Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Framfœrsluvísitalan
Lækkunin meiri en
búist var við
Framfœrsluvísitalan lœkkaði ífyrsta skipti á 15 árum. Ásmundur Stefánsson:
Tryggir engan veginnframhaldið. Verður að fylgjaþessu eftir affullumþunga
r
Ifyrsta sinn í 15 ár hefur vísitala
framfærslukostnaðar lækkað
en hún lækkaði um 1,53% milli
mánaðanna febrúar og mars, en
höfuðástæðan fyrir þessari lækk-
un, er að verð á nýjum fólksbif-
reiðum lækkaði að meðaltali um
26,1% í marsbyrjun. Aðrir
þættir sem höfðu áhrif á lækkun-
ina var bensínlækkunin, lækkun
á rafmagni og hitaveitu, lækkun á
aðflutningsgjöldum á grænmeti,
svo og lækkuná heimilistækjum.
„Þetta er meiri lækkun á fram-
færsluvísitölunni, en við höfðum
búist við“, sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, við Þjóðvilj-
ann í gær.
ASI hafði reiknað með því að
lækkunin yrði 1,28% í stað
1,53%, sem er um 0,25% meira
en búist hafði verið við. „Þetta
tryggir þó engan veginn fram-
haldið, þó vissulega sé meiri
ástæða til bjartsýni þegar svona
vel tekst til strax í upphafi. Á
milli mars og apríl er búist við að
framfærsluvísitalan hækki um
0,74% og 0,69% milli apríl og
maí, en l.-maí er fyrsta rauða
strikið. Enn er of snemmt að full-
yrða að tilraunin hafi tekist þó
þetta lofi góðu.“
Ásmundur sagði að það væri
óhjákvæmilegt að fylgja þessu
eftir af fullum þunga, en verka-
lýðsfélögin og Verðlagsstofnun
munu fylgjast mjög náið með
öllum verðlagsbreytingum. í
næstu viku mun ASI senda út til-
lögur til verkalýðsfélaganna
hvernig þau skuli haga starfi sínu
með verðlagseftirlit.
„Við viljum koma því ástandi á
að í hvert skipti sem fólk verður
vart við einhverja hækkun á vöru
eða þjónustu, snúi það sér annað
hvort til félaganna eða Verð-
lagsstofnunar. Einnig er mikil-
vægt að fjölmiðlar sýni málinu
áfram sama áhuga og þeir hafa
gert“, sagði Ásmundur að lok-
um. - Sáf.
Fjölmenn ráðstefna um „Fátækt á Islandi?". Ljósm.: Sig.
Ráðstefna
Bamastefna nauðsyn
Ráðstefna um „Fátœkt á íslandi?“ hófst í gœr. Félagsleg
þjónusta og fátœkt rœdd frá öllum sjónarhornum
Hafnarfjörður
Safnað fyrir
röntgen-
tækjum
Nú stendur yfir fjársöfnun til
kaupa á röntgentækjum fyrir
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Þegar hafa safnast rúmlega 2
milj. kr. en talið er að 4,5 milj.
þurfi til miðað við verð á slíkum
tækjum nú.
Það er Bandalag kvenna í
Hafnarfirði, sem hefur veg og
vanda af þessari söfnun. Fyrir um
það bil ári síðan kvaddi það til
fundar ýmis félög og félaga-
samtök í því augnamiði að kanna
áhuga þeirra á þátttöku í fjár-
söfnun til kaupa á tækjunum.
Undirtektir reyndust mjög já-
kvæðar og var þá skipuð einskon-
ar framkvæmdanefnd undir for-
ystu Hjördísar Þorsteinsdóttur,
'fulltrúa Bandalags kvenna. Hef-
ur nefndin unnið mikið og gott
starf og orðið vel ágengt.
Eftir er þó drjúgt átak því
ákveðið hefur verið, að bestu
manna yfirsýn, að taka tilboði í
tæki frá Siemens í Vestur-
Þýskalandi, sem hljóðar upp á kr.
4.047.000. Að því er stefnt að
tækin verði komin upp á 60 ára
afmæli spítalans þann 5. sept. nk.
Röntgentæki St. Jósefsspít-
alans í Hafnarfirði eru gömul
orðin og svara engan veginn nú-
tímakröfum. Stór hluti fólks af
Hafnarfjarðarsvæðinu (Hafnarf-
jörður, Garðabær, Álftanes),
hefur því orðið að sækja röntgen-
myndatöku til Reykjavíkur. Með
tilkomu hinna nýju tækja í Hafn-
arfirði ætti þeim ferðum að geta
fækkað verulega.
- mhg.
Igær var fyrsti dagur ráðstefnu
sem haldin er á vegum Samtaka
íslenskra félagsmálastjóra undir
nafninu Fátækt á íslandi?, en síð-
asti dagur ráðstefnunnar verður
laugardaginn 15. mars.
í gær var viðfangsefni ráðstefn-
unnar umræða um lagafyrirmæli
um félagslega þjónustu sveitarfé-
laga. Að sögn Braga Guðbrands-
sonar félagsmálastjóra eru fram-
færslulögin sem í gildi eru í dag
frá árinu 1947 og endurskoðun á
þeim því tímabær. Á ráðstefn-
unni voru þessi lagafyrirmæli
m.a. rædd m.t.t. félagslegrar
þjónustu sveitarfélaga við börn
og unglinga en Guðrún Kristins-
dóttir félagsráðgjafi hélt erindi
um það efni. I erindinu lagði
Guðrún áherslu á það að brýnt
væri að móta stefnu í málefnum
barna, að það þyrfti að aðlaga
opinbera þjónustu að breyttum
lífsaðstæðum þeirra.
Meðal efnis á ráðstefnunni í
dag er umræða um mat á fjárþörf
til félagslegrar þjónustu en í því
sambandi munu fulltrúar nokk-
urra sveitarfélaga gera grein fyrir
þeim viðmiðunum sem þau
byggja á þegar fjárþörf er metin.
Eftir hádegið hefst sá hluti ráð-
stefnunnar sem nefndur hefur
verið málþing en á málþinginu í
dag verður rætt um fyrirbærið fá-
tækt m.a. út frá heimspekilegu og
sagnfræðilegu sjónarmiði.
Á morgun hefst ráðstefnan
með erindi landlæknis um
heilsufar og efni en því næst mun
Ásmundur Stefánsson fjalla um
tekjuskiptingu og skynjun fólks á
henni. Onnur erindi eru m.a. um
þróun launa í láglaunahópum,
tekjujöfnun á íslandi, umræða
um niðurstöður launakönnunar
og að lokum erindi um fátækt
kjaramál og velferðarríkið.
Ráðstefnan, sem haldin er að
Borgartúni 6, er öllum opin og
getur fólk skráð sig á málþingið á
milli kl. 12.30 og 1.30 í dag.
- K.Ól.
Neskaupstaður
22 taka þátt í forvali
Alþýðubandalagið íNeskaupstað meðforval á laugardag. lósem ekki
hafa verið á listaflokksins áður
BSRB
Atkvæða-
greiðslu
lýkur í dag
Allsherjaratkvæðagreiðsla um
nýgerðan kjarasamning hófst hjá
BSRB í gær og henni lýkur í dag.
Áður höfðu kjörgögn verið send
til félaga í BSRB sem búa úti á
landi. Þarf að póstleggja at-
kvæðin fyrir lokun í dag eigi þau
að teljast gild. _ Sáf.
Alþýðubandalagið í Neskaup-
stað heldur forval fyrir
flokksfélaga og aðra stuðnings-
menn flokksins á iaugardag,
vegna komandi bæjarstjórnar-
kosninga. Utankjörstaðakosning
er þegar hafin en alls taka 22 ein-
staklingar þátt í forvalinu, þar af
eru 16 sem ekki hafa áður átt sæti
á lista flokksins.
Alþýðubandalagið hefur 5 af 9
bæjarfulltrúum í bæjarstjórn
Neskaupstaðar og af þessum 5
fulltrúum gefa allir kost á sér í
forvalinu nema Lilja Aðal-
steinsdóttir sem var í 6. sæti á
síðasta framboðslista en tók sæti í
bæjarstjórn þegar Logi Kristjáns-
son lét af störfum bæjarstjóra fyrr
á kjörtímabilinu.
Áf frambjóðendunum 22 er
rétt tæpur helmingur konur. Eng-
inn býður sig fram í sérstök sæti
en raða á frambjóðendum í 9
sæti. Kosningin fer fram í Kreml,
að Egilsbraut 11 og stendur kosn-
ing frá kl. 10-22 á laugardag. _lg
Föstudagur 14. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Finnland
Stuðningur
NFS við
verkfallið
Vegna allsherjarverkfalls
finnska Alþýðusambandsins,
SAK sem nú er skollið á, og fyrir-
sjáanlegra átaka á finnskum
vinnumarkaði hefur Norræna
verkalýðssambandið, sem ASÍ og
BSRB eru aðilar að, sent frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Norræna verkalýðssamband-
ið, NFS, sem hefur innan sinna
vébanda rúmlega sex og hálfa
milljón launþega í verkalýðsfé-
lögum á öllum Norðurlöndunum,
er uggandi yfir þeim vinnu-
brögðum sem finnskir atvinnu-
rekendur hafa viðhaft í yfirstand-
andi kjaraviðræðum, og lýsir full-
um stuðningi við finnska alþýðu-
sambandið vegna fyrirsjáanlegra
átaka á finnskum vinnumarkaði.
Finnska alþýðusambandið og að-
ildarsambönd þess mega treysta á
samstöðu norrænu bræðrasam-
takanna í baráttu sinni fyrir bætt-
um kjörum, launajafnrétti og
styttri vinnutíma.
Tilraun finnskra atvinnurek-
enda til að veikja verkalýðssam-
tökin og svipta hvern einstakan
launþega þeirri vernd sem hann
hefur gegn geðóttaákvörðunum
vinnuveitandans, er þáttur í al-
þjóðlegri herferð atvinnurek-
enda. Barátta finnska alþýðu-
sambandsins er þess vegna bar-
átta fyrir réttindum launþega á
Norðurlöndum öllum og verður
studd með ráðum og dáð.“
Penninn
5% vöru-
hækkun
Skrifstofustólar,
möppur, gatararofl.
hœkka um5% í
Pennanum. Hannes
Guðmundsson
skrifstofustjóri: Vegur
upp á móti hœkkun.
þýska marksins
Nokkrar vörutegundir í
pappírs- og ritfangaverslun-
inni Pennanum f Reykjavík
hækkuðu um fimm prósent dag-
inn eftir að kjarasamningarnir
voru undirritaðir í febrúarlok, og
stafar það að sögn Hannesar
Guðmundssonar skrifstofustjóra
Pcnnans af því að þarna er um að
ræða þýskar vörur og hækkunin
vegur upp á móti hækkun marks-
ins miðað við krónuna.
Vörurnar, sem hækka eru
möppur, tölvumöppur, gatarar,
skrifstofustólar og umslög, sem
hækkuðu að sögn Hannesar um
3.5%. Þessar vörur voru leystar
út hjá tollvörugeymslunni
skömmu fyrir undirritun samn-
inganna og verðið miðað við
gengi marks á þeim tíma.
Aðrar vörur hækka ekki hjá
Pennanum og munu ekki hækka
að sögn Hannesar meðan gengi
helst stöðugt. „Við erum auðvit-
að í himnasælu meðan gengið
helst stöðugt“, sagði Hannes í
gær.
-gg-
Mishermi
í viðtali við Kristjönu Kristins-
dóttur í Þjóðviljanum þann 12.
mars varð mishermi í mynda-
texta. Einkaskjalasafn Þorsteins
Péturssonar var ánafnað af hon-
um til Sögusafns verkalýðshreyf-
ingarinnar og afhent af dóttur
hans en ekki gefið af henni eins
og segir í textanum.