Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 5
Lukkupottar
og lán útá framtíðina
Eftir Hörð Bergmann
Það er búið að segja margt um
þáttaskil sem síðustu kjarasamn-
ingar marka í verðbólgustríðinu,
þann kaupmátt sem þeir eiga að
tryggja og hverjir hagnast á þeim
og hverjir ekki. Minna hefur ver-
ið rætt um siðferðilegan grund-
völl þeirra og væntanlega áhrif á
framtíðarhorfur þjóðarinnar.
Mótast þeir af sömu skammsýni
og alltaf er verið að kvarta um í
þjóðmálaskrifum - eða bera þeir
vott um einhvers konar endur-
fæðingu, ábyrgðartilfinningu
gagnvart framtíðinni? Hér á eftir
verður fitjað upp á umræðu um
þetta efni. Það er alveg jafn
mikilvægt að meta pólitísk stór-
tíðindi frá siðferðilegu sjónar-
miði eins og efnahagslegu.
Neyttu nú
- borgaðu seinna
Versti gallinn á kjarasamning-
unum frá siðferðilegu sjónarmiði
er sá að þeir hvíla m.a. á grunni
sem ríkissjóði er ætlað að leggja
með því að taka há og dýr lán. Ein
leiðin, sem farin er til að halda
kaupmætti og hækka hann lítil-
lega, er sú að lækka vöruverð
með því að lækka tekjur ríkis-
sjóðs af aðflutningsgjöldum,
tekjuskatti o.fl.. Til þess að mæta
þessu tekjutapi samþykkti Al-
þingi að heimila fjármálaráð-
herra að auka áætlaðar lántökur
innanlands um 850 milljónir.
Nokkur hundruð milljóna þarf til
viðbótar til að brúa það bil milli
tekna og gjalda rfkissjóðs sem
samningarnir skapa.
Til þess að ná í lánsfé af þeim
sem eiga peninga í þessu landi
hefur ríkissjóður að undanförnu
„Versti gallinn á kjarasamningunum frá
siðferðislegu sjónarmiði ersá að þeir
hvíla m. a. á grunni sem ríkissjóði er
œtlað að leggja með þvíað taka há og
dýrlán“.
verið að bjóða 9% vexti auk veð-
tryggingar. Lán tekin með slíkum
afarkostum tvöfaldast að raun-
gildi á rúmlega átta árum. Við
erum því enn við sama heygarðs-
hornið - ætlum að éta sæmilega í
dag og borga á morgun. Þeir sem
kynnu að halda að síðustu kjara-
samningar beri vott um sérstaka
ábyrgðartilfinningu verða að læra
lexíuna sína að nýju. Það bætir
enginn kjör sín með því að slá lán
fyrir matnum nú og greiða það á
tvöföldu verði eftir átta ár eða
með öðrum tilsvarandi hætti.
Þeir sem hafa rýnt í samnings-
ákvæðin vita líka að farið er enn
lengra en fyrr út á þá braut að láta
ríkissjóð borga vexti (vaxtamis-
mun) fyrir þá sem fá lán úr Bygg-
ingarsjóði ríkisins. Þeir sem eiga
eftir að reyna að hreiðra um sig í
landinu eiga sem sagt að borga
hluta af fjármagnskostnaði þeirra
sem eru að byggja yfir sig núna.
Skammsýnin og ábyrgðarleysið,
sem einkennir margt í íslenskri
pólitík, fær því nýjar víddir í um-
ræddum kjarasamningum.
Ábyrgðartilfinning þeirra sem
gerðu þennan samning virðist svo
einskorðuð við að láta verðbólg-
una hjaðna að hliðarverkanir
meðalanna gleymast.
Tilviljanakenndar
tilfærslur
í ákafa verðbólgubaráttunnar
eru nú t.d. tugir og hundruð þús-
unda færð til og frá fólki með til-
viljanakenndum hætti vegna á-
kvæða í kjarasamningunum og
lána sem sett eru vegna þeirra. Sá
sem seldi bílinn fyrir nokkru fyrir
samninga og keypti annan eftir
þá „græðir “ (?) nokkra tugi þús-
unda á skiptunum. Sá sem keypti
gamla bílinn hans tapar að sama
skapi. Sá sem ætlaði að selja bíl-
inn sinn til að eiga fyrir afborgun
af húsnæðisláninu í maí situr í
súpunni. Þeir sem keyptu mynd-
bandstæki fyrir jól eru óheppnir.
Kjarasamningar þessir skapa al-
veg nýjar forsendur fyrir því að
detta í lukkupottinn. Maður
verður að keppast við að kaupa
til þess að njóta þess sent þeir
bjóða upp á!
Auðvitað er öldungis óþarft að
láta kjarasamninga hafa tilvilj-
anakennd áhrif á hagi manna
með þeim hætti sent hér er ýjað
að. Það var vandalaust að fara
hægar í sakirnar og leyfa fólki að
átta sig á hvað væri að gerast og
ætti að.gerast. Lækka t.d. tolla á
bílum um 10% nú og 10% unt
næstu áramót. Ef launþegar í
landinu hafa meiri áhuga á að bíl-
ar séu ódýrir en að ríkissjóöur
standi í framkvæmdum og
rekstri. Hafa þeir verið spurðir
unt það hvort þeirn þyki vænna
unt bíl sinn en barnaskóla svo
dæmi sé tekið? Með almennum
orðum mætti spyrja hvort
launþegasamtökin hafi í alvöru
tekið þá stefnu að þrengja að
samneyslunni til að auka einka-
neysluna.
Grundvallar-
spurningum ósvarað
Því ntiður er ekki hægt að kom-
ast hjá því að varpa fram spurn-
ingum um hvað menn kjósa helst,
úr því ekki er hægt að fá allt.
Þetta sent við köllum á hátíðlegu
rnáli forgangsröð. Ég býst ekki
viö að neinn vilji draga í efa að
með síðustu kjarasamningum
hefur verið þrengt að sam-
neyslunni. því sem ætlunin er að
leggja fé til úr ríkissjóði og sjóð-
um sveitarfélaganna. Nýju lánin
jafna ekki metin - og þrengja
kosti okkar í framtíðinni. Þetta
hefur verið gert í því skyni að
reyna að halda einkaneyslunni
uppi. Og bæta stöðu fyrirtækj-
anna sem fá lægri flutnings- og
orkukostnað og losna í sumunt
greinum við að borga launaskatt.
Mér er spurn: Hvernig ætla op-
inberir starfsmenn að styrkja
stöðu sína til frambúðar með
þeirri stefnu að þrengja að sam-
neyslunni, draga úr fjárráðum
ríkissjóðs og sveitarfélaga?
Hlýtur það ekki að bitna á
kaupinu þeirra áður en langt um
líður? Er kannski ætlunin að
leggja einhverja opinbera starf-
senú niður til að komast hjá því?
Hvar fer frani umræða þar sem
þessi mál eru skoðuð í því sam-
hengi sem verður að skoða þau í
hvort sem okkur líkar betur eða
verr?
Hverjir ráða?
Hverjir gleðjast?
Siðferðilegan grundvöll samn-
Framhald á bls. 6
Eflum innri umræðu í flokknum
eftir Ingólf V. Gíslason
Nýju lýðrœðisöflin höfðu það frarn að fœra að hafaþyrfti nánara
samráð við borgarbúa, tala við fólkið og jafnvelhlusta áþað. Ekki
varð þess vart að hinir eldri jálkar andmæltu þessu
Síðasti landsfundur Alþýðu-
bandalagsins þótti nokkrum tíð-
indum sæta. Mun margt hafa ver-
ið skrafað og skeggrætt fyrir og
eftir þann fund en þar eð mikið af
þeirri umræðu fór fram í öðrum
blöðum en Þjóðviljanum sem og í
símum og skúmaskotum nýttist
hún sósíalískri hreyfingu ver en
skyldi. Nú er að mörgu leyti erfitt
fyrir þá sem dveljast erlendis eins
og undirritaður, að fá heildar-
mynd af því, sem er að gerast á
íslandi, en þó virtist svo sem Al-
þýðubandalagið væri að rísa úr
öskustónni. Nýtt fólk með fersk-
ar hugmyndir og öðruvísi áhersl-
ur væri að hasla sér völl. Nokkuð
af því fólki tók síðan þátt í forvali
flokksins í Reykjavík og skrifaði í
Þjóðviljann í því sambandi og var
kynnt þar nokkuð. Verður ekki
annað sagt en að sú sýning öll hafi
valdið vonbrigðum. Mér gekk
ákaflega illa að finna einhver át-
akaefni í þeirri ameríkaníseruðu
auglýsingastofukynningu á fram-
bjóðendum, sem Þjóðviljinn stóð
fyrir og ég varð litlu fróðari af
þeim skrifum frambjóðenda sem
í Þjóðviljanum birtust.
Allt virtist þetta vera ákaflega
velmeinandi fólk og þó einn léti
þess getið að sér væri sérlega annt
um að sinna þörfum unga fólksins
og annar að staða gamla fólksins
hvíldi þungt á sér, er ég nokkuð
sannfærður um að allir frambjóð-
endur geta sameinast um að vilja
gera ungu fólki og gömlu gott og
jafnvel einnig þeim sem á miðj-
um aldri eru.
Einn taldi sér reynslu til tekna
en annar reynsluleysi og þegar
upp var staðið kom í ljós að list-
inn þótti sigurstranglegur þar eð
á honum væri hæfileg blanda
reynds fólks og reynslulauss.
Nýju lýðræðisöflin höfðu það
fram að færa að hafa þyrfti nán-
ara samráð við borgarbúa, tala
við fólkið og jafnvel hlusta á það.
Ekki varð þess vart að hinir eldri
jálkar andmæltu þessu. Þeir sem
leituðu að pólitískum ágreinings-
efnum, nýjum raunhæfum til-
lögum eða einhverju bitastæðu
höfðu fátt uppúr krafsinu.
Nú má það vel vera að þetta sé
nýi stíllinn margumræddi, sem
víða 'erlendis hefur gefið góða
raun. Ekkert má segja sem hægt
er að hanka mann á. En mér er nú
þannig farið að þykja þetta held-
ur lágkúrulegt, sérstaklega af só-
síalistum og ekki vænlegt til ár-
angurs eigi að breyta samfélag-
inu. Því þó ekkert sé sagt verða
menn þó trúlega, að gera
eitthvað komist þeir í valdaað-
stöðu og þá tala verkin. Og er þá
hætt við að flestir verði fyrir von-
brigðum.
Ef til vill er ég of þolinmóður.
Vera má að Reykjavíkurdeildin
sitji nú sveitt við að sjóða saman
kosningastefnuskrá þar sem lið
fyrir lið verði sagt hvað Alþýðu-
bandalagið vill gera í borginni og
hvernig. (Og ég á ekki við að rað-
að sé saman setningum af gerð-
inni „AB í Reykjavík vill bæta
hag fatlaðra og stuðla að þvi að
listir blómgist“). í þeirri von að
eitthvað sé í gerjun og talið um
aukið lýðræði meira en orðin tóm
vil ég koma á framfæri nokkrum
hugmyndum sem mér þætti eðli-
legt að bandalagið tæki upp.
1. Að ákveðinn hundraðshluti
borgarbúa geti með undirskrift
sinni krafist bindandi atkvæða-
greiðslu meðal borgarbúa um til-
tekið mál. Ákveðinn hundraðs-
hluti borgarfulltrúa gæti gert
sömu kröfu.
2. Borginni verði skýrar skipt í
hverfi og íbúar hverfanna fái
neitunarvald um skipulagsbreyt-
ingar innan þeirra.
3. Smíðuð verði áætlun um
hvernig tryggja megi starfsfólki
borgarfyrirtækja meirihlutavald í
stjórnum þeirra.
í kosningastefnuskrá þyrfti að
orða kröfurnar þannig að fólki sé
fullljóst hvað það er að kjósa yfir
sig og geti fylgst með að staðið sé
við gefin fyrirheit. Framgangur
þessara hugmynda væri stór þátt-
ur í þeirri lýðræðislegu um-
sköpun íslensks samfélags sem
mér skilst að Alþýðubandalagið
vilji berjast fyrir.
Þó þessar hugmyndir séu mið-
aðar við Reykjavík eiga þær að
sjálfsögðu ekki síður við önnur
bæjarfélög og raunar landið í
heild. Ég sé í Þjóðvilja sem mér
var að berast að innan flokksins
sé að fara af stað lýðræðisnefnd
einhvers konar og er þessu hér
með komið á framfæri við hana.
Flokkurinn þarf raunar víða að
taka til hendi ef lýðræðiskrafan á
að verða verulega trúverðug. Til
að efla innri umræðu í flokknum
væri eðlilegt að gefa út fyrir fé-
laga fjölritað blað þar sem
skoðanaskipti færu fram og hægt
væri að ræða stefnumótun svo
hún sé ekki eftirlátin forystu (þ.e.
þingflokki) bandalagsins.
Einnig virðist eðlilegt að flokk-
urinn taki upp kröfuna um hlut-
fallskosningar í stjórnir verka-
lýðsfélaga og annarra fjöldasam-
taka. Væru þessi mál tekin upp
og tækist að bera þau fram til sig-
urs væru stór skref stigin í þá átt
að grafa undan ægivaldi íhalds og
siðspillingar á íslandi og opna
samfélagið.
Ingólfur V. Gíslason stundar nám
■ Lundi í Svíþjóð.
Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5