Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 9
DJÓÐVIUINN „Ég vil sitja og sauma“. Ingileif Guðmundsdóttir unir sér við útsauminn. Mynd: Sig. Sigríður Einarsdóttir undirbýr útsauminn. Mynd: Sig. Múlabær KOSTURINN sem flest aldrað fólk ínágrenni viðokkur Þjóðviljamenn hér í Síðumúlanum, nánar tiltekið í Ármúla 34, er stofnun, sem heitir Múlabær. Þarer rekin þjónustustofnun fyrir aldrað fólk og öryrkja. Þarna var Múlalundur, öryrkjavinnustofa SÍBS, til húsa áður en hún var flutt í Hátúnið. Múlabær mun hafa tekið til starfa árið 1983. Stofnendurnir voru þrír: Reykjavíkurdeild Rauða krossins, Samband ís- lenskra berklasjúklinga og Samtök aldraðra. í Múlabæ dveljast í viku hverri 110-120 manns en alls hafa innritast á heimilið frá upphafi . hátt á sjöunda hundrað manns. Fólkið er sótt og flutt í bílum stofnunarinnar. Það fyrsta kemur kl. 8 á morgnana og það síðasta ferkl. 5-6ádaginn. Þarnafærþað mat og kaffi, er aðstoðað við að fara í bað, getur gripið í spil, teflt o.s.frv. Auk þess vinnur það að margháttuðum störfum, allt eftir kunnáttu sinni, getu og áhuga. Sumir vinna við tréverk, aðrir fást við leir, bókband, vefnað, KYS saumaskap o.fl. Ekki var annað að sjá og heyra, þegar Þjóðvilja- menn litu inn, en að fólkið kynni ákaflega vel við sig og allir voru með gleðibragði. Starfsemi Múlabæjar miðar að því, að fólkið geti sem allra lengst verið í heimahúsum en þurfi ekki að flytjast inn á stofnanir. Það dvelur heima yfir nóttina og um helgar en í Múlabæ á daginn við ýmiss konar dægrastyttingu og tómstundastörf, í stað þess að vera, oftar en hitt, eitt heima daglangt. Þarna er enginn stofn- anabragur á neinu heldur allt svo heimilislegt sem framast má verða. Á vegum Múlabæjar er starf- andi hjúkrunarfræðingur, sem fylgist með heilsufari fólksins og vísar því til sérfræðings, ef þörf þykir á. Iðjuþjálfi aðstoðar fólk heimafyrir við ýmsar styrkjandi æfingar og útvegun á hjálpar- tækjum. „Heimilis-þjónusta, heimahjúkrun og dagvistun eins og hér er reynt að veita, held ég að sé sá kostur, sem flest aldrað fólk kýs. Spurðu það bara sjálft,“ sagði Guðjón Brjánsson, for- stöðumaður Múlabæjar. Og það bar ekki á öðru en að fólkið þarna staðfesti orð Guðjóns. -mhg Það ber ekki á öðru en Margrét Lárusdóttir hafi nægan handstyrk til þess að draga upp stafina. Mynd: Sig. Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.