Þjóðviljinn - 08.03.1986, Page 15
VHDHORF
Aðförin að
Lanasjóðnum
Guðmundur Auðunsson skrifar
„Hugmyndin um að „frysta“
ráðstöfunarfé sjóðsins og dreifa
síðan pottinum jafnt til
umsœkjenda, óháð tekjum
þeirra, er hreintfáránlegþví
engan veginn er hœgt að áœtla
fjárþörfina nákvœmlega“.
Árið 1982 voru núgildandi lög
um Lánasjóð íslenskra náms-
manna samþykkt. Um þau náðist
víðtæk pólitísk samstaða. Náms-
mannasamtökin og
stjórnmálaflokkarnir voru sam-
mála um grundvallaratriði þau
sem lögin voru byggð á. Náms-
mönnum voru tryggð lán fyrir
lágmarks framfærslu, þegar eðli-
legt tillit hafði verið tekið til
tekna og félagslegra aðstæðna.
Þegar árið 1984 fór að bera á
andstöðu nýfrjálshyggjumanna
við LÍN. Var sú andstaða í fullu
samræmi við hugsjónir þeirra.
„Hið ósýnilega lögmál markaðar-
ins“ skyldi velja og hafna ein-
staklinum sem kost ættu á námi,
Þeir „Hæfustu" (lesist þeir rík-
ustu) ættu að fara í langskólanám
en aðrir ekki. Stefnt skyldi að því
að leggja niður lánasjóðinn skref
fyrir skref.
Afturhaldshug-
myndirnar
Lítum á nokkrar tillögur sem
komið hafa fram í drögum að
frumvarpi um LÍN.
• 3.5% ársvextir ofan á verð-
tryggingu lánanna.
• Innheimtu og lántökugjald.
• Upphæð lána miðist við ráð-
stöfunaarfé sjóðsins og fjölda
umsækjenda.
• Ekkert tillit verði tekið til
tekna við úthlutun og endur-
greiðslu lána. Lánin verði
greidd upp að fullu á 30 árum.
Hvað þýðir þetta í raun og
veru? Lítum á vextina. Ef ein-
staklingur tekur um 1 milljón í
lán og greiðir það upp með
jöfnun afborgunum í 30 ár, er ár-
leg greiðsla tæplega 60 þúsund
krónur, á föstu verðlagi. Þegar
upp er staðið hefur einstaklingur-
inn greitt tæplega 1750 þúsund til
baka, eða 750 þúsund í raunvexti
(Sjá töflu I). Það segir sigsjálft að
slík byrði yrði mörgum óyfir-
stíganleg. Þegar námsmenn hafa
lokið námi sínu eiga þeir eftir að
koma sér þaki yfir höfuðið.
Dæmið gengur hreinlega ekki
upp.
Hugmyndin um að „frysta“
ráðstöfunarfé sjóðsins og dreifa
síðan pottinum jafnt til umsækj-
enda, óháð tekjum þeirra, er
hreint fáránleg. Nú á tímum fjár-
lagagata er engan veginn hægt að
áætla nákvæmlega fjárþörfina.
Ef frádrætti frá lánum vegna um-
framtekna er hætt verður mögu-
leiki fyrir tekjuháa einstaklinga
að taka námslán til annarra þarfa
en framfærslu. Kæmi það niður á
þeim sem virkilega þyrftu á lán-
unum að halda til lífsviðurværis. í
dag er kerfið byggt þannig upp að
einu möguleikar manna til mis-
notkunar á námslánunum er að
þeir hafi önnur ráð en lánin sér til
framfærslu. Það er vilji meiri-
hluta Stúdentaráðs Háskóla fs-
lands að námsmenn haldi eftir
stærri hluta tekna sinna án þess
að það komi niður á lánum
þeirra. En meirihlutinn hafnar
því að hætt verði að taka tillit til
tekna.
Ofangreindar hugmyndir eru
ekki enn komnar fram á þingi.
Leyndin yfir frumvarpinu hefur
námsmenn og launafólk taki
höndum saman og berjist af
hörku gegn láglaunastefnunni og
niðurskuðrarhugmyndum aftur-
haldsins í landinu.
Byggjum upp
fyrir framtíðina
Við sem erum fædd á árunum
1960-1965 erum lang stærstu ár-
gangarnir í sögu fslands. Á síð-
ustu árum hafa opnast mögu-
Framfærslukostnaður
einstaklings á íslandi í júní 1985
1 • Fæði...................................... 9.647 46.15%
2. Húsnæði.................................... 3.215 15.38%
3. Fatnaður.................................... 1.286 6.15%
4. Hreinlæti og heilsugæsla.................... 1.127 5.39%
5. Bækur og ritföng............................ 1.127 5.39%
6. Ferðir innanbæjar........................... 1.607 7.69%
7. Húsgögn, búsáhöld............................. 966 4.62%
8. Ýmislegt annað.............................. 1.929 9.23%
.......................20.904
verið ótrúleg. Þingmenn stjórn-
arflokkanna hafa ekki enn fengið
að sjá frumvarpið hvað þá aðrir.
Þó er næsta víst að ofangreindar
hugmyndir eru inni í frumvarp-
inu. Því er nauðsynlegt að koma í
veg fyrir að þessi ósköp verði
samþykkt.
Áróður
frjálshyggju-
mannanna
Á síðustu mánuðum hefur ver-
ið haldið uppi gengdarlausum á-
rásum á LÍN. Reynt hefur verið
að egna launafólki upp á móti
námsmönnum. Hefur vægast sagt
verið farið mjög frjálslega með
staðreyndir í þessu áróðursstríði.
Reiknuð framfærsla einstaklings
í leiguhúsnæði er kr. 20.900 (sjá
töflu II). Eins og sést eru ýmsir
þættir hennar mjög vanreiknaðir.
Sem dæmi má taka að einstak-
lingi eru reiknuð rúmlega 3000
krónur í leigu á mánuði. Þessi
framfærsla er lágmarksfram-
færsla. Lægstu takstar launafólks
nægja hvergi nærri til framfærslu.
Það þekkir láglaunafólk af eigin
raun. Það leysir §kki vanda þessa
fólks að ráðast á lánasjóðinn.
Gott námslánakerfi er einmitt
hagur þeirra. Viljum við að lang-
skólanám verði forréttindi efna-
fólks? Hvaða möguleika hafa t.d.
börn láglaunafólksins til að
mennta sig ef námslánakerfið er
lagt í rúst? Það er nauðsynlegt að
leikar fólks til langskólanáms.
LÍN á stóran hlut í þeirri þróun.
Nú á tímum sífellt flóknara
þjóðfélags er okkur nauðsynlegt
að mennta hæfa einstaklinga
þjóðfélaginu til heilla. Slík upp-
bygging verður aldrei metin til
fjár. Núverandi námslánakerfi er
nýlegt. Það kostar mikla peninga
að koma því á. En við megum
ekki gleyma því að þetta eru lán
sem skila sér að mestu til baka.
Uppúr aldamótunum má gera
ráð fyrir því að lánasjóðurinn
verði farinn að standa undir
kostnaði sínum. Námsmenn eru
að sjálfsögðu tilbúnir að ræða
ýmsar breytingar á lögum og regl-
um LÍN. En við erum ekki tilbúin
að ræða breytingar á þessum nót-
um. Öll vinnubrögð mennta-
málaráðherra eru forkastanleg.
Hvorki námsmannasamtökin né
stjórnmálaflokkarnir hafa haft
áhrif á gang mála. Stúdentaráði
er neitað um lögboðinn fulltrúa
sinn í stjórn LÍN, en Sverrir held-
ur þess í stað inn í stjórninni gæð-
ingi sínum, ungum frjálshyggju-
manni. Það er skýlaus krafa okk-
ar að lýðræðisleg vinnubrögð séu
viðhöfð. Aðförin að LÍN er aðför
að menntastefnunni í landinu.
Aðför að grundvallarhugmynd-
inni um jafnrétti til náms. Því
hljóta námsmenn að mótmæla,
þeir verða að mótmæla. Við get-
um ekki horft uppá margra ára
uppbyggingu lagða í rúst.
Guðmundur Auðunsson
er háskólancmi.
Laugardagur 8. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Kópavogur
- sumarstörf
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir starfsfólki
til eftirtalinna sumarstarfa:
1. íþróttavellir: Aöstoöarfólk.
2. íþróttir og útilíf: íþróttakennari og leiöbeinendur.
3. Leikvellir: Aöstoöarfólk
4. Skólagaröar: Leiðbeinendur og aöstoöarfólk.
5. Starfsvellir: Leiðbeinendur.
6. Vinnuskóli: Flokksstjórar.
7. Siglingaklúbbur: Aðstoðarfólk.
I sumum tilfellum gæti verið um að ræöa starfsfólk
með skerta starfsorku. Sótt skal um hjá Vinnumiðlun
Kópavogs Digranesvegi 12 og eru nánari upplýsingar
gefnar þar í síma 46863.
Aldurslágmark umsækjenda er 16 ár. Umsóknarfrest-
ur er til 1. apríl n.k. Innritun í Vinnuskóla Kópavogs fer
fram í maímánuði. Nánar auglýst síöar.
Félagsmálastjóri
Matreiðslumenn
: - Matreiðslumenn
Almennur félagsfundur verður haldinn mið-
vikudaginn 12. mars n.k. kl. 15, að Óðinsgötu
7.
Fundarefni:
Kjaramálin.
Önnur mál.
Stjórnin.
UTBOÐ
Tilboð óskast í að útvega, smíða og setja upp
loftræstikerfi í 1. áfanga Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi.
Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofunni
Fjölhönnun h.f. Grensásvegi 8 Reykjavík og
á byggingarstað við Tryggvagötu 25 Sel-
fossi, frá og með 10. mars 1986 gegn 5000
kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð hjá Fjölhönnun h.f. kl.
11.00 þriðjudaginn 25. mars 1986.
ísiandsdeiid Amnesty International
vekur athygli á málþingi um
mannréttindafræöslu, sem
haldið verður í Kennslumið-
stöðinni, Laugavegi 166, dag-
ana 11.-12. mars n.k. kl. 16:00
báða dagana. Erindi, hóp-
vinna, umræður. Sjá nánar í
fréttatilkynningum.
SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844
Útgerðarmenn,
skipstjórar!
Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli ykkar
á því að samkvæmt ákvæðum reglna nr.
325/1985 skal allur björgunar- og öryggis-
búnaður viðurkenndur af Siglingamálastofn-
un ríkisins.
Stofnunin beinir þeim tilmælum til þeirra sem
þurfa að kaupa nauðsynlegan búnað, að
vera fullvissir um að viðkomandi búnaður sé
viðurkenndur til nota í íslenskum skipum.
Vitað er að til sölu hefur verið búnaður sem
ekki er viðurkenndur.
6. mars 1986.