Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR
Tónlistarskóli Vesturbœjar
Bonjin neitar að borga
Skólinn íhúsnœðishraki. Borgin neitar að borga kennurum laun, sem henni ber
skilda til samkvœmt lögum. Stórar fjárhœðir útistandandi hjá borginni.
Menntamálaráðherra viðurkennir réttskólans. Alma Hansen, skólastjóri:
bitnar fyrst ogfremst á börnunum
Tónlistarskóli Vesturbæjar hef-
ur átt í húsnæðishraki frá því
um áramót, en fékk nýlega inni í
Hlaðvarpanum við Vesturgötu og
er starfsemi skólans komin vei í
gang.
Það var um áramót að skólinn
missti húsnæði sitt á Vesturgötu
17. Fékk hann þá inni í KR-
heimilinu og hafði það verið sam-
þykkt af æskulýðsráði. Var
skólinn fluttur þar inn með hljóð-
færi og annað þegar borgarhag-
færðingur setti sig upp á móti því
að skólinn væri þarna og úthýsti
honum.
Að sögn Ölmu Hansen, skóla-
stjóra Tónlistarskólans, hefur
verið mjög erfitt að eiga við borg-
aryfirvöld í sambandi við starf-
semi skólans, t.d. hefur borgin
neitað að borga kennurum laun,
sem henni ber skylda til sam-
kvæmt lögum, og á skólinn nú
stórar fjárhæðir útistandandi hjá
borginni.
Tónlistarskóli Vesturbæjar var
stofnaður haustið 1984. yoru um
130 nemendur í skólanum en
kennarar voru 7. Býður skólinn
upp á alhliða tónlistarnám.
Einsog fyrr segir hefur borgin
neitað að greiða kennaralaunin,
það þrátt fyrir að Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
hafi sagt að skólinn eigi fullan rétt
á þessum greiðslum. Davíð
Oddsson, borgarstjóri, hafði lýst
því munnlega yfir við Ölmu
Hansen, að ekki stæði á sér að
grgiða þetta, ef menntamálaráð-
herra telji að honum bæri að gera
það. Þrátt fyrir það þráskallast
hann enn við.
Þó skólinn fái ekki þá fyrir-
greiðslu sem honum ber sam-
kvæmt lögum, segir Alma að hún
muni halda áfram kennslu. Hún
geti ekki sinnt öllum þeim fjölda
sem vill sækja nám við skólann
þannig að tímabundinn samdrátt-
ur verður.
„Þetta bitnar fyrst og fremst á
börnunum, sem byrja full af
áhuga og eiga sér miklar vænting-
ar af náminu. Mér finnst það ekki
forsvaranlegt að borgaryfirvöld
komi svona fram við þessi börn“,
sagði Alma að lokum.
-Sáf
Lögreglan
Fjölda-
uppsagnir
Meirihluti lögreglumanna á
landinu sagði upp störfum sínum
í gær og vitað er að fjölmargir
lögreglumenn til viðbótar munu
skila inn uppsögnum á næstu
dögum. Astæðan er fyrst og
fremst óánægja með launakjör og
langan vinnutíma.
Uppsagnir lögreglumanna
koma í kjölfar samningavið-
ræðna sem félag lögreglumanna á
nú í við stjórnvöld. Þar er megin-
áherslan lögð á stórhækkun á
fastakaupi og minnkun vinnu-
tíma, en yfirvinna og aukavaktir
eru almennt kontnar langt fram
úr hófi að mati lögreglumanna.
Hafa þeir lýst vilja sínum til að
koma á hagræðingu varðandi
vaktir og vinnutíma þannig að
kröfur þeirra þyrftu ekki að þýða
hækkun á heiidarlauna-
greiðslum. -Ig*
Kvenréttindafélagið
Skörp
kvenna-
pólítík
Lára V. Júlíusdóttir
nýkjörinn formaður
Kvenréttindafélags
Islands: Engar
byltingarkenndar
breytingar
Ég á ekki von á að formennska
mín í Kvenréttindafélagi íslands
boði byltingarkenndar breyting-
ar á starfsemi félagsins. Félagið
hefur rekið skarpa kvennapóli-
tík, en það mætti auðvitað hamra
betur á henni hvar sem er, sagði
Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur
ASI og nýkjörinn formaður
Kvenréttindafélags íslands í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
Kvenréttindafélagið hélt aðalf-
und fyrir skömmu og þar var Lára
kosin til formennsku. Fráfarandi
formaður er Esther Guðmunds-
dóttir, en hún baðst undan
endurkjöri. Stjórn félagsins skipa
auk Láru: Arndís Steinþórsdóttir
varaformaður, Jónína Margrét
Guðnadóttir, Erna Halldórsdótt-
ir, Ásthildur Ketilsdóttir, Helga
Sigurjónsdóttir, Áslaug Brynj-
ólfsdóttir, Valgerður Sigurðar-
dóttir, Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, Kristín Jónsdóttir, Dóra
Guðmundsdóttir, Edda Herm-
annsdótttir, Dóra Eyvindardóttir
og Sólveig Ólafsdóttir.
í maí býður Kvenréttindafé-
lagið konum af framboðslistum
stjórnmálaflokkanna fyrir
Þarf að hamra betur á baráttumálum kvenna. Mynd E. Ól.
sveitarstjórnarkosningarnar til mað að halda ráðstefnu um fram-
opins fundar, og í haust er áfor- tíð jafnréttismála á íslandi. -gg
Háskólapólitík
íhaldsstjóm í bígerð
Umbótasinnar ákveða að hefja viðrœður við Vöku. Áhersla áfélagsmál
Hafnarfjörður -
kjörskrá
Kjörskárstofn til bæjarstjórnarkosninga sem
fram eiga aö fara 31. maí 1986 liggur frammi
almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni
Strandgötu 6, Hafnarfiröi, á skrifstofutíma
alla virka daga nema laugardaga frá 26.
mars til 5. maí nk.
Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist skrif-
stofu minni fyrir 17. maí nk.
Hafnarfirði, 25. mars 1986.
Bæjarstjóri
1 Hafnfirðingar
Bæjarstjórn hefur ákveðið að bæjarfulltrúar verði
með viðtalstíma 3. og 17. apríl og 15. maí nk. milli
kl. 17:00-19:00 í Ráðhúsinu að Strandgötu 6, 2.
hæð.
Þann 3. apríl verða til viðtals bæjarfulltrúarnir
Andrea Þórðardóttir og Markús Á. Einarsson.
Bæjárstjóri
Móöir mín
Sigríður Eiríksdóttir
hjúkrunarkona
verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 3. apríl kl. 15.15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Þorvalds Finnbogasonar við Háskóla íslands.
Vigdís Finnbogadóttir.
Móöir mín, tengdamóðir og amma
Stjórn Félags umbótasinnaðra
stúdenta í Háskólanum ákvað
á fundi í vikunni að hafna við-
ræðum við Félag vinstri manna
og hefja þess í stað viðræður um
stjórnarmyndun við Vöku, félag
íhaldsmanna. Áður hafði hug-
mynd umbanna um stjórn allra
fyíkinga verið hafnað eindregið.
„Þeir hafa orðið ástáttir um að
leggja áherslu á félagsstarf í
skólanum og maður getur ekki
annað en hrist hausinn þegar
svona er komið“, sagði Björk Vil-
helmsdóttir formaður stúdenta-
ráðs þegar Þjóðviljinn spurði
hana álits á þessu í gær. „Fra-
mundan er gífurlega mikil og erf-
ið barátta í lánamálum, sjóðir
LÍN eru að tæmast og frumvarp
Sverris Hermannssonar um
breytingar á sjóðnum geta komið
upp á yfirborðið hvenær sem er,
en það virðist ekki skipta umba
og íhaldsmenn nokkru. Þeir ætla
að setja í fluggírinn í fél-
agsmálum", sagði Björk í gær.
-gg
Olga Valdimarsdóttir
frá Æðey
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2. apríl
kl. 15.
Anna Jensdóttir Sigurður Jónsson
Arnaldur Sigurðsson, Árdís Sigurðardóttir,
Olga Sigurðardóttir.
Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3