Þjóðviljinn - 27.03.1986, Blaðsíða 10
Réttar lyftistellingar eru mjög mikilvægar. Þar skiptir mestu máli aö beygja í hnjám og mjöðmum og hafa beint bak.
Ljósm.: Sig.
Iðjuþjálfun
Starfsfólkgerir
auknarkröfur
Björk Pálsdóttirog Sigrún Garöarsdóttir: Bætt vinnuaðstaöa og rétt
líkamsbeiting dregur úr kostnaði fyrir einstakling og þjóöfélag. Vinnuaðstöðu ber
að laga að þörfum starfsfólks en ekki öfugt
Við standandi vinnu er mikilvægt að hvíla fæturnar öðru hvoru. Björk gerir það
með því að setjast á svokallaðan tyllistól, en setan á honum er að sögn Bjarkar
ákaflega þægileg, hnakklaga og veltanleg, þannig að hún fylgir hreyfingum
líkamans. Ljósm.: Sig.
Það er mikilvægt að við
vitum hvernig beita má lík-
amanum, þannig að vinnan
verði sem léttust og komið
verði í veg fyrir óþarfa álag
og slit. Með því að beita
þessari þekkingu verðum
við hraustari, vinnuhæfni
eykst og veikindadögum
fækkar. Þannig getur þekk-
ing á orsökum álagssjúk-
dóma dregið úr kostnaði
bæði fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið.
Þetta segir í bæklingi sem heitir
íslensk hönnun —
íslensk framleiðsla
Ef til vill átt þú skilið að fá þér nýtt og vandað skrifborð? Hér
er sýnishorn af einni af framleiðsluvörum okkar, en við höfum
sanna ánægju af að sýna þér meira.
BO-347 SKRIFBORÐ
Heildarlausnina færöu hjá okkur
Vinsamlegast athugið breytt heimilisfang
á Hesthálsi 2-4, og nýtt símanúmer 91 -672110.
HÖNNUN • GÆÐI • ÞJÖNUSTA
KRISUÁN SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHÚSGÖGfNJ Hesthálsi2-4 s/mi672l10
Starfsstellingar og vinnutækni og
er skrifaður af Björk Pálsdóttur
iðjuþjálfa. Iðjuþjálfar eru tiltölu-
lega ung starfsstétt á íslandi og
enn sem komið er mjög fámenn,
en hér á landi eru starfandi iðju-
þjálfar 35 að tölu. Þjóðviljinn tók
tvo þeirra tali, þær Björk Páls-
dóttur og Sigrúnu Garðarsdótt-
ur, og bað þær fyrst um að skil-
greina hlutverk iðjuþjálfans.
Hlutverk iðjuþjálfa er tvíþætt.
Annars vegar sjáum við um
líkamlega eða geðræna
endurhæfingu og hæfingu, en
þetta starf felst í því að þjálfa
fólk, sem er með áunninn eða
meðfæddan skort á sjálfsgetu, í
að bjarga sér. Hins vegar felst
starf okkar í fyrirbyggjandi að-
gerðum, en sú grein iðjuþjálfun-
ar er nefnd á íslensku vinnuvist-
fræði (Ergonomia). Vinnuvist-
. fræði er grein sem fjallar um hinn
vinnandi mann og miðar að því
að vinnuaðstaðan sé löguð að
þörfum mannsins en ekki öfugt.
Vinnu-
vistfræði
Með vinnuvistfræði er átt við
það starf sem að mestu leyti fer
fram inni á vinnustöðum með
starfsfólki og stjórnendum. Það
felst aðallega í þrennu. í fyrsta
lagi í almennri fræðslu um mikil-
vægi þess að vinna rétt og hvernig
eigi að beita líkamanum svo best
megi fara. í öðru lagi felst starfið í
því að leiðbeina hverjum og ein-
um inni á vinnustað um það
hvernig hann eða hún eigi að bera
sig að við vinnu. í þriðja lagi þá
komum við með tillögur til
stjórnenda um breytta starfsað-
stöðu og almenna hagræðingu. í
þessu sambandi skipta t.d. stólar
og borð, lýsing, loftræsting og
gólfáferð miklu máli.
Ef þessi atriði eru í lagi og fólk
beitir líkamanum rétt við vinn-
una er mikið áunnið, sérstaklega
fyrir starfsfólk og líka fyrir at-
vinnurekendur því auðvitað
verður úthald fólks meira við al-
mennilegar vinnuaðstæður. Það
er öllum til hagsbóta.
Hreyfing
mikilvæg
Hvaða atriði þarf fólk helst að
hafa í huga varðandi líkams-
beitingu?
Við alla vinnu skiptir vinnuað-
staðan grundvallarmáli. Það að
stólar séu rétt stilltir og borð í
réttri hæð o.s.frv. Fólk þarf þó
líka að vera sér meðvitað um það
hvernig það situr og hvernig það
stendur. Við standandi vinnu er
t.d. mikilvægt að líkamsþunginn
hvíli jafnt á báðum fótum og að
eðlilegar sveigjur hryggjar hald-
ist og axlir og handleggir séu slak-
ir. Við sitjandi vinnu þarf að hafa
sömu atriði í huga en sérstaklega
þarf að gæta þess að eðlilegar
sveigjur hryggjar haldist.
Við alla vinnu er hreyfing
mikilvæg hversu lítil sem hún er.
Hreyfing eykur blóðstreymi til
vöðva sem flytur þeint súrefni og
flytur úrgangsefni frá vöðvum, en
það eru úrgangsefnin í vöðvunum
sem orsaka vöðvabólgu. Jafn-
framt er mikilvægt að vera eins
nálægt því sem maður er að fást
við og mögulegt er þannig að
óþarfa teygjur verði sem minnst-
ar. Tíðar og stuttar hvíldarstund-
ir skipta líka meira máli en fáar
og langar.
Há tíðni
alagssjukdoma
Hafa vinnustaðir á íslandi
leitað eftir leiðbeiningum iðju-
þjálfa?
Það eru örfáir staðir sem hafa
leitað eftir þjónustu okkar, t.d.
prjónastofan á Akranesi og
saumastofan Henson. Þá hefur
Iðntæknistofnun staðið fyrir
námskeiði fyrir verkstjóra og
Fiskvinnsluskólinn er með
leiðbeiningu fyrir nemendur. Það
vantar enn mjög mikið upp á að
fyrirtæki leiti til iðjuþjálfa en
þetta er að breytast. Meðvitund
um þessi atriði er að vakna og það
er tímabært, sérstaklega í ljósi
hárrar tíðni álagssjúkdóma á
vinnumarkaðnum.
Á hinum Norðurlöndunum er
mun betur fylgst með vinnuum-
hverfi fólks og t.d. í Danmörku
eru miðstöðvar í öllum borgar-
hverfum sem hafa það hlutverk
að fylgjast með starfsaðstöðu
fólks. Fyririækin borga gjöld til
þessara miðstöðva en þar starfa
iðjuþjálfar og læknar.
Við erum bjartsýnar á að úr
þessum málum fari að rætast á
Islandi en okkur finnst að í
auknum mæli sé starfsfólk farið
að gera auknar kröfur til starfsað-
stöðu sinnar.
- K.ÓI.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. mars 1986