipur þeirra er lauslega skil- greindur með frjálslegum pensil- strokum. En meðan Bacon fæst við einstakar og afmarkaðar per- sónur, kýs Gísli að bregða upp hópmyndum. í ljósi þess að hóp- myndir hans eru byggðar á sögu- legum og skáldlegum atburðum, er í þeim rómantískur strengur sem á rætur að rekja til atburða- málverka 19. aldar. Stundum eru ávarpar menn á kabbalískri tungu til að gefa orðunum þyngra vægi. Hann reynir að hræra hjörtu þeirra með endurtekning- um svo þeir skilji að lokum hvert hann er að fara. Bjarni hefur ekki enn misst vonina um að listin geti haft áhrif. Það er í sjálfu sér heilbrigt sjón- armið og e.t.v. eina von listarinn- ar. Vandinn er sá að hún virðist einungis hafa áhrif á þá sem eru móttækilegir fyrir áhrifum, en það eru yfirliett áhrifalausustu menn þessa heims. HBR þessi atburðamálverk Gísla með siðferðislegu ívafi, en oftast taka þau á sig mynd fantasíunnar. Þrátt fyrir svo bókmenntaleg og söguleg aðföng, eru málverk Gísla tiltölulega laus við að vera bókmenntaleg. Raunar er mynd- efnið á mörkum þess að vera óhlutbundið og þ.a.l. er auðvelt að njóta myndanna án þess að þekkja heiti þeirra. Raunar er þetta ekki einsdæmi, því þegar á öldinni sem leið voru málarar farnir að nota sögulega atburði sem afsökun til að mála hóp- senur. Til dæmis var það sagt um hinn fræga, rómantíska atburða- málara, Eugene Delacroix, að hann hefði tilvitnanir í Shake- speare að yfirvarpi svo hann gæti málað fólk í dramatískum og spenntum stellingum. Þannig komst hreyfing í teikninguna og líf í litina. Ef til vill er Gísli nokk- urs konar nútímalegur Dela- croix, rómantískur í eðli sínu og gefinn fyrir dramatískan inn- blástur. Ég hef staldrað við sögulegar og bókmenntalegar atburða- myndir Gísla, þótt finna megi ýmislegt annað á þessari miklu sýningu.. Þetta eru heilsteyptustu verk hans og jafnframt þær myndir þar sem pensill hans og teikning ná lengst. En umsýning- una í heild má það segja að hún er sú snarpasta sem Gísli hefur hald- ið til þessa. HBR Kvikmyndir Trú, von og kærleikur Regnboginn frumsýnir nýja danska kvikmynd í dag Regnboginn frumsýnir í dag klukkan 14 dönsku kvikmyndina Trú, von og ást, sem Bille Áugust hefur leikstýrt. Hann leikstýrði einnig kvikmyndinni Zappa, sem sýnd var í Regnboganum árið 1984. Bille August verður við- staddur frumsýninguna. Kvikmyndin Trú, von og kær- leikur hefur slegið öll met hvað aðsókn snertir í heimalandi sínu og hefur yfir 1 milljón Dana séð hana. Kvikmyndin er óbeint framhald af Zappa. Aðalpersón- an er sú sama, Björn, en atburð- irnir eru látnir gerast árið 1964, eða tveim árum eftir atburðina í Zappa. Kvikmyndin Trú, von og kær- leikur segir frá fjórum ung- mennum, 16-17 ára, sem lenda öll í þeim hremmingum að þurfa að yfirgefa áhyggjulausa æskuna og takast á við vandamál lífsins sem fullorðið fólk. Handritið skrifaði Bille August í samvinnu við Bjarne Reuter, en þeir tveir unnu einnig að kvikmyndinni Zappa. Þá hef- ur August gert sjónvarpsþætti eftir sögu Reuters af Veröld Busters, en íslenska sjónvarpið sýndi þá þætti fyrir nokkru, auk þess sem bækurnar um Buster hafa komið út í íslenskri þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar. Unglingana fjóra leika þau Adam Tönsberg, Ulrikke Juul Bondo, Camilla Södeberg og Lars Simonsen. Sáf. „Á hundrað ára afmæli meistarans" eftir Gísla. Teikn og voveif- legir spádómar Sýning Bjarna Þórarinssonar í Nýlistasafninu Ein mynda Bjarna í Nýlistasafninu. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.