Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.03.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN MER LEIÐAST tölvuleikir Arna Björg Arnardóttir 14 ára er nemandi í 8. bekk í Snæ- landsskóla. Kunnir þú eitthvað ú tölvu áður en þú fórst á þetta nárnskeið? „Ég hafði ekkert lært áður. En ég hafði verið dálítið í tölvu- Ieikjum en mér finnst þeir Ieiðinlegir og mig langaði til að læra eitthvað almennilegt. Þess vegna fór ég á þetta tölvunám- skeið.“ Áttu tölvu? „Já, ég fékk tölvu í fermingargjöf.“ Kunna margir krakkar á þínum aldri á tölvu? „Þeir sem ég þekki kunna aðallega bara leiki, þetta er ekki kennt í skólanum sem ég er í.“ Ætlarðu að verða tölvufrœðingur í framtíðinni? „Nei, mig langar til að verða dýrafræðingur eða líffræðingur þegar ég verð stór.“ Hvert er aðal áhugamál þitt? „Ja, það kemst nú varla margt annað að hjá manni en skólinn því heimanámið er svo mikið. En ég hef líka áhuga fyrir dýrum, ég á kött. Svo hlusta ég á popptónlist og fer á skíði. Er þetta dýrt námskeið? Emilía Björg Jonsdóttir 15 ára: „Ég kann dálitiö í ritvinnslu og að búa til Basic forrit.“ Eggert Oddur Birgisson 11ára: „Ef ég stend mig vel fæ ég að fara á framhaldsnámskeið.“ „Nei, ekki miðað við önnur námskeið,“ sagði Arna að lokum og sökkti sér niður í Basic forritunarmál. EG er tölvufrík „Margurerknárþótthannsésmár." Einneldhress 11 ára strákur Eggert Oddur Birgisson að nafni fór létt með það að læra að búa til forrit. Eggert er í 10 ára bekk í Snælandsskóla í Kópavogi Ertu tölvufrík? „Já, ég er „tölvufrík". Ég ætla að vinna við það þegar ég verð fullorðinn að búa til tölvuforrit. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri“. Hvernig datt þér í hug að fara á þetta námskeið? „Pabbi stakk upp á því. Við eigum tölvu heima og ég hef verið dálítið í leikj um. Þetta er fyrsta tölvunámskeiðið sem ég fer á en ef ég stend mig vel fæ ég að fara á framhaldsnámskeið." Hvað kanntu að gera á tölvu? „Ég kann Ieikina sem pabbi kenndi mér og svo kann ég að búa til þau forrit sem mér hefur verið kennt að búa til hér.“ Heldurðu að það sé ekkert óhollt fyrir krakka að vera mikið fyrir framan tölvuskerm? „Jú, ætli það sé ekki vont fyrir sjónina.“ Attu fleiri áhugamál? „Já, ég hlusta mikið á tónlist, svona rokktónlist og svo horfi ég á videó. Svo þú sérð að ég er ekki alltaf í tölvunni,“ sagði Eggert að lokum. íslandsmeist- arakeppnin í „freestyle“- dönsum Islandsmeistarakcppnin ■ „frce- style“dönsum fer fram í Tónabæ í kvöld, föstudag 14. mars. Forsala að- göngumiða er í Tónabæ en búist er við að færri komist að en vilja ef marka má aðsóknina í fyrra. Sjónvarpið mun taka upp keppn- ina og verður kynnir Jón Gústafsson. íslandsmeistarakeppni þessi er viðurkennd af DSI. Verðlaun eru glæsileg. T.d. er utanlandsferð með Samvinnuferðum Landsýn. Helgar- ferð með Flugleiðum og 30.500 kr. fataúttekt frá tískuvöruversluninni Goldie. Þeir sem keppa um titilinn „ís- landsmeistari unglinga 1986“ eru eft- irtaldir: Einstaklingar: Axel Guðmunds- son frá Reykjavík Birna Einarsdóttir frá Reykjavík Dís Einarsdóttir frá Vestmannaeyjum Guðrún Júlía Jó- hannesdóttir frá Norðfirði Sigríður Ólafsdóttir frá Hafnarfirði Soffía Karlsdóttir frá Reykjavík Sveinbjörg Þór- hallsdóttir frá Reykjavík Hópar: Azteka frá Garðabæ Black shame frá Hafnarfirði Coma frá Mosfellssveit Hópur frá Egilsstöðum Medusa frá Vestmanna- eyjum Silverrado frá Reykjavík Wet paint frá Reykjavík Við lifum á TÖLVUÖLD Emilía Björg Jónsdóttir heitir 15 ára snót sem er af Kjalarnes- inu. Hún er í 9. bekk Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar. Af hverju fórst þú á þetta tölvunámskeið? „Ég var í starfskynningu hérna hjá Framsýn í eina viku fyrir skömmu og þá lærði ég dálítið á tölvu. Síðan datt mér í hug að læra meira og fór á þetta námskeið“. Áttu tölvu? „Já við eigum IBM tölvu heima hjá mér sem ég vildi endilega læra á“. Er kennd tölvufrœði í skólanum þínum? „Nei, því miður. Mér finnst það ætti að kenna þetta í öllum skólum því við lifum á tölvuöld og krakkarnir þurfa að kunna á þetta Iíka.“ Stefnirðu á tölvunám í framtíðinni? „Ég veit það nú ekki en ég ætla í Versló eftir 9. bekk og þar lærir maður tölvufræði." Hvað kanntu að gera á tölvu? „Ég kann dálítið í ritvinnslu og að búa til Basic forrit.“ Áttu fleiri áhugamál? „Já, mér finnst gaman að vera úti og ég fer stundum á hestbak.“ ■—————B——g—— Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (1) When the goinq get’s tough - Billy Ocean (2) Sara - Starship (3) In a livetime - Clanad (4) Sanctify yourself - Simple Minds (5) West end girls - Pet Shop Boys (6) Burning heart - Survival (7) Living in America - James Brown (8) Great Wall of China - Rikshaw (9) Boarder line - Madonna (10) Rebel yell - Billy Idol Grammið (9) 1. Raindogs -Tom Waits (1) 2. Holidays in Europe - Kukl (6) 3. Kona - Bubbi Morthens (2) 4. Once upon a time - Simple Minds (-) 5. Mcalla - Clannad (-) 6. From the cradle to the grave - Sub Humans (-) 7. Steve McQueen - Prefab Sprout (-) 8. Kill me in the morning - Float up CP (-) 9. The missins Braziiians - Warzone (-) 10. Biography - Bob Dylan Rás 2 1. ( 1) System Addict - Five Stars 2. ( 3) Gaggó Vest - Gunnar Þórðarson, Eiríkur Hauksson ofl. 3. ( 4) King for a Day - Thompson Twins 4. ( 2) How will I know - Whitney Houston 5. ( 6) When the goin’ gets tough - Billy Ocean 6. ( 8) Tears are falling - Kiss 7. (16) Won’t Forget - Herbert Guðmundsson 8. (26) La-líf - Smartband 9. ( 9) Borderline - Madonna 10. (19) Little Girl - Sandra S SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.