Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 7
MðmUINN
Umsjón:
Sigríður
Arnardóttir
„Framsýn tölvufrík“
Litið inn á tölvunámskeið fyrir unglinga hjá tölvuskólanum Framsýn
Nú á tímum tölvualdar reynir hver sem betur
getur aö tileinka sér tölvutæknina og sannarlega
má segja að snemma beygist krókurinn því út um
allan bæ eru lítil „tölvufrík" að æfa sig.
Tölvuskólinn Framsýn býður upp á tölvunám-
skeið fyrir unglinga. Glætan leit við hjá Framsýn og
fylgdist með krökkunum þegar þau voru að búa til
Basic forrit.
Lárus Ingólfsson menntaskólakennari var að
leiðbeina unglingunum og Glætan spurði hann
hvert markmiðið væri með svona unglinganám-
skeiði.
Lárus: „Þetta er almennt grunnnámskeið og við
erum að reyna að færa krakkana frá leikjunum og
fá þau til að búa til sín eigin forrit."
Hvað er það sem þau lœra á einu námskeiði?
Lárus: „Það er farið í sögu, þróun og uppbygg-
ingu tölva. Einnig grundvallarhugtök tölvufræðinn-
ar og notkunarmöguleika tölva. Unglingarnir læra
ritvinnslu, skráarvinnslu og forritun."
Kutmaþeir unglingar sem koma tilykkar eitthvað
á tölvu fyrir?
Lárus: „Mörg þeirra hafa verið töluvert í tölvu-
leikjum en eins og ég sagði þá erum við að fá þau til
að fara úr leikjunum og yfir í að búa til sín eigin forrit.
Mörg þeirra eldri sjá líka mikið notagildi í því að læra
ritvinnslu því þau þurfa að skila ritgerðum í skólan-
um og ritvinnslukunnátta getur flýtt mikið fyrir
þeim,“ sagði Lárus og bauð okkur að koma og
fylgjast með krökkunum við námið. SA.
Gils Guómundsson 15 ára: „Ég keypti mér tölvu fyrir kaupið sem ég fékk fyrir sveitavinnuna í sumar,
Langaðit
AÐ
LÆRA
MEIRA
NæstréðstGlætaná
Valdísi Arnardóttur. Hún er
13 ára og er í 7. bekk Öldu-
selsskóla. Valdís var að æfa
sig að búa til Basic forrit.
Af hverju fórst þú á tölvu-
námskeið?
Valdís: „Af því að pabbi á
tölvu sem ég er búin að vera
svolítið að fikta við. Ég ákvað
að drífa mig á námskeið til að
læra meira.“
Ert þú tölvufrík?
Valdís: „Nei, ég má ekkert
vera að því. Ég er að æfa mig á
skíðum 4-5 sinnum í viku með
ÍR og það er aðal áhugamál
mitt,“ sagði Valdís og hélt
áfram að pikka á tölvuna af
miklu kappi.“
Valdís Arnardóttir 13 ára: „Ég hef svolítið verið að fikta við tölvuna hans pabba
ÞETTA
ER ÞAÐ
skemmti-
legasta
SEM ÉG
GERI
Gils Guðmundsson er 15
ára og er í 9. bekk í Fellaskóla.
Hann var að búa til lítið Basic
forrit sem blaðamaður
Glætunnar fékk að prófa.
Forritið var þannig að tölvan
spurði spurninga og gaf síðan
eitthvað út á svarið sem hún
fékk. T.d. spurði tölvan:
„Hvaðertugömul?
Blaðamaður svaraði: 20.
„Erðanú stubbur, bara20
ára,“ svaraðitölvan.
Gils, er þetta skemmtilegt?
Gils Guðmundsson: „Já,
mér fir.nst þetta mjög
skemmtilegt.“
Af hverju fórst þú á þetta
tölvunámskeið?
Gils: „Af því að ég á tölvu
sem ég keypti mér fyrir
kaupið sem ég fékk fyrir
sveitavinnuna í sumar og svo
kunni ég ekkert á hana og þess
vegna fór ég á námskeiðið.“
Hvað getur þú gert á tölv-
unni?
Gils: „Ég kann að gera bas-
ic forrit. Svo kann ég að gera
smá lista t.d. lista yfir plöturn-
ar mínar.“
Áttu fleiri áhugamál?
Gils: „Já, ég hlusta mikið á
tónlist, annars er það að vinna
á tölvu það skemmtilegasta
sem ég geri.“
Ertu þá tölvufrík“?
Gils: „Ekki svo, eða jú
kannski hálfgert tölvufrík."
Föstudagur 14. mars 1986 FJÓÐVILJINN - SÍÐA 7