Þjóðviljinn - 08.03.1986, Qupperneq 13
Og þetta
líka...
Washington — U.S.Central
Bank, Landsbankinn í Banda-
ríkjunum lækkaði lánsvexti úr 7.5
% í 7.0 % í gær. Pað var gert til að
efla efnahagslegan bata. Um leið
var tilkynnt að atvinnuleysi hefði
aukist að mun frá áramótum.
Stokkhólmi — Sænska lögreglan
er nú að undirbúa að gera nýjar
tölvugerðar myndir af grunuðum
morðingja Olofs Palme, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar.
Nýja Delhí — Stjórnin í Jammu
og Kasmír á Indiandi sagði af sér í
gær og ríkisstjórinn hefur leyst
upp ríkisráðið. Þetta er gert í
kjölfarið á miklum átökum milli
Hindúa og Múslima.
Varsjá — Vestrænir stjórnarer-
indrekar sögðu frá því í gær að
stjórnvöld á Vesturlöndum
beittu pólsku stjórnina nú pólit-
ískum þrýstingi til að tryggja að
einn leiðtoga Samstöðu sem nú er
í hungurverkfalli eigi ekki á hættu
að deyja.
Vín — Kurt Waldheim, fyrrum
aðalritari Sameinuðu Þjóðanna,
sem nú er að hefja kosningabar-
áttuna fyrir því að verða forseti
Austurríkis, hefur skrifað Al-
þjóðaráði gyðinga og New York
Times þar sem hann neitar að
hafa verið nasisti.
ERLENDAR
FRÉTTIR
hjör™sson/REU1ER
HEIMURINN
Frá Soweto um það bil sem tilkynnt var neyðarástand, 21. júlí á síðasta ári.
Duvalier
Færir sig um set
Jóhannesarborg — Stjórn
Suður-Afríku aflétti í gær
lögum um neyðarástand sem
sett vou í júlí á síðasta ári.
Stjórnin gerði þetta til að reyna
að draga úr þeim miklu
óeirðum sem hafa verið í
landinu að undanförnu.
Lögreglan sagði að 300 manns
sem settir hefðu verið í fangelsi
án dóms á meðan neyðarástand
var í gildi, hefðu verið látnir
lausir. Sagt var að nokkrir yrðu
áfram í haldi en undir öðrum
reglum. Með yfirlýsingu í lögbirt-
ingarblaði stjórnarinnar sem
undirrituð var af P.W. Botha,
forsætisráðherra landsins og
dómsmálaráðherranum, Louis
Le Grange, var öllum neyðará-
standslögum samstundis aflétt.
Stjórnin aflétti einnig ströng-
um takmörkunum á fréttaflutn-
ing fjölmiðla sem settar voru á í
nóvember síðastliðnum. En
stuttu eftir að það var tilkynnt,
rak stjórnin þrjá fréttamenn
bandarísku sjónvarpsstöðvarinn-
ar CBS úr landi. Innanríkis-
ráðherrann, Stoffel Botha, sak-
aði CBS um að hafa ekki haft í
heiðri bann við útsendingu sjón-
varpsfrétta frá jarðarför þeirra
sem létust í óeirðum í Alexöndru
á miðvikudaginn. Ráðherrann
sagði að yfirmaður CBS í Suður-
Afríku og tveir aðrir starfsmenn
stöðvarinnar yrðu að vera farnir
úr landi fyrir miðnætti á þriðju-
dag.
Margir þeirra sem leystir voru
úr haldi í gær sökuðu lögregluna
um að hafa beitt sig ofbeldi í fang-
elsinu. Lögreglan neitaði að
segja nokkuð um þessar ásakanir
en bauð hverjum sem vildi að
bera fram formlegar kvartanir.
Þeir Botha og Le Grange vöktu
mikla furðu þegar þeir tilkynntu
að að bráðlega yrðu settar regiur
sem ættu að gera öryggissveitum
starfið léttara.
Grass — Jean-Claude Duva-
lier, fyrrum einræðisherra á
Haiti, sem nú er í Frakklandi og
bíður þess að fá einhversstað-
ar að vera, skiþti um dvalar-
stað í gær.
Hann fór ásamt fylgdarliði sínu
og fjölskyldu frá hóteli í Alpa-
fjöllum niður á frönsku Rivíer-
una í bæinn Grass. Hann hefur nú
fengið leyfi til þess að ferðast um
Rivíeruna og í hluta Alpafjall-
anna á meðan franska stjórnin
leitar að landi sem er tilbúið að
taka við honum. Fulltrúi frönsku
stjórnarinnar sagði í gær að
bandarísk stjórnvöld tækju nú
þátt íþeirri „leit". Þaðsæjust hins
vegar engin merki þess að bráð-
lega fyndist hæli fyrir Duvalier.
Tveir þingmenn sósíalista mót-
mæltu því hins vegar harðlega að
Duvalier fengi að flytjast á Riví-
eruna. Þeir eru þingnienn fyrir
þetta svæði og hafa farið fram á
fund með forsætisráðherranum
Laurent Fabius. Borgarstjórinn i
Grass sagði hins vegar að á þessu
svæði væri löng hefð fyrir því að
veita pólitískum flóttamönnum
hæli, hvort sem þeir væru á vinstri
eða hægri vængnum. Honum
fannst því að menn ættu að sætta
sig við ákvörðun stjórnarinnar.
Contra aðstoð
Reagan og Rambóliðamir
Reagan berstnúharðri baráttufyrir aðfá að veita Contra skœruliðum 100 milljóna dollara aðstoð
Contraskæruliðar
bíða nú eftir því að
fádollarafráRe-
agan.
Washington — Ronald Reagan
forseti Bandaríkjanna er þessa
dagana að leggja áætlun sína
um 100 milljón dollara aðstoð
við Contra skæruliða fyrir hin-
ar ýmsu nefndir Bandaríkja-
þings. Reagan á nú undir högg
að sækja þar sem áætlun hans
hefur aðeins verið samþykkt í
einni nefnd af fimm sem hafa
tekið hana til meðferðar í vik-
unni.
Þessi aðstoð við skæruliða-
sveitir sem berjast gegn stjórn-
inni í Nicaragua er sú stærsta sem
Bandaríkin hafa veitt skærulið-
um til þessa, ef af henni verður.
Fjárveitinganefnd og utanríkis-
nefnd neituðu á fimmtudaginn að
veita þessari áætlun samþykki sitt
en Reagan hefur engan hug á að
gefa eftir í þessu máli. Hann sagði
í gær að hann ætlaði að beita sjón-
varpinu fyrir sig og halda ræðu
um þetta mál sem sjónvarpað
yrði um öll Bandaríkin. Þetta er
uppáhaldsaðferð forsetans til að
safna liði meðal þjóðarinnar um
ákveðin mál og vonast hann til að
geta þannig þrýst á þingið að það
láti af mótmælum sínum.
Mótmæli þingmanna hafa
komið jafnt, frá Repúblikönunt
(flokksmenn Reagans) sem
Demókrötum. Repúblikana-
þingmaðurinn, Dave McCurdy,
benti nýlega á að Contra skæru-
liðar hefðu fengið 27 milljón doll-
ara aðstoð frá Bandaríkjamönn-
um á síðasta ári, sú aðstoð átti
ekki að fara til hernaðaraðstoð-
ar. „Þeir hafa ekki getað sannfært
mig um að þessir 27 milljón doll-
arar hafi farið tii réttra aðila,"
sagði hann.
Carlos Fuentes, rithöfundur,
skrifargrein íNewsweek, 3. mars
síðastliðinn þar sem hann
gagnrýnir harðlega þessa fyrir-
huguðu aðstoð og segir að stefna
Reagans í þessu máli sé þegar
gjaldþrota. Hann lýsir sögu og
eðli Contra skæruliðanna með
þessum orðum: „Contra skæru-
liðunum hefur ekki tekist, eftir 5
ára þjálfun í Bandaríkjunum að
ná einum einasta bæ, ekki einum
fermetra landsvæðis í Nicaragua.
Þar með er brostin sú tálvon að
hægt væri að setja upp einhvers
konar bráðabirgðastjórn sem
Bandaríkjastjórn viðurkenndi,
innan Nicaragua. Contra skæru-
liðar hafa ekki getað falið líkindi
sín með Somoza stjórninni eða
hinum alræmdu Þjóðvarðliðum
Somoza. Það er barnaskapur að
halda að jafn virðingarverðir
menn en um leið veikburða, eins
og Arturo Cruz, geti haldið aftur
af jafn valdagráðugum mönnum
og Enrique Bermúdez, ef svo ó-
líklega færi að Contra skæruliðar
ynnu sigur. Bermúdez var einn
helsti böðullinn í liði Somoza og
er nú hinn raunverulegi leiðtogi
Contra."
Hvað varðar viðhorf Reagans
til Nicaragua, segir Fuentes:„Sú
niðurlæging tungumálsins sem
Reagan fremur þegar hann nefnir
Contra skæruliða, „frelsisher-
menn“, er jafn möðgandi
gagnvart sögu Bandaríkjanna og
hún er gagnvart sögu Latnesku
Ameríku. Við getum enn, þakka,
gert greinarmun á frelsisher-
mönnurn annars vegar í Afganist-
an sem berjast gegn platstjórn
þeirri sem Sovétríkin hafa sett
upp, og hins vegar gagnbyltingar-
hópi sem haldið er gangandi í
Mið-Ameríku af Bandaríkjunum
til að berjast gegn sjálfstæðri
þjóð, Nicaragua." Og enn segir
Fuentes, nú um sögu Bandaríkj-
anna í Suður-Ameríku:,.Þjóðin í
Nicaragua barðist fyrir frelsi sínu
í 70 ár. í öll þessi ár barðist hún
einnig gegn bandarískri hersetu
og gegn einræðisstjórnum sem
Bandaríkjamenn studdu. Og
hvað gerðu Bandaríkjamenn til
framdráttar lýðræði í öll þau ár
sem þeir nánast stjórnuðu Suður-
Ameríku, frá 1912 til 1979? Hvað
hefur Reagan nú að bjóða ef svo
færi að Contra skæruliðar sigruðu
í Nicaragua? Stjórnin í Washing-
ton hagar sér þessa dagana eins
og alþjóðlegur Uriah Heep. Ver-
um hreinskilin: Stjórnin í Was-
hington vill völd í Nicaragua,
ekki lýðræði.“
Þessi ákafa gagnrýni Fuentes á
stefnu Bandaríkjastjórnar
gagnvart Nicaragua á sér marga
áhrifamikla meðmælendur í
Bandaríkjunum eins og atkvæða-
greiðslur í hinum ýmsu nefndum
þingsins sýna. Enda er hér ekki
um neitt smámál að ræða. Ef hug-
myndir Reagans verða ofan á,
tvöfaldast í einu vetfangi sú að-
stoð sem Bandaríkjamenn hófu
við Contra skæruliða árið 1981.
Og það sem einnig vegur þungt,
er að allar hömlur sem settar hafa
verið á C1 \ varðandi aðstoð við
skæruliðana, yrðu afnumdar.
Það eru ekki litlar sumrnur sem
sú stofnun hefur yfir að ráða.
Og þeir foringjar Contra
skæruliða sem verið hafa í heim-
sókn hjá Reagan í Hvíta húsinu í
vikunni segjast fullvissir um að
þeir muni sigra stjórnina í Nicar-
agua ef aðstoðin nær frant að
ganga. Bermúdez, foringi Contra
sagði við blaðamenn að þeir
„hafa hingað til getað veitt
stjórnvöldum skráveifur án að-
stoðar. Með 100 milljón dollur-
unt vinnum við Sandinista mjög
fljótt."
Aætlað er að tillagan komi
fyrir fulltrúadeildina þann 19.
mars næstkomandi þar sem hún
verður tekin til umræðu og at-
kvæðagreiðslu. Demókratar eru
þar í meirihluta og margir þeirra
gera ráð fyrir að hún verði felld
þar. Á þessari stundu er erfitt að
sjá fyrir um það hver afdrif þess-
arar tillögu Reagans verða en víst
er talið að Reagan gefist ekki upp
fyrr en í fulla hnefana. Hann dáir
nefnilega Rambó mjög. IH.
Stuðst við Newsweek og Reuter.
Laugardagur 8. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13