Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 7
„Það hefur reyndar legið fyrir lengi að Alþýðubandalagið verð- ur næst stærsti flokkurinn í næstu kosningum. Hinsvegarverðurút- koman úr þeim kosningum ekki góð nema báðum stjórnarflokk- unum verði refsað eftirminnilega fyrir siðleysi fjármagnsins og fyrir fátæktina, sem þeir hafa leitt inn á 20.000 heimili samkvæmt nýj- ustu tölum,“ sagði Svavar Gests- son. Svavari þótti niðurstaða skoð- anakönnunarinnar merkileg í ljósi þess að Alþýðubandalagið hefur ætíð komið mjög illa út úr slíkum könnunum hjá Hagvangi. Sem dæmi um það þá fékk Al- þýðubandalagið um 9% í Hag- vangskönnun í aprílbyrjun 1983, en viku seinna fékk sami flokkur um 17% í kosningum. „Það er umhugsunarvert að könnunin er gerð í kjölfar ný- gerðra kjarasamninga og tilgang- urinn augljóslega að mæla pólit- ísk áhrif þeirra. Það er ljóst að Alþýðubandalagsmenn eru með- al þeirra sem bera ábyrgð á samn- ingunum en það er jafn ljóst að þó nokkur óánægja er í röðum Alþýðubandalagsins með niður- stöður kjarasamninganna. Könnunin sýnir að Alþýðu- bandalagið er eini marktæki kost- urinn gegn Sjálfstæðisflokknum hvernig sem málið er skoðað - hvort sem það er á landsvísu eða hér í höfuðstaðnum. Aðrir flokk- ar ná þar engu máli. Könnunin bendir til þess veruleika sem birt- ast mun í sveitarstjórnarkosning- unum um allt land: Vilji menn afl gegn íhaldi kjósa þeir Alþýðu- bandalagið - með því að styðja aðra flokka eru þeir að kljúfa at- kvæði sitt í tvennt milli hægri og vinstri og auka á óvissuna í ís- lenskum stjórnmálum - í þágu Sjálfstæðisflokksins. Hið skásta en ekki hið besta -Hvernig getur þingflokkur Al- þýðubandalagsins verið já- kvæður gagnvart samningum, sem ekki lyfta launafólki yfir fá- tæktarmörkin? „Kjarasamningar mótast alltaf af ákveðnum faglegum aðstæð- um. Flokkurinn setti fram sína stefnumótun vegna kjarasamn- inganna. Kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar gengu skemmra en við hefðum ýtrast kosið. Niðurstað- an gekk enn skemmra en kröf- urnar. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að verkalýðshreyfingin nái ekki umtalsverðum árangri nema hún beiti sínu faglega afli andspænis stjórnarstefnu einsog þeirri sem nú er um að ræða. Þá á ég við að verkalýðshreyfingin sýni sinn styrk með því að boða eða hefja aðgerðir. Kjarasamn- ingarnir voru gerðir eftir að verk- fallsheimildar hafði verið leitað, en það fékk góðar undirtektir, þannig að þetta faglega afl sást vissulega að nokkru. Ég tel að verkalýðshreyfingin hefði mátt sýna betur klærnar en til þess að það sé hægt verður að vera sam- staða. Hún var ekki til staðar. Það voru menn í samninganefn- dum verkalýðsfélaganna í Garða- stræti, sem voru tilbúnir með pennann mörgum sólarhringum áður en undirritað var. Niðurstaðan varð einfaldlega sú að menn tóku það sem var skást, en ekki það sem var best.“ Þjóðfélaginu ekki breytt nema með pólitík - Ertu ekki með þessu að segja að Alþýðubandalagið hafi orðið að sætta sig við þá niðurstöðu sem fékkst í Garðastræti? „Það er mikilvægt að átta sig á því að samningar eru niðurstaða af tilteknum styrkleikahlutföllum Viðtal við Svavar Gests- son, formann Alþýðubanda- lagsins stéttanna á hverjum tíma og að þjóðfélaginu verður ekki breytt nema með pólitík. Það eru mjög fá dæmi þess á síðustu árum að kjarasamningar hafi breytt til frambúðar efnahagslegri gerð þjóðfélagsins, það hefur verið gert með pólitík. Kjarasamning- ar eru því enginn endapunktur í stjórnmálaþróun heldur einn áfangi af ótal mörgum. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því.að það er eingöngu með pólitískum breytingum að þjóðfélaginu verður breytt, þannig að hér verði komið á varanlegu velferð- arríki hins vinnandi manns.“ - En hver cr þá hin eiginlega afstaða Alþýðubandalagsins til kjarasamninganna? „Alþýðubandalagið hefur ekki markað neina endanlega afstöðu til þessara kjarasamninga með sérstakri samþykkt í flokksstofn- unum. Það er Ijóst að forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar úr Alþýðubandalaginu hafa flest- ir beitt sér fyrir samþykkt samn- inganna, en jafnframt er ljóst að ýmsir flokksfélagar hafa gagnrýnt samningana sem slíka og hefur sú gagnrýni komið fram í Þjóðviljanum og í blöðunum Norðurland og Austurland. Þá komu fram greinilegir fyrirvarar í afstöðu þingflokks Alþýðu- bandalagsins er hluti samning- anna var til meðferðar í alþingi. Það sem einkum hefur verið gagnrýnt er að ekki hafi verið samið um hærri kaupmátt. En kjarasamningarnir eru pól- itísk staðreynd og það er ekkert annað að gera en að velta því fyrir sér hvaða áhrif þeir hafa í næstu lotu t.d. um áramót þegar samn- ingarnir renna út. í því sambandi vil ég benda á fjóra jákvæða þætti sem þessir kjarasamningar hafa í för með sér. Frjálshyggju settar skorður í fyrsta lagi verður verðbólga mun minni í lok samningstímans en hefur verið um langt skeið og ríkisstjórnin er pínd til að verða þátttakandi í því að ná verðbólg- unni niður og þar verður hún að ganga þvert á stefnu sína í gengis- og verðlagsmálum. Fram til þessa heíur verðbólgusvipan hvinið í eyrum launafólks til að hræða þaðfrá kjarakröfum. Það ætti því að styrkja baráttugetu verkalýðs- hreyfingarinnar ef verðbólgan næst verulega niður. Lítil verð- bólga mun auðvelda að ná fólki saman til baráttu á næsta samn- ingstímabili. I öðru lagi er samið um vaxandi kaupmátt. Kaupmáttur verður7- 8% hærri í lok samningstímans en í upphafi hans að mati Þjóðhags- stofnunar. Það er auðveldara að knýja fram aukinn kaupmátt í hækkandi kaupmætti en lækk- andi. Það hefur áratugareynsla sýnt. Það þriðja sem skiptir mjög Sjá næstu síðu. Miklar hræringar eiga sér nú stað í íslensku þjóðfélagi og sviptingar í pólitík eru óvenju miklar. Verkalýðshreyfingingengurfrákjarasamningum, sem eru með allt öðru sniði en við eigum að venjast, samningum sem snerta allt efnahagslíf landsins og stillastjórnvöldum upp við vegg. Skiptarskoðanir hafa verið um þessa kjarasamninga, einkum í röðum Alþýðubandalagsmanna. Þessarólíku skoðanir hafa orðið til þess að Alþýðubandalagsmenn í forystu verkalýðshreyfingar, hafa séð ástæðu til að verameð stóryrði í garð Þjóðviljans, sem vareina blaðið sem setti spurningarmerki við kjarasamningana. Strax í kjölfar samninga segir Bjarnfríður Leósdóttir formaður Verkalýðsmálaráðs sigúrflokknum. Ráðstefna um fátækt er haldin á íslandi og í Ijós kemur að fjórðungur allra fjölskyldna á landinu lifir undirfátæktarmörkum. Gömul goðsögn um að fátækt hafi verið útrýmt hér á landi reynist blekking, því hér á landi er til fjöldi fólks sem hvorki á til hnífs né skeiðar. Er þetta afleiðing 30% kaupmáttarráns núverandi ríkisstjórnar, eðaliggjaaðrarástæðurtil grundvallarþessu? Framundan eru sveitarstjórnarkosningar, kosningar sem óbeint eru mælikvarði á brautargengi núverandi ríkisstjórnarflokka. Ætla kjósendurað verðlauna þessa f lokka fyrir fátæktina, eða verður þeim refsað eftirminnilega? Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Hagvangs þá hefurfylgi Alþýðubandalagsins aukist verulega, og er allt útlit fyrir að það sé eini flokkurinn sem geti veitt íhaldinu í borgarstjórn eitthvert viðnám. Þegar andsiæðurnar skerpast í þjóðfélaginu virðist fólk gera sér grein fyrir hvaðan helst er að vænta baráttu gegn þeirri siðlausu frjálshyggju sem leitt hefur skorttil öndvegis á fjölda heimila. En hverjareru skoðanirformanns Alþýðubandalagsins á þessu ástandi, kjarasamningum,innanflokksdeilum, sveitarstjórnarkosningum og hugmyndum um nýja nýsköpun? Blaðamaður Þjóðviljans hafði áhuga á að forvitnast um þetta og er vafalaust ekki einn um þann áhuga. Hann mælti sér mót við Svavar Gestsson í hádeginu fyrr í vikunni, og eftir að segulbandið hafði verið sett af stað var Svavar spurður að því hvernig hann túlkaði niðurstöðuna úr skoðanakönnun Hagvangs. Fimmtudagur 20. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.