Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 1
UM HELGINA
GLÆTAN
HEIMURINN
Hafskip
Bústjóralaunin leyndarmál
Skiptaráðandi ákveðurþóknun bústjórannaþriggja. Ragnar Hall: Kemur engum við.
Gestur Jónsson bústjóri: Hefekkert um þetta að segja. Skiptafundur í júní
Ef bústjórar þrotabús Hafskips
hf. tækju laun samkvæmt
gjaldskrá Lögmannafélags ís-
lands frá í október sl. heföu þeir
þremenningar liðlega 24 miljónir
króna til skiptanna fyrir störf sín
hjá þrotabúinu, og er þá reiknað
með að brúttóeignir fyrirtækisins
séu um 400 miljónir króna.
Þær upplýsingar fengust hins
vegar hjá Ragnari Hall skiptaráö-
anda, að í tiiviki sem þessu, þar
sem um svo stórar upphæðir er að
ræða, væri ekki farið eftir gjald-
skrá Lögmannafélagsins, heldur
er það samkvæmt gjaldþrota-
lögum ákvörðun skiptaráðanda
hver þóknun bústjóranna verður.
Þjóðviljinn spurði hvort rétt
væri, að bústjórarnir hefðu fram
að þessu fengið greiddar mánað-
arlega upp undir 300 þúsund
krónur á mánuði vegna þessara
starfa sinna. eins og heyrst hefur.
en Ragnar sagðist geta fullyrt að
upphæðin væri ekki svo há.
„Ég get ekki séð að þetta komi
neinum við", sagði Ragnar þegar
hann var inntur eftir því hver laun
bústjóranna væru. Gestur Jóns-
son lögmaður, einn bústjóranna
þriggja, sagðist ekkert hafa um
þetta að segja. „I’etta er ekkert
leyndarmál, kemur allt frani á
skiptafundi í júní", sagði Gestur.
Á skiptafundinum í júní verða
lögð fram gögn um hverjar eignir
Hafskips eru, hverjum þeirra
hefur verið komið í verö og hvað
hefur fengist fvrir þær. Sem
kunnugt er er einn ríkisbank-
anna, Útvegsbankinn, langstær-
sti kröfuhafi í þrotabúið.
I gjaldskrá Lögmannafélagsins
frá í október, þar sem fjallað er
úm þrotabú er tekið fram, að
þóknun getur oröið meiri en segir
hér að ofan, ef um er að ræða
verkefni sem falla utan venju-
legrar skiptaforstjórnar, svo sem
málflutningur, skjalagerð og
eignaumsýsla.
-gR
Loðnuhrognavinnslubúnaður
, Smíðaðurá
íslandi, keyptur
frá Noregi
Tilveran tekur stundum á sig voru sett loðnuhrognavinnslu-
undarlegar myndir. í vetur tæki um borð í loðnuskipið
Grindvíking GK. Tækin voru
keypt frá Noregi, en þau eru hins
vegar hönnuð og smíðuð af
Traust hf. hér heima á íslandi og
voru á sínum tíma seld til Noregs.
Traust hf. er að verða eitthvert
virtasta fyrirtæki hcims á sviði
hvers konar vinnslubúnaðar til
fiskvinnslu o.fl.
Trausti Eiríksson fram-
kvæmdastjóri Trausts hf. sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær, að
fyrirtækið flytti út til Noregs
mjög mikið af sinni framleiðslu.
Þær vinnsluvélar sem eigendur
Grindvíkings GK keyptu frá Nor-
egi hefði fyrrum umboðsmaður
Trausts hf. haft undir höndum og
væru þær gamlar. Hann hefði
boðið þær á eitthvað lægra verði
en nýjustu og fullkomnustu vél-
arnar frá Traust hf. kosta.
„Við höfum einkaleyfi á þess-
um vélum bæði hér heima og í
Noregi. Þess vegna var framið
lagabrot með því að selja vélina
aftur til íslands. Þær vélar sem
við erum búnir að selja til Noregs
má ekki selja til baka til íslands“,
sagði Trausti.
Hann sagði að Traust hf.
myndi ekkert gera í þessu máli,
það skipti ekki svo miklu. En
Traust hf. hefurflutt út til Noregs
svona hrognavinnslubúnað í 21
norskt skip. -S.dór
Davíð Oddsson borgarstjóri
skrifaði á þriðjudag grein í
Þjóðviljann til að verja óhóflegar
hækkanir borgarinnar á húsnæði
sem hún framleigir nokkrum ör-
yrkjum og öldruðum Reykvíking-
um. Málsvörn borgarstjóra fólst
meðal annars í því að í tilteknu
húsnæði væri húsaleigan „með
Á lídandi stundu
Sjómaður
rekinn
Hrafn Magnússon
látinn gjaldafyrir orð
sín um svindlið á
sóknarkvótanum
Sjómaðurinn scm kom fram í
sjónvarpsþættinum A líðandi
stundu í fyrrakvöld og skýrði frá
svindli skipstjóra og útgerðar-
manna með sóknarkvóta fiski-
skipa hefur nú verið rekinn úr
skipsrúmi fyrir orðin sem hann
lét falla.
í þættinum staðfesti Hrafn
Magnússon sjómaður það sem
Þjóðviljinn hefur margsinnis
greint frá og haft eftir skip-
stjórnarmönnum og fleirum að
mikið er gert af því að fara í kring-
um reglur þær sem gilda um sókn-
arkvóta fiskiskipa og að eftirlit
með því að hann sé virtur er í
molum.
Hrafn lýsti því hvernig fiski er
landað framhjá vigt, tilkynninga-
skylda ekki virt og með því farið í
kringum þau ákvæði sóknarm-
arksins að skipin megi ekki veiða
nema ákveðinn dagafjölda í mán-
uði, tveggja og þriggja nátta fiski
sem orðinn er lélegur er hent og
farið framhjá eftirliti með sam-
setningu aflans eftir tegundum.
Þegar viðtalið við Hrafn var
tekið upp fyrir viku lét skipstjóri
hans í ljós óánægju með ummælin
og sagði Hrafni að hann þyrfti
ekki að láta sjá sig um borð aftui
ef viðtalið yrði sent út. Hrafn
stóð við orð sín og skipstjórinn
sömuleiðis. Var Hrafni því vikið
úr skipsrúmi í gær.
—ÞH/S.dór
Trausti Eiríksson framkvæmdastjóri Trausts hf. í traustum viðjum einnar vélasamstæðunnar. Ljósm. E.Ól.
Öryrkjar
leiðréttir sjálfan sig
hita og rafmagni inniföldu“.
Þjóðviljinn upplýsti að borgar-
stjóri færi rangt með, því íbúarn-
ir borguðu sjálfir rafmagnið, auk
fullrar leigu.
í bréfi sem Davíð Oddsson
birtir í Þjóðviljanum í dag kemur
fram að borgarstjóra urðu á mis-
tök í fyrri grein sinni. Þegar hann
hélt fram að íbúarnir þyrftu ekki
að greiða rafmagnskostnað
vegna íbúða sinna, því húsaleigan
væri með „hita og rafmagni inni-
földu“, þá átti hann við „sam-
eiginlegan rafmagnskostnað"
eins og kemur fram í bréfi hans í
dag, þ.e. lýsingu í stigagöngum
og öskutunngeymslum. Með
þessu eru fréttir Þjóðviljans um
að íbúarnir þurfi sjálfir að greiða
rafmagnsreikninga vegna íbúð-
anna staðfestar, og þar með að
borgarstjóri fór með rangfærslur í
fyrri grein sinni, eins og raunar
var margstaðfest áður.
Sjá bls. 6