Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 5
DJQÐVIUINN Palme Hreyfing í morörannsókn Sœnska lögreglan hefur handtekið Svía áfertugsaldri sem hún hefur grunaðan um aðild að morðinu á Olof Palme Stokkhólmi — Sænska lög- reglan tilkynnti í gær að hún hefði handtekið mann sem hún grunaði að hefði átt þátt í morðinu á Olof Palme, forsæt- isráðherra Svía. Talsmaður lögreglunnar, Leif Hallberg, sagði að maðurinn hefði verið handtekinn á mið- vikudagskvöldið. „Hann er grun- aður um að hafa átt þátt í morð- inu“, sagði Hallberg og neitaði að gefa frekari upplýsingar. Lög- fræðingur sem ræddi við hinn grunaða sagði hins vegar að mað- urinn væri sænskur ríkisborgari á fertugsaaldri. Lögfræðingurinn, Gunnar Falk, sagði að maðurinn hefði verið í nágrenni morðstað- arins þegar morðið var framið og hefi ekki getað gefið fullnægjandi skýringar á nærveru sinni. Falk sagði í sjónvarpsviðtali að maðurinn hefði alist upp í norðurhluta Svíþjóðar og væri í góðu starfi en hefði engin tengsl erlendis. „Hann neitar því að hafa átt nokkurn þátt í morðinu á Palme“, sagði Falk sem líklega tekur að sér mál mannsins. Talsmaður lögreglunnar sagði að maðurinn hefði verið færður til yfirheyrslu og síðan verið formlega handtekinn í fyrra- kvöld. Samkvæmt sænskum lögum getur lögreglan haft hann í haldi í 5 daga en verður þá annað hvort að ákæra hann eða láta hann lausan. Talsmaður lögregl- unnar sagði að þeir vonuðust hins vegar til að verða búnir að taka ákvörðun mun fyrr um framhald- ið. Lögfræðingurinn sagði að maðurinn hefði verið handtekinn á heimili sínu. Lögreglunni í Svíþjóð hafði orðið lítið ágengt við rannsókn á morðinu þar til í dag, ef frá er talin birting teikningar af grunuð- um morðingja Palmes. Hingað til hefur lögreglan afneitað öllum þeim tilkynningum sem borist hafa frá ýmsum skæruliðahópum þar sem ábyrgð er lýst á morðinu. Hins vegar fékk lögreglan utan- ríkisráðuneytið í síðustu viku til aðstoðar við rannsókn morðsins. í gær var Palme grafin gröf, næstum gegnt þeim stað þar sem hann var myrtur. Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir jarðar- förina sem verður á morgun. Von Hans Holmer svarar spurningum blaðamanna. Birting teikningarinnar kallaði fram... er á leiðtogum 90 þjóða til útfar- Foulkes einn þingmanna Verka- til að skipta um skoðun þó seint arinnar sem hefur verið lýst sem mannaflokksins hvatti Thatcher væri og verða við útförina. einum mikilvægasta leiðtoga- fundi ársins. Það vakti hins vegar mikla athygli í Englandi þegar Margaret Thatcher lýsti því yfir að hún yrði ekki við útförina. Hún segist verða upptekin við ræðuhöld á fundi íhaldsflokksins á laugardaginn og hyggst senda varaforsætisráðherrann, Visco- unt Whitelaw, í sinn stað. George Finnland Allsherjarverkfall Helsinki — Mestallur iðnaður og öll utanríklsverslun í Finn- landi stöðvaðist í gær þegar rúmlega 240.000 verkamenn lögðu niður vinnu sína til að krefjast styttri vinnutíma og hærra kaups. Það var finnska alþýðusamb- andið, (SAK) sem lýsti yfir verk- fallinu. Meðlimir í sambandinu eru 1 milljón og verkfallið stöðv- ar lykil iðngreinar í Finnlandi. Stærstu járn- og pappírsfyrir- tækin hafa orðið að hætta fram- leiðslu. Öll utanríkisverslun, all- ar flugsamgöngur, jafnt innan- lands sem úr landinu stöðvast. Gert er ráð fyrir að rafmagns- skortur geri vart við sig innan nokkurra daga. Kaupmenn segja að birgðir séu nægar af matvöru en kjötskortur gæti farið að gera vart við sig ef verkfallið stendur lengur en eina viku. Þeir segja að brauð- og mjólkurframleiðsla stöðvist ekki. Sak hefur farið fram á að vinnuvikan verði stytt úr 40 stundum í 35 fyrir árið 1990 og kauphækkanir verði rúmlega 3 % á næstu þremur árum. Rétt áður en verkfallið skall á í gær buðu vinnuveitendur alþýðusamband- inu að vinnuvikan yrði stytt úr 40 í 38 vinnustundir fyrir árið 1990 og kauphækkanir yrðu 2,3 % á þessu ári og 2,5 % á því næsta. Þessu neitaði alþýðusamb rndið og verkfallið hófst á hádegi. Formaður SAK, Pertti Viinan- en, sagði að tilboðið hefði komið of seint til þess að verkfallið yrði stöðvað en talið var í gær að málamiðlunartillaga væri ef til vill ekki langt undan. Miðnefnd alþýðusambandsins finnska kem- ur saman á morgun og ræðir stöðu mála. Þau hafa ekki ætlað að verða hungurmorða í ellinni. Marcos Hvar er auðurinn? Hversumiklu kom Marcos undan? Manila — Afrit af um það bil 1,500 skjölum sem Ferdinand Marcos tók með sér til Hawaí- eyja frá Filippseyjum, verða bráðlega afhent bandaríska þinginu og stjórninni á Filipps- eyjum. Talið er að í þessum skjölum sé að finna sönnunar- gögn fyrir þvi hversu miklu fjármagni Marcos hafi tekist að koma til Bandaríkjanna. Stephen Solarz, bandarískur þingmaður, sagði í sjónvarpsvið- tali í gær að skjölin hefðu verið tekin af Marcos þegar hann fór í gegnum tollinn við komuna til Hawaieyja í síðasta mánuði. Sol- OLISt N S BILD poLISENS BILD v Palmes mördare i ov pa\mes mördare Umsjón: Ingólfur Hjörleifsson Kjarnorkuvopn Sovétmenn framlengja frystingu Gorbatsjofsvarar bréfi Palme ogfimm annarra þjóðarleiðtoga með því aðframlengja frystingu á tilraunum með kjarnorkuvopn Moskvu — Sovésk yfirvöld til- kynntu í gær að þau ætluðu að framlengja frystingu á tilraunir með kjarnorkuvopn sem átti að Ijúka 31. mars næstkomandi. Framlengingin gildir þar til Bandaríkin hafa sprengt næstu tilrauna- sprengingu. Þetta kemur fram í svari Mik- hail Gorbatsjofs við bréfi þjóð- arleiðtoganna sex sem þeir sendu Reagan og Gorbatsjof fyrir nokkru. í svari Gorbatsjofs sagði einnig að strax yrði hafist handa um að búa til samning um alþjóð- legt bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Frysting Sovét- manna var sett á í ágúst á síðasta ári og átti að gilda út síðasta ár en var framlengd um þrjá mánuði. Viðbrögð í Bandaríkjunum voru á þá leið í gær að stjórnvöld þar væru enn á móti frystingu til- rauna með kjarnorkuvopn. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkja- forseta, sagði við fréttamenn:„Sú staða hefur komið upp að Sovét- mönnum hefur orðið vel ágengt í þessum málum og því er nauðsynlegt fyrir okkur og bandamenn okkar að halda áfram tilraunum með kjarnorku- vopn í náinni framtíð." Gorbatsjof sagði hins vegar að frystingin hefði verið Sovét- mönnum dýrkeypt, bæði hernað- arlega og efnahagslega en Sovét- menn gætu ekki haldið áfram að framlengja hana í hið óendan- lega. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR ,/o r i n C D HJÖRLEIFSSON/ R t U I t K arz sagði einnig að einn af fulltrú- um Reagans Bandaríkjaforseta hefði sagt sér að skjölinh yrðu afhent bandaríska þinginu og stjórninni á Manila á næstu dögum. Fulltrúi stjórnarinnar á Filippseyjum sagði að Filippsey- ingar hefðu orðið fyrir vonbrigð- um með hversu sein bandarísk yfirvöld væru í því að afhenda gögnin. Hann sagði einnig að það væri skylda Bandaríkjamanna að afhenda þessi gögn og einnig friðþæging henni til handa. Þessi fulltrúi stjórnar Filipps- eyja, Bonifacio Gillego sagðist telja að þeir peningar sem Marc- os hefði safnað saman í Banda- ríkjunum næmu allt að einum milljarði dollara. Fulltrúi stjórn- arinnar á Filippseyjum sagði í fyrradag að talið væri að það fjár- magn sem Marcos hefði tekist að koma fyrir víða í heiminum næmi 10 milljörðum dollara. Solarz er formaður nefndar á Bandaríkjaþingi sem sett var á laggirnar til að rannsaka þær full- yrðingar að Marcos og kona hans ættu nú eignir i New York ríki sem væru að verðgildi allt að 350 milljónir dollara. Föstudagur 14. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.