Þjóðviljinn - 04.04.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 04.04.1986, Side 2
Landbúnaður Markaðs- nefndin endur- skipulögð Markaðsnefnd landbúnaðar- ins hefur nú verið endur- skipulögð. I henni hafa átt sæti fulltrúar frá Búnaðarfélagi ís- lands, Stéttarsambandi bænda, Framleiðsluráði landbúnaðarins, Búvörudeild SÍS og landbúnaðar- ráðuneytinu. Bætt hefur verið í nefndina fulltrúum frá Sam- tökum sláturleyfishafa, Mjólkur- dagsnefnd og viðskiptaráðuneyt- inu. Hlutverk nefndarinnar er að greiða fyrir sölu búvara innan- lands og utan. Nefndin hefur nú ráðið starfs- mann, Auðunn Bjarna Ólafsson, og mun hann vinna að markaðs- athugunum heima og erlendis, á vegum nefndarinnar. -mhg Svínakjöt Vaxandi framleiðsia Framleiðsla á svínakjöti fór vaxandi á sl. ári. Inn voru lögð rúmlega 1.598 tonn, 164 tonnum eða 11,4% meira en árið áður. Salan nam tæpum 1.558 tonn- um, jókst um 42 tonn eóa 2,72%. Birgðir uxu og nokkuð. Voru í árslok 54 tonn á móti 18 tonnum árið áður. -mhg Hrossakjöt Framleiðslan jókst um 14% Innlagt hrossakjöt á sl. ári nam 790 tonnum. Er það rúmlega 98 tonna eða 14,2% aukning frá síð- asta ári. Salan varð 792 tonn, minnkaði um 105 tonn eða 11,7%. Út voru flutt 7,5 tonn en 26 tonn árið áður. Birgðir um ára- mót voru 487 tonn en það er rúm- um 33 tonnum eða 6,4% meira en ári fyrr. -mhg Kjötfjall Nóglilaf nautakjöti Vaxandi birgðir af nautgrip- akjöti, þrátt fyrir meiri sölu. Miklum fjölda kúa slátrað, - ekkert til af kýrkjöti í Reykja- vík Birgðir af nautgripakjöti hafa nú talsvert aukist. Um síðastliðin áramót voru þær 1281 tonn, 120 tonnum eða 10,3% meiri en árið áður. Og síðan um áramót hefur nautgripum verið siátrað í stór- um stíl. Innlagt nautgripakjöt á árinu 1985 var rúmlega 2.720 tonn, 229. tonnum eða 9,2% meira en 1984. En salan jókst einnig. Hún varð tæp 2.579 tonn eða 325 tonnum meiri en áríð áður og er það um 14,4% aukning. Kúm hefur verið slátrað í stór- um stíl að undanförnu vegna kvóta ríkisstjórnarinnar en í fréttum hefur komið fram að þrátt fyrir slátrunina sé kýrkjöt ekki til í verslunum í Reykjavík. Hins vegar er nóg til af dýrindis nautakjöti. FRETTIR Verslunarskólinn Neitar greiðslum Deilur milli Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna og Verslunarskólans um greiðslur frá 1982 og 1983. Verslunarskólinn hefur neitað að borga hluta af lífeyris- greiðslum fyrir kennara sem starfa við skólann til Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Mun hér vera um töluverða upphæð að ræða, sem hefur safnast upp, en greiðslur þessar sem eru í van- skilum eru einkum frá árunum 1982-1983. Að sögn Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra Verslunarskólans, þá telja Verslunarskólamenn sig ekki skulda lífeyrissjóðnum neitt. Viðurkenndi hann að vísu að uppi væri deila við sjóðinn vegna greiðslu dráttarvaxta frá 1982 og 1983. Ástæðan fyrir því er sú að skólinn dró jafn mikið greiðslur við lífeyrissjóðinn og ríkissjóður dró greiðslur til skól- ans. „Við höfum greitt fyrir það sem okkur ber,“ sagði Porvarð- ur. Lífeyrissjóður ríkisstarfs- manna telur að það komi sjóðn- um ekkert við þó ríkissjóður hafi ekki staðið í skilum af greiðslum á rekstrarliðum skólans einsog kennaralaunum og öðru, sem rík- inu ber að borga. Lífeyrissjóður- inn er sjálfstæð stofnun, sem er eign sjóðgreiðenda, sem eru op- inberir starfsmenn, ríki og sveitarfélög. Lífeyrissjóðurinn telur sig því í fullum rétti að krefj- ast þessara greiðslna. Þjóðviljanum tókst ekki að fá upp hversu háa upphæð hér er um að ræða en í gangi eru samn- ingaviðræður milli deiluaðila og eru þær að sögn á mjög við- kvæmu stigi núna. —Sáf Helga Hjörvar skólastjóri Leiklistarskólans fyrir framan framtíðarhúsnæði skólans. 8 af 80 umsækjendum fá inni í náminu í vetur. Mynd SigMar Leiklistarskóli íslands Fjölmargar umsóknir borist U.þ. b. 80 umsóknir hafa borist. Aðeins 8fá inngöngu. Helga Hjörvar: Ekki mikil endurnýjun á stéttinni 1 fyrradag rann út skilafrestur umsókna til Leiklistarskóla Is- lands en að sögn Helgu Hjörvar skólastjóra skólans hafa nú þegar um 80 umsóknir borist. Aðeins 8 nemendur fá inngöngu í skólann en dómnefndin sem velur þessa einstaklinga hefur verið skipuð. Að sögn Helgu Hjörvar virðist hlutfall karla og kvenna meðal umsækjenda vera mjög svipað en á undanförnum árum hafa karlar í skólanum verið í meirihluta vegna þess að hlutverk fyrir karl- menn hafa verið fleiri í leikhús- unum. „Leikurum hefur í raun fækkað mikið síðustu árin. Fyrir 20 árum útskrifuðust mun fleiri leikarar ár hvert en nú. Núna út- skrifast að meðaltali 6 leikarar á ári, en það getur ekki talist mikil endurnýjun. Fjöldatakmörkunin hefur þó það í fjör með sér að flest allir sem útskrifast úr skól- anum fá vinnu við leiklist að námi loknu,“ sagði Helga. Dómnefndina sem velur nem- endur þetta árið skipa þau Kristbjörg Kjeld, Sigríður Haga- lín, Kristín Jóhannesdóttir, Kári Halldór Pórsson og Helga Hjörv- ar. -K.ÓI. Væri ekki ráð að gefa þessum markaðsnefndarmönnum eitt- hvað að borða? Sjóbirtingur Veitt í 10 stiga gaddi Sjóbirtingsveiðin byrjar treglega vegna mikils kulda. Glœðistmeð hlýnandi veðri Sjóbirtingsveiðitímabilið hófst um mánaðamótin en þá var byrj- að að renna í Eystri og Ytri Rangá. Ekki blés byrlega fyrir veiðimönnum fyrsta daginn því 10 stiga gaddur var við árnar. Þrátt fyrir kuldann og þó frysi á stöngunum létu menn sig hafa það og einn gamall garpur sem aldrei lætur sig vanta á 1. degi tók 5 væna sjóbirtinga og sjóbleikjur á tveimur tímum, samkvæmt upplýsingum Aðalbjarnar Kjart- anssonar á Hvolsvelli. Veiði er einnig hafin í Þorleifs- læk í Ölfusi og samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá Landssambandi veiðifélaga hefur veiðin þar gengið þokkalega. -lg./-ÖS Árekstur Ævintýri í ökuferð Richmond — Lily Fowler sem er áttræð og hefur ekið bíl í 60 ár lenti í sínum fyrsta árekstri í gær, og hann varð henni dýr. Bléssuð konan steig á bensín- gjöfina í stað bremsunnar þegar hún var að renna inn á bílaþvotta- stöð í Kalíforníu,- Þau mistök urðu til þess að hún keyrði á fjóra bíla, í gegnum grindverk og ruddi um koll einni bensíndælu. Það kviknaði í öllum bflunum en eng- inn særðist. Skemmdir voru hins vegar metnar á 12 milljónir ís- lenskra króna. Bankastarfsmenn Helmingsfjölgun á 5 ámm íslenskum bankamönnumfjölgar mun hraðar en kollegunum á Norðurlöndum. Fjölgaði um 11.1% milli áranna 1984 og 1985 íslenskum bankastarfsmönn- um fjölgaði um 52% á árunum 1980 til 1985 og um 11.1% milli áranna 1984 og 1985. Félagar í Sambandi íslenskra bankamanna eru nú 3300 talsins, samkvæmt upplýsingum frá norræna banka- mannasambandinu. Fjölgun bankastarfsmanna hér á landi á þessum árum er mun meiri en á hinum Norðurlöndun- um. Dönskum bankamönum fjölgaði þannig um 11% 1980- 1985 . Finnskum kollegum þeirra fjölgaði á sama árabili um 15%, norskum um 28.3% og sænskum um 14.1%. Aukning milli áranna 1984 og 1985 var sem áður segir 11.1% á íslandi, en 3.5% í Sví- þjóð, 1.5% í Noregi og 1.7% í Finnlandi. „Ég ætla ekki að leggja mat á hvað er eðlilegt og hvað er óeðli- legt í þessu sambandi, en það er ljóst að þarna að baki liggja margar samvirkandi ástæður,“ sagði Helgi Hólm hjá Sambandi íslenskra bankamanna þegar blaðamaður Þjóðviljans bar þess- ar tölur undir hann í gær. „Ég bendi á að á síðustu árum hefur verksvið íslensku bankanna víkk- að talsvert og það hefur kallað á aukið starfsfólk, en menn álíta að þessi þróun muni hægja á sér á næstu árum,“ sagði Helgi í gær. Þess má geta að starfsmenn Byggðastofnunar og Þjóðhags- stofnunar eru félagar f SÍB. —gg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.